Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 45 eftir Árno Motthíasson ÞAÐ ÞARF sterk bein til að þola meðlætið ekki síður en mótlætið og í tilfelli Kurts Cobains, söngvara, lagasmiðs og leiðtoga Nirvana, einnar vinsælustu rokksveit heims síðustu ár, bar velgengnin hann ofurliði. Eftir því sem vinsældir hljómsveitarinnar urðu meiri fannst honum erf- iðara að eiga við athyg- lina, afæturnar og eitur- lyfin og svipti sig loks lífi sl. föstudag, aðeins 27 ára gamall. Þar með lauk sögu einnar áhrifamestu rokkhljómsveitar vestur- álfu í upphafi þessa ára- tugar. Saga hljómsveitarinn- ar Nirvana var æv- intýri, sem hafði á sér dökkar hliðar ekki síður en ljósar. Sveitin varð ófor- varandis vinsæl haustið 1991 og ruddi brautina fyrir nýja tónlistarstefnu, Seattle-rokk eða „gninge“-rokk, sem gaf af sér grúa annarra vinsælla hljómsveita um heim allan. Þannig skaust hlédrægur og tilfínningaflæktur tónlistar- maður, sem hellti úr skálum gremju sinnar af miskunnar- lausri hreinskilni, upp á stjörnuhimininn, sem varð honum að aldurtila. Landlægt þunglyndi Kurt Cobain og Chris Nov- oselic, sem breytti nafni sínu fyrir skemmstu í Krist til að undirstrika króatískan upp- runa sinn, fæddust og ólust upp í smábænum Aberdeen í Washington-fylki, skammt frá Seattle. Bæjarbúar lifa á skógarhöggi og Cobain lýsti því í viðtölum i upphafi frægðarferils hljómsveitar- innar að líf í bænum hafi verið erfitt, atvinnulíf ein- hæft og hagsveiflur hafi allar magnast í bænum; bæjar- bragur hafi verið daufur, þunglyndi landlægt og mikið um áfengis- og eiturlyfja- neyslu. Kurt og Krist voru snemma utangarðs, sérstak- lega Kurt, sem bjó við erfiðar heimilisaðstæður. Þeir sáu báðir tónlistina sem leið til að einangra sig frá dapurleg- um umheiminum. Tónlistin sem hreif þá, sérstaklega Cobain, var bandarískt pönk; hröð og hörð rokktónlist með ruddalegum og ágengum textum. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir slíkri tón- list í Aberdeen og fyrsta hljómsveitin sem þeir félagar stofnuðu, og hét Nirvana, hermdi eftir Creedence Cle- arwater Revival. Cobain spil- aði á trommur í þessari fyrstu útgáfu af Nirvana, en Novoselic á bassa. Það var þó snar þáttur í pönkinu að aðal góðrar hljómsveitar var að vera öðruvísi og leika eig- in tónlist, og smám saman náðu frumsamin lög yfir- höndinni. Snemma árs 1986 var Nirvana búin að taka á sig þá mynd sem síðar átti eftir að skjóta sveitinni á toppinn um heim allan; tón- listin var hrátt og ruddalegt rokk, með sterkum laglínum sem báru uppi hálf öskraða texta Cobains, sem fjölluðu um ýmislegt ókræsileg, eins og ofbeldi, limlestingar, ást/hatur og eiturlyfja- neyslu. Cobain var orðinn viðurkenndur leiðtogi sveit- arinnar þegar hér var komið, enda samdi hann flestöll lög- in og söng að auki, en því til viðbótar hafði hann fært sig frarnar á sviðinu og lék á gítar. Framan af var ekki mikill áhugi fyrir Nirvana og þeirri tónlist sem sveitin lék, enda má segja að hún hafi fallið á milli skilgreininga; tónlistin var of aðgengileg til að telj- Fnegðín ast pönk, of hrá til að teljast popp og of kæruleysisleg til að teljast þungarokk. Eftir mögur misseri, þar sem hljómsveitin spilaði eins og