Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 MANUDIR REYNA ÁMAJOR Eftir Ágúst Ásgeirsson PÓLITÍSK framtíð Johns Majors forsætisráðherra Bretlands hefur verið fréttaskýrendum hugleikið viðfangsefni undanfarna daga. Frá því hann tók við leiðtogahlutverki í íhaldsflokknum í nóvember 1990 hefur hann lent í mörgu pólitísku gjörningaveðrinu en staðið hvert þeirra af sér. Eftirgjöf hans í deil- unni um atkvæðavægi innan Evrópusambandsins (ESB) fyrir tveimur vikum þykir þó hafa veikt stöðu hans innan flokksins verulega. Talsverð óánægja ríkir innan þingflokks íhaldsmanna með stefnu- breytingu Majors og ríkja meiri efasemdir um foi ystu hans en nokkru sinni frá því hann tók við leii togahlutverki af Margaret Thatcher í nóvembe 1990. Þykir andrúmsloftið að undanförnu minn óþyrmilega á aðdraganda leiðtogaskiptanna fyri hálfu fjórða ári. Næstu mánuðir geta ráðið úrslitui um það hvort Major leiði flokkinn öllu Iengur en t haustsins. Komi til leiðtogaskipta þykja Michai Heseltine viðskiptaráðherra eða Kenneth Clark fjármálaráðherra líklegastir eftirmenn hans. Samkvæmt skoðanakönnun Sunday Times meðal þing- manna íhaldsflokksins um síðustu lielgi telja 41% þeiira að hann leiði ekki flokkinn í þingkosn- ingunum 1997. Óviss sögðust 19% en 40% þingmanna hafa trú á Maj- or. Hehningur aðspurðra þingmanna í samskonar könnun Mail on Sunday sagði, að -dagar Majors væru taldir og honum bæri að draga sig í hlé. Nánustu stuðningsmenn Johns Majoi's innan stjórnar og utan hafa undanfarna daga lýst stuðningi við hann og þannig reynt að draga úr óvissunni sem kom upp í framhaldi af eftirgjöfinni í deilunni um at- kvæðavægi innan ESB. Með þessu hafa þeir freistað þess að beina at- hyglinni frá pólitískum þrætum að þeim góða árangri sem stjórn Majors hefur náð í efnahagsmálum undan- farin misseri. Sýnileg uppsveifla hef- ur verið í bresku atvinnu- og efna- hagslífi að undanförnu, efnahagsbat- inn er hraðari í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki, atvinnuástandið hefur lagast og verðbólga undir skefjum. Nú er þinghlé í Bretlandi og þing- menn heimsækja þá gjarnan kjör- dæmi sín og funda með stjórnum flokksfélaga. Batt flokksforystan vonir við að á slíkum fundum yrði lagt að þingmönnum að hætta inn- byrðis togstreitu en einbeita sér að þeim árangri og umbótum sem stjórnin ynni að á sviði efnahags- mála, réttarfars og menntamála. Flókinn vandi Vandi Majors er margslunginn og snýst ekki einungis um átök um Evrópustefnuna sem þó hafa reynt verulega á þolrif hans. í fyrrahaust boðaði hann nýja stefnu í fjölskyldu- málum pg endurskoðun réttarfars- kerfis. Áherslan var á hin gömlu gildi og ljölskylduna sem hornstein samfélagsins. Boðskapnum var fagn- að en ráðherrar og þingmenn íhalds- flokksins hafa hins vegar verið betri en enginn við að gera stefnuna ótrú- verðuga og beinlínis grafa undan henni því frá í haust hefur hvert hneykslismálið, sem snúist hefur um framhjáhald eða afbrigðilegt kynlíf ráðherra eða háttsettra flokks- manna, rekið annað. Ekki bætti úr skák að Major þótti ekki taka rétt á málum jafnvel þó honum hefði verið kunnugt um þau áður en þau kom- ust í hámæli. Að undanfömu hefur hins vegar þótt bera á nýjum stíl hjá Major. Hefur ákveðinn og skýr málflutning- ur verið rakinn til Sir Bemards Ing- ham fyrrverandi ráðgjafa Thatcher. Sótti Major í smiðju tii Sir Bernards um ráð til að bæta ímynd sína og flokksins. Þannig fögnuðu efasemd- armenn Majors kröftugum yfirlýs- ingum leiðtogans um að ekki kæmi til greina að gefa neitt eftir í at- kvæðadeilunni innan ESB; það væri ófrávíkjanleg krafa Breta að ekki yrði fjölgað atkvæðum sem þyrfti til að koma í veg fyrir