Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 25

Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994 25 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSIMINGARNAR 28. MAI Borgarstjóri allra Reykvíkinga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í KOMANDI kosningum fá Reyk- víkingar tækifæri til að velja sér borgarstjóra sjálfir. Sameiginlegt framboð fólks hefur óskað eftir því að ég veiti því forystu og verði borgarstjóri Reykvíkinga eftir kosningar. Sem fyrrverandi borgar- fulltrúi og núverandi þingmaður Reykjavíkur veit ég að hverju ég geng. Þetta er ábyrgðarmikið starf og kröfurnar sem verða gerðar eru miklar; fólk væntir þess að Reykja- víkurlistinn standi fyr- ir breytingum sem þörf er á. Það er því eðlilegt að spurt sé hvernig borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði. Hvernig borgarstjóri? í fyrsta lagi verð ég óbundin af öðru en samvisku minni og stefnuyfirlýsingu Reykjavíkurlistans. Til mín var leitað um þetta forystuhlutverk af fólki úr mörgum flokk- um og líka fólki sem hvergi er flokksbundið. Sjálfstæði mitt er viðurkennt með ótvíðræðum hætti. Ég er hreykin af þessari breiðu samstöðu og tel það mikinn styrk fyrir tilvonandi borgarstjóra að vera ekki „eign“ tiltekins flokks,_ flokksbrots eða hagsmunahóps. Ég hef engum gert greiða til að komast í þetta fram- boð. Allan minn stjórnmálaferil hef ég kostað kapps um að halda sjálf- stæði mínu, vera hafnað eða metin vegna verka minna og hugmynda. Ég hef lagt áherslu á að vera óháð valdhöfum og öflugum hagsmuna- hópum. Ég er ekki eign annarra. Því geta borgarbúar treyst. Ég verð borgarstjóri allra Reykvíkinga. í öðru lagi er alveg skýrt hvert hlutverk mitt verður í forystusveit Reykjavíkurlistans. Sem borgar- stjóri mun ég bera ábyrgð á rekstri borgarinnar fyrir hönd þeirra sem skipa meirihluta borgarstjórnar. Ég verð pólitískur verkstjóri nýs meiri- hluta. Ég verð formaður fram- kvæmdaráðs borgarinnar, borgar- ráðs. Það verður hlutverk mitt að stilla saman krafta og veita nýjum hugmyndum í réttan farveg til framkvæmda. í þriðja lagi er alveg skýrt að Reykjavíkurlistinn er sjálfstæður aðili í stjórnmálum borgarinnar. A listanum eru fjölmargir reyndir og hæfir frambjóðendur sem nú leggj- ast sameiginlega á árarnar. Fram- bjóðendur á listanum verða ekki fulltrúar stjórnmálaflokka í borgar- stjórn, heldur borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Reykjavíkur- listans, kjörnir af fólkinu. Sú spurn- ing hvort semja vei'ði um öll mál, stór og smá, milli Ijögurra eða jafn- vel fleiri flokka á hreