Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 ATVINNU/lí X :/ YSINGAR Sölumaður/bílstjóri Matvælafyrirtæki í Kópavogi óskar eftir sölu- manni/bílstjóra. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af sölu- og útkeyrslustörfum. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. apríl, merktar: „K - 4359“. Sveitaheimili Hver vill koma tékkneskum nema í kynni við ísland og kynnast um leið 19 ára stúlku sem er að leita að 2ja mánaða starfi á sveitaheim- ili, í skiptum fyrir fæði og húsnæði? Skrifið á ensku til Jolana Placová, K. Hampla 424, 29001 Podebrady, Tékkland. Framkvæmdastjóri Félagasamtökin Vernd óska eftir að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Umsóknir sendist Vernd, Skipholti 37, 105 Reykjavík, fyrir 15. apríl. m l;ulu;Í;;;li:iiiiiiiiiilTTiTuíliiitiiiiiiifÉiiili;;liiil mmisi mmm mm itnmfTi mirnm TT ffi ffl yj I bi m I Hninrronrnr MENNTASKOLiNN A AKUREYRI Frá Menntaskólan um á Akureyri Kennara vantar í eftirtaldar námsgreinar skólaárið 1994/1995: (1) dönsku (hlutastarf), (2) eðlisfræði (fullt starf), (3) ensku (fullt starf), (4) heimspeki (hlutastarf), (5) íslensku (hlutastarf), (6) stærðfræði (tvö störf) og (7) þýsku (hluta- starf). Þá er laust til umsóknar starf námsráðgjafa við skólann. Um er að ræða tvo þriðju hluta úr fullu starfi. Upplýsingar gefur undirritaður í síma (96) 11433 milli kl. 11 og 12 virka daga. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA. ISAL Bifvélavirkjar - vélvirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja og vélvirkja til starfa á farartækjaverkstæði okkar í sum- ar. Um er að ræða sumarafleysingastörf tímabilið 16. maí til 16. september 1994 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður starfsmannaþjónustu í síma 91-607000. Umsóknir óskast sendar til ISÁL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 15. apríl 1994. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið hf. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykiavík Deildarverk- fræðingur (Efnaverkfræðingur) Laus er til umsóknar staða deildarverkfræð- ings (efnaverkfræðings) við Vinnueftirlit ríkis- ins. Starfið er m.a. fólgið í því að fjalla um öryggisþætti vegna geymslu, flutnings og notkunar eiturefna og hættulegra efna á vinnustöðum og áætlanir um ný iðnfyrirtæki á sviði stóriðju og efnaiðnaðar m.t.t. öryggis og hollustuhátta á vinnustöðum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi fái sérstaka starfsþjálfun á vegum stofnunarinnar. Laun skv. kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Víðir Kristjánsson, deildarstjóri, í síma 91 -672500. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skilist til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, Reykjavík, fyrir 23. apríl nk. ' ■■■■■■.‘-r-—.-----........-■ HEINTAK Umboðsmenn óskast á landsbyggðinni. Góð umboðslaun fyrir dríf- andi fólk. Áhugasamir sendi umsóknir til: Eintak, Nokkrir íslendingar, Vatnsstíg4, sími 16888, 101 Reykjavík. Forstöðumaður tölvudeildar Óskum eftir að ráða forstöðumann tölvu- deildar fyrir opinbera stofnun í Reykjavík. Starfsmenn deildarinnar eru níu og helstu verkefni hennar eru: 1. Rekstur tölvubúnaðar (Unix, PC, Macintosh á TCP/IP neti). 2. Rekstur gagnagrunns (Oracle). 3. Hugbúnaðargerð. 4. Þjónusta við notendur. Forstöðumaðurinn hefur yfirumsjón með ofangreindum þáttum. Auk þess sér hann um áætlanagerð fyrir deildina og innkaup tölvubúnaðar í samráði við yfirstjórn stofnun- arinnar. Við leitum að einstaklingi með háskóla- menntun á sviði tölvunarfræði eða skyldra greina og/eða mikla reynslu af hugbúnaðar- gerð og stjórnun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Tölvudeild 104“ fyrir 25. apríi nk. Hasvangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Þekkt verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða: Tölvunarfræðing Krafist er þekkingar á DOS og WINDOWS stýrikerfum og reynslu af forritun í C og C++. Æskileg er þekking á OS/2 og reynsla af notkun ORACLE gagnagrunns. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist auglýsinga- deild Mbl., merkt: „T- 594“, fyrir 16. apríl. Skrifstofumann Um er að ræða starf við símavörslu, bók- hald, skjalavörslu, umsjón með kaffistofu og fleira. Krafist er kunnáttu í ensku og þarf starfsmaður að hafa bifreið til umráða. Um er að ræða 1A>dagsstarf sem gæti aukist síðar í fullt starf. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist auglýsingdeild Mbl., merkt: „S - 595“, fyrir 16. apríl. Vinnustaðurinn er reyklaus. .......II.. I III il III ....... . ... Sumarstörf Æskulýðs- og tómstundaráð óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Flokksstjóra í Vinnuskólann. 2. Leiðbeinendur í skólagarða. 3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanám- skeið. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi í félags- miðstöðinni Vitanum, Strandgötu 1. Tekið er á móti umsóknum frá þriðjudeginum 12. apríl til föstudagsins 22. apríl kl. 10.00- 12.00 og 13.00-15.00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 650700. Æskulýðs- og tómstundaráð. i Frá skólaskrifstofu Reykjavíkur Staða svæðisfull- trúa í umferðar- fræðslu Laust er til umsóknar starf svæðisfulltrúa í umferðarfræðslu við grunnskóla Reykjavíkur. Leitað er eftir reyndum kennara í 50% starf sem á að hafa umsjón með umferðarfræðslu í grunnskólum, skipuleggja fundi með kenn- urum, foreldrum o.fl. og vinna að öðrum sérstökum viðfangsefnum sem lúta að því að efla umferðarfræðslu í skólum. Frekari upplýsingar um starfið veitir for- stöðumaður kennslumáladeildar. Umsóknum skal skilað á skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, fyrir 20. apríl nk. Sölumaður/ Bílstjóri Kjörís hf., Hveragerði, óskar að ráða sölu- mann, sem jafnframt er bílstjóri, til framtíðar- starfa. Starfið: Sala og afhending íss og annarra afurða sem Kjörís hf. er með á boðstólum. Hæfniskröfur: Óskað er eftir traustum og þjónustuliprum aðila með meirapróf. Reykleysi er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast skilið umsóknum til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi, merktar: „Kjörís hf.“, fyrir 16. apríl nk. RÁÐGARÐUR M. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.