að lagabreyting- ar næðu fram að ganga innan ESB. Með yfirlýsingunum þótti hann ekki hafa lengur neitt svigrúm til að bakka út úr málinu. Aðeins viku síð- ar féllst stjórn hans á málamiðlun sem var ekki endilega slæm því Bret- ar geta fagnað sigri þar sem þeir beittu sér öðrum fremur fyrir stækk- un ESB, sem á eftir að koma bresku atvinnulífi vel. Verst fyrir Majoi og flokkinn er hins vegar að málið fékk á sig þá mynd, öðru fremur vegna yfirlýsinga hans sjálfs, að um hreina og klára eftirgjöf hafi verið að ræða. Af þeim sökum kom fram sú krafa á þingi, að hann viki fyrir öðrum manni og er það í fyrsta sinn í 30 ár, að slík krafa kemur fram á þingi frá samflokksmanni forsætisráð- herra. Hindranir á veginum John Major þarf að yfirstíga nokkrar pólitískar hindranir á næstu vikum og má'nuðum til þess að halda velli. Sú fyrsta eru sveitarstjórnar- kosningar 5. maí. Fögnuður íhalds- manna verður tæpast mikill að þeim loknum ef marka má skoðanakann- anir. Reyndar bætir Verkamanna- flokkurinn tæpast við sig mörgum fulltrúum þrátt fyrir góða stöðu í skoðanakönnunum því flokkurinn vann mörgsæti í kosningunum 1990, sem tæpast hefðu fallið honum í skaut hefðu kringumstæður verið aðrar þegar kosningarnar fóru fram. Vinsældir Margaret Thatcher voru aldrei minni og deilur um umdeildan nefskatt stjórnarinnar stóðu sem hæst. Af þessum sökum er talið að áfallið verði ekki ýkja mikið. Næsta hindrun eru aukakosningar í Eastleigh, sem ekki hafa verið tíma- settar, en þriðja hindrunin, og sú sem kann að verða afdrifaríkust fyrir Major, eru kosningar til Evrópu- þingsins 9. júní. Verða það fyrstu Evrópuþingskosningarnar frá 1989, en þær mörkuðu á sínum tíma upp- hafið að endalokum valdaferils Thatcher. Ætlunin er að Major fleng- ist um landið til að styðja frambjóð- endur íhaldsflokksins og verði þann- ig mun sýnilegri í kosningabarátt- unni en Thatcher, sem lét þær nán- ast afskiptalausar á sínum tíma. Með þessu tekur Major reyndar áhættu, því gjaldi flokkurinn afhroð verður auðveldara að kenna honum um úr- slitin. Hlutu íhaldsmenn 32% at- kvæða 1989 og nýlegar skoðana- kannanir benda til, að hann fái ein- ungis 28% nú. Ný gildra á þingi Tvennar atkvæðagreiðslur sem varða ESB og kunna að reyna á Major eiga eftir að fara fram í þing- inu. Önnur um aukin fjárframlög til Evrópusambandsins og hin um stækkun ESB. í þeirri fyrri má reyndar vænta stuðnings stjórnar- andstöðunnar, frá Fijálslynda flokknum og Verkamannaflokknum. Líkur eru hins vegar taldar á því, að Verkamannaflokkurinn greiði at- kvæði gegn stækkuninni, fái flokkur- inn ekki fyrirheit frá stjórninni um að Bretar skuldbindi sig til að hlíta félagsmálakafla Maastricht-sáttmál- ans. Það gæti komið Major í mikla klípu, ekki minni en þegar Maastric- ht-samningurinn kom til atkvæða í þinginu sl. haust, vegna andstöðu fjölmargra eigin þingmanna við ESB. Mikið veltur á framvindunni í vor og sumar, hvort komi til uppgjörs innan Ihaldsflokksins um leiðtoga- hlutverkið í haust. Þrír til fjórir þing- menn hafa lýst því yfir að und- anfömu, innan þings og utan, að dagar Majors séu taldir; útilokað sé að hann geti leitt flokkinn til sigurs í kosningum. Samkvæmt reglum verða 10% þingmanna flokksins, 34 þingmenn, að fara skriflega fram á nýtt leiðtogakjör í þingflokknum inn- _an 14 daga frá þingsetningarræðu drottningar. Sú skylda hvíiir á Sir Marcus Fox, formanni 1922-nefnd- arinnar, að halda leyndu hveijir þing- mennirnir eru þar til formlegt mót- framboð við Major er komið fram. Á því stigi ber mótframbjóðanda að til- kynna opinberlega hveijir stuðnings- menn hans eru. Heseltine gengur afftur Komi til leiðtogaskipta þykja Michael