Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sjö ára
bömfá
hjálma
KIWANISKLÚBBURINN Kald-
bakur á Akureyri afhendir öllum
börnum á Akureyri sem fædd
eru 1987 reiðhjólahjálma í versl-
unarmiðstöðinni Sunnuhlíð á
morgun, laugardaginn 7. maí,
en þar stendur nú yfir slysa-
vamavika. Um 200 börnum
verða að þessu sinni gefnir reið-
hjólahjálmar og er þetta í fjórða
sinn sem klúbburinn gefur öllum
7 ára börnum slíka hjálma. Böm
úr skólunum norðan við á eiga
að mæta á tímabilinu 10-16 en
úr öðram skólum frá kl. 13-16.
Greifa-
torfæran
GREIFATORFÆRAN verður
haldin í Malargrúsunum ofan
Akureyrar á morgun, laugardag,
og hefst hún kl. 13.00. Einar
Gunnlaugsson sem tvívegis hef-
ur sigrað skilaði Greifamönnum
bikamum með eftirsjá í vikunni,
en kvaðst reyndar vera staðráð-
inn í að sigra í þriðja sinn.
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson
organisti Akureyrarkirkju held-
ur hádegistónleika i Akureyrar-
kirkju á morgun, laugardaginn
7. maí, kl. 12. Á efnisskrá eru
verk tengd páskum og uppstign-
ingunni. Lesarar á tónleikunum
era Viðar Eggertsson leikhús-
stjóri og sr. Birgir Snæbjöms-
son. Eftir tónleikana verður boð-
ið upp á léttan hádegisverð í
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju. Aðgangur er ókeypis.
Vítaskota-
keppni
Á VÍMUVARNARDEGI Lions á
íslandi sem er á morgun, laugar-
daginn 7. maí, efna Lionsklúb-
barnir á Akureyri til vítaskot-
keppni í körfubolta fyrir nem-
endur 8., 9. og 10. bekkjagrunn-
skólanna í bænum. Hún hefst
kl. 14.00 við Hamar, félagsheim-
ili Þórs við Skarðshh'ð. Þegar
sigurvegari hefur verið krýndur
verður boðið til grillveislu.
Útgáfutón-
leikar í 1929
HLJÓMSVEITIN Blackout efnir
til útgáfutónleika í skemmti-
staðnum 1929 laugardagskvöld-
ið 7. maí. Hljómsveitina skipa
Jóna de Groote söngkona, Leifur
Hammer gítarleikari, Hreiðar
Júlíusson trommur og Stefán
Sigurðsson bassaleikari. Húsið
verður opnað kl. 23.
AKUREYRI
Byggingafulltrúi skorar á hönnuði og verktaka við Hjallalund 20-22
Bætt verði úr göllum í
lofti til að forðast slys
BYGGINGAFULLTRÚI Akureyrarbæjar hefur skorað á þá sem komu
nálægt byggingu fjölbýlishúsanna við Hjallalund 20 og 22 að kanna í
sameiningu nú þegar ástand allra lofta í húsunum, en komið hefur í
ljós að múrfyllingar í raufum á samskeytum forspenntra steinsteyptra
loftplatna eru með þeim hætti að stykki úr þeim hafa losnað og sprung-
ur á samskeytum myndast víða.
Neytendafélag Akureyrar og ná-
grennis fór þess á leit við embætti
byggingafulltrúa að mál þetta yrði
kannað eftir að einn íbúi í húsinu
tók um hálft kíló af múr niður úr
lofti íbúðar sinnar en hann var laf-
laus og við það að falla niður á
gólf. Vildi félagið að fyrirbyggð
yrði yfirvofandi hætta á slysum og
jafnvel dauðsföllum í húsinu af
þessum sökum.
Tveir starfsmenn byggingafull-
trúa hafa athugað loft nokkurra
íbúa og leiddi skoðunin þeirra í ljós
að full ástæða væri til að gera ráð-
stafanir til að fyrirbyggja að múr-
fyllingar í loftaplötum falli úr sam-
skeytum þeirra.
Komið í veg fyrir hrun
Byggingafulltrúi hefur í bréfi til
Húseigendafélagsins í Hjallalundi
20-22 lagj; fyrir eigendur íbúða í
húsinu að bæta nú þegar úr þeim
ágöllum sem eru á frágangi sam-
skeytanna og fyrirbygggja þá
hættu sem stafað getur af falli
lausra múrfyllinga úr þeim. Þá hef-
ur hann einnig sent verktaka,
múrara, hönnuðum og steypustöð
eða þeim sem hlut eiga að máli
varðandi bygginguna bréf þar sem
skorað er á þá að kanna ástand
allra lofta í húsinu og einnig með
hvaða hætti unnið var að múrfyll-
ingunni og hver sé orsök framkom-
ins galla. Vill byggingafulltrúi að
lögð verði áhersla á að koma í veg
fyrir hugsanleg slys af völdum
hrans úr múrfyllingunni og skorar
hann á aðila málsins að sinna nú
þegar beiðni húseigenda um úrbæt-
ur. Þá fer byggingafulltrúi fram á
að skýrslu um skoðun, fyrirbyggj-
andi aðgerðir og úrbætur verði skil-
að fyrir 13. maí nk.
