Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 KyiKMYNPIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Heaven and Earth, þá síöustu í trílógíu Olivers Stone um Víetnamstríðið. f myndinni er stríðinu lýst frá sjónarhóli víetnamskrar stúlku. Víetnam, séð úr austri MEÐ Heaven and Earth gefur Oliver Stone Bandaríkja- mönnum þriðja skammtinn af sektarkennd vegna Víet- nam-stríðsins. í Platoon (1986) leit leikstjórinn, sem barðist með bandaríska landgönguliðinu í Víetnam í nær tvö ár, yfir sviðið frá eigin sjónarhóli, í Born on the Fourth of July sagði hann sögu uppgjafahermanns- ins Ron Kovacs, efnispilts sem snen frá Víetnam í hjólastól. Að þessu sinni snýr hann sér hins vegar frá innrásarliðinu og að þeim sem fyrir voru, Víetnöm- unum, og reynir í leiðinni að gera nokkuð sem honum hefur ekki tekist fram að þessu og það er að búa til trúverðuga kvenhetju. Steve Butler (Tommy Lee Jones) vill giftast austurlenskri konu og Le Ly verður t’ins og jafnan í myndum -■--4ínum skrifaði Stone sjálfur handritið að Heaven and Earth og byggir það á tveimur bókum sem Le Ly Hayslip hefur skrifað um eigin ævi. Sögð er saga stúlkunnar Phung Thy Le Ly (Hiep Thi Le) sem fædd- ist í friðsælu þorpi í Víetnam á fimmta áratugnum þar sem karlar, konur og börn ræktuðu sín hrísgijón og stunduðu tilbeiðslu við graf- reit forfeðranna líkt og í aldanna rás. Frá sjónarhóli Le Ly er fylgst með því hvernig ófriður við Frakka og í kjölfar hans borgara- styijöld kommúnista í norðri og lýðveldissinna í suðri sem Bandaríkin gerðust svo þátttakendur í, umturnar friðsælu samfélaginu. Unglingurinn Le Ly gengur í raðir Víetkong sem njósnari og þjónar þar uns hún er handtekin af lög- reglu lýðveldissinnanna í suðri. Eftir yfirheyrslur og pyntingar er hún látin laus en þá bíða hennar barsmíð- ar, pyntingar og nauðganir samhetjanna sem líta á hana sem útsendara óvin- anna. Við svo búið flýr Le Ly átthagana ásamt móður sinni (Joan Chen) og gerist þjónustustúlka hjá auðug- um ianda sínum. Sá barnar hana og enn hrekst hún á brott, nú til Da Nang þar sem hún sest að hjá hórunni systur sinni en sér sjálfri sér og barninu farborða með því að selja bandarískum hermönnum sígarettur. Systrunum lendir saman og enn er Le Ly á götunni og hefur ekki annað fyrir sig að leggja en það sem aðrir hafa fleygt á öskuhauga. Úr rætist þegar hún fær starf hjá Bandaríkjamönn- um. þar kynnist hún Steve Butler (Tommy Lee Jones), blíðlyndum liðþjálfa í land- gönguliðinu. „Eg vil giftast austurlenskri konu,“ segir Butler, Le Ly játast honum og um það leyti sem Banda- ríkjamenn eru að hverfa á brott frá Víetnam flytur hún til Bandaríkjanna með börn sín, sem nú eru orðin tvö, og sest að með Steve Butler í San Diego í Kaiiforníu. Þar bíða hennar allsnægtir en einnig óvild og margs konar hættur sem hún kann í fyrstu ekki að varast og eig- inmaðurinn reynist úlfur í sauðargæru. Le Ly Hayslip er í dag auðug kona sem á fyrirtæki vítt og breitt um Bandaríkin og ver hluta tekna sinna til að standa straum af hjálpar- starfi i föðurlandi sínu. Hún hefur skrifað tvær bækur um ævi sína, í hinni fyrri lýsir hún reynslu sinni af ófriðinum en í þeirri síðari dvöl sinni í Bandaríkjunum. Handrit Stones er byggt á bókunum í stærstum drátt- um en persóna Steve Butl- ers er sögð samansett úr fjórum Bandaríkjamönnum sem koma við sögu í ævi- sögu Le Ly Hayslip. Eftir að Stone las fyrstu bók Le Ly Hayslips setti hann sig í