Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIDSKIFn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Magnús Guðjónsson kaupfélagsstjóri er fæddur 1959 á Norð- firði og ólst upp á Fáskrúðsfirði og í Kópavogi. Hann lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1980, var sjó- maður hjá Landhelgisgæzlunni 1975-1979, Eimskip og Skipa- deild Sambandsins 1980 og 1981. Stundaði nám við Samvinnuskól- ann 1980-1982. Nam skipamiðlun og sjótryggingar við The Lond- on School of Foreign Trade og lauk þaðan prófi 1983. Starfaði hjá Skipadeild Sambandsins 1983-1986, aðstoðarframkvæmda- stjóri Meitilsins í Þorlákshöfn 1987-1988. Fulltrúi starfsmanna I sljórn Sambandsins 1984-1987. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga (KD) á Þingeyri frá 1988 og jafnframt framkvæmda- stjóri Fáfnis hf. og annarra dótturfyrirtækja KD. eftir Guðno Einarsson egar Magnús Guðjónsson tók við stöðu kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga árið 1988 hafði val stjórnenda fyrirtækisins staðið á milli þess að gjalda starfs- mönnum laun eða ríkinu skatt. Menn völdu fyrri kostinn, enda um 80% vinnuafls á Þingeyri þá að störfum hjá kaupfélaginu og skyld- um aðilum. Eftir ítrekaðar viðvar- anir kom sýslumaður frá ísafirði til að innsigla. Magnús minnist þess að daginn áður en hann hélt upp á 29 ára afmæli sitt, fyrsta afmælis- daginn í þessu starfí, gekk hann um með fógetanum og benti yfir- valdinu á hvaða hurðum ætti að loka með embættisinnsigli. Eftir skamma hríð náðust samningar við ráðuneytið og starfsemi hófst á ný. Harðar aðgerðir ríkisvaldsins vöktu mikla athygli og voru efni fjölmiðla dögum saman. Þetta hefur að vonum ekki verið óskabyrjun ungs manns í nýju starfi. Magnús var ekki óvanur því að standa við stýrið þótt gæfi á bátinn og lét ekki deigan síga. Nú eru nærri sex ár liðin og rekstur Kaupfélags Dýrfirðinga hefur tekið stakkaskiptum. í fyrra var velta kaupfélagsins um 120 milljónir og skilaði félagið 11,2 milljóna hagn- aði. Hagnaður af reglulegri starf- semi var 8,4 milljónir. Þessi velta byggist á verslun og þjónustu. Kaupfélagið rekur matvöruverslun, söluskála, viðgerðaþjónustu, skipa- afgreiðslu, olíuafgreiðslu og fleira á Þingeyri. Erfíðleikar í útgerð og vinnslu Kaupfélag Dýrfirðinga verður 75 ára á þessu ári, en það var stofnað 8. júní 1919. í gegnum tíðina hefur félagið siglt bæði lygnan og úfinn sjó. Erfíðleikana 1988 má meðal annars rekja til þess að kaupfélagið og dótturfyrirtæki þess Fáfnir hf. höfðu tekið fullan þátt í atvinnuupp- byggingunni í upphafi 9. áratugar- ins. Meðal annars lét fyrírtækið smíða skuttogara á Akureyri og veðjaði á innlendan skipaiðnað af þjóðhagslegum ástæðum. Þegar skipið var afhent var smíðaverð þess helmingi hærra en það sem samið hafði verið um og margfalt dýrara en erlendis. Erfíð skulda- staða og uppsafnaður rekstrarvandi í viðbót við skertar aflaheimildir er sá veruleiki sem blasir við Fáfni hf. í dag, líkt og svo mörgum aðilum í útgerð og fiskvinnslu. Kaupfélagið á 61% í fiskvinnslu- og útgerðarfélaginu Fáfni hf. sem er stærsti vinnuveitandi á Þingeyri. Auk útgerðar er Fáfnir hf. með frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Aðrir hluthafar eru sveitarfélagið, Hlutafjársjóður og Byggðastofnun. Rekstur Fáfnis gekk erfiðlega í fyrra og talar Magnús um það sem Sannus horibilis" - árið hryllilega. I ársbyrjun 1992' tók stjóm Fáfnis þá ákvörðun að láta breyta ísfisk- togaranum Sléttanesi í frystitogara því það var ekki lengur afkomu- grundvöllur fyrir þáverandi upp- byggingu fyrirtækisins. Framlegð frystitogara er mun meiri en ísfísk- togara og vinnslu í landi. Síminnk- andi aflaheimildir kröfðust þess einnig að leitað yrði á ný mið þar sem eru utankvótategundir. Slétta- nesið var frá veiðum hálft árið í fyrra vegna breytinganna. Þegar breytingunum lauk fékk skipið ekki fullvinnsluleyfi því Sléttanesið var eitt nokkurra skipa sem „lentu á milli“ við reglugerðabreytingar. Þetta fékkst leiðrétt um miðjan nóvember og þá fyrst fór Sléttanes- ið að skila fullum afköstum. Til að kóróna erfiðleikana varð verðfall á mörkuðum. Velta Fáfnis hf. í fyrra var 472 milljónir og dróst saman um 12% frá fyrra ári, tap varð á reglulegri starfsemi upp á 85 millj- ónir. Fjármagnsmyndun í rekstrin- um var neikvæð um 42 milljónir eftir að hafa verið jákvæð þijú ár á undan. Magnús segir að árið 1994 sé úrslitaár fyrir Fáfni hf. j,Það er ekkert borð fyrir báru. Aætlanir okkar gera ráð fyrir 700 til 750 milljóna króna veltu á þessu ári og af þeim tölum sem við höfum frá fyrsta ársfjórðungi er ljóst að til dæmis útgerð togarans er mjög nærri settu marki. Þetta er bardagi upp á hvern dag. Mér finnst eins og ég hafi sest undir árar á björgun- arbáti þegar ég tók hér við 1988. Ég er enn að róa að landi en róður- inn gengur hægt, því á hvetju ári hefur verið brotið af árunum og á ég þar við skerðinguna á aflaheim- ildunum. Þorskkvótinn er til dæmis helmingi minni í ár en hann var 1992.