Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 13 Bæjarstjórar á Húsavík Húsavík - Flestir bæjarsljórar landsins, eða 23 talsins, funduðu nýlega á Húsavík en það er fast- ur viðburður að þeir hittist einu sinni á ári og ræði mál er varða stjórnun sveitarfélaga og sam- skipti ríkis og sveitarfélaga. Að þessu sinni ræddu þeir sérstak- lega uin jöfnunarsjóð sveitarfé- laga, frumvarp sem fyrir Alþingi lá um húsaleigubætur og reynslu af þeim tckjustofnum sem þeim eru markaðir í stað aðstöðugjalds sem aflagt hefur verið. Þeir munu ekki hafa rætt atvinnuleys- isbætur þó búast megi við að ein- hverjir þeirra missi atvinnuna í þessum mánuði. Morgunblaðið/Silli BÆJARSTJORAR og makar að loknum fundi um stjórnun sveitarfélaga, sem haldinn var á Húsavík. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hjólað í góða veðrinu Keflavík - Þetta hefur gengið framar vonum og Skottu virðist líka vel að ferðast á þennan hátt,“ sagði Sólveig Jónasdóttir í Keflavík sem í gær var á ferð á hjólhesti sínum í góða veðrinu. Sólveig tók fjölskylduhundinn Skottu með í ferðina og ekki var annað að sjá en henni líkaði vel þessi ferðamáti. Einnig var dóttir Sólveigar, Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, með í hjólreiða- ferðinni, en þær mæðgur sögðust nota hvert tækifæri sem gæfist til að hjóla og hér eftir fengi Skotta að fara með. Sveitarfélög í Dala- sýslu sameinuð Búðardal - Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Dalasýslu hélt íj'öl- sóttan fund nýverið til að kynna íbúum sýslunnar undirbúning og aðdraganda sameiningar sveitarfélaga Dalasýslu. Hrepparnir sem sameinast eru Skarðs-, Fellsstrandar-, Laxárdals-, Haukdals- og Miðdalahreppar og Hvammssveit. Þetta sameiginlega sveitarfélag verður reynslusveitarfélag sem þýð- ir að ýmislegt verður þægilegra í framkvæmd varðandi þau verkefni sem fyrir liggja í náinni framtíð. Ein sveitarstjórn skipuð 7 fulltrú- um fer með yfirstjórn sveitarfélag- anna. Eignir og skuldir núverandi sveitasjóða verða sameinaðar í einn sjóð fyrir 11. júní. Aðalstöðvar stjórnsýslunnar verða í Búðardal og er stefnt að því að jafna svo sem kostur er þjónustu við íbúa. íbúar hafa allir jafnan aðgang að félagslegri þjónustu. Sveitar- stjórn kýs, að afloknum kosningum, fímm manna félagsmálanefnd sem fer með stjórn félagsmála. Sveitarfélagið rekur grunnskóla í Búðardal og, ásamt öðrum sveit- arfélögum, að Laugum. Rekstur þessara skóla verður fyrst um sinn með sem líkustum hætti og verið hefur. Sveitarfélagið rekur þijú félags- heimili, Staðarfell, Árblik og Dals- búð, eitt eða í samstarfi við aðra eignaraðila s.s. ungmennafélög. 5 manna lista- og menningar- málanefnd annast málefni safna. Bætt umhverfi Sveitarstjórn beitir sér fyrir bættu umhverfi og aðstæðum ungl- inga til íþrótta-, tómstunda- og fé- lagsstarfa. 5 manna íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur umsjón með rekstri og viðhaldi íþróttamann- virkja. Fráveitumál í sveitarfélaginu verða könnuð með það að markmiði að koma öllu frárennsli í rotþrær eða fráveitur. Sérstök fram- kvæmdaáætlun verður gerð um þetta atriði. Leitast verður við að efla Heilsu- gæslustöðina í Búðardal og standa vörð um stöðugildi tveggja lækna. Ljúka á við gerð svæðisskipulags skv. núgildandi tímaáætlun. Sveitarstjórn hefur undirbúning að gerð aðalskipulags skv. lögum. Embætti byggingarfulltrúa verður óbreytt. Höttur semur við bæjinn Egilsstöðum - Undirritaður hefur verið tímamótasamning- ur á milli íþróttafélagsins Hatt- ar á Egilsstöðum og bæjaryfir- valda um að bærinn styrki Hött á einn eða annan hátt um rúmar fjórar milljónir króna. Að sögn Árna Margeirsson- ar, formanns Hattar, felur samningurinn í sér afnot af íþróttahúsi bæjarins, knatt- spyrnuvelli og fijálsíþróttaað- stöðu. Auk þess er um að ræða beinan rekstrarstyrk upp á rúmar fimmtán hundruð þús- und krónur. Höttur mun sjá um rekstur á íþróttasvæðinu í sumar og næsta umhverfi hans. Tímamótasamningur Árni segir samninginn vera tímamótasamning að því leyti að nú sé í fyrsta skipti skrifleg- ur samningur undirritaður um styrk bæjarfélagsins til íþrótta- félagsins. Ennfremur liggi nú fyrir skilgreining á því starfi sem Höttur innir af hendi fyrir bæjarfélagið og um afnot þess af íþróttamannvirkjum. Auk þess veitir samningurinn félag- inu hærri rekstrarstyrk en áður. íþróttafélagið Höttur rekur sjö deildir og á sumrum rekur það einnig íþrótta- og leikjanámskeið og sér líka um hið árlega Egilsstaðamaraþon. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Árni Margeirsson, for- maður Hattar, og Kristinn Krisljánsson bæjarstjóri. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Emil Guðmundsson, svæðis- stjóri og Gísli Gíslason, bæjar- sljóri Akraness. Heiðraður í heimabæ Akranesi - Emil Guðmundsson, svæðisstjóri Flugleiða í Hollandi, var á dögunum með hóp blaðamanna frá hollenskum fjölmiðlum í boði Flug- leiða og fór m.a. með hópinn á bernskuslóðir sínar á Akranesi þar sem vel var tekið á móti þeim. Gestirnir skoðuðu það markverð- asta á staðnum undir leiðsögn Þór- dísar Arthúrsdóttur, ferðamálafull- trúa, og m.a. fóru þau í stutta sjó- ferð þar sem þeim gafst kostur á að renna fyrir fisk með góðum árangri. Eftir að hafa skoðað Byggðasafnið í Görðum bauð Gísli Gíslason bæjarstjóri til móttöku í gamla presthúsinu og notaði tæki- færið til að heiðra Emil fyrir öfluga liðveislu hans við Akurnesinga á undanförnum árum. Fínt í útskriftirnar - Tökum vel á móti ykkur Dæmi um verö: Aldrei betra verð.. Enginn milliliður beint frá framleiðanda Jakkaföt frá 11.900, Skyrtur frá 2.900,- Stakar buxur frá 3.900, Skór frá 3.900,- Laugavegi, sími 17440 Stakir jakkar frá 7.900,- • 5% stadgreiösluafsláttur Kringlunni, simi 689017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.