Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 15 áhugasamir um að finna leiðir ti! bóta. Krakkarnir sem koma hér eiga það sameiginlegt að vera komnir í vanda í samfélaginu. Það geta verið erfiðleikar í skóla, vímuneysla í upp- siglingu, slæmur félagsskapur og síðast en ekki síst vandamál á heim- ili, einkum samskiptavandamál, fólk hætt að tala saman á heimilinu. Hutverk okkar hér er m.a. að skoða samskiptin í fjölskyldu ungl- ingsins. Oft látum við þá taka dæmi um hvernig samskiptin eru og reyn- um svo að hjálpa til við að byggja upp nýtt og áhrifameira samskipta- mynstur. Við foreldra leggjum við áherslu á að prófa aðrar leiðir ef eitthvað gengur ekki vel. Þegar við erum búin að átta okkur á stöðunni hjá viðkomandi unglingi þá hefjum við uppeldisráðgjöf. Þessi fjölskyldu- vinna einkennist mikið af slíkri vinnu, að skoða og leggja síðan eitt- hvað til. Þessi staður er oft fyrsti viðkomu- staður barna í vanda, þar sem þau komast í faglegar hendur þegar grip- ið er inn í málin í fyrsta skipti. Við þjónum öllu landinu, talsverður hluti barnanna kemur utan að landi. Hér er vistun háð tillögu barna- verndarnefnda og félagsmálastofn- Kolbrún Baldursdóttir Sigríður Björnsdóttir Reynir Ragnarsson ana, foreldrar sækja sjaldan um hér. Þegar það gerist þá vísum við um- sóknunum til barnavemdarnefndar á viðkomandi stað. Ástæðan er sú að einhver fagaðili verður að taka við málinu að lokinni útskrift. Hingað koma unglingar á aldrin- um 12-16 ára. Bakgrunnur þeirra er mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög sómasamlegur með tilliti til fjölskyldu og uppeldisáhrifa til þess að að allt slíkt sé í molum. Vandi unglingana sem hér vistast er lika mismunandi, um getur verið að ræða samskiptaerfiðleika á heim- ili, hegðunar- og agavandamál heima og í skóla, vímuefnaneyslu á byrjun- arstigi eða kynferðislega niisnotkun. Þegar við erum búin að fá mynd af stöðu unglingsins þá reynum við að byggja upp meðferðarstarf, þann- ig að meðferð er hér samfara grein- ingunni. Angi af meðferðarkerfinu er t.d. umbunarkerfið og verkefna- vinnan, sem um leið er aðferð til stjórnunar. Við verðum alltaf að halda eins ákveðnu kerfi og unnt er, þótt oft verði að gera ýmsar undan- tekningar. í umbunarkerfinu felst að krakkarnir geta með góðri hegðun áunnið sér ýmis fríðindi, svo sem frjálsa útivist ef best gengur, á sama hátt missa þau fríðindi ef illa gengur. I lokin gerum við könnun, tveimur til þremur mánuðum eftir útskrift. Þá sendum við vistunaraðila spurn- ingalista til að athuga hvernig geng- ur. Við viljum fylgja málunum eftir. Okkur er ekki sama um þessa krakka sem til okkar koma og við höfum kynnst og orðið hlýtt til. Einnig bjóð- um við upp á eftirfylgdarfundi mán- uði eftir útskrift, þá athugum við hvað hefur gengið vel og hvað illa. Hafi illa tekist til komum við með tillögur um hvernig hægt er að vinna áfram. í undantekningartilvikum er um að ræða geðræn vandamál hjá unglingum og þá þarf að grípa til annarra ráða.“ Tveir uppeldisfulltrúar eru á vakt þennan morgun, þeir Böðvar Björns- son og Reynir Ragnarsson. Þeir segja mér í stuttu máli frá starfi sínu. „Við höldum fundi á morgnana þar sem farið er yfir verkefni dagsins hjá krökkunum. Við erum alltaf tveir á vakt og göngum dag- og nætur- vaktir. Annar uppeldisfulltrúinn er skráður á vakt í kjailaranum. Ef þrír unglingar eða fleiri eru uppi var alltaf kallaður út þriðji vaktmaðurinn ef komið var með unglinga niður í kjallarann, en nú er það ekki lengur gert af sparnaðarástæðum, en það kemur óneitanlega niður á öryggi starfsmanna. Við sjáum um umönnun krakk- anna, eldamennsku og umsjón með þrifum. Við reynum að gera hér allt eins heimilislegt og unnt er. Hér ganga allir í öll verk, það hefur skap- að góðan anda og gert starfsemi markvissari. Við skiptumst á að vera tilsjónar- menn unglinganna, tökum þá mál þeirra upp á starfsmannafundum og fylgjumst með verkefnavinnu þeirra. Tengill hefur heildaryfirsýn yfir mál- efni viðkomandi unglings. Þetta bæt- ist ofan á hið almenna starf. Reynt er að fara með unglinga á söfn og sýningar, mörg þessara krakka hafa farið á mis við slíkt og hafa gaman af að kynnast þannig nýjum heimi. Á þriðjudagskvöldum eru bíókvöld, á miðvikudögum fórum við í sund. Á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldum eru heimakvöld, fyrra kvöldið er farið yfir eitthvert fræðslu- efni, t.d. um kynlíf, fíkniefni o.fl., á sunnudagskvöldum förum við eitt- hvað saman, í keilu eða jafnvel í leik- hús. Loks förum við svo með ungling- ana í ferðir út