Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Vesturbær - vandað!
Raðhús við Aflagranda 11 er til
sölu. Húsið er 207 fm, tilbúið undir
tréverk og málningu, með inn-
byggðum bílskúr. Mikil lofthæð á
efri hæð og fjölbreyttir möguleikar
til innréttinga. Fullfrágengin lóð
með hitalögn í bílastæði. Allur frá-
gangur vandaður.
Upplýsingar í síma 32233.
BRG
BIRGIR R. GUIMNARSSON SF. BYGGINGAFYRIRTÆKI,
STIGAHLÍÐ 64, SÍMI 32233.
011 KH 01 07H LARUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI
L I I vJU'lI0/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali
Nýkomnar til sölu meðal annarra eigna:
Við Safamýri - á góðu verði
3ja herb. (b. á jarðh. um 80 fm. Sólrík í suðurenda. Sérhiti. Rúmg.
geymsla í kj. Ágæt sameign. Laus fljótl. Verð aðeins kr. 5,7 millj.
Góð íbúð - hagkvæm skipti
3ja herb. íb. v. Hamraborg, Kóp. m. fráb. útsýni. Skipti óskast á 2ja
herb. ib. í lyftuh. í nágr.
Góð eign á góðu verði
Glæsil. 4ra-5 herb. íb. í suðurenda v. Breiðvang, Hf. um 120 fm. Sér-
þvhús. Fráb. útsýni. Góður bílsk. Tilboð óskast.
í nágrenni Vesturbæjarskóia
mjög góð efri hæð í þríbhúsi. 3 rúmg. svefnherb. í svefnálmu, 2 stór-
ar aðskildar stofur, tvennar svalir. Innb. bílskúr m. geymslu tæpir 40
fm. Húsið er byggt 1967 og stendur á rúmg. lóð m. trjágróðri. Eigna-
skipti.
Neðan Laufásvegar
2ja-3ja herb. íb. í kj. lítið niðurgr. Allt sér. Tvíbhús. Trjágarður. Tilboð
óskast.
í reisulegu steinhúsi í Þingholtunum
fyrsta hæð 99,4 fm í þríbhúsi. Mikið endurn. í „gömlum stíl“. Vinsæll
staður. Tilboð óskast.
Einbhús í Hveragerði - hagkvæm skipti
Vel byggt og vel með farið timburhús ein hæð um 120 fm auk bílsk.
Skipti mögul. fyrir íb. á höfuðborgarsvæðinu.
• • •
Opiðídagkl. 10-14.
Margs konar eignaskipti.
Almenna fasteignasalan sf. _______________________________
varstofnuð 12. júlí1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 2115D-21370
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
r
Fallegt ca 310 fm einbýli ásamt ca 20 fm bílskúr. Byggt
hefur verið við húsið. Góðar stofur m. arni og útgangi út
á verönd m. heitum potti. Góður lokaður garður. Gufu-
bað og líkamsræktaraðstaða í kjallara. Hiti í stéttum og
plönum. Mögul. að taka íbúð uppí.
Eigin verður til sýnis milli kl. 14 og 18 í dag.
Mörkin 1 - Reykjavík
stendur á hornlóð við Mörkina í Reykjavík. Húsnæðið er
til afhendingar nú þegar. Hagstæð áhvílandi lán.
Eignin verður til sýnis milli kl 14 og 16 í dag.
ÞINGIIOLT
Suðurlandsbraut 4A, Wp sími 680666
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 11-14
.J
OPIÐ HÚS!
Gjörið svo vel og lítið inn.
Háagerði 14 - Reykjavík
>___________________lbDOTBBaft IBÐfll
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 742. þáttur
Kvenheitið Júlíana náði
nokkurri útbreiðslu hérlendis í
upphafi 19. aldar. Júlíönur voru
orðnar 32 árið 1845, þar af 13
í Húnavatnssýslu, og 15 tíu
árum seinna. Þetta er svolítið
einkennilegt, þvi að hvorki nöfn-
in Júlíus né Júlíanus voru til í
Húnaþingi 1845, en höfðu að
vísu bæði numið þar.land 1855.
