Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 37 ATVINNU K i( ■/ YSINGAR Fataframleiðsla Óskum að ráða starfskraft til sauma- og frá- gangsstarfa í verksmiðju okkar í Faxafeni 12. Unnið er eftir bónuskerfi, sem gefur betri tekjumöguleika. Upplýsingar gefur verkstjóri á vinnustað eða í síma 679485. 66° N. Sjóklæðagerðin hf. 0\ KVENNA ATHVARF Rekstrarfulltrúi Samtök um kvennaathvarf óska eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sína frá og með 1. maí nk. Starfshlutfall er 75%. Starfssvið fulltrúans er daglegur rekstur skrifstofu, fjár- málaumsjón með sjóðum og reikningum, fjár- mála- og launabókhald ásamt almennum skrifstofustörfum. Við leitum að starfsmanni sem þarf að geta unnið sjálfstætt og hefur reynslu af ofantöldum þáttum. Umsóknir skulu sendar til skrifstofu samtak- anna, pósthólf 1486, 121 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur Þorbjörg Valdi- marsdóttir í síma 613720. Mosfellsbær Píanókennari Óskum eftir að ráða píanókennara til starfa við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá og með 1. september nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendistTónlistarskóla Mosfells- bæjar, Pósthólf 220, 270 Mosfellsbæ. Skólastjóri. Laus störf Þjónustufyrirtæki (65). Fjölbreytt starf í fjár- máladeild. Stúdentspróf (viðskiptasvið) cg 2-3ja ára starfsreynsla er skilyrði. Opinbert fyrirtæki (101). Ritarastarf hjá framkvæmdastjóra. Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum, móttöku viðskiptavina o.fl. Starfsreynsla er skilyrði. Innflutningsfyrirtæki (89). Hlutastarf (e.h.) frá 1. júní nk. til áramóta. Starfið felst í færslu bókhalds, innheimtu og aðstoð við almenn skrifstofustörf. Þjónustufyrirtæki (102). Starf ritara á for- stjóraskrifstofu. Starfið hentar vel metnaðar- gjörnum ritara sem býr yfir frumkvæði og löngun til að starfa sjálfstætt. Fyrirtækið býður góð laun og fallegt vinnuumhverfi. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkom- andi starfs. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Vélstjóri Yfirvélstjóra (II. stig) vantar á mb. Ásgeir Frímanns ÓF. Upplýsingar í síma 91-628598. SJUKRAHUS SUÐURLANDS v/Árveg - 800 Selfoss - Pósthólf 241 - Sími 98-21300 Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sum- arafleysinga. í sjúkrahúsinu er blönduð hand- og lyflæknisdeild auk langlegudeildar. Fjölbreytt starf í góðu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 98-21300. Stuðnings- fjölskylda - fósturforeldrar Bæjarfélagið á Höfn óskar eftir stuðningsfjöl- skyldu á Reykjavíkursvæðinu. Starf stuðn- ingsfjölskyldunnar felur í sér að vista ungling eina til tvær helgar í mánuði. Einnig er leitað eftir fósturforeldrum fyrir sama einstakling frá og með haustinu 1994. Þess vegna væri æskilegt að stuðningsfjölskyldan hefði einnig áhuga á því verkefni. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri Hafnar í síma 97-81222. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða deildarfóstru nú þegar í leik- skólann Engjaborg v/Reyrengi, s. 879130. Einnig vantar fóstrur í starf e.h. í leikskólann Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810. Þá vantar eftirtalið starfsfólk frá 1. maí nk. á leikskólann Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280: Matráðskonu í 75% starf. Fóstru í fullt starf. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Fræðslufulltrúi Stór stofnun í borginni óskar að ráða fræðslufulltrúa til starfa í starfsmannadeild til að annast skipulag námskeiða og funda, upplýsingamiðlun til starfsfólks ásamt skyldum verkefnum. Leitað er að liprum og sjálfstæðum einstak- lingi með góða almenna menntun sem nýtist í þetta starf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega, hafa trausta og ör- ugga framkomu og góða tölvu- og íslensku- kunnáttu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 17. apríl nk. Guðnt ÍÓNSSON RAÐCjOF þ RAÐN l NCARfjON USTA TjAHNARGöTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Verkstjóri - prjónamaður Okkur vantar verkstjóra í prjónasal. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af vélprjónavinnu og hafi einhverja þekkingu á Stoll prjónavélum. Möguleiki er á vinnu fyrir maka á staðnum. Um framtíðarstarf er að ræða. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Mögulegt er að útvega húsnæði á staðnum ef þörf er á. Nánari upplýsingar veitir Baldur í síma 95-12525 eða á staðnum frá kl. 9.00-16.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 19. apríl. Saumastofan Drífa hf., Hvammstanga. Garðabær Leikskólinn Hæðarból Fóstra eða starfsmaður, með reynslu af starfi með börnum, óskast til starfa. Skemmtilegt og fjölbreytt starf. Góð aðstaða til hreyfiþjálfunar og tilvalið fyrir fólk með tónlistarmenntun. Nánari upplýsingar um starf og launakjör gefur leikskólastjóri í síma 657670. Ertu dugmikill sölumaður? Þá höfum við rétta starfið fyrir þig. Við leitum að dugmiklum og öflugum sölumanni. Æski- legt að viðkomandi hafi þekkingu á bygginga- vörum, hafi góð skil á ensku, kunni einhver skil á tölvum og hafi reynsiu af sölu- og markaðsmálum. Verksvið viðkomandi er að hafa heildaryfirsýn yfir byggingamarkaðinn og m.a. að mynda tengsl við arkitekta- og verkfræðiskrifstofur og öflun verkefna. Aðrir vöruflokkar fyrirtækisins gætu einnig komið til álita til viðbótar. Góðir tekjumöguleikar á prósentugrunni ef þú er framtakssamur og vanur að vinna sjálfstætt. Umsækjendur greini frá aldri og fyrri störfum og gott væri að mynd gæti fylgt. Öllum umsóknum verður svarað og er um- sóknarfrestur til 18. apríl. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Söluárangur - 599". Verslun stækkar Vinsælt, meðalstórt smásölufyrirtæki í Reykjavík, sem er í örum vexti, óskar að bæta við fólki í mjög samrýmdan og vinnu- saman hóp starfsfólks. Þeir umsækjendur einir koma til greina, sem leita að traustum vinnustað og framtíðarstarfi. Meðmæla verður óskað. 1. starf: Vélritun, tölvuskráning heimilda, launaútreikningur (góð rithönd, nákvæmni, íslenska, danska, enska). 2. starf: Sölustarf á verslunargólfi (þjónustulipurð, glöð framkoma, reynsla). 3. starf: Lagerstarf (verklagni, röð og regla). Óskað er eftir eiginhandarumsókn er tekur fram það sem almennt skiptir máli og verður öllum vel gerðum umsóknum svarað. Takið skýrlega fram um hvaða starf er sótt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Framtíð - 11607“. lllMMUaitfgS'gg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.