hún ætti lífið að leysa, þó tónleikagestir væru iðu- lega lítið fleiri en hljómsveit- armeðlimir, kom stóra tæki- færið þegar Sub Pop-útgáfan fór þess á leit við sveitina að hún hljóðritaði smáskífu. Eftir útkomu þeirrar skífu fékk Nirvana tilboð um að spila víða í Seattle, þó áhorf- endur hafi þar verið lítið fleiri. Sub Pop hafði þó það mikla trú á hljómsveitinni að hún hljóðritaði breiðskífuna Bleach á mettíma. Tónlistin var sem fyrr hrá og ágeng, en textarnir voru farnir að taka á sig ákveðnari mynd og margur sá í þeim herhvöt kynslóðar sem fannst hún ekki hafa neinu að að hverfa; engar bjartar hugsjónir og fátt um vænlega framtíðar- drauma, ef menn á annað bórð vildu ekki hella sér út í ameríska drauminn. í kjölfar bneiðskífunn^r lagði Nirvana í sína fyrstu tónleikaför, allir hljómsveit- armeðlimir, sem þá voru fjór- ir, saman í einni smárútu og iðulega var sofið á jörðinni ef vel viðraði, til að losna út úr sendibílnum. Snemma árs gerði Sub Pop Nirvana tilboð um sjö breið- skífu samning, en sveit- armenn voru efins um að fyrirtækið væri nógu traust til að semja við það til svo langs tíma. Þeir héldu til Los Angeles og komust þar á samning hjá DGC-útgáfunni. Fyrir þá útgáfu hljóðrituðu þeir svo aðra breiðskífu sína, Nevermind, sem gefín var út í september 1991. Nirvanaæði Nevermind sló þegar ræki- lega í gegn, en sveitarmenn og útgáfan höfðu gert sér vonir um að selja mætti af plötunni um 250.000 eintök á löngum tíma, ef vel væri að málum staðið. Mánuði eft- ir útgáfuna var salan komin vel yfir milljón, og 400.000 pintök seldust af plötunni á 1 .rémö'rtC -------------- viku hverri. Niivanaæði var skollið á í Bandaríkjunum og lagið Smells Like Teen Spir- it, einkennislag MTV-kyn- slóðarinnar, sem fær allt matreitt og gerilsneytt ofan í sig, varð geysivinsælt. Millj- ónirnar streymdu í kassann og skyndilega þegar Nirv- ana-liðar náðu því sem allar hljómsveitir stefna að, fé og frama, komust sveitarmenn að því að þetta væri kannski ekki það sem þeir hefðu helst kosið. Mesta pressan var á Cobain sem leiðtoga sveitar- innar og hann kunni því af- skaplega illa að vera í sviðs- ljósinu. Stuttu eftir útgáfu plötunnar fór Nirvana í þriggja mánaða tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu, en um sama leyti fór Kurt að verða kvalinn af ókenni- legum magakvilla sem gerði honum ókleift að hreyfa sig langtímum saman vegna óbærilegra kvala. Vegna umstangsins í tónleikaferð- inni og þess að hvergi gafst tími til að leita læknis, greip hann til þess ráðs sem marg- ar rokkstjörnur hafa áður gert og fór að neyta eitur- lyfja til að deyfa kvalirnar og ekki síst að skýla sér fyr- ir sviðsljósinu. Skyndilega átti hljómsveitin ógrynni fjár og því hægur vandi að verða sér út um heróín, sem Coba- in varð fljótt háður. Heróínið gerði honum líka smám sam- an ókleift að þola pressuna og eftir hörmulega tónleika í París í lok ferðarinnar gafst hljómsveitin upp á öllu sam- an, aflýsti því sem eftir var af tónleikaferðinni og hélt heim til Seattle. Þegar heim var komið kynnti Cobain sambýliskonu sína, söngkonuna Courtney Love, fyrir heróíninu og sam an tókst þeim að koma sér svo á kaf í heróínfíkn að næstu átta mánuðir