Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 28 Minning Hrefna Pétursdótt■ ir hjúkrunarkona Fædd 1. maí 1938 Dáin 28. mars 1994 Sú jólagjöf, sem gladdi mig mest á síðustu jólum, að öðrum ólöstuð- um, var jólakortið frá henni Hrefnu. Hún skrifaði það á sjúkrahúsi í Gautaborg 16. desember, fimm dögum eftir stóra aðgerð. „Loksins fékk ég nýra,“ segir hún þar, og bréfið er fullt af bjart- sýni og fögnuði, enda var hún búin að vera nýrnaveik í 30 ár og biðin eftir nýra orðin átta ár. Bæði nýrun voru orðin alveg óvirk. Allan þann tíma var hún ýmist í gervinýra eða svokallaðri pokahreinsun og varð sjálf að passa upp á hana af hinni mestu nákvæmni. Þá kom það sér vel, að hún var hjúkrunarkona. Það var ekki nýja nýrað, sem brást. Það stóð sig allan tímann. Það urðu því mikil og sár vonbrigði þegar Bolli eiginmaður hennar hringdi og sagði lát hennar. Aldrei heyrðist frá henni eitt ein- asta æðruorð. Hrefna var kona, sem ekki var hægt annað en að dást að. Veikindi hennar voru bara sjálf- sagður hlutur. Milli þess sem hún var í nýrnavél reyndi hún að vinna eins og ekkert væn. Á síðasta jóla- kortinu stendur: „Ég var nýbúin að taka próf í öldungadeildinni, fyrst í Laxdælu, íslenskri málfræði og bókmenntum og einnig skilaði ég smáritgerð. Þetta gekk allt mjög vel.“ Þegar litið er til baka koma ýms- ar minningar um Hrefnu upp í hug- ann og allar ljúfar og góðar. Fljóts- tunga varð „sveitin" hennar, sem hún batt óijúfandi tryggð við sem og okkur systkin og foreldra okkar og hérna dvaldi hún í sjö sumur hjá foreldrum .mínum. Við Sigrún systir mín vorum að rifja upp, þeg- ar hún kom hingað í fyrsta sinn í skotapilsinu sínu og grænu peys- unni, nýorðin átta ára og lítil eftir aldri, barnslega einlæg og alltaf í sólskinsskapi. Hún var að fara að heiman í fyrsta sinn, nema hún hafði eitthvað verið á barnaheimil- inu á Silungapolli. Þar var ekkert að gera nema „tína ber og syngja" eins og hún orðaði það. Það fannst henni dálítið einhæft, blessaðri. Hér kom hún í allt annan heim og hér var allt nýtt fyrir henni. Hér voru húsdýr af öllum tegundum og þó hún væri til dæmis svolítið smeyk við hestana voru þeir óneitanlega spennandi. Og ung stúlka, sem hún dáðist mikið að fyrir fegurð, var „álíka falleg og Bauga“. Hérna vorum við systkin sjö og orðin uppkomin. Hún varð sú, sem öllum þótti vænt um og höfðu fyrir litla barnið á bænum. Tilsvörin hennar voru alveg óborganleg og sindruðu af græskulausri og góðlát- legri glettni. Pétur Jakobsson lækn- ir á fæðingardeildinni, pabbi henn- ar, og Bergþór Jónsson, pabbi okk- ar, voru systrasynir. Móðir hennar ■' var Margrét Einarsdóttir hjúkrun- arkona. Hrefna var fædd í Odense í Dan- mörku. Hún lauk námi í hjúkrun á Landspítalanum 1960 og vann þar alla tíð nema allra síðast og árin, sem hún dvaldi á ísafirði, en þar var Bolli Kjartansson, maður henn- ar, bæjarstjóri um tíma. Þau Bolli giftu sig 1963. Bolli, sem er öðlings- maður á allan hátt, reyndist henni frábærlega vel. Hann er kennari í Verslunarskólanum. Þau eignuðust tvo efnilega syni, Ásgeir mynda- tökumann, sem er fæddur 1964 og starfar í Bandaríkjunum, og Kjart- an, sem er fæddur 1968 og nam þýsku og þýskar bókmenntir í Þýskalandi, en er fluttur heim og er um það bil að ljúka leiðsögunámi. Þegar Hjörtur sonur minn var níu ára veiktist hann alvarlega, var þrisvar skorinn upp á hálfum mán- uði og var vart hugað líf. Þá hringdi Hrefna oft og bauðst til þess að vaka yfir honum á nóttunni, þó að hún ætti lítið barn heima og stund- aði hjúkrun á öðru sjúkrahúsi. Systrunum á Landakoti fannst hún ekki nógu fullorðinsleg til að vera alvöru hjúkrunarkona, en þær áttu eftir að skipta um skoðun. Það er ekki nóg með að hún sýndi Hirti takmarkalausa umhyggju. Á stof- unni var annar sjúklingur, sem var langt leiddur af krabbameini. Hún hlynnti líka svo vel að honum að hann var farinn að spyrja á hverju kvöldi: „Kemur sú litla í kvöld?