Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 29

Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 29
29 í I I i i I 3 I í í I ;i j i raunum áttu. Fór sú er þetta ritar ekki varhluta af þeirri gestrisni. Ofan á erilsöm störf sem yfirlækn- ir og kennari og síðar prófessor við Háskólann var Pétur heimilis- læknir alls frændfóiksins og fyigd- ist náið með högum þess. Enginn krankleiki var svo lítílfjörlegur að ekki væri litið á sjúklinginn enda þótt þá væri oft komið langt fram yfír venjulegan háttatíma. Þetta menningarheimili mótaði Hrefnu, verðmætamat hennar og gildi. Ættfræðiáhugi var henni í blóð borinn og eftir fráfall foreldra hennar hélt hún fyrir hönd okkar frændsystkinanna tengslum við ættingja á erlendri grundu og víðs- vegar um landið . En ættfræðiá- huginn birtist í fleiru. Hrefna rakti sér til gamans allar helstu ættir kóngafólks í Evrópu og var vel að sér um siði þeirra og ósiði. Hrefna gekk í Austurbæjar- bamaskólann og var kennari henn- ar uppeldisfrömuðurinn Stefán Jónsson, rithöfundur. Hann kunni vel að meta brosið hennar og hláturinn sem svo oft reyndist erf- itt að stöðva. Hrefna, feimin að eðlisfari, hlaut hjá honum vega- nesti sem hún bjó að alla tíð. Strax í barnaskóla var Hrefna ákveðin í að gerast hjúkrunarkona. En þann- ig var henni farið, hún vissi alltaf hvað hún vildi. Hún ákvað að láta ferma sig og braut þannig hefð í íjölskyldunni með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir þá sem á eftir komu. Fermingardagur Hrefnu er mér annars afar minnis- stæður fyrir sérdeilis gott veður. Þrátt fyrir vígslu hennar í fullorð- inna manna tölu hljóp hún að aflok- inni kaffidrykkju út með bömunum í boltaleik. Hún var í blárósóttum kjól úr spönsku sjiffonefni sem fengist hafði hjá Agli Jakobssyni. Það hafði þurft að fara á fætur um miðja nótt og standa í biðröð til að hamstra það. Má nærri geta að slíkur kjóll var dýrmætur. í hamaganginum rifnaði nýi ferm- ingarkjóllinn í tætlur, enda sjiffon- kjólar hefðarfólks haldlitlir í horna- bolta. — Hrefna var kaupakona öll sum- ur, lengst af hjá frændfólkinu í Fljótstungu í Hvítársíðu en síðar einnig norður í Skagafírði og í Vogum í Mývatnssveit. Hún var rösk til allra verka og brosið henn- ar og góða skapið varð til þess að allir vildu hafa hana hjá sér. Að loknu gagnfræðaprófí réðst hún um eins árs skeið til Englands til Valgerðar Gestsdóttur Yates frá Seyðisfírði, en einnig dvaldist hún um lengri tíma í Hollandi hjá frænku okkar, Laufeyju Friðriks- dóttur Oberman, kennara. í hugum okkar frændsystkinanna stafaði ævintýraljóma af Laufeyju sem hafði dvaiist langtímum í Austur Indíum er maður hennar Jóhannes Oberman var á tímum nýlendu- veldis Hollendinga landstjóri á Borneo. Á sjötta áratugnum voru utanfarir ekki daglegt brauð og þótti okkur Hrefna afar forfrömuð. Heimkomin settist hún í Hjúkrun- arskólann. Á þessum árum var sá skóli iíkari klaustri en skólum nú til dags. Nemendur voru skyldaðir til að búa þar í heimavist, strangar reglur giltu um útivist og óheimjlt var að taka á móti gestum. Ég minnist þess hve mér, uppreisnar- gjömum unglingnum, þóttu þetta forkastanlegar reglur og varð tíð- rætt um það sem ég taldi vera brot á mannréttindum og með öllu óskiljanlegt hvemig „fullorðið fólk“ léti bjóða sér þvílíkt og