urðu að samfelldri þoku, eins og Cobain lýsti því síðar. Félag- ar Cobains í Nirvana, sem var orðin að tríói, Krist Nov- oselic og Dave Grohl, létu sér nægja brennivínið, og meira að segja lítið af slíku, þvi þeir sáu hvernig Cobain var að koma sér út úr heiminum Nevermind hélt áfram að seljast og í janúarbyijun 1992 velti hún Michael Jack- son úr efsta sæti bandaríska breiðskífulistans. Novoselic hefur lýst því að um þetta leyti hafi lítið verið hægt að tala við Cobain eða Love, þar sem þau hafi eytt öllum stundum í vímumóki uppi í rúmi. Cobain hafði þó það mikla döngun í sér að hann fór í afvötnun stuttu áður en mikil tónleikaför sveitarinnar átti að hefjast í janúarlok og Love líkai Til að byija með virtist allt hafa gengið upp og fyrstu dagar ferðarinnar voru vel heppnaðir. Þegar komið var fram í aðra viku ferðarinnar var Cobain aftur móti farinn að finna til magakvalanna aftur og sem KURT COBfllN, söngvari, lagasmiður og leiðtogi hljómsveitarinnar Nirvana, svipti sig lífi á föstudag forðum fannst honum besta leiðin til að geta lokið við tónleikaferðina að byija á eiturlyfjum aftur. Cobain átti um þetta leyti í útistöðum við blaðamenn og reyndar við tónlistariðnaðinn allan má segja, því hann var óspar á yfirlýsingar um það hve hon- um þótti sölumennskan í kringum tónlistina ógeðfelld, ekki síst í kringum tónlist Nirvana; útgefendur og aðrir í tónlistariðnaðinum litu ekki á tónlistina sem list, heldur sem vaming sem selja þyrfti eins og hveija aðra niður- suðuvöru. Þeim væri sama hvað væri í dósinni bara ef hægt væri að selja það og til þess væm öll meðul leyfi- leg. Blaðamenn vom undir sömu sök seldir í hans aug- um, þeir tækju þátt í þessari sölumennsku af miklum áhuga og væru ekki heldur vandir að meðulum; skrifuðu það sem yki sölu blaða þeirra, óháð sannleiksgildi. Verst af öllu fannst honum sú útreið sem kona hans, Courtney Love, fékk í fjölmiðlum, sem stimpluðu hana valdasjúka afætu og gerðu því skóna að hún hefði laðast að Cobain til þess eins að komast yfir fé hans. Þetta stríð hans tók á sig ýmsar myndir og gerði hann næsta varkáran í sam- skiptum við blaðamenn og sumar yfirlýsingar hans um þá og þeirra iðju bentu til þess að hann hefði snert af ofsóknaræði. Þetta allt varð til þess að ýta undir fíknina aftur og ekki leið á löngu áður en Cobain og Love voru _ komin í sama fenið og forð- um. Það varð svo ekki til að auðvelda þeim hjónakornum lífið þegar spurðist að Love væri ólétt. Hún hætti þegar heróínneyslu sinni, en þegar barnið fæddist, heilbrigð stúlka, var það tekið af henni á þeirri forsendu að hún hefði neytt heróíns á með- göngunni. Um síðir fengu þau barnið aftur, en Cobain tók þetta nærri sér, sem von- legt var, og kenndi fjölmiðl- um um, enda höfðu þeir velt sér upp úr slúðri um að Love hefði haldið áfram heróín- neyslu löngu eftir að hún vissi sig þungaða. Poppheiminum gefið langt nef í upphafi árs 1992 var svo komið að Novoselic og Grohl höfðu fengið sig fullsadda af fíkniefnavímu og tilfínn- ingaflækjum Cobains. Það gekk líka fjöllunum hærra að Nirvana hefði lagt upp laupana og myndi ekki hljóð- rita aðra plötu, nokkuð sem Cobain virtist kæra sig koll- óttan um. Á endanum bráði