Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 46

Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 UM HELGINA Áttu bér knattspyrnudraum? Ymsir feröamöguleikar í boöi á mesta knattspyrnuævintýri aidarinnar. New York, flug og miði á einn leik. Verð frá kr. 70.000 + skattur. Baltimore, flug og miði á einn leik. Verð frá kr. 60.000 + skattur. Úrstitapakkinn: 6. júlí: Ferð hefst. Flug fsland - New York. 9. eða 10. júlí: Átta liða úrslitaleikur í einhverri af eftirtöldum borgum: Boston, Dallas, New York eða San Francisco. 13. júií: Undanúrslitaleikur í Los Angeles eða New York. 16. júlí: Leikur um 3. sætið í Los Angeles. 17. júlí: Úrslitaleikurinn í Los Angeles. 18. júlí: Flug Los Angeles - ísland. Flogið frá Keflavík 6. júlí, gist á deluxe-hótelum, Sheraton eða sambærilegu i öllum borgum. Innifalið í verði: Flug til New York og milli allra borga, þar sem leikirnir verða, gisting i 12 nætur og cat 2-miðar á fjóra leiki. Ferðir til og frá hótelum, flugvöllum og leikjum innifalið auk fararstjórnar. Verð kr. 398.000 + skattur, per mann í tveggja manna herbergi. Flægt er að lengja ferð og bæta við 16 liða úrslitaleik á undan eða fresta heimferð. I Hafðu samband og við hjálpum þér að láta drauminn rætast. WorldCup /Tn r WorldCup USA94 RA^PVIS USA94 5SSSSSS WVÍO FERÐASKRIFSTOFA Hamraborg 1-3, 200 Kópavogi, slmi: 91-641522, fax: 91-641707. FOLK fl ÞORMÓÐUR Egilsson, varn- arleikmaður úr KR, tekur stöðu Þórðar Guðjónssonar í ferð lands- liðsins til Brasilíu. Þórður kemst ekki vegna meiðsla. ■ SERBINN Zoran Miljkovic mun leika sinn fyrsta leik með Skagamönnum gegn FH í 8-liða úrslitum Litlu-bikarkeppninnar á Akranesi í dag. ■ STEINAR Guðgeirsson, mið- vallarspilari hjá Fram, meiddist í æfingaleik gegn Val á fimmtudag- inn. Hann fékk högg á augabrún og varð að loka skurði með sextán spor- um. H SIGURÐUR Gylfason, leikmað- ur úr Stjörnunni, lék með Fram gegn Val, en hann hefur hug á að ganga í herbúðir Framara, en ekki Sigurður Guðmundsson eins og sagt var frá í blaðinu í gær. ■ ARSENAL er tilbúið að borga 300 millj. ísl. kr. fyrir danska landsl- iðsmanninn Brian Laudrup, sem hefur leikið með AC Milan. Totten- ham, Aston Villa og Paris St. Germain hafa einnig augastað á honum, H ÁÐUR höfðu félög eins og Stuttgart, Frankfurt, Sevilla, Mónakó og dönsku félögin IF Kaupmannahöfn og OB sýnt Laudrup áhuga. ■ ANDYCoIe, sem setti markamet hjá Newcastle, er hann skoraði sitt fertugasta mark á keppnistímabilinu gegn Aston Villa í vikunni, er meidd- ur á ökkla og óvíst hvort hann leiki með gegn Sheff. Utd. í dag. ■ COLE og félagar hans Robert Lee og Paul Bracewell þurfa að fara í læknisskoðin fyrir leikinn gegn Sheff. Utd. ■ PAUL McGrath mun leika að nýju með Aston Villa — gegn Sout- hampton. Hann var „týndur" í fjórar vikur og eftir að auglýst var eftir honum í blöðum í Englandi á þriðju- daginn, kom hann fram. McGrath var sektaður 535 þús. ísl. kr. af Aston Villa fyrir að láta sig hverfa án þess að láta heyra frá sér í mánuð. ■ ASTON ViIIa hefur aðeins unnið einn af síðustu. tiu leikjum sínum. Margir leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða. Opið hús hjá Fram Knattspyrnufélagið Fram verður með opið hús kl. 14 á morgun í tilefni 86 ára af- mæli félagsins. Iþrðttahús Fram er á loka- stigi og verður það til sýnis milli kl. 14 og 16. Framkonur sjá um veitingasölu. Sundþjálfarar þinga íslenska Sundþjálfarasambandið verður með ársþing sitt í dag og á morgun í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. í tengslun við þingið verður þjálfaranámskeið. Rauðu djöflarnir Stuðninmgsmannaklúbbur Manchester United, Rauðu djöflamir, halda almennan félagsfund í dag kl. 14 á veitingahúsinu Feiti dvergurinn. Á fundinum fá þá menn í hendur félagsskírteinið. Liverpool-klúbburinn Liverpoolklúbburinn kemur saman í Ölveri Glæsibæ í dag kl. 14 til að horfa á beina útsendingu frá ieik Liverpool og Norwich. Pflukast íslandsmótið í pílukasti verður haldið í veit- ingahúsinu Fossinum í Garðabæ um helg- ina. 1 dag kl. 10 hefst keppni hjá körlum og öldungum og á morgun kl. 10 hjá konum. Glíma 84. Íslandsglíman fer fram í dag kl. 14 i íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Keila Tunglskinsmótið fer fram I kvöld kl. 24 í Öskjuhlíð. Hlaup Þingholtshlaup verður í dag kl. 12. Hlaupið hefst við