Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 10

Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 10
10 MORGUN’BIAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 Íslendingar standa fframmi fyrir þvi aó velja sér sess i breyttri heimsmynd. Helstu samstarfs- riki okkar á alþjóóavettvangi stefna nú á aóild aó Evrópusambandinu. eftir Guóno Einarsson EVRÓPA er óðum að breytast og þær breyt- ingar hafa óhjákvæmilega áhrif á líf okkar íslendinga. Ef Noregur, Svíþjóð, Finnland og Austurríki ganga í Evrópusambandið (ESB) verða einungis íslendingar eftir til að standa undir svonefndri EFTA-stoð EES samnings- ins. Samherjar .okkar í alþjóðlegu samstarfi til margra ára eru nú að takast á herðar nýj- ar skuldbindingar sem breyta stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Hvernig Islandi reiðir af í breyttri Evrópu og hvaða áhrif aðild að ESB hefði er verðugt umhugsunarefni. Ríkisstjórnin hefur falið Háskóla íslands að leggja mat á kosti og galla aðildar okkar að Evrópúsam- bandinu. Sú vinna er að fara í gang en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í júní, enda málið bæði viðamikið og flókið. Þótt fræðileg úttekt á mögulegri aðild íslands að ESB liggi ekki fyrii' má ætla að í meginatrið- um yrði umsókn íslands meðhöndluð með líkum hætti og umsóknir ann- arra EFTA rikja. Ljóst er að aðild að Evrópusam- bandinu hefði bæði stjórnmálaleg og efnahagsleg áhrif fyrir íslend- inga. Ómögulegt er að segja með nokkurri nákvæmni fyrir um hver þau áhrif yrðu, nema að undan- gengnum samningaviðræðum um aðild að ESB. Slíkir samningar eru sniðnir að sérkennum og aðstæðum hverrar þjóðar sem sækir um aðild og eru nýlegir aðildarsamningar Norðmanna, Svía og Finna til marks um það. Ólikir hagsmunir EFTA og ESB Hagfræðideild Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFFA) gaf út skýrslu haustið 1992 um efnahags- leg rök fyrir aðild EFTA ríkja ann- ars vegar að EES og hins vegar ESB. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að EFTA ríkin muni hagnast á aðild að EES en hún breyti litlu fyrir þau hvað varðar stjórnmálaleg áhrif. Aðild að ESB mundi aftur á móti veita EFTA ríkjum pólitísk áhrif innan Evrópusambandsins, þau yrðu beinir aðilar að ákvarðana- tökunni, án þess að efnahagslegur ágóði yrði mikið umfram það sem fengist með EES aðild. Með aðild að ESB tæki ísland þátt í ákvarð- anatöku en yrði að sama skapi að lúta þeim sameiginlegu ákvörðunum sem teknar væru. Áhugi ESB á aðild EFTA ríkj- anna að EES mun fremur vera stjórnmálalegur en efnahagslegur, en áhugi ESB ríkja á fullri aðild EFTA landanna að Evrópusam- bandinu er fyrst og fremst talinn efnahagslegur. island eitt ó bóti? Ef Norðurlöndin þijú og Austur- ríki ganga í ESB verður EFTA hluti Evrópska efnahagssvæðisins ekki nema svipur hjá sjón frá því sem nú er, því um leið og ríkin ganga í ESB fara þau úr EFTA. Samkvæmt EES samningnum er gert ráð fyrir því að bæði EFTA og ESB hafi stofnanir til að hafa eftirlit með framkvæmd _EES samningsins. Það er ljóst að ísland eitt hefur ekki burði til að uppfylla þær kvaðir og yrði að leita annarra leiða. Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði _við Háskóla ís- lands, telur að ef ísland verður eitt eftir í EES geti staða okkar orðið erfið. „Við yrðum að hlíta veigamikl- um ákvörðunum ESB án þess að hafa mikil áhrif þar á. Það yrði ein- kennileg staða fyrir fullvalda ríki.“ Gunnar Helgi segir að með aðild að ESB gætum við haft áhrif á ákvarðanir sem snertu okkur, en þær ákvarðanir yrðu einnig meira bindandi. Til að öðlast þetta áhrifa- vald yrðum við að framselja löggjaf- arvald og ýmislegt annað vald. Höfundur fyrrnefndrar skýrslu hagfræðideildar EFTA, prófessor Richard E. Baldwin, telur að EFTA ríkjunum gangi það helst til með aðild að ESB að hafa áhrif á fram- tíðarstefnumótun í Evrópu. í EES eigi ríkin um fátt annað að velja en taka þegjandi við ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar í Bruss- el, jafnt þótt ákvarðanir hennar geti haft afdrifarík áhrif á atvinnu- vegi EES ríkja. Sumir óttast að ef Norðurlöndin, önnur en ísland, ganga í ESB ein- angrist Ísland á alþjóðavettvangi. Þessi lönd hafa verið á meðal okkar helstu bandamanna á alþjóðlegum vettvangi svo sem innan Sameinuðu þjóðanna, GATT og Atlantshafs- bandalagsins. ísland hefur notið samstarfs við þessar þjóðir við ýmsa undirbúningsvinnu að stefnumótun. Nú munu þessar þjóðir mæta til leiks undir merkjum ESB og við ekki njóta samstarfs við þær á sama hátt og áður. Margur er knór Þær mótbárur hafa verið hafðar að vægi EFTA ríkjanna verði lítið innan ESB vegna smæðar þeirra og fámennis. Prófessorinn andmælir þeirri staðhæfingu á grundvelli við- tekinna sanninda hagfræðinnar - að skipulögð vinnubrögð séu mik- ilvægari en aflsmunir, eða með öðr- um orðum að margur sé knár þótt hann sé smár. Hann bendir í því sambandi á að þrýstihópar hafa oft og einatt mikil áhrif á stefnumótun, þótt þeir séu fulltrúar minnihluta- hópa. Svo dæmi séu tekin þá megi það vel teljast líklegt að þrátt fyrir fámenni muni Norðmenn hafa áhrif á fiskveiðistefnu og olíuvinnslu ESB, Svíar á bílaframleiðslu og Finnar á timburiðnað, í krafti sér- þekkingar og sterkrar markaðshlut- deildar á þessum sviðum. Hver er munurinn? í skýrslu EFTA er munurinn á aðild að EES og ESB skilgreindur í sex höfuðatriðum sem lúta að fjár- hagslegum og stjórnmálalegum þáttum. Þau eru aðildargreiðslur og styrkir, landbúnaðarstefna ESB, aðild að tollabandalaginu, sam- keppnisstefna ESB, þátttaka í Efna- hags- og myntbandalaginu (EMU) og að breytingarnar sem verða við inngöngu í ESB verða að öllum lík- indum til frambúðar. Reikna má með tvenns konar efnahagslegum áhrifum í EFTA löndunum af aðild að ESB, eftir því hvort litið er á ríkisfjármálin eða viðskiptalífið almennt. Öll teikn benda til þess að EFTA ríkin leggi meiri fjármuni til Evrópusambands- ins en þau þiggja í styrkjum. Árin 1991 og 1992 námu greiðslur aðild- arlanda EB til sameiginlegra sjóða að meðaltali um 1,1% af landsfram- leiðslu. Helstu tekjustofnar ESB eru hlutdeild í virðisaukasköttum aðild- arríkja, tollar og gjöld af landbún- aðarframleiðslu. EFTA ríkin eru yfir meðallagi ESB ríkja hvað varð- ar landsframleiðslu á íbúa. Talið er að hrein framlög EFT'A ríkjanna til sjóða ESB verði 20 til 30 falt hærri kvolina sema

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.