samband við hana og meðan seinni bókin var í smíðum fór ásamt henni til Víetnam að virða fyrir sér söguslóðirnar. í fyrstu var ætlunin að myndin yrði tekin í Víetnam en af því gat ekki orðið bæði vegna dýrtíðar og lélegrar þjón- ustu í landinu en ekki síður vegna andstöðu og ritskoð- unartilburða þarlendra. Því varð að ráði að taka mynd- ina í Tælandi. Þorpið, Ky La, var þar reist frá grunni í Phang-Na. Víetnömsk Hollywood-þorp hafa jafnan verið búin til úr bambuskof- um einum saman en Stone er gefinn fyrir raunsæi og lét því reisa þar hús úr múrsteinum og steinsteypu og tekur byggingarlagið mið af frönskum og evr- ópskum arkitektúr til þess að iíkt væri með sannfær- andi hætti eftir húsakosti venjulegs þorps í fyrrum nýlendu Frakka. „Ky la er ekki svo ólíkt hveiju öðru sveitaþorpi í Frakklandi á m'tjándi öldinni," segir sviðsmyndahönnuðurinn Victor Kempster. Ví- etnömsku borgirnar Da Nang og Saigon voru endur- skapaðar í Bangkok og Phuket í Tælandi. Alls koma um 1.500 leik- arar við sögu í myndinni og víetnamska statista sótti Oliver Stone meðal annars í ■ flóttamannabúðir báta- fólksins í Hong Kong. Boð var látið út ganga í byggð- um Víetnama í Bandaríkj- unum og þar mættu 16 þús- und manns í prufutökur, þar á meðal þúsundir ungra stúlkna sem vildu leika söguhetjuna Le Ly. Úr hópnum var valin 23 ára læknanemi, Hiep Thi Le, sem aldrei áður hafði fengist við leiklist. Hiep Thi Le fæddist í Da Nang árið 1970 og ólst upp til níu ára aldurs í hinu stp'ðshijáða föðurlandi sínu. Árið 1979 kom móðir hennar telpunni og sjö ára systur hennar fyrir í bátskel ásamt 63 öðrum og síðan var látið úr höfn og stefnan tekin á Hong Kong. Eftir fjögun-a vikna hrakningar á kæn- unni var flóttafólkinu bjarg- að um borð í skip og komið til Hong Kong þar sem syst- urnar hittu föður sinn og bróður sem þar höfðu dvalið um hríð. Innan árs fengu feðginin landvistarleyfi í Bandaríkjunum og settust að í Oakland í Kaliforníu. Fjölskyldan sameinaðist að nýju árið 1981 þegar móðir Hiep Thi Le kom til Banda- ríkjanna árið 1981. Með hlutverk Steve Butl- er fer hins vegar stórleikar- inn Tommy Lee Jones sem fyrir hálfum mánuði hamp- aði óskarsverðlaunum fyrir besta leik í aukahlutverki í The Fugitive. Tommy Lee Jones hefur áður unnið með Oliver Stone og var tilnefnd- ur til óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk í JFK. Þessi gæðaleikari stendur nú á hátindi ferils síns. Síðasta ár var honum gott því auk Heaven and Earth og The Fugitive bar hann úr auka- hlutverki uppi með eftir- minnilegum hætti spennu- mynd vöðvafjallsins Stevens Seagals, Under Siege, sem er ekki eftirminnileg fyrir annað en stórleik Tommy Lee Jones. Jones, sem er innfæddur Texas-búi, sonur olíuleitar- manns og var liðtækur fót- boltamaður að amerískum hætti, fékk styrk út á íþrótt sína til að stunda nám við Harvard-háskóla þaðan sem hann lauk námi eftir að hafa deilt herbergi um fjög- urra ára skeið með A1 Gore varaforseta Bandaríkjanna. Tommy Lee sló í gegn þeg- ar hann lék morðingjann Gary Gilmore myndinni Executioner’s Song og hef- ur ávallt haft nóg að gera, hefur leikið í 15 kvikmynd- um, meðal stærstu mynda hans er Coal Miner’s Daughter. Þá minnast hans sjálfsagt margir úr sjón- varpsgerð leikritanna Cat on a Hot Tin Roof og Ra- inmaker þar sem hann var sjálfum sér líkur og eftir- minnilegur. Um þessar mundir er verið að frumsýna vestanhafs myndirnar The Client og Blown Away þar sem