Miðbæjarskólann og verður hlaup- ið 5 km um Þingholtin. Keppt er í þremur flokkum karla og kvenna, 16-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Skráning fer fram í Miðbæjarskólanum kl. 10.30-11.30. Knattspyrna 8-liða úrslit í Litlu-bikarkeppninni verður í dag. Akranes og FH leika kl. 13 á grasi — æfingavelli ÍA, en kl. 14 leika HK - Grinda- vík, Stjarnan - Breiðablik og Keflavík - Vestmannaeyjar. Þróttur og Léttir leika á gervigrasinu i dag kl. 14 í Reykjavíkurmótinu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-URSLITAKEPPNIN Morgunblaðið/Einar Falur Karl Malone átti mjög góðan leik fyrir Utah Jass, en það dugði ekki gegn San Antonio Spurs. SKIÐI Markus Was- meier er hætlur ÞYSKI ólympíumeistarinn í alpagreinum, Markus Wasmei- er, tilkynnti það formlega á fréttamannafundi í Munchen í gær að hann væri hættur keppni. Wasmeier er þrítugur og sigraði nokkuð óvænt bæði í stórsvigi og risasvigi á Ólymp- íuleikunum í Lillehammer. Wasmeier sagði að ástæðan fyrir því að hann væri nú hættur, að hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og eins hafi hann áhuga á kvikmyndaleijt. „Wasi“ eins og hann ér oft nefnd- ur hefur verið með í heimsbikar- keppninni í ellfu ár. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig eftir besta keppnistímabilið á ferlinum. Ég hugsaði mig vandlega um í fjór- ar vikur, en tók svo loks endalega ákvörðun í gær. Keppnisferlinum er lokið,“ sagði Wasmeier. „Það er eðlilegt að hætta núna — hætta á toppnum. Þegar maður er orðinn þrítugur er annað í lífinu sem heillar meira en skíðin,“ sagði Wasmeier, sem á 11 ára gamlan son með konu sinni, Brigitte, sem er ófrísk. „Nú hef ég meiri tíma fyrir fjölskylduna sem stækkar á næstu dögum,“ sagði hann. Scotthetja Indiana í Orlando Óvæntir sigrar hjá Indiana Pecers og Miami Heat á útivöllum BYRON Scott tryggði Indiana Pecers sætan sigur gegn Orlando Magic i Orlando, 89:88, með þriggja stiga körfu tveimur sek. fyrir leikslok. „Við gerum allt rétt til að vinna, nema eitt — við gleymdum þriggja stiga skytt- um þeirra í spennunni undir lokin,“ sagði Brian Hill, þjálf- ari Orlando. Reggie Miller skoraði flest stig fyrir Indiana, eða 24 — þar af tvær þriggja stiga körfur á lokakafla leiksins. Shaquille O’Ne- al skoraði 24 stig fyrir heima- menn, tók 19 fráköst og varði fimm skot. Það voru ekki aðeins óvænt úrslit í Orlando, heldur einnig í Atlanta. „Þetta er okkar mesti sigur og styrkir okkur til frekari afreka. Varnarleikurinn okkar var góður,“ sagði Glen Rice, sem skoraði fjög- ur af 13 stigum sínum í leiknum á síðustu 34 sek. þegar Miami Heat vann, 88:93, Atlanta Hawks á útivelli. Steve Smith skoraði flest stigin fyrir Miami, eða 22. Bimbo KNATTSPYRNA Coles setti 17 stig, tók sex frá- köst og átti fímm stoðsendingar fyrir Heat, sem tapaði þrettán af síðustu átján leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina. Kevin Willis skoraði 17 stig fyr- ir Atlanta og tók 16 fráköst. Tap- ið er áfall fyrir Hawks, sem hafði unnið 20 af síðustu 22 heimaleikj- um sínum og náði næst bestum árangri á heimavelli í NBA-deild- inni í vetur — vann 36 leiki, en tapaði aðeins fimm. David Robinson skoraði 25 stig og tók átta fráköst þegar San Antonio Spurs lagði Utah Jazz, 106-89, í Vesturdeildinni. Karí Malone lék best hjá Utah og skor- aði 36 stig, en hann var eini leik- maður liðsins sem skoraði meira en tíu stig í leiknum. Detlef Schrempf skoraði 21 stig og Gary Payton 20 þegar Seattle SuperSonics iagði Denver Nuggets 106:82. Þá skoraði Shawn Kemp 16 stig og tók níu fráköst og Ricky Pierce skoraði 13 stig. Fyrir gest- ina skoraði Brian Williams mest, eða 15 stig í þær nítján mín. sem hann var inná. Brasilíumenn hita upp í Bandaríkjunum Brasilíumenn ákváðu í gær að leika upphitunarleiki gegn Honduras og E1 Salvador fyrir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum, sem hefst 17. júní. Brasilíumenn leika í riðli með Rússlandi, Kamerún og Svíþjóð í HM. Þeir leika leikina í Bandaríkjunum — gegn Honduras 8. júní í San Diego og fjórum dögum síðar gegn E1 Salvador í Fresno í Kaliforníu. Áður var ákveðið að Brasilíumenn léku gegn Kanadamönnum í Edmonton 4. júní. Þess má geta að landslið Brasilíu verður kallað saman í æfingabúð- ir í Los Gatos 26. maí. FELAGSLIF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.