“ Hagrætt til sjós og lands Mikil endurskipulagning hefur staðið yfir á ljármálum kaupfélags- ins og Fáfnis hf. í fyrra var mikið selt af eignum og létt skuldum af þessum tveimur fyrirtækjum upp á 250 milljónir króna. Meðal annars seldi Fáfnir hf. hlut sinn í útgerðar- félagi togarans Framness tii ísa- fjarðar. Aður var þessi togari alfar- ið í eigu Þingeyringa. Þegar kreppti að var helmingshlutur í skipinu seldur til íshúsfélags ísfirðinga og var félagsútgerð um skipið í nokkur ár. Að sögn Magnúsar fylgdi þess- um togara um 40% þeirra aflaheim- ilda sem Fáfnir hf. hafði. Sléttanes- ið er nú eini togarinn sem eftir e_r á sunnanverðum Vestíjörðum. Á síðustu 5 árum hefur að meðaltali verið seldur einn ísfisktogari á ári af svæðinu. Undanfarið hafa verið mjög til umræðu ráðstafanir til hjálpar at- vinnulífi og byggð á Vestflörðum. Þau skilyrði eru sett að byggðir sameinist og fyrirtæki leiti hagræð- ingar. Hafa Dýrfirðingar hug á að hagræða? „Undanfarin sjö ár hafa Fáfnir hf. og Kaupfélag Dýrfirðinga unnið í nánu samstarfí við önnur fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum, einkum Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og íshúsfélag ísfírðinga," segir Magnús. „Við höfum hagrætt bæði til lands og sjávar. Til dæmis breytt- um við Sléttanesinu úr ísfisktogara í frystitogara til að skapa meiri framlegð og auka möguleikana á að sækja í vannýtta utankvóta- stofna.“ En er ekki verið að kippa fótun- um undan hráefnisöfluninni ogvega að afkomu byggðarinnar með slíkri breytingu? Magnús segir það misskilning að tilkomu frystitogara fylgi atvinnu- missir. „Kringum ísfisktogara skap- ast þetta 20 til 25 störf en frystitog- ari skapar um 40 störf." Hann telur að útgerð Sléttaness hafi ekki átt um annað að velja en breyta togar- anum í frystiskip eða hætta útgerð- inni ella. „Það er mín skoðun að nú sé það að koma mönnum á Vest- fjörðum sunnan við Djúp í koll að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin hafa allt of lengi verið rekin sem litlar byggðarstofnanir í stað þess að rekstrarleg sjónarmið réðu ferð- inni. Þetta hefur komið þannig nið- ur á þessum byggðum að nú er ein- ungis einn togari eftir af átta sem voru gerðir út á þessu svæði fyrir 7 árum.“ Þegar Magnús hóf störf á Þingeyri segist hann hafa lagt til að Byggðastofnun beitti sér fyrir því að togaraútgerðir á þessu svæði yrðu sameinaðar. Með því telur hann að hefði náðst hagræðing og betri nýting á aflaheimildum. Aflan- um hefði verið hægt að miðla á milli byggðanna eftir sem áður. Ekki hlutu þessar hugmyndir hljóm- grunn, hver hélt áfram í sínu homi og því fór sem fór. Kjölfesta í rekstrinum Útgerð Sléttanessins hefur fisk- veiðiheimildir upp á um 1.800 þorskígildistonn og eru þær nýttar fyrir fyrirtækið í heild. „Svona -frystiskip skapar mikla kjölfestu fyrir reksturinn. Það er full nýting á skipinu og með utankvótaveiðun- um losnar töluverður kvóti sem við getum nýtt til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið," segir Magnús. í vetur hafa 6 bátar lagt upp hjá Fáfni hf. og yfir línutvöföidunartímabilið, frá 1. nóvember til 1. mars, hefur fyrir- tækið að auki verið með samning við sérútbúinn línubát sem er með beitingavél um borð. Yfír sumarið bætist svo talsvert af krókaleyfis- bátum í flotann. Ekkert betra á borðinu Fiskveiðistjórnunin hefur hlotið harða gagnrýni frá aðilum á Vest- ljörðum. Hvað finnst Magnúsi um kvótakerfið? „Ég sé ekki í fljótu bragði aðra betri Ieið til að takmarka sóknina. Því verður ekki neitað að þetta kerfí er andstætt landvinnslunni og hættulegt byggðinni því landvinnsl- an á ekki hlut í kvótanum. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli ef veið- arnar og vinnslan eru á einni hendi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.