Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNÚDAGUR 10. APRÍL 1994 SUND Morgunblaðið/Kristinn Þjálfarinn og lærlingarnir PETTERI Laine hefur náð góðum árangri sem sundþjálfari hjá Ægi í Reykjavík. Hann telur mikla möguleika á að ísland eignist afreksmenn í sundi innan tveggja ára og ætlar að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða, en leggur áherslu á að það er sundmaðurinn, sem nær settu marki en ekki aðrir tengdir honum. íslenskir afreksmenn í sundi innan tveggja ára - segirfinnski sundþjálfarinn Petteri Laine, sem hefur gert nýjan tveggja ára þjálfarasamning við Ægi og vill breyta fyrirkomulaginu SUND er vinsæl almenningsíþrótt á íslandi. Flestir læra að synda og stunda sundstaðina, margir æfa greinina, en eins og stendur eru ekki til afrekssundmenn, sem eiga möguleika á efstu sætum í alþjóða keppni. Finninn Petteri Laine, sem hefur gert nýjan tveggja ára þjálfarasamning við sundfélagið Ægi í Reykjavík, segir almenna þjálfun ekki hafa verið nógu markvissa undanfar- in fjögur ár, en hann sjái miklar framfarir hjá Ægi á liðnum tveim- ur árum og er sannfærður um að ísland eignist aftur góða sund- menn innan tveggja ára, afreksmenn í sundi, sem setji íslands- met og standi sig í alþjóða keppni, komist í a- eða b-úrslit á Evrópumóti, í heimsmeistarakeppni eða á ÓLympíuleikum. „Ef ég tryði ekki á auknar framfarir hefði ég ekki gert nýjan samn- ing,“ sagði hann við Morgunblaðið. Petteri Laine hefur þjálfað hjá •Ægi í tvö ár og segist hafa orðið var við mikla hugarfarsbreyt- ingu hjá krökkun- um. „Þegar ég kom EJ>'r . vildu krakkarnir Guðbjartsson helst ekki synda lengri vegalengdjr,- kvörtuðu og jafnvel grétu ve'gna álágsi n sT TTu ])árf *ég ekkí aðfiáfá áhyggjur af þessu. AUir vita hvað er verið að æfa hveiju sinni og til hvers. Fólk, sem æfir sund með keppni í huga getur mætt á æfingu og eytt tímanum til einskis. Það getur líka mætt með því hugarfari að bæta sig og þannig er það hjá Ægi — þar vilja allir leggja mikið á sig.L Ægir í sérflokki Á nýafstöðnu meistaramóti inn- anhúss í Vestmannaeyjum höfðu sundmenn úr Ægi mikla vfirburði. Keppendur urðu að ná fyrirfram ákveðnum lágmörkum til að fá að taka þátt og er athyglivert að 33 af 37 krökkum, sem Finninn þjálf- ar, náðu lágmörkunum, 17 stúlkur og 16 strákar, og hefur ekkert fé- lagslið átt svo marga keppendur. Til samanburðar voru SH og ÍA með níu keppendur hvorffélag, SFS átta og önnur færri. Keppt var í 32 greinum og átti Ægir sigurvegara í 22, silfurhafa í 11 og 13 bronshafa, en 40% þeirra, sem komust í úrslit, voru úr Ægi. í fjórum greinum átti Ægir þijá fyrstu og fimm fyrstu í tveimur greinum. SFS kom næst á eftir Ægi í verðlaunum með fimm guU, TO’silfúf ög fimmT5rönsI í sundi eru reiknuð út stig og er sundmaður með 1.000 stig á heimsmælikvarða, en 800 stig er frambærilegt í alþjóða keppni. Með- altal fimm bestu sundmanna Ægis á mótinu var 777 stig, 10 bestu 763 stig og 15 bestu 752 stig. „Þetta er betra en nokkru sinni fyrr og sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði þjálfarinn. Um 130 krakkar æfa sund hjá Ægi og er Petteri með svo nefnd a- og b-lið, 37 krakka á aldrinum 12 til 27 ára, en kunnátta og geta ráða flokki frekar en aldur, sem þó er hafður til hliðsjónar. Petteri sagði að árangur Ægis mætti rekja til traustrar stjómar og foreldrafé- lags, góðra þjálfara og áhugasamra sundmanna. „Hvað a-liðið varðar þá leggjum við meira á okkur en önnur félög í landinu, syndum 'fíiétri? ýWffi; 'ltfköfö'- légjjja irnéiirk á þá ‘én Við, eú ég vil flýta mér hægt með þá yngri, vil ekki leggja of mikið á þá fyrr en þeir eru tilbúnir — það má ekki byija of snemma. Foreldrafélagið er mjög virkt og styður krakkana og stjómin heldur utan um þetta.