Heseltine viðskiptaráðherra og Kenneth Clarke fjármálaráðherra líklegastir eftirmenn. Vonarstjarna hægrisinna, Michael Portillo, þykir ekki nógu reynslumikill, en hann stendur á fertugu. Hann þykir hins vegar ótvírætt foringjaefni síðar meir. Heseltine er 61 árs og þykir hafa mörg pólitísk líf. Hann hefur setið á þingi frá 1966 og tók sæti í stjórn Thatcher, sem komst til valda 1979. Hann var mun meiri Evr- ópusinni en hún og varð ágreining- ur þeirra á endan- um til þess, að hann sagði af sér og strunsaði úr stjórninni með látum. Hann lagði síðar til atlögu gegn Thatcher, sem leiddi til þess að Maj- or tók við leiðtogastarfinu af henni. Heseltine var afskrifaður eftir að hann fékk hjartaáfall í fyrra en er skyndilega á allra vörum. Jafnvel þeir sem aldrei sögðust myndu fyrir- gefa honum aðförina að Thatcher líta hann öðrum augum nú. Stjórn- málaskýréndur telja Heseltine hafa styrk til að leiða íhaldsflokkinn til sigurs í næstu kosningum, en mis- jafnt er hvernig þeir meta stöðu hans innan þingflokksins. Sumir segja hann höfða betur til hægrimannanna en Clarke, þeir telji hann brúa best bilið þar til tímabært verður að ota Portillo fram. Aðrir fréttaskýrendur segja, að í augum fjölda hægrimanna í þingliðinu sé Heseltine alltof sósíal- ískur og um of gefinn fyrir ríkisaf- skipti. Clarke heffur kosti Kenneth Clarke þykir hófsatnur og hafa kosti tiþað bera til þess að sópa fylgi að íhaldsflokknum, en Major gerði hann að fjármálaráð- herra sínum í maí í fyrra. Stjarna Clarke hefur þó eitthvað hnigið að undanförnu, þar sem hann þykir ekki hafa sýnt næga leikni í deilum við stjómarandstöðuna um skatta- hækkanir, sem komu til fram- kvæmda í vikunni. Kæmi honum betur, að leiðtogaskipti færu ekki fram í haust, ekki fyrr en efnahags- bati væri orðinn mun sýnilegri. Clarke lýsti vilja ti! að taka við af Major í viðtali við BBC um síðustu helgi, en þó fyrst „þégar hann lætur af störfum af eigin vilja og hefur leitt okkur i gegnum nokkra kosn- ingasigra", eins og hann komst að orði. Á yfirborðinu virðist Michael He- seltine heldur ekki búast við leiðtoga- skiptum í bráð. Hefur hann og kom- ið Major óspart til varnar í viðtölum að undanförnu. „Eg sé ekki að leið- togastaðan verði laus í bráð. Eg held að hann leiði íhaldsflokkinn í næstu þingkosningum og þingmeirihlutinn stækki þá,“ sagði Heseltine. Major þrautseigur John Major hefur sýnt það og sannað, að hann er þrautseigari en margir vilja vera láta. Og hann er hvergi banginn því í viðtölum við fjöl- miðla á páskadag, sagðist hann ætla að halda sínu striki þrátt fyrir gagn- rýni á forystu hans. „Aðfinnslurnar hafa ekki stöðvað mig undanfarin tvö ár og gagnrýnin verður ekki til að stöðva mig nú. Stjórnmálin eru vægðarlaus, en trúi maður á eitthvað verður maður að vera undir það bú- inn að vera rakkaður niður öðru hveiju,“ sagði forsætisráðherrann. Og þeir eru til sem segja að hann gæti allt eins átt eftir að koma öllum á óvart og treysta sig í sessi sem flokksleiðtogi, auka trúverðugleika sinn í augum þjóðarinnar og endur- heimta eitthvað af fylgi íhaldsflokks- ins. Samkvæmt skoðanakönnunum um páskaleytið naut íhaldsflokkur- inn aðeins fylgis 28% kjósenda með- an 49% sögðust styðja Verkamanna- flokkinn ef kosið væri nú. Sömuleið- is töldu aðeins 20% Breta Major valda hiutverki sínu sem forsætisráðherra og flokksleiðtogi. Michael Hesell- ine biAur þess fyrir utan emb- ættisbústaó breska forsaet- isráóherrans ■ Downing-stræti 10, aó rikis- stjórnarfundur hef jist. Mestar likur eru taldar á, aó hann taki vió húsbónda- starfi þar komi til leiótoga- skipta hjá íhaldsflokkn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.