Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 1"T\ \ /^ersunnudagur 10. apríl, 100. dagurársins -L' Xi-VJ 1994.1. s. e. páska. Árdegisflóð í Reykja- vík er kl. 6.11 og síðdegisflóð kl. 18.24. Fjaraer kl. 00.05 og 12.18. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 6.14 og sólarlag kl. 20.46. Myrkur er ki. 21.39. Sól í hádegisstaðer kl. 13.29 ogtunglið í suðri kl. 13.05. Gleðjist þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngnr. Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu. Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi. Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð. (Sálm. 33,1-4.) ÁRNAÐ HEILLA 90 ara er afmæli. Níræður í dag, sunnudag, Jón Pálsson frá Litlu Heiði, fv. mælingafulltrúi. Hann tekur á móti gestum á heim- ili dóttur sinnar, Skriðustekk 18, frá kl. 15 á afmælisdag- inn. FRÉTTIR/MANNAMÓT FRÉTTIR_________________ KVENFÉLAG Laugarnes- skóknar heldur afmælisfund í safnaðarheimilinu mánu- daginn 11. apríl kl. 20. Kven- félagið Fjallkonurnar koma í heimsókn. FIMIR FÆTUR. Dansæfing verður í Templarahöllinni í kvöld, sunnudag, kl. 21. Uppl. í síma 54366. FÉLAG eldri borgara. Þriggja sunnudaga keppni í tvímenning byijar kl. 13 í dag í Risinu. Félagsvist, síð- asti dagur í fjöggura daga keppni, kl. 13 í dag. Dansað í Goðheimum kl. 20 í kvöld. Mánudag opið hús í Risinu kl. 13-17. Söngvaka kl. 20.30 mánudagskvöld. Stjórnandi Hans Jörgenson. Undirleik annast Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Kynning á verkum Einars Benedikts- sonar, skálds, seinni hluti kl. 14 þriðjudag 12. apríl. SINAWIK. Fundur Sinawik í Reykjavík verður þriðjudag- inn 12. apríl í Ársal, Hótel Sögu, og hefst kl. 20. Fundarefni samkvæmt fund- arboði. KVENFÉLAG Kópavogs heldur fund fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30 í félags- heimili Kópavogs. Upplestur og sýning á glerlist. KVENFÉLAG Breiðholts heldur fund í Safnaðarheim- ili Breiðholtskirkju þriðju- daginn 12. apríl kl. 20.30. Garðyrkjumaður verður á fundinum og talar um garð- rækt. FÉLAG kaþólskra leik- manna heldur aðalfund sinn á Hávallagötu 16 mánudag- inn 11. apríl kl. 20.30. ITC DEILDIN Eik heldur fund mánudaginn 11. apríl kl. 20.30 á lofti Fógetans, Aðalstræti. Allir velkomnir. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur fund í safnað- arheimilinu mánudaginn 11. apríl kl. 20.30. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun, mánudag. Uppl. í s. 622571. SAMBAND dýravernd- arfélaga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, LÁRÉTT: 1 andavarp, 5 heldur, 8 þor, 9 hættulega, 11 sárs, 14 lélegur, 15 graf- ast fyrir um, 16 gyðja, 17 málmur, 19 kvenmannsnafn, 21 hefur hug á, 22 utarlega, 25 ónotaður, 26 ílát, 27 kassi. LÓÐRÉTT: 2 verkur, 3 miskunn, 4 íjall, 5 fuglinn, 6 málmur, 7 angra, 9 áfjáður, 10 ólga, 12 fúl, 13 reikar, 18 duglega, 20 saur, 21 róm- versk tala, 23 frá, 24 tveir eins. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRETT: 1 orsök, 5 stolt, 8 rifta, 9 skokk, 11 ólund, 14 nál, 15 neita, 16 undra. 17 rám, 19 labb, 21 gafl, 22 Erl- ings, 25 rór, 26 áta, 27 tíð. LOÐRÉTT: 2 rok, 3 örk^ 4 kiknar, 5 stólurn, 6 tal, 7 lín, 9 iundlar, 10 opinber^ 12 undrast, 13 draslfð;úl8 álit, 20 br.[ 21 gg^23 lá^24 Næ___ _ __ mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur fund mánu- daginn 11. apríl kl. 20 í Safn- aðaheimilinu. Spilað verður bingó. Kaffiveitingar. KVENFÉLAG Neskirkju heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.30. Gestur fundarins er Kristbjörg Mar- teinsdóttir sem kynnir snyrtivörur. FÉLAG breiðfirskra kvenna heldur fund mánu- daginn 11. apríl nk. kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Konur úr Kvenfélaginu Fjólunni í Dalasýslu mæta á fundinn. ITC DEILDIN íris heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.15 í Hjallahrauni 9, Hafnarfirði. Allir velkomnir. FÉLAGSVIST ABK. Spiluð verður þriggja kvölda keppni sem byrjar mánudaginn 11. apríl í Þinghól, Hamraborg 11, kl. 20.30. Allir velkomn- ir. UPPLÝSINGA- og menn- ingarmistöð Nýbúa stendur fyrir uppskriftakvöldi mánu- daginn 11. apríl kl. 20-22 í Faxafeni 12. Komið og skipt- ist á matar- og kökuppskrift- um. Allir eru velkomnir. KIRKJA ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsféiaginu í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa mánudag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Fund- ur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30. FRIÐRIKSKAPELLA: Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Léttur málsverður í gamla 'félágsheíniitíhu;,j'^ð! ’iRtóarÁi enda eftir stundina. H ALLGRÍMSKIRKJ A: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. LANGHOLTSKIRKJA: TTT-starf fýrir 10-12 ára mánudag kl. 16-18. Aftan- söngur mánudag kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: 10-12 ára starf mánudag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu mánu- dagskvöld kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir aldraða mánu- dag frá kl. 13-15.30. Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænastund í kapellu mánudaga kl. 18. Umsjórx: Ragnhildur Hjaltadóttir. Fé- lagsstarf aldraðra í Gerðu- bergi. Upplestur í hannyrða- stofu mánudag kl. 14.30. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20. KÁRSNESSÓKN: Fræðslu- nefnd Kársnessóknar og for- eldra- og kennarafélag Kárs- nesskóla boða til. fræðslu- kvölds í safnaðarheimilinu Borgum mánudaginn 11. apríl kl. 20. Umræðuefni: Agi og uppeldi, höfum við misst bijóstvitið? Sálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Margrét Halldórsdóttir verða framsögumenn. REYKJAVÍKURPRÓ- FASTSDÆMIN: Hádegis- verðarfundur presta yerður ' hal^ini^il'9‘*f'"'!;®ústa^kirkju mánudaginn '0."áprííld. i&. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK á morgun, mánudag, fyrir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18. Mömmu- morgnar þriðjudaga kl. 10. KRISTNIBOÐSSAM- BANDIÐ hefur samveru fyr- ir aldraða í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60 á morgun, mánudag, kl. 14-17. Unnið verður fyrir kristni- boðið. BORGARPRESTAKALL: Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12 í Félagsbæ. Helgi- stund í Borgarneskirkju kl. 18.30. MINNUMGARKORT MINNINGARKORT Hjartaverndar eru séld á þessum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 813755 (gíró). Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð. Garðs Apótek, Sogavegi 108. Árbæjar Apó- tek, Hraunbæ 102 a. Bóka- höllin, Glæsibæ, Álfheimuin 74. Kirkjuhúsið, Kirkjuhvoli. Vesturbæjar Apótek, Mel- haga 20-22. Bókabúðin Embla, Völvufelli 21. Kópa- vogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafnarfjörð- ur: Bókab. Olivers Steins, Strandgötu 31. Kefl avík: Apótek Keflavíkur, Suður- götu 2. Rammar og gler, Sól- vallagötu 11. Akranes: Akra- ness Apótek, Suðurgötu 32. Borgarnes: Verslunin Isbjjörninn, Egilsgötu 6. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36. Isafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18. Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhr. Ólafs- fjörður: Blóm og gjafavörur, Áðalgötu 7. Akureyri: Bóka- búðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. Húsavík: Blómabúðin Björk, Héðinsbraut 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. ORÐABÓKIN MæÖgur - mæðgin Nýlega las ég frétt í blaði, þar sem verið var að tala um móður og dóttur. í frásögninni notaði blaða- maður svo um þær no. mæðgin. Hér var það, sem ég hrökk við, og á ég von á, að svo hafi orðið um ýmsa aðra lesendur. I ís- lenzku höfum við sérstök frændsemis- eða skyld- leikaorð, þ.e. feðgar um föður og son og feðgin um föður og dóttur; mæðgur um móður og dóttur og mæðgin um móður og son. Frá fornu fari og allt fram á þennan dag eru þessi fleirtöluorð notuð þannig. Hins vegar er í grannmálum okkar og eins t.d. í ensku talað um föður og son, móður og dóttur o.s.frv. í þessu sam- bandi, Þar þ^kjgf eRki, . til þess að vita, ef menn fara að rugla þessum orð- um saman og þá um ieið merkingum þeirra. Um orðið feðgin er það að segja, að það var haft að fornu um foreldra. Þá var no. foreldrar haft í merkingunni forfeður. Um siðaskiptin á 16. öld var no. foreldrar hins vegar tekið upp í þeirri merk- ingu, sem við leggjum í það orð nú á dögum. Feðg- in merkti einnig sama og foreldrar allt fram á 19. öld, en þá verður vart við nútíðarmerkinguna, þ.e. faðir og dóttir. Eru elztu dæmin í O.H. frá um 1860 og úr Þjóðsögum Jón Árnasonar. Sjálfsagt er að halda vel aðgreindum þessum merkingum og rugla þeiip ekki sarpan., • r_UJf >.A rtJiím.K i tUÖGlíGG. Ím‘teSQnie\ ^OTiwntfqti sl©B ög necj ijlÁJ ihl ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.