Morgunblaðið/Jónas
Skilja eftir
sár í landinu
Grýtubakkahreppi - Algengt er
að farið sé á jeppum á snjó yfir
Leirdalsheiði og í Fjörður og
kemur ekki að sök meðan frost
er í jörðu. Svo virðist sem jeppa-
eigendur hafi ekki áttað sig á að
komið ervor. Um síðustu helgi
fóru a.m.k. þrír jeppar um svæðið
og skildu eftir sig ljót för í land-
inu og miklar skemmdir sem blasa
við vegfarendum sem fara um
þjóðveginn. Eftir að leiðinni var
lokað í fyrravor fóru bílar um og
stórsá á melum eftir för þeirra
og munu þær skemmdir verða
sjáanlegar á næstu árum en þær
eru í Grenjárdal sem liggur frá
Grenivík á móts við Trölladal.
Aftur líf á
Laugalandi
Eyjafjarðarsveit - Nýju lífi hefur verið
blásið í húsakynni gamla húsmæðraskól-
ans á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit en
þar hefur í vetur verið starfandi þróunar-
setur. Námskeið hafa verið haldin þar en
markmiðið er að endurvekja margvíslegt
gamalt handverk. Uppskera vetrarstarfs-
ins var sýnd og kynnt almenningi á opnu
húsi nýlega sem fjöldi fólks nýtti sér.
Beiðni hefur borist frá ístex um að komið
verði upp prjónahópi á þróunarsetrinu til
að leggja fyrirtækinu lið en það annar
vart eftirspurn eftir prjónavörum. Bryn-
dís Símonardóttir veitir þróunarsetrinu
forstöðu en þar verður starfsemi í gangi
í allt sumar. Sólveig Klara Káradóttir er
Morgunblaðið/Benjamín
ein þeirra sem tekið hafa þátt í starfinu
en hún er við vefstólinn og þá var Katrín
Ulfarsdóttir önnum kafinn við að vefa
mottu sem væntanlega mun prýða húsa-
kynni Laugalands í framtíðinni en synir
hennar, tvíburarnir Halldór Rafn og Úlfar
Bjarki, fylgjast með mömmu sinni af mikl-
um áhuga.
Framsókn vill atvinnuskrifstofu
Hyggst endurheimta forystuna
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
stefnir að því að-endurheimta forystu
sína í stjórn Akureyrarbæjar eftir
kosningar. Meginmarkmið kosninga-
baráttunnar verður að fá þann styrk
sem þarf svo ekki verði fram hjá
flokknum gengið við myndun meiri-
hluta í bæjarstjóm Ákureyrar á
næsta kjörtímabili. Flokkurinn
stefnir að því að fella núverandi
meirihluta og fá 5 menn kjörna í
bæjarstjóm en hefur nú 4.
Þetta kom fram í máli Jakobs
Bjömssonar efsta manns á lista
flokksins fyrir bæjarstjómarkosning-
ar og bæjarstjóraefnis flokksins á
blaðamannafundi í gær þar sem
stefnuskrá listans var kynnt.
Atvinnumálin skipa veigamikinn
sess í stefnuskránni og sagði Jakob
að áhersla yrði lögð á þann mála-
flokk sérstaklega. Eitt af stefnumál-
um flokksins er að stofna sérstaka
atvinnuskrifstofu og ráða til starfa
á henni 2-3 starfsmenn til að annast
framkvæmd þeirra mála sem nefndir.
samþykkir að fela skrifstofunni. Að-
alhlutverk atvinnumálanefndar verði
að fara í umboði bæjarstjómar með
stjórn atvinnumála bæjarins og einn-
ig að vera henni til ráðuneytis í at-
vinnumálum almennt.
„I því alvarlega atvinnuástandi
sem við búum við er nauðsynlegt að
skipuleggja atvinnumálin betur,
töfralausnir era vissulega vand-
fundnar, það vita menn, en við mun-
um með öllum ráðum reyna að vinna
bug á atvinnuleysinu," sagði Jakob.
„Við höfum þá trú að fjölmargir
möguleikar séu fyrir hendi sem þarf
að nýta, það þarf að laða fram þann
kraft sem býr í atvinnulífinu sjálfu.“
Frambjóðendur Framsóknar-
flokksins telja mörkin á milli starf-
semi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar,
atvinnumálanefndar og jafnvel fleiri
aðila sem koma nálægt atvinnumál-
um óljós og vilja þau skýrari. Þannig
yrðu Iðnþróunarfélaginu sköpuð
tækifæri til að vinna í meira mæli
að nýsköpun í atvinnumálum en nú
er. „Það hefur ekki verið nægilega
markvisst unnið í þessum málaflokki
í heild," sagði Guðmundur Stefáns-
son frambjóðandi flokksins.