fyrir bæinn. Þær ferð- ir förum við í einum elsta og verst farna bílgarmi sem ríkið á. En eigi að síður hafa þau gaman af að koma út í sveit. Þau hafa einnig mjög gam- an af að koma í Húsdýragarðinn. Við kynnumst sem sagt unglingun- um í öllum mögulegum kringum- stæðum, starf okkar er því mjög fjöl- þætt þótt mjög sé það vanmetið í launum." Þegar ég kem út frá því að ræða við þá Reyni og Böðvar standa þau Sigríður og einn strákurinn ferðbúin í forstofunni. „Ég er að fara í spegl- un,“ segir strákurinn við mig, dálítið eymdarlegur í framan. „Ég fæ þess vegna ekkert að borða núna,“ bætir hann við og grettir sig. „Ef eitthvað er að unglingunum hérna líkamlega eru þeir sendir í rækilega læknis- skoðun," segir Kolbrún deildarstjóri, sem einnig stendur í forstofunni. „Gerið svo vel að koma að borða,“ heyrist úr eldhúsinu. Mér er boðið að setjast til borðs með heimilis- mönnum. „Þetta er nú bara svona samtíningur," segir annar uppeldis- fulltrúinn afsakandi. .Meðan ég borða fæ ég ekki varist þeirri hugsun að við, sem við borðið sitjum, séum á vissan hátt líka samtíningur, fólk héðan og þaðan sem allt á sér þó eitt sameiginlegt og raunar háleitt markmið: Að vinna að heill og ham- ingju ungviðsins sem þarna situr að snæðingi líka. Og ef eins vel tekst til í þeim efnum og í matseldinni þarf ekki að kvíða árangrinum. Eftir matinn kveð ég þennan ágæta stað, þangað sem ýmsir koma nauðugir en fara frá viljugir. Von- andi er þó að sem flestir hugsi til hans seinna sem eins mei'kilegasta viðkomustaðarins á ævigöngunni. Allar forsendur ættu að vera fyrir slíkri hugsun, ef markmið og starf móttökudeildar Unglingaheimilis ríksins haldast þétt í hendur. Aðalfundur Félags vel- umiara Borgarspítalans AÐALFUNDUR Félags velunnara Borgarspítalans verður hald- inn þriðjudaginn 12. apríl í borðsal Borgarspítalans og hefst klukkan 16. Félagið var stofnað 10. febrúar upphafi. Markmiðið með stofnun 1983 og hefur Egill Skúli Ingi- félagsins var að safna fé til tækja- bergsson verið formaður þess frá kaupa fyrir spítalann. Sjórnarmenn í Félagi velunnara Borgarspítalans 1993, frá vinstri Olafur B. Thors, Bjarki Elíasson, Sigrún Guðjónsdóttir, Egill Skúli Ingibergsson og Reynir Ármannsson. Eyjafjarðarsveit Tveir list- ar í kjöri Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. TVEIR listar verða í kjöri í Eyja- fjarðarsveit við sveitarstjórnar- kosningarnar í vor eins og var fyrir síðustu kosningar, E- og N-listi. Fundir voru haldnir síðastliðið þriðjudagskvöld hjá báðum aðilum þar sem ákveðið var að halda próf- kjör laugardaginn 16. apríl næst- komandi hjá báðum listum. Próf- kjörin verða haldin á sama stað og tíma hjá báðum listum. Hjá E-lista var ákveðið að raðað verði sjö nöfnum á lista og bind- andi kosning verði í þrjú efstu sæt- in ef kosningaþátttaka nær 10% af þeim sem á kjörskrá eru. Að sögn Birgir Karlssonar hjá N-listanum var ekki að fullu ákveðið hvaða prófkjörsreglur verða viðhafðar hjá 'þeim en það verður gert innan skamms. Átján frambjóðendur eru i kjöri hjá E-listanum og fjórtán til sextán hjá N-listanum. E-listinn á nú fimm menn í sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar og N-listinn tvo menn. Benjamín Lei&beinendur eru: Kalli, Glódís, Maggi, Anna og Gústi. Þolfimi á heimsmælikvarða, tækjasalur, körfuboltasalur, sjálfsvarnaríþróttir, gufubað og nuddpottur. Mán/Mi& Þri/Fim Föst Lau 12:00 Hádegistími Glodís Hádegistími Kalli Hádegistími Glodís 1 1:15 Gallerí Step Anna 16:15 Unglingabolfimi Gústi/Maggi Gallerí Step Anna Unglingabolfimi Gústi/Maggi 12:00 Tae Kwon Do framhald 16:45 Step þrekhringur Kalli Step Þrekhríngur Gústi Þrekhringur Kalli 12:15 Þrek Gústi 17:15 Gallerí Step Gústi Vaxtamótun Glódís Gallerí Step Gústi 13:15 StÖ&Var. teygjurl Kalli 17:45 Vaxtamótun Anna Þrekhríngur, þoifimi n Anna/Maggi Magamótun Anna 14:15 Basic Sport 18:15 Þolfimi II Glódís/Maggi Step þrek Gústi Þolfimi II, teygjur Glódís/Maggi 15:00 Box Allir 18:45 Gallerí grunnur Kalli 17:00 Karate Allir 19:15 Gallerí Step Gústi/Anna Einu sinni i mánuði Allir kennarar 18:45 Júdó 19:20 Box framhald Tae Kwon Do framhald Júdó Sun 19.20 Judo Karate framhald 13:45 Gallerí Step 20:20 Box byrjendur 15:00 Tae Kwon Do framhald 20:50 Karate byrjendur 20:50 Tae Kwon Do byrjendur # Steptímar • Teygjutímar % Magatímar ♦ Þrekhringur ♦ Slökunartímar % Púltímar % Karlatímar % Byrjendatímar % Vaxtamótun Unglingaþolfinr % Hádegistímar Fitubrennsla Box ^ Karate Júdó ^ Tae Kwon Do SPORT Faxafeni 12 • Sími 679400 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.