Karlmannsnafnið Júlíanus er
latneskt og dregið af eldra Júl-
íus, en það hefur reynst erfitt
að skýra. Júlíanus var dýrlingur,
og nafnið barst norður um lönd,
varð hreint ekki sjaldgæft í Eng-
landi í halaklipptri gerð Julian.
Kvenmannsnafnið Júlíana er
gamalt, svo hét t.d. drottning
Osantrix í Þiðriks sögu af
Bern. Má ég skjóta hér inn gam-
alli þraut úr skanderingu, þegar
erfiðast þótti að fmna vísur sem
hæfust á stafnum x. Þessi vísa
er smellin og sýnir líka skemmti-
legan framburð á persneska
ko’nungsheitinu sem löngum er
stafsett Xerxes á vesturlöndum:
Exereses átti rokk,
á hann spinna var hann fix,
snúrur hafði úr hrosshárslokk
af hestinum hans Osantrix.
En kannski hafa Húnvetning-
ar verið drottinhollir eða drottn-
ingarhollir a.m.k., því að Júlíana
María var þýskættuð drottning
í Danmörku, átti Friðrik 5, dó
1796.
Nafnið Júlíana er talsvert
notað hér á landi, komst hæst
1910 í 205.
Árið 1845 hafði líka nafnið
Klementína skotið grunnum
rótum meðal Húnvetninga, og
má það eðlilegt kalla, því að
karlmannsnafnið Klemens var
þar mun tíðara en annarstaðar
á landi hér. Klemens er latína
og merkir blíður. Sr. Páll Hall-
dórsson á Bergsstöðum og ma-
dama Valgerður Jónsdóttir
skírðu dóttur sína Klementínu
Jóhönnu, og grunar mig að hún
eigi fáar nöfnur hérlendis. Ég
veit reyndar aðeins um eina,
Klementínu Klemensdóttur,
fædda 1917.
Englendingar gerðu mikinn
söng um Klementínu nokkra
sem féll í sjó og drukknaði og
var skamma stund syrgð:
How I missed her,
how I missed her,
how I missed my Clementine,
but I kissed her little sister
and forgot my Clementine.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sástu á ævinni annað slíkt skott,
svona elegant, sjarmaríkt, flott,
kannski loðið og lint,
eða lóðrétt og stinnt?
Nei, það er án nokkurs efa ýkt gott.
★
Úr syrpu Jóns Hilmars Magn-
ússonar:
1) Hortitturinn eða hikorðið
að veður uppi á ólíklegustu stöð-
um: „Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem við höfum, að þá á
ekki að stafa af þessu hætta.“
[Ótækt er þetta málfar, og segja
mér lærðir menn að að í þessu
sambandi sé enskusletta og á
þá tungu afgangurinn af
„there“. Förum við þá að kann-
ast við pensúmið, sbr. hortittina
eða hikorðin hérna og þarna,
eða sko og ég meina. Káinn
kvað:
Það sem ég meina, sérðu sko,
vera ekki að neinu rugli.
Bara að reyna að drepa tvo
steina með einum fugli.]
2) Menn lesa í bók, á bók,
úr bók og af bók, en ekki „frá“.
Rangt er: „Hann var að lesa frá
bókinni.“ Þetta er líklega ensku-
eða dönskusletta.
3) Ótrúlega geta menn klúðr-
að alþekktum orðtökum. Það er
óðs manns æði að leggja af
stað í mannskaðaveðri. En sagt
var í samtali á Rás tvö: „Það
er hvers manns óðs að fara út
í þetta veður.“
4) Orðið völlur er svo al-
gengt, að vorkunnlaust ætti það
að vera hveijum og einum að
beygja það rétt. „Þetta kippir
gi'undvöllinum undan efna-
hagslífinu", var hins vegar sagt
í samtali í útvarpinu. Völlur er
u-stofn og beygist: völlur - völl
- velli - vallar; vellir - velli
(völlu) - völlum - valla.
5) Einn ágengasti máldraugur
sem nú sækir að okkur er að
taka yfir í staðinn fyrir að taka
við og margt annað sem segja
má, svo að vei fari. Ótækt er
hins vegar: „Við tökum skipið
yfir í júní.“ Við tökum við skip-
inu í júní.