annað eins. En Hrefna var ekki á því að líta á þessar reglur sem frelsis- skerðingu. Hjúkranamámið væri krefjandi nám, ekki væri við því að búast að nemar gætu farið á fætur fyrir allar aldir eins og ætl- ast var til af þeim ef þeir væra á einhvetju næturgöltri og hjúkrun- arkonur þyrftu að temja sér strangan aga. Þegar Hrefna hitti Bolla var hún heldur ekki í efa. Hún trúlofaðist mannsefni sínu, BoIIa Kjartans- syni, viðskiptafræðingi, vorið 1962 og ári síðar gengu þau í hjóna- band. Bolli er sonur Kjartans ÓK MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. APRlL 1994 afssonar og Kristjönu Guðrúnar Bjarnadóttur sem nú er látin. Hrefna og Bolli eignuðust tvo syni, Ásgeir sem er fæddur 1964, og Kjartan, fæddur 1968. Ásgeir lærði ljósmyndun í Bandaríkjunum og starfar þar. Kjartan fluttist heim í haust að loknu námi í Þýska- landi í þýsku og þýskum bók- menntum. Hrefna var lengst af hjúkranar- fræðingur á Landspítalanum. En þegar Bolla bauðst staða bæjar- stjóra á ísafírði 1972 var hún strax reiðubúin að flytjast þangað. og hvatti hann heldur. Á ísafirði dvöldu þau um 10 ára skeið og starfaði hún af og til við sjúkrahús- ið þar. Þar kom að því að þau héldu suður aftur og tók Hrefna upp fyrri störf á Landspítalanum. Veikindi Hrefnu ágerðust og hélt hún þeim þó ótrúlega lengi í skefj- um með sérstöku mataræði sam- kvæmt ráðleggingum næringar- fræðinga Landspítalans. Þar kom þó að því að hún þyrfti að fara í gerfinýra en áfram stundaði hún vinnu sína þá daga sem hún var laus við vélina. Eftir nokkum tíma í gerfinýranu breytti hún til og notfærði sér kviðskilju og gekk sú meðferð framar vonum enda þótt hún krefðist mikillar nákvæmni og sérstakrar aðstöðu. Fór hún meira að segja í heimsókn til sona sinna austur og vestur um haf. En eftir að Hreftia fékk slæma sýkingu fýr- ir nokkrum áram var hún bundin við gerfinýrað. „Frídagana" nýtti hún hinsvegar vel. Minnisstæð er ferð sem við fóram einn sólríkan sumardag í fyrra á æskuslóðir móður minnar í Landssveit og var Hrefna óþreytandi að fræðast um búendur og búskaparhætti. Þrátt fyrir veikindi sín vann Hrefna eins lengi og þess var nokk- ur kostur. Líklegast hefur hún ver- ið hjúkranarkona upp á gamla móðinn, hún leit á hjúkrunarstörf sem líknar- og aðhlynningarstörf fyrst og fremst. Hún fylgdist vel með í faginu og hafði brennandi áhuga á að kynna sér nýjungar. Þegar heilsan gerði henni ekki leng- ur kleift að ganga erfíðar vaktir á hjartadeild fór hún í framhaldsnám í hjúkran. En áhugamálin vora fleiri. Erlend tungumál voru henni hugleikin. Hún las áram saman þýsku og ítölsku og sótti tíma hve- nær sem hún átti þess kost. Fyrir ári lauk hún stúdentsprófi í dönsku við Verslunarskólann. 1. maí var ævinlega tvöfaldur hátíðisdagur. Að lokinni kröfu- göngu var haldið í aftnæli Hrefnu. Með þverrandi stéttarvitund og vaxandi vantrú á mátt stéttabar- áttunnar dró úr þátttöku í fyrri hátíðahöldunum, aldrei varð messufall í þeim síðari. Hrefna var frændrækin og trygglynd. Hún var vinmörg og ræktaði vináttu við sína. Af rausn bauð hún til veislu og sýndi í því sem öðra ótrúlegan dugnað og frábæra skipulagshæfi- leika þrátt fyrir þrálát veikindi og skerta starfsgetu. En nú er brosið hennar horfíð, hláturinn þagnaður. Það syrtir að hjá mörgum. Sárastur harmur er