Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 I Ritsljóri DV um dóm yfir blaðamanni Ritstjórar taldir með- ábyrgir hingað til „VIÐ hljótum að velta fyrir okkur hvernig við eigum að bregðast við þessum dómi, en hingað til hefur sú skoðun verið ríkjandi að ritstjórar væru meðábyrgir í tilfellum sem þessu, enda bera þeir ábyrgð á að dreifa efninu," sagði EHert B. Schram, ritstjóri DV. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær var fyrrum blaðamað- ur á DV dæmdur til greiðslu miska- bóta vegna fyrirsagnar á frétt hans, sem birtist í blaðinu 1. október 1992. Héraðsdómur sýknaði hins vegar ritstjóra og útgefendur, þar sem fréttin var merkt upphafsstöf- um blaðamannsins og taldi dómur- inn því að hann bæri einn alla ábyrgð. DV hefur þá reglu að allar frétt- ir blaðsins eru merktar upphafs- stöfum blaðamanna og var Ellert inntur eftir því hvort sú regla yrði endurskoðuð. „Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um það, enda hef ég ekki enn kynnt mér dóminn til hlítar. Við hljótum hins vegar að skoða þetta mál vandlega, en það snýr auðvitað alvarlegast að blaða- monnum. Mexíkósk veisla og ferðakynning MEXÍKÓSK veisla, fiesta mexik- ana, hefst á Hótel Sögu nk. þriðjudag og stendur til sunnu- dagsins 17. apríl. Að veislunni Sölufélag garð- yrkjumanna Skuldir lækka um 400 millj. á2 árum SelfossL REKSTUR Sölufélags garð- yrkjumanna skilaði 44 milljóna hagnaði á síðastliðnu ári. Aðal- fundur félagsins var í gær, laug- ardag 9. apríl. Á síðustu tveimur árum hefur félagið lækkað skuldir um 400 milljónir króna. Georg Ottósson garðyrkjubóndi á Flúðum og formaður félagsins segir aðalskýringuna á þessari góðu útkomu að framleiðendur hafi keypt af félaginu húseignir og þannig lagt því lið. Einnig hafí eignir verið seld- ar svo sem verslun félagsins sem var seld einkaaðila, Gróðurvörum í Kópavogi. Þá hefði verið mikill spamaður og aðhald í rekstri fé- lagsins. Sig. Jóns. standa ferðamálaráð Mexíkó í London, sendiráð Mexíkó í Nor- egp og ræðismannsskrifstofa Mexíkó á Islandi auk Hótels Sögu. Meginmarkmið veislunnar er að kynna mexíkóska matargerð. Til liðs við matreiðslumeistarana í Grillinu á Hótel Sögu kemur Alej- andro Caloca en hann er yfirmat- reiðslumeistari á hótel Krystal Vall- arta í Mexíkó. Boðið verður upp á mexíkóskan mat og drykk, m.a. bjór og vín sem verða sérinnflutt frá Mexíkó vegna veislunnar. Tíu manna mariachi-hljómsveit og dansarar skemmta matargestum sem koma í veisluna. Þeim gefst einnig kostur á að vinna sér inn vinninga, m.a. ferð fyrir tvo til Mexíkó í tvær vikur, mat- reiðslubækur, listmuni og matvöru. í tengslum við mexíkóska veislu verða fulltrúa ferðamálaráðs Mex- íkó með ferðaþjónustuhorn opið milli kl. 18 og 20 dagana 13. og 14. apríl. Þar verður hægt að fá bæklinga, myndefni og góð ráð um ferðir til Mexíkó. Sjá: Fjölbreytni - andstæður - óræðni bls. 12-13B. Barnakór Grensáskirkju í söngför til Ítalíu Á leið til Ítalíu BARNAKÓR Grensáskirkju heldur til Ítalíu í næsta mánuði og syngur á minningartónleikum ásamt Kristjáni Jóhannssyni. Margrét J. Pálmadóttir, stjórnandi kórsins, er lengst til hægri í næstneðstu röð. Syngur með Kristjáni á minningartónleikum BARNAKÓR Grensáskirkju fer í söngför til Ítalíu í lok næsta mánaðar og syngur í dómkirkjunni í borginni Piacenza á Pó-slétt- unni 28. maí nk. og verður Kristján Jóhannsson sérstakur gesta- söngvari á tónleikunum. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Unu Elefsen, söngkonu, sem lést úr krabbameini fyrir áratug og renn- ur ágóði af tónleikunum til styrktar krabbameinssjúkum börnum á Ítalíu. Kórinn mun einnig halda aðra tónleika með íslenskri söngskrá á svipuðum slóðum. Stjórnandi Barnakórs Grensás- kirlgu er Margrét J. Pálmadóttir en þau Kristján voru bæði í söngnámi í Piacenza, eins og Una. Kórinn fer í boði ítalsks barna- kórs, sem Margrét kveðst vænta að verði endurgoldið hið fyrsta. Barnakór Grensáskirkju var stofnaður árið 1990 og hefur frá upphafi starfað undir stjóm Mar- grétar. í kórnum eru 45 börn, þar af tveir strákar, á aldrinum 10-15 ára og hafa langflest þeirra verið með frá byrjun. I tengslum við kórinn starfar foreldrafélag með það hlutverk að styrkja kórstarfið í hvívetna, og munu nokkrir for- eldrar fara með kórnum utan þannig að alls munu um 60 íslend- ingar fara til Ítalíu vegna tónleik- anna. „Við munum skipta hópnum og búa hjá ítölskum fjölskyldum, sem er skemmtilegt fyrirkomulag á þessu ári fjölskyldunnar," segir Margrét. Hún segir að ferð kórs- ins hafi vakið töluverða athygli nú þegar i kringum Piacenza og hafí þegar verið ákveðið að tón- leikarnir verði teknir upp af stórri, einkarekinni sjónvarpsstöð þar í borg. Geislaplata í vændum Ferðin tekur átta daga og munu kórfélagar og foreldrar þeirra halda til hvíldar við strönd Ítalíu að loknum tónleikunum, og syngja einu sinni við Miðjarðarhafs- ströndina 1. júní. Ferðin er fjár- mögnuð að stærstum hluta af kórnum. Hefur söfnun staðið yfir í rúmt ár með ýmsum hætti og hefur íjáröflunin nú skilað tveim- ur milljónum króna, sem Margrét segir nægja til að greiða ferða- kostnað. Fjáröflun er þó ekki lok- ið og verður meðal annars gefin út á næstu vikum geislaplata og hljómsnælda með blönduðu efni, sem spannar allt frá kirkjutónlist til söngleikja. Gestasöngvarar á plötunni eru Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýs- son og Maríus Sverrisson. Einnig verður efnt til tónleika miðviku- daginn 25. maí hér heima. „Þetta er fyrsta utanferð kórsins síðan hann var stofnaður og krakkarnir eru bæði mjög spenntir og ákveðnir í að standa sig, þannig að ég er ekki í vafa um að söng- ur þeirra verði úrvals landkynning fyrir okkar á Ítalíu,“ segir Mar- grét. Talið að „svört viðskipti“ Danskeppni í Blackpool Tvöpör í úrslit •• u Jive í TVÖ íslensk pör komust í úrslit í keppni I ,jive“ í ald- urshópi 12-15 ára í árlegri danskeppni barna og ungl- inga sem nú fer fram í Blackpool í Englandi í 37. sinn. Þorvaldur S. Gunnarsson og Berglind Magnúsdóttir úr Dansskóla Auðar Haralds lentu í þriðja sæti og Óli Már Sigurðs- son og Hilda Stefánsdóttir úr Nýja dansskólanum lentu í sjötta sæti. Þetta er besti árangur íslensku keppendanna í keppninni að þessu sinni en í þessum aldurshópi kepptu tæp- lega 140 pör. „ -4* myndu múmka stórlega VERÐI frumvarp tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að 10% af kostnaði við endurbætur og viðhald á eigin húsnæði verði frádráttarbær frá tekjuskatti, samþykkt, má búast við að rikissjóð- ur verði fyrir tekjutapi upp á 1—1,5 milljarða. Á móti kemur að svört viðskipti á þessu sviði myndu minnka stórlega og skila fyr- ir vikið auknum tekjum í ríkissjóð. Talsmenn samtaka í byggingar- iðnaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær kváðust fagna frum- varpi þingmannanna, og sögðu nær víst að ríkissjóður myndi ekki bíða fjárhagslegt tjón ef frumvarpið yrði leitt í lög, auk þess sem viðhald húseigna myndi aukast. „Almenningur er settur óskaplega upp við vegg ef hann tapar á því að vera heiðarlegur, og á vita- skuld að stefna að því gagnstæða. Ég er sannfærður um að ríkið myndi ekki skaðast á því að leiða þessar hugmyndir í lög, heldur eiga þátt í að skapa heilbrigðara þjóðfélag,“ segir Haraldur Sumar- iiðason, formaður Samtaka iðnaðarins. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og annar flutningsmanna frum- varpsins, sagði í sanitali við Morg- unblaðið að áætla mætti að árlegur kostnaður af viðhaldi húsnæðis landsmanna ætti að vera 24 millj- arðar króna. Sérfræðingar á sviði byggingariðnaðar sem Morgunblað- ið ræddi við sögðu þessa upphæð nærri lagi, en bentu einnig á að megnið af viðhaldskostnaði at- vinnuhúsnæðis er gefíð upp þar sem hann er frádráttarbær frá skatti nú þegar, sem hluti rekstrarkostn- aðar. Áætla megi að umfang við- halds atvinnuhúsnæðis og opin- berra stofnana sé rúmur helmingur af heildarviðhaldskostnaði, og því sé viðhaldskostnaður eigin hús- næðis um 10-10,5 milljarðar króna á ári, sem þýða mundi skattalegan frádrátt að upphæð 1-1,5 milljarð- ar króna. Öll einföldun mikilvæg Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, og formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur, kvaðst telja frumvarp þing- mannanna afar jákvætt. Grétar var fulltrúi Alþýðusambands Íslands í svokallaðri skattsvikanefnd sem skilaði niðurstöðum sl. haust, en í þeim voru reifaðar svipaðar hug- myndir um ívilnanir gagnvart hús- eigendum til að draga úr svartri atvinnustarfsemi og auka skattskil í samfélaginu. „Hérlendis skortir verulega á að nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði sé sinnt, bæði í einkaeign og ekki síður hjá mörgum opinber- um aðilum, þannig að mannvirki eru að drabbast niður í verulega ríkum mæli,“ segir Grétar. „Ástæð- ur er ýmsar, almenningur hefur t.d. ekki fjármuni til að setja í viðhald nema það sem telst bráðnauðsyn- legt. Auðvitað er ávinningur að eitt- hvað hvetjandi verði gert varðandi skattalega meðferð viðhaldskostn- aðar, því máli skiptir að halda þess- um mannvirkjum í viðunandi ástandi. Öll einföldun á pappírum skiptir líka verulegu máli varðandi málsmeðferð," segir Grétar og kveðst telja að svört vinna myndi minnka og viðhald aukast ef frum- varpið yrði að lögum. Hefði viljað sjá hærri prósentu » i I l í » I r i i i í i i Forystumenn í byggingariðnaði telja frumvarp um skattafslátt af viðhaldi húsa til bóta í viðtali við Morgunblaðið í lok september sl. lagði Ingvar Á. Guð- mundsson, þáverandi formaður Meistara- og verktakasambands byggingarmanna, til að settur yrði hvati inn í skattkerfíð til að skapa meiri reikningsskil og þá ekki síst í viðgerðum og smærri fram- kvæmdum, á þann hátt að fólk gæti fengið metið sannanlegan end- urnýjunar- og viðhaldskostnað mannvirkja til skatts í formi skatt- afsláttar eða frádráttar. Haraldur Sumarliðason tók í sama streng og Ingvar á sínum tíma, og kveðst fagna frumvarpinu nú. „Við teljum að ef frumvarpið verður að lögum yrði þetta verulegt innlegg í tvennt, annars vegar viðhald húseigna sem er þjóðhagslega hagkvæmt, og hins vegar að þetta væri veruleg við- leitni til að koma til móts við fólk sem ræðst í viðhald með tilliti til kostnaðar og að draga úr svartri vinnu. Ég hefði gjarnan viljað sá hærri tölu en 10%, en tel frumvarp- ið samt skynsamlega sett fram, og styð því eindregið þessa hugmyn<},“ segir Haraldur. ! jf|j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.