6) Stundum er rétt eins og
við værum í öðru landi: „Þeir
voru verandi í sitt hvorum
flokknum"! Þetta væri á skap-
legri íslensku: Þeir voru hvor í
sínum flokki, eða: í sínum
flokknum hvor.
7) Viðtengingarháttur er í
útrýmingarhættu, hvorki meira
né minna. Úr útvarpi: „Ég hef
ekki séð að þeir ætla að leggja
fram fé.“
[Hins vegar hefur Sverrir
Pálsson oftar en einu sinni sagt
mér að sér finnist þó helst við-
tengingarháttur notaður, þar
sem síst skyldi. Til dæmis í setn-
ingum sem tengdar eru með ef
og hvort. Dæmi: „Ég veit ekki
hvort hann sé heima. Ég veit
ekki hvað gerist, ef hann sé far-
inn.“ Líklega verður að kenna
fólki rækilega notkun viðteng-
ingarháttar, áður en fer í verra.]
5) „Sem slíkt“ er hvimleiður
hortittur. Dæmi: „Hvaða heiðar-
legur þingmaður sem slíkur
myndi samþykkja þetta frum-
varp?“ „íslenska skyrið sem
slíkt er ekki í hættu út af sam-
keppni við aðrar matvörur."
★
Bann við síldveiði í sjó
var samþykkt í dag
upp’í rányrkjuráðuneyti.
- Og síldin hefur samþykkt
þetta samkomulag
fyrir sitt leyti.
(Kristján Einarsson frá Djúpalæk).
Nýjar bækur
ísfrétt - ljóðabók
eftir Gerði Kristnýju
Gerður Kristný.
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu ljóðabókin Isfrétt eftir Gerði
Kristnýju.
Gerður Kristný er 23 ára Reykvík-
ingur. Hún hefur lokið BA-prófi í
frönsku og bókmenntafræði og num-
ið fjölmiðlafræði við Háskóla Islands
og starfar nú við blaðamennsku. ís-
frétt er fyrsta ljóðabók hennar, en
áður hafa ljóð hennar birst í tímarit-
um Og safnritum.
Ljóðabókin ísfrétt kostar 1.690
krónur, en fyrir meðlimi í Ljóðafé-
lagi Máls og menningar kostar
hún 1.100 krónur. Hún er 28 blað-
síður og prentuð hjá G. Ben Prent-
stofu hf.
-------» ♦ ♦--------
Nónhæð 2 - Gbæ - opið hús
Eigum aðeins tvær íbúðir óseldar í þessu fallega fjölbýl-
ishúsi. íbúðirnar eru 103 fm á 1. hæð. 3 svefnherb.
Suðursvalir. Til afh. strax tilb. u. trév., fullmálaðar, ídreg-
ið rafmagn. Bílskúr getur fylgt.
Til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13.00-15.00.
Hraunhamar Fasteignamarkaðurinn hf.t
Bæjarhrauni 22, Óðinsgötu 4,
sími 654511. símar 11540 og 21700.
■ Út er komin skáldsagan Undrin
á torginu eftir Jan Wiese, Ásgeir
Ásgeirsson þýddi.
Undrin á torginu gerist í Róm
árið 1989 þar sem miðaldra bóka-
vörður hjá Vatíkaninu situr í fang-
elsi. Sá dularfulli og skelfilegi at-
burður gerist að kirkja hrynur til
grunna á meðan á vígslu hennar
stendur og sjö hundruð manns far-
ast. Saga bókavarðarins, glæpur
hans og örlög hinnar nýju kirkju
fléttast saman við sögu gamallar
altaristöflu - myndar af heilagri
guðsmóður með barn sitt - sem eyði-
lagðist við vígslu kirkjunnar. Bóka-
vörðurinn finnur dag nokkurn þessa
gleymdu sögu.
Höfundur bókarinnar, Jan Wiese,
er fæddur 1928 og var í mörg ár
framkvæmdastjóri hjá norska bóka-
forlaginu Cappelen og formaður Fé-
lags norskra bókaútgefenda.
Útgefandi er Almenna bókafé-
lagið. Undrin á torginu er 194
blaðsíður, prentuð og bundin inn
í Prentsmiðju Árna Valdemars-
sonar. Bókin kostar 1.980 krónur.