kveðinn að manni hennar Bolla og sonunum tveimur. Þrátt fyrir erfið veikindi sín hefur Bolli verið henni stoð og stytta síðustu mánuðina ásamt Kjartani og nú er Ásgeir einnig kominn heim um Iangan veg til að fylgja móður sinni. Að leiðar- lokum þökkum við systkinin frá Lokastíg Hrefnu samfylgdina og sérstaklega alla ástúð hennar og hlýju í garð móður okkar. Jafn- framt vottum við Bolla, Ásgeiri, Kjartani, Jóni Ármanni og öðrum ættingjum samúð okkar. Guðrún Hallgrímsdóttir. Æskuvinkona mín, Hrefna Pét- ursdóttir, lést í Landspítalanum hinn 28. mars sl. Þó að mikil veik- indi hefðu hijáð hana undanfarið hafði ég óbilandi trú á að hún myndi ná sér eins og svo oft áður í barátt- unni við sjúkdóm sinn. Hrefna Pétursdóttir var fædd í DanmörkíT 2. maí 1938. Foreldrar hennar vöru hjónin Margrét Einars- dóttir, hjúkranarkona, ög Pétur H.J. Jakobsson, yfírlæknir. Vinátta okkar Hrefnu hófst þegar við vorum á fermingaraldri og hefur haldist æ síðan. Æskuheimili Hrefnu var sannkallað menningarheimili, sem gaman var að sækja heim. Mar- grét, móðir hennar, var víðlesin, fróð og skemmtileg og Pétur, faðir hennar, lifandi af áhuga á ýmsum skemmtilegum efnum, s.s. ljós- myndun og landafræði. Þau voru bæði fús að deila áhugamálum sín- um með okkur unglingunum. Úr þessum góða jarðvegi spratt Hrefna. Frá því að við kynntumst lá það alltaf ljóst fyrir að Hrefna ætlaði sér að læra hjúkrun. Hún kaus því að taka gagnfræðapróf og hefja hjúkranamám svo fljótt sem auðið væri. Þó að við væram ekki í sama skóla eftir 15 ára aldur hélst vin- átta okkar og ótaldar eru þær bíó- ferðir, sem við fóram á þessum áram. Smástelpufliss okkar varð oft til þess að Hrefna kom öllum í bíósalnum til að hlæja með sínum dillandi, smitandi hlátri. Eftir gagn- fræðapróf fór Hrefna til Englands og dvaldi þar nokkum tíma og fékk ég þaðan mörg skemmtileg bréf. Arið .1956 hóf Hrefna hjúkrun- amám og lauk því 1960. Hún kynntist skólabróður mínum, Bolla Kjartanssyni, og þau giftu sig 1963. Þau eignuðust tvo syni, Ásgeir, f. 27. febrúar ’64, og Kjartan, f. 27. mars ’68. Bömin okkar voru á svip- uðum aldri og við hittumst oft og bárum saman bækur okkar um daglegt amstur og áhugamál. Arið 1972 fluttust þau Bolii og Hrefna til ísafjarðar og bjuggu þar í 9 ár. Þá þurftum við að skrifa eða hringjast á til að halda sambandi og þangað heimsóttum við þau eina páska og fengum dýrlegar móttök- ur, sem lengi vora í minnum hafðar. Þótt sjúkdómur Hrefnu þjáði hana allt frá unga aldri og ágerðist stöðugt var hann síður en svo meg- inatriði í lífi hennar. Hún sá um sitt heimili og stundaði hjúkranar- störf á við fullfríska. Það eru bara tvö ár síðan hún varð að hætta að vinna. Hún lét þó ekki deigan síga þótt hún yrði að hætta að vinna, heldur tók til við að læra og stund- aði nám í öldungadeildum MH og Verslunarskólans og var t.d. í ís- lensku síðastliðið haust. Ég kveð Hrefnu, vinkonu mína, með söknuði, þessa óbugandi hetju, en eins og stendur í Grettissögu „Engi má undan renna því sem honum er skapað." Bolla, Ásgeiri og Kjartani sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigrún Rafnsdóttir. Kær vinur og skólafélagi hefur kvatt. Nú þegar vorið nálgast ljós- um léttum skrefum, með sína und- ursamlegu birtu, krókusa og snjó- dropa, þá hvarf hún frá okkur, öll- um