“ Álagið hjá Pe.tteri fer eftir grein- um og árstíma. Á undirbúningstím- anum, sem er frá miðjum ágúst fram í lok janúar, eru æfingar tvisv- ar á dag og þrisvar í viku em lyft- ingar að auki. Þá synda sprettsund- mennirnir um 30 til 50 km viku- lega, þeir, sem em í millivegalengd- um, um 40 til 60 km og sundfólk í lengri vegalengdum 50 til 70 km á viku. í sérstökum æfingabúðum, sem standa yfir í viku eins og á milli jóla og nýárs og um páska, er álagið enn meira og þá syndir t.d. síðast nefndi hópurinn 70 til 90 km á dag. Eftir þetta fækkar æfingunum, en þær þyngjast — erfiðið verður meira hveiju sinni í sex vikur fyrir Íslandsmeistaramótið innanhúss. Tveimur til þremur vikum fyrir mót er byijað að hvíla eins og sundmenn kalla það, minna álag jafnt og þétt. „Því lengur sem við æfum því leng- ur hvílum við,“ sagði Finninn, en hann gaf frí í tvo daga eftir innan- hússmótið. „Þetta er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Bryndís Olafs- dóttir hvíldi aldrei nema í þijá daga, sem var nóg fyrir hana, en sumir þurfa að hvíla í þijár vikur.“ Petteri sagði að yfirburði Ægis mætti rekja til þriggja þátta. „Eg legg meira á mig en aðrir þjálfar- ar, sundmenn Ægis leggja meira á sig en aðrir sundmenn og sama er að segja um stjórnina. Við einbeit- um okkur að því sem við erum að gera. í sundi gildir aðeins að leggja mikið á sig. Nú höfum við nánast náð öllu, sem hægt er að ná innan- lands og næsta skref er að snúa sér að alþjóða vettvangi og ná þar árangri.“ Innanhússmótið í janúar Sundmeistaramót íslands utan- húss verður í júlí og sagði Petteri allan undirbúning miðast við það. „Öll helstu sundmet eru sett í lengri laugum úti í heimi, en því miður miðast undirbúningur íslensks sundfólks við mót innanlands. Sér- staklega er slæmt að hafa ekki ýmiss mót í Evrópu í huga og það eru mistök að líta algjörlega fram- hjá heimsmeistaramótunum auk þess sem slæmt er að hafa meist- aramótið innanhúss í mars. Ef vel ætti að vera ætti innanhússmótið að vera í lok janúar. Þá væri hægt að nota það sem stökkpall fyrir HM og þar með hefði það meira að segja — landsliðið fyrir HM yrði valið að því loknu.“ Sundþjálfarar hafa ítrekað sagt að vegna kynslóðaskipta væri lægð á toppnum og því væru ekki til sundmenn sem ættu erindi á stóru alþjóða mótin. „Eins og stendur eigum við fáa afburða sundmenn, en það eru til sundmenn, sem gætu farið á heimsmeistarakeppni til að öðlast reynslu. Hins vegar hefur þjálfunin almennt ekki verið næg undanfarin Ijögur ár og því höfum við setið eftir. Þegar ég kom hingað byijuðum við hjá Ægi að æfa mark- visst með framtíðina í huga og höf- um sett stefnuna á Evrópumót unglinga sumarið 1995. Sama ár, í ágúst, verður Evrópumeistaramót- ið og vonandi verða fjórir til sex keppendur frá íslandi á meðal þátt- takenda. Þá hef ég trú á að ísland geti átt sterkt lið á Norðurlanda- móti unglinga í desember." Sjálfspíslahvöt Árangur í íþróttum er metinn á mismunandi hátt eftir greinum. Sundmenn eru í flestum tilfellum að beijast um sekúndur og sek- úndubrot og margir, sem ekki eru í sundi, eiga erfitt með að skilja hvað sundmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig. „í íþróttasál- fræðinni og kennslufræðinni í íþróttaháskólanum í Finnlandi lærði , ég að þjálfarinn er mikilvægastur, þegar kemur að hvatningunni á MfaMiM! eri 'í: kéþWyiííjkomá ’awir r Hlutir tll'eins o^' íio ná fýrsta, öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.