þó nóg af honum til að gera aðra tilraun til að sigrast á heróínfíkninni og snemma árs fór hann aftur í meðferð, að þessu sinni öllu lengri og strangari. Ekki var minna um vert að hann leitaði sér lækninga við magakvillanum dularfulla, sem greindist sem taugaklemma í mjóhrygg, og fyrir vikið tókst að sigrast á kvillanum. Eftir þetta var hljómsveitinni ekkert að van- búnaði að hljóðrita næstu breiðskífu. Þeir félagar ákváðu að hafa hana hrárri en síðustu breiðskífu, meðal annars til að gefa útgáfu þeirra og poppheiminum bandaríska langt nef, og platan var hljóðrituð og hljóðblönduð á tveimur vik- um, en alls fór um klukkustund í að vinna hvert lag. Gagnrýnendur vissu og vart hvernig ætti að taka plötunni, sem bar heitið In Utero, og plötukaupendur voru ekki vissir held- ur þó platan hafi selst gríðarvel fyrstu vik- Ymislegt varð þó til að bregða fæti fyrir sveitina, og til að mynda neituðu ýms- ar stærstu plötuverslanir Bandaríkjanna að selja plöt- una þar sem á henni var mynd upp úr kennslubók í líffræði, þar sem sást barn í móðurkviði. Myndin þótti of dónaleg (þess má geta hér til’gamans að á metsöluplöt- unni Nevermind er mynd af tæplega eins árs barni í sund- laug, en ýmsir vildu banna þá plötu vegna þess að tippi barnsins sést á myndinni). Textar Cobains voru og beitt- ari en nokkru sinni og hann tók jafnan afstöðu gegn kerf- inu, ekki síst voru á plötunni hörð baráttulög fyrir réttind- um kvenna. Þrátt fyrir þetta seldist platan í vel á aðra milljón eintaká, sem var reyndar alllangt frá vinsæld- um Nevermind, en afar gott miðað við inntak og umbún- að. I viðtölum sem birtust við Cobain um þetta leyti virtist sem hann hefði náð áttum í lífinu; hann talaði um það hve mikið yndi hann hefði af því að vera faðir og að eiga ijölskyldu og gerði lítið úr því þó Love og hann ættu það til að rífast heiftarlega. Það kom því mörgum aðdá- endum hans í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því að hann hefði fallið í dauðadá vegna fíkniefnaneyslu í Róm á tónleikaferð um Evrópu fyrir fáum vikum. Nirvana sleit þegar tónleikahaldi og Cobain hélt heim til Seattle, til að reyna enn einu sinni að sigrast á eiturlyfjafíkninni og flækjunum og mótsetn- ingunum í sjálfum sér. Síð- astliðinn föstudag virðist svo sem honum hafi orðið lífið ofviða og hann skaut sig í höfuðið á heimili sínu. Kurt Cobain dó ungur, eins og of algengt er í rokk- heiminum. Honum tókst ekki að sigrast á smádjöflunum sem ofsóttu hann og áttaði sig ekki á því fyrr en um seinan að eiturlyfin voru ekki leiðin til sáluhjálpar. Cobain lést 27 ára gamall, á sama aldri og Jimi Hendrix, sem var einnig Seattle-tóníistar- maður, Jim Morrison og Jan- is Joplin, sem frægðin varð einnig að aldurtila, og líkt og með þau standa menn orðlausir yfir sóuninni á hæfileikum. Vinnuheiti hans á síðustu plötu Nirvana var I Hate Myself and Want to Die, eða ég hata mig og þrái dauðann. Lag með þessu heiti var gefið út á safnplötu á síðasta ári og í ljósi sögunn- ar er það nöturlegur minnís- varði. • ■ ■... . ..............j iin iiiiirjwmiFrinrfinHiiiiiii«BmffiwTOinTiTrTrTiTn,"i,,"‘a'’‘”""‘j‘nTnBTirMwmmiTBíiiff^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.