Tommy Lee Jones er meðal leikara og í sumar gefur að líta hann í mynd- inni Natural Born Killers, sem Oliver Stone hefur gert í samvinnu við Quentin Tarrantino, höfund Res- ervoir Dogs. Með hlutverk móður Le Ly fer Joan Chen, kínverska kvikmyndastjaman sem flutti til Bandaríkjanna og hefur þar m.a. leikið í mynda- flokki Davids Lynch, Twin Peaks, og í mynd Bertoluccis um Síðasta keisarann. Fyrir stríð var friðsælt á ökrunum í Víetnam. Landgönguliði gegn almenningsáliti liver Stone fæddist í New York-borg árið 1946, sonur bandarísks of- ursta og franskrar eigin- konu hans. Pilturinn fetaði í fótspor föður síns, gekk í herinn og barðist með land- gönguliði Bandaríkjanna í Víetnam í tæp tvö ár, helm- ingi lengur en honum var skylt. Hann sneri heim og lauk -prófi frá kvikmynda- skóla New York-háskóla. Um dvöl sína í Víetnam íjallaði Stone fyrst í mynd- inni Platoon_ árð 1986 og hlaut þá Óskarsverðlaun leikstjóra og einnig fyrir bestu mynd. Platoon veitti sektarkennd Olivers Stones ekki næga útrás og að með- taldri Born on the Fourth of July er Heaven and Earth þriðja myndin þar sem stríð- ið verður honum að umíjöll- unarefni. Oliver Stone er óefað í hópi umdeildustu kvikmyndagerðarmanna Bandaríkjanna og auk Víet- nam-trílógíunnar hafa myndir eins og Salvador (1986) um stefnu Banda- ríkjanna í Suður-Ameríku og JFK um morðið á John F. Kennedy vakið hörð við- brögð landa hans. Oliver Stone ritar ávallt sjálfur handrit mynda sinna enda var það handritsgerð sem opnaði honum leið að kvikmyndagerð. Hann átti fyrst þátt í gerð kvikmyndar þegar handrit hans eftir bókinni Midnight Express var fest á filmu með Brad Davis í aðalhlutverki. Oliver Stone skrifaði einnig hand- ritið að mynd Brian De Palma, Scarface, þar sem A1 Pacino var í aðalhlutverki og einnig átti hann handrit myndarinnar Year of the Dragon. Hann leikstýrði fyrst þeg- ar Salvador var gerð árið 1986 og sama ár gerði hann Platoon. Sú hlaut Óskars- verðlaunin eins og fyrr sagði og eftir þessr frum- raunir hafa verk Olivers Stones jafnan verið milli tanna fólks. I myndinni Wall Street (1987) fór Oliver Stone óblíðum höndum um brask- ara verðbrefamarkaðarins sem þá áttu gósentíð og höfðu skammtímagróða ein- an að leiðarljósi. Talk Radio (1988) fór ekki hátt en síðan kom Born on the Fourth of July (1990), þá The Doors (1991) sem endurvakti vin- sældir Jim Morrison og hljómsveitar hans The Do- ors. Sama ár gerði Oliver Stone JFK og tók þá upp á arma sína samsæriskenn- ingar lögfræðingsins Garri- sons í því skyni að sanna að Warren-nefndin sem rannsakaði morðið á Kennedy hefði haft á röngu að standa og að Lee Harvey Oswald hefði ekki borið einn ábyrgð á dauða forsetans. Sú mynd blés nýjum eld- móði í umræður um það sí- viðkvæma mál vestan hafs og endurvakti þann dýrðar- ljóma sem ímynd Kennedys er gjarnan sveipuð en fáir sem kynnt höfðu sér málið létu sannfærast af innblá- sinni frásögn Stones. Eftir JFK hafði Stone hægt um sig í leikstjórninni þar til Heaven and Earth leit dags- ins Ijós (1993). Auk leikstjórnar og hand- ritsgerðar hefur Oliver Stone látið að sér kveða sem framleiðandi kvikmynda. Hann framleiddi Reversal of Fortune (1990) þar sem Jeremy Irons lék Klaus von Bulow sem sakaður var um að reyna að drepa konu sína. Einnig framleiddi hann m.a. Blue Steel (1990) So- uth Central) 1992), The Joy Luck Club (1993), sem nú er verið að sýna hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.