“ Hún var ekki bara hjúkrunar- kona af guðs náð, heldur stafaði frá henni öryggi og hlýju. Það var mannbætandi að umgangast hana, enda er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Mig langar að enda þessi orð með þeim tveim sálmaversum, sem ég veit einna fegurst og gæti trú- að, að hún myndi vilja gera að sín- um kveðjuorðum til vina og vanda- manna. Sýn mér, sólarfaðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna barna burtfór mína krýna. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lyp í leyni liggur marinn svali. (Matth. Jochumsson.) Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu. Hún Hrefna mágkona mín er dáin. Hún var búin að beijast hetju- legri baráttu við nýrnasjúkdóm stóran hluta ævi sinnar. í desembermánuði síðastliðnum fékk hún loks eftir margra ára bið og þjáningar jgrætt í sig nýra úti í Gautaborg. Eg var svo glaður í hjarta mínu fyrir hennar hönd og Bolla bróður að nú væru bjartir dagar framundan. Ég heimsótti hana og Bolla strax og þau komu til landsins frá Gauta- borg í janúarmánuði og allt virtist leika í lyndi; aðgerðin hafði tekist vel. Hrefna var þá glöð og hlátur- mild og bjartsýn. Nú liðlega tveim mánuðum seinna en hún dáin. Þrátt fyrir alla nýjustu tækni í læknavís- indunum var ekki hægt að bjarga henni. Góð mágkona mín hefur kvatt. Mig langar að minnast hennar Hrefnu. Eg sá hana fyrst daginn sem hún og Bolli trúlofuðu sig upp á Gamla Garði, þar sem hann bjó, feimið ungt par með framtíð fyrir sér. Ég man hvað þau voru glæsi- legt ungt par á brúðkaupsdegi þeirra 29. júní ’63. Þegar ég kom óvænt með Hildi með mér í brúð- kaupsveisluna á Freyjugötuna. Ég minnist fyrstu hjúskaparára þeirra í litlu íbúðinni á Rauðarárstígnum. Við Hildur að passa litla Ásgeir svo þau kæmust í bíó. Þetta vár þá. Seinna eftir að Bolli hafði verið bæjarritari í Kópavogi fluttu þau til ísafjarðar þar sem hann réðst sem bæjarstjóri. Þar voru þau ná- lægt móður okkar og föðurfólki sem þau kynntust vel og héldu tryggð við. Eftir um átta ára veru á ísafirði urðu þau að flytja til Reykjavíkur vegna versnandi heilsu Hrefnu sem endaði með því að hún varð að fara í nýrnavélina á Landspítalanum þrisvar í viku. Já, hún Hrefna varð að þola mik- ið vegna veikinda sinna en aldrei heyrði ég hana kvarta, hún var ekki þannig. Þau Bolli ferðuðust mikið bæði innanlands og utan með strákunum sínum því Hrefna vildi ferðast eins mikið og þau gætu áður en nýrna- vélin tæki völdin. Hrefna var rækt- arsöm við fjölskyldu sína og okkar og dugleg var hún að koma þessu fólki öllu saman yfir mat og drykk. Á hún miklar þakkir skildar fyrir gestrisni sína. Já, dugleg var hún Hrefna, jafn- vel síðastliðið haust dreif hún sig' í kvöldskóla í öllum veikindum sínum til að „stúdera" dönsku og íslensku með miklum ágætum, enda var hún greind kona. Ég vil að lokum þakka Hrefnu samfylgdina og alla góðvild hennar við mig og börnin mín, en hún hef- ur verið mikil og mun ég minnast þess alla mína tíð. Fyrir konum eins og Hrefnu eiga menn að bera virð- ingu. Ég sendi Bolla bróður, Ásgeiri og Kjartani mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að blessa þá og þeirra framtíð. Einar Kjartansson. Þakklæti er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar ég minnist Hrefnu mágkonu minnar. Þakklæti fyrir vináttu og alúð, þakklæti fyrir ræktarsemi og drengskap, og að- dáun fyrir þá hetjulund og æðru- leysi sem hún sýndi í áralangri glímu sinni við heilsubrest og veik- indi. Þegar ég kynntist Hrefnu var ég enn á barnsaldri og mér fannst hún hlý og nærgætin. Hún var létt í skapi, hláturmild og það var gaman að gleðjast með henni. Hún hafði tíma til að spjalla og fræða mig inn í fullorðinsheiminn. Alla tíð síðan miðlaði Hrefna mér af fróðleik sín- um og mannkostum. Hún sá hlutina frá mörgum sjónarhornum og átti auðvelt með að skilja hismið frá kjarnanum. Vináttan við hana á mínum uppvaxtarárum átti svo sannarlega þátt í að víkka sjóndeild- arhring minn og hún ávann sér traust mitt og virðingu. Hrefnu var afar annt um vini sína og venslafólk. Hún stóð vörð um fjölskyldutengsl, var manna minnugustu á afmælisdaga og hafði gáfu til að samfagna merkisatburð- um og tímamótum á sinn Ijúfa og hógværa hátt. Til að treysta vina- bönd og efla samhyggð lét hún sig ekki muna um að standa fyrir fjöl- skyldumótum, þrátt fyrir veikindi og tímaleysi samfara þeim og þær eru margar góðu stundirnar sem við eigum Hrefnu að þakka. Athafnasemi og fróðleiksleit var Hrefnu eðlislæg. Það birtist m.a. í störfum hennar sem hjúkrunar- fræðings, en þeim sinnti hún eins lengi og starfsþrek hennar frekast leyfði og þegar hún þurfti að hlíta því að geta ekki unnið lengur fann hún sér farveg, með því að stunda nám í ýmsu sem hana langaði til að kunna betur skil á og var henni hugleikið. Við fögnuðum innilega í desem- ber síðastliðnum þegar Hrefna loks fékk boð um að koma í skyndi út til Svíþjóðar í nýrnaígræðslu og eygðum von til að hún losnaði úr þeim fjötrum sem sjúkdómurinn lagði á hana. Henni var þó vel ljóst að langvarandi veikindin höfðu dregið úr líkamsþrótti hennar og hún gerði sér fulla grein fyrir þeirri áhættu sem slíkri aðgerð fylgdi. Vonin um bata brást og við þurf- um að sjá á eftir mikilli sómakonu, vissulega fátækari, en rík að minn- ingum sem ekki verða frá okkur teknar. Feðgunum á Hjarðarhaga og öðrum ástvinum Hrefnu vottum við fjölskyldan dýpstu samúð. Við blessum minningu Hrefnu Pétursdóttur. Halldór Kjartansson. „Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir, vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en ’augað sér mót öllum oss faðminn breiðir." (EB.) Hinn 28. mars sl. lést í Reykja- vík föðursystir mín Hrefna Péturs- dóttir hjúkrunarkona. Mig langar að minnast hennar með örfáum orðum. Hrefna frænka fæddist í Óð- insvéum í Danmörku hinn 1. maí 1938 og var því á 56. aldursári þegar hún lést. Hún og faðir minn, Jón Ármann, voru börn Péturs Jak- obssonar yfirlæknis og konu hans Margrétar Einarsdóttur hjúkrunar- konu. Hrefna giftist 29. júní 1963 Bolla Kjartanssyni viðskiptafræð- ingi og kennara við Verslunarskóla íslands og eignuðust þau tvo syni, Ásgeir og Kjartan. Hrefna hafði um árabil verið nýrnasjúklingur. Hún kvartaði þó aldrei, jafnvel þó hún væri bundin þeirri kvöð að þurfa reglulega að fara í nýrnavél. Það varð hluti af lífi hennar. í mörg ár hafði hún beðið þess að fara í nýrnaígræðslu. í desember sl. rann loks upp sú stund að hringt var í Hrefnu og henni tilkynnt að koma í aðgerð til Gautaborgar. Bolli og Hrefna tóku sig upp fyrirvaralaust og fóru til Svíþjóðar og dvöldu þar í nokkrar vikur eftir aðgerðina meðan hún var að jafna sig. í mars sl. varð Hrefna aftur að leggjast inn á sjúkrahús, en átti ekki þaðan aftur- kvæmt. Ég minnist hennar frænku minnar sem hinnar ættræknu konu. Hún var hjartahlý