sem þótti svo undur vænt um hana. Hugrakka Hrefna, sem horfði svo björtum augum til framtíðar, betri heilsu og að geta notið sam- vista við fjölskyldu sína, sem hún elskaði umfram allt og var svo stolt af. Svo sannarlega var ástæða til að vera vonglaður og horfa fram til betri daga. Eftir áralanga van- heilsu og bið. eftir nýju líffæri, sem hún fékk í desember sl., hafði að- gerð og bati gengið að óskum. Eig- inmaðurinn Bolli fylgdi henni í þeirri þraut og var henni styrkur og stoð, sem endranær. Gleði okkar var mikil þegar þau hjón komu heim síðari hluta janúarmánaðar, að þessari reynslu afstaðinni. Von- brigðin urðu því sár þegar veikindi sóttu að á ný og sá dagur kom, að þrátt fyrir alla þekkingu, vit og vilja, var það sláttumaðurinn slyngi, sem sagði síðasta orðið, daginn eft- ir pálmasunnudag. Við vitum, að starfsmenn hjartadeildar og gjör- gæslu Landspítala gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að lækna, hjúkra og hlúa að Hrefnu þar til yfír lauk og fyrir það erum við af hjarta þakklát. Hrefna var dóttir Margrétar Ein- arsdóttur hjúkranarkonu og Péturs H.J. Jakobssonar yfírlæknis fæð- ingar- og kvennadeildar Lahdspítal- ans, sem nú eru bæði látin. Einn bróður átti hún, Jón, sem farinn var að heiman og hafði stofnað fjöl- skyldu þegar leiðir okkar lágu sam- an í Hjúkrunarkvennaskóla íslands í janúar 1957. Áhuginn fyrir hjúkr- un var Hrefnu í blóð borinn og að læra og vinna við hjúkran var stóri draumurinn. Við vorum fyrsti hóp- urinn sem hóf nám í langþráðum skóla sem ætlaður var fyrir hjúkr- unarnám í landinu. Byggingunni var ekki að fullu lokið en námsmeyj- ar þær sem fyrir vora, höfðu flutt inn í skólann úr Landspítala þá um haustið. Til þeirra litum við með mikilli aðdáun og lotningu, svo sem vera bar. Með okkur í forskóla hófu nám tveir ungir menn, sem áður höfðu hafíð nám í Danmörku, en komu heim þegar tækifæri bauðst að taka námið hér. Það eru fyrstu karlmennimir í hjúkrunarstétt hér á landi, þeir „bræður" — eins og við kölluðum þá — Geir og Rögn- valdur, en þeir luku náminu árinu á undan okkur. Nafni skólans var breytt í Hjúkranarskóli íslands árið 1962, og síðar starfsheitinu hjúkr- unarkona/hjúkranarmaður í hjúkr- unarfræðingur. Skólinn var okkur gott veganesti. Við lærðum ekki aðeins hjúkran, heldur var skólinn uppeldislegt menningarsetur þar sem áhersla var lögð á siðfræði og góða framkomu. Okkur var kennt að bera virðingu fyrir starfínu og samstarfsmönnum, sem og um- hyggju fyrir þeim sem áttu að njóta starfa okkar. Þótt námi lyki bæri okkur að fylgjast með nýjungum og auka á þekkingu okkar eftir því sem föng væru á. Skólanum stýrði styrkri hendi skólastjórinn Þorbjörg Jónsdóttir og yfirkennari var Sól- veig Jóhannsdóttir. Einnig nutum við leiðsagnar fjölda ágætra kenn- ara í hjúkrunar- og læknastétt. Útskriftardagarnir voru sannkall- aðar hátíðastundir sem eru öllum minnisstæðar. í heimavistinni þar sem við bjuggum allar á sama gangi í fyrstunni, þróaðist með okkur vin- átta og samheldni. Við Iásum saman og deildum gleði á námsárunum. í þessum hópi naut Hrefna sín vel. Feimnisleg fyrstu kynna-brosið varð að glaðværam klingjandi hlátri. Hún var hlýleg og þægileg í viðmóti, félagslynd og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Heimili Hrefnu var á Freyjugötunni og oft þurfti hún að skjótast heim og hlynna að móður sinni sem var heilsuveil og hugsa um mat fyrir föður sinn sem vann langan starfsdag. Hún var þeim einkar góð og umhyggjusöm dóttir. Oft heimsóttum við hana þar og nutum góðra veitinga sem hún bar fram með húsmóðurlegu stolti. Þar áttum við margar ánægjustundir. Þegar námi lauk 1960 hóf Hrefna störf á Landspítala. Þar var hennar starfsvettvangur meira og minna fram til ársins 1990, að undanskild- um þeim áram sem hún starfaði sem flugfreyja og á Fjórðungs- sjúkrahúsi Isafjarðar 1976-81, meðan fjölskyldan bjó þar. Eigin- maðurinn Bolli var þar bæjarstjóri. Hún bætti við sig framhaldsnámi í stjórnun og lauk því í október 1989 frá Nýja hjúkrunarskólanum. Síðast starfaði hún á Landspítala meðan / Hrtidrykkjur Verö frá 750 kr. á mann 61 48 49 V. á - h+1 — Krossar á ieiði 1 viðarlitog máloðir Mismunandi mynmjr, vönduo vinna. Sími91-35929 hún hafði krafta til. Hjúkrunar- starfíð átti ætíð hug hennar og var henni uppspretta gleði. Hrefna giftist 29. júní 1963 eftir- lifandi eiginmanni sínum Bolla Kjartanssyni viðskiptafræðingi* Þau eignuðust tvo syni, Ásgeir og Kjartan, sem báðir eru uppkomnir. Hrefna lét sér mjög annt um fjöl- skyldu sína og stolt hennar og gleði yfír drengjunum var takmarkalaus. Þegar sorgin ber að dyram verða orð fátækleg. Áður höfum við séð á bak einni úr hópnum, Valgerði Bergþórsdóttur, sem kvaddi þetta jarðlíf 13. júní 1991. Nú kveðjum við Hrefnu með virðingu og þökk fyrir vináttu, tryggð og allar góðar stundir sem við áttum saman. Eig- inmanni, sonum og fjölskyldum' þeirra sendum við samúðarkveðjur með versi úr Lilju Eysteins Ás- grímssonar munks, ef vera mætti til huggunar í djúpum harmi. Máría, ert þú móðir dýrust, Máría, lifir þú sæmd í hári, Máría, ert þú af miskunn skýrust, Máría, létt þú syndafári, Máría, lýtin mörg þau vóru, Máría, lít þú klðkk á tárin, Máría, græð þú meinin stóru, Máría, dreif þú smyrsl í sárin.. Guð blessi minningu Hrefnu Pét- ursdóttur. F.h. okkar skólasystkinanna, Svanlaug Alda Amadóttir. Á morgun kveðjum við sam- starfskonu okkar, Hrefnu Péturs- dóttur. Hún vann til margra ára sem hjúkranarfræðingur á hjarta- deild Landspítalans. Hrefna var farsæl í starfí, lagði metnað sinn í að hjúkra sjúklingum sínum af nærgætni og alúð. Hún var afar nákvæm í öllu sem hún þurfti að leysa af hendi og samviskusemi var henni í blóð borin. Hún var ákveðin kona, hafði sín- ar skoðanir á hlutunum og var fylg- in sér í þeim. Hún var kjarkmikil og gafst ekki upp þótt erfiðleikar steðjuðu að. Það sýndi sig ekki ein- vörðungu í starfí þegar álagið gat verið mikið heldur einnig þegar hún sjálf veiktist fyrir allmörgum árum. Þó að heilsu hennar hrakaði tók hún því með jafnaðargeði og já- kvæðni. Hrefna lét aldrei deigan síga. Með þessum fáu orðum minn- umst við Hrefnu Pétursdóttur með virðingu og söknuði. Við sendum sonum Hrefnu og eiginmanni henn- ar, Bolla Kjartanssyni, innilegar samúðarkveðjur og minnumst þeirr- ar umhyggju sem hún ávallt naut frá þeim. Samstarfsfólk á hjarta- deild Landspítalans. Blómastofa Friöfiitm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld ti! kl. 22,> einnig um helgar. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — slmi 681960

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.