Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 Þorvaldur Guómundsson i Sild og f isk hefur um ævina verió frumkvöóull aó býsna mörgum nýj- ungum í f ramleióslu og byggt upp óffó hótel og fyrirtæki. Vió litum yfir farinn veg meó Þorvaldi ó hólf rar aldar af mæli fyrirtækis hans. Morgunblaðið/Sverrir eftir Elínu Pólmadóttur Hann situr í skrifstofu sinni í húsinu sem blasir við af Keflavík- urveginum merkt Ali og teikn- ingu af svíni. Húsið prýða líka látlausar lágmyndir. A skrifstof- unni er Þorvaldur Guðmundsson umkringdur fagurri myndlist, svo mörgum málverkum að neðstu myndirnar halla að veggjum af gólfi. Skammt er yfir í stóra sal- inn fullan af Iistaverkum hans og rétt handan dyra kjötvinnslan með hangandi röðum af koníaks- brúnum pepperónibjúgum, nýj- ustu afurðinni á vinsældalista ís- lensks matarsnarlsfólks. Þorvald- ur fylgir því eftir, kveðst helst vilja vera á undan eftirspurninni, eins og hann hefur raunar gert frá því hann fyrir 55 árum tók að setja í gang fyrirtæki til mat- vælaframleiðslu, sem mörg hver eru enn í góðu gengi. Fyrirtæki hans, Sild og fiskur, varð 50 ára í sl. viku. Öðrum fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og hótel- rekstri kom hann upp og stjórn- aði fyrstu árin. Þegar þetta er rifjað upp með honum kemur í ljós að flest gengu þau vel, sem með óiikindum má telja þegar um slíkt frumkvæði var jafnan að ræða. Sitt fyrirtæki rekur hann enn í góðu gengi, 82ja ára gam- all. Og það sem meira er, hann hefur lagt til samfélagsins drýgra en aðrir í sköttum, jafnan verið hæsti skattgreiðandi í Reykjavík. Og kvartar ekki. „Ekki ástæða til. Alltaf verið einhver afgang- ur“, segir hann einfaldlega. Ungur maður í hvítum ryk- frakka með bundið belti eins og Humphrey Bogart stikaði rösk- lega eftir Lindargötunni og minnist þessi blaðamaður þess hve krökk- unum þótti mikið til um. Þorvaldur Guðmundsson var þá nýbúinn að reisa í gömlu ruslaporti niðursuðu- verksmiðju fyrir Samband íslenskra fiskframleiðenda, þar sem ÁTVR var síðar lengi með sölubúð, og við hlið- ina á bogahúsinu þar sem Thor Jens- en hafði sína mjólkurdreifingu frá Korpúlfsstöðum. Innan skamms var farið að framieiða þarna 35 mismun- andi tegundir af niðursuðuvörum. Þorvaldur ó merk- asta listasafn i einkaeigu á is- landi, varáveitt þar sem hann getur notiA þess, i fyrir- tseki hans, heima hjá honum og á Hát- el Holti. Á veggnum bak viA skrifborAiA er mynd eftir Ás- grim JAnsson og málverk af móAur hans, Katrinu Jón- asdóttur Ekki var þetta þó fyrsta verkefni Þorvaldar Guðmundssonar á þessu sviði. Hann hafði á árunum 1927- 1934 unnið ýmis störf hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, þar sem m.a. var soðið niður. Síðan hafði hann haldið til Þýskalands og Danmerkur til náms í því fagi. Við heimkomuna á árinu 1936 var hann af Fiskimála- nefnd fenginn til þess að koma á fót Rækjuverksmiðju ísafjarðar, sem bærinn var eigandi að. Þetta var fyrsta rækjuverksmiðjan á íslandi. Þegar Þorvaldur er spurður hvort vinna hans hjá Sláturfélaginu hafi orðið kveikjan að því að hann fór í þetta nám, segir hann að þótt Helgi Bergs hafi aðstoðað og að hann fá- tækur drengurinn hefði ekki komist utan án þess þá megi rekja upphaf- ið að áhuga hans til þess er hann sumarið 1932 var annar þjónn á öðru plássi á Goðafossi. Komst þá í kynni við „sjólaxinn", en slík upsa- flök keyptu Þjóðveijar þá af okkur. Við heimkomuna var Þorvaldur ráð- inn hjá Fiskimálanefnd og eftir að hafa sett upp rækjuverksmiðuna á Ísafirði lá árið 1936 fyrir að koma í gang niðursuðuverksmiðju SIF í Reykjavík. Þurfti að byija á að rífa gamla húsið á Lindargötunni með járnabindingum úr gömlum togví- rum og byggja nýtt. Brátt urðu mik- il umsvif í niðursuðunni. „Við vorum með 35 mismunandi vörutegundir og útflutning til Englands og Banda- ríkjanna. Byijuðúm með ýmislegt nýtt. Unnum úr 2000 tunnum af kryddsíld alls konar gaffalbita og kryddsíldarflök og bytjuðum á nið- ursuðu á murtunni úr Þingvallavatni og að sjóða niður grænu baunirnar sem Ora er svo frægt fyrir. Þá voru innflutningshöft og við gátum fengið þurrkaðar baunir," segir Þorvaldur. Þorvaldur kveðst vera alinn upp í Reykjavík og nágrenni þegar hann er spurður um æskuárin. Hann fylgdi móður sinni, Katrínu Jónas- dóttur, sem var ráðskona á ýmsum stórbýlum, Reykjum, Elliðavatni og Melshúsum á Seltjarnarnesi. Kynnt- ist því ungur búskap. Ekki hefur verið auðvelt á þeim árum fyrir ein- stæða móður að hjálpa syninum til mennta. En fyrsta ár Laugarvatns- skólans voru þar tveir piltar úr Reykjavík. Auk Þorvaldar Gunnar Guðmundsson, síðar framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Síðan tók Þorvaldur fyrsta bekk í Verslunarskólanum og var svo eitt- hvað áfram þar í kvöldskólanum. „Víst var þetta erfitt, en allt hafðist þetta. Móðir mín vann myrkranna á milli og maður fór snemma að hjálpa til. Var m.a. sendill hjá Tómasi Jóns- syni kjötkaupmanni." Mæðginin bjuggu lengi á Spítalastíg 2 í sam- býli við Þórð í Gijóta og Petrínu konu hans. í þessu 70 fermetra húsi bjuggu 11 manns. Móðir hans hafði aðgang að eldhúsinu hjá Petrínu. Og allir voru ánægðir, segir Þorvald- ur. Keypti sín fyrstu málverk 19 ára Þorvaldur var þó ekki nema 19 ár gamall þegar hann keypti sín fýrstu málverk. „Ég var þá innan- búðarmaður í Matardeildinni í Hafn- arstræti og Kjarval var þar á næstu grösum. Kom fyrir að ég eldaði fyr- ir hann sviðakjamma og fleira og færði honum og ég fékk hjá honum myndir fyrir lítið verð eða gefins. Svo keypti ég myndir eftir Eggert Guðmundsson, Guðmund frá Miðdal og síðan komu fleiri til sögunnar og áður en maður vissi af var maður orðinn safnari“, segir Þorvaldur og bendir mér á Lífshlaupið, veggmál- verkin hans Kjarvals, sem Reykja- víkurborg afneitaði þrisvar eins og hann segir, en nú eru geymd milli veggja hjá honum. Þegar hann þurfti að minnka málverkasalinn vegna kjötvinnslunnar og þröngt varð um safnið stóra lét Þorvaldur koma því fyrir í sérsmíðuðu hólfí í endaveggn- um. Þorvaldur á nú merkasta lista- verkasafn í einkaeign á íslandi, varð- veitt þarna sem hann getur alltaf notið þess — í fyrirtæki hans, heima hjá honum og á Hótel Holti, þar sem gestir njóta þessara listaverka. Hve mörg listaverkin eru eða hvers virði kveðst hann ekkert vita. Hefur aldr- ei litið á þetta sem fjárfestingu, „það var heldur engin fjárfesting að eign- ast mynd,“ segir hann. „Ég nýt þess að hafa þetta í kring um mig.“ Ég spyr hann hvort hann hafi aldrei verið hræddur um dýrmæt málverk sem hanga uppi um allt á Hótel Holti, en hann neitar því. Fullyrðir að aldrei hafi verið stolið mynd þar, fólk hafi umgengist myndlistina með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.