og barngóð og hafði sérstaka unun af því að fylgj- ast með framgangi frændfólks síns og fjölskyldna þeirra, jafnt ungra sem aldinna. Hún passaði vel upp á alla afmælisdaga, jafnt hjá börn- unum sem fullorðnum. Maður gat ekki annað en dáðst að því hvað hún lét veikindi sín hafa lítil á hrif á það að heimsækja fólkið sitt, þeg- ar eitthvað stóð til. Hrefna lærði hjúkrun, enda átti hún ekki langt að sækja áhuga sinn á því sviði. Hún vildi auka þekkingu sína á sviði hjúkrunar og sótti í þeim tilgangi ýmis námskeið. Fyrr í vetur hafði hún innritað sig í Öld- ungadeild Verslunarskóla Islands og sýnir það best hversu mikill kraftur var í henni þrátt fyrir mik- il veikindi. Ferðalög heilluðu hana frænku mína meira en margt annað. Hún ferðaðist ásamt eiginmanni sínum vítt og breitt um landið sitt og til útlanda meðan heilsa hennar leyfði. Um nokkurra ára skeið bjuggu Hrefna og Bolli á Ísafirði, meðan Bolli gegndi þar stöðu bæjarstjóra. Sem lítil stúlka minnist ég þess hversu mikil tilhlökkunin var að heimsækja frænku mína þangað ásamt foreldrum mínum. Hún hafði svo gott lag á því að taka vel á móti manni. Nú er hetjulegri veikindabaráttu Hrefnu frænku minnar lokið. í síð- asta sinn sem ég hitti hana, þá fárveika á sjúkrahúsi, sagði hún mér hversu mjög hún hlakkaði til að koma og sjá nýja húsið sem ég var að flytja í ásamt fjölskyldu minni. Og hún spurði um börnin mín. Hún fylgdist svo vel með fram- gangi þeirra. En það er ekkert líf án dauða og enginn dauði án lífs, það er okk- ur öllum ljóst. Þó Hrefna Péturs- dóttir sé fallin frá, þá er það minn- ingin um hana sem lifir. Guð blessi hana og varðveiti. Elsku frænka mín, um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og mínu fólki, vil ég biðja al- góðan Guð að styrkja eftirlifandi mann þinn og syni í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín frænka Margrét Jónsdóttir og fjölskylda. Brosið hennar Hrefnu er horfið. Það var eins og drægi fyrir sólu, meira að segja vorið sem á pálma- sunnudag virtist vera á næsta leiti hörfaði. Lengi vorum við sannfærð um að hún myndi yfirvinna lungna- bólguna, ef ekki með lyfjum, þá með hlátrinum sem alla hreif með sér. Sér í lagi voru allir bjartsýnir eftir velheppnaða aðgerð um síð- ustu jól þar sem hún hafði loksins hlotið langþráð nýra. Og Bolli að ná sér eftir erfiða hjartaaðgerð, það var svo sannarlega bjart fram- undan... Hún Hrefna frænka mín var fædd í Odense í Danmörku 1. maí 1938. Hún var yngra barn hjón- anna Péturs H.J. Jakobssonar yfir- læknis á Fæðingardeild Landspít- alans og Margrétar Einarsdóttur hjúkrunarkonu. Fyrir áttu þau son- inn Jón Ármann, skólastjóra Pósts og símamannaskólans, fæddan 1935. Pétur stundaði framhalds- nám við ýmis sjúkrahús í Dan- mörku, svo og í Berlín og Lyon á árunum 1933-1940 og bjó fjöl- skyldan í Danmörku þar til Mar- grét komst heim með börnin 1939 og Pétur ári síðar. Danmerkurdvölin svo og ótal náms- og kynnisferðir Péturs til framandi landa á árunum eftir stríð mótaði bemskuheimili Hrefnu sem í huga okkar heimaalinna bjó yfir framandi blæ. Húsráðendur voru sannir heimsborgarar sem haft höfðu heim með sér það besta úr menningu annarra þjóðanna. Um þetta báru jafnt húsmunir, umræðuefni sem máltíðir vitni. Þrátt fyrir mikil og langvarandi veikindi Margrétar ræktuðu þau hjónin tengsl við fjarskylda jafnt sem nákomna ættingja, ævinlega boðin og búin að veita þeim skjól er þurftu og hughreysta þá sem í Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er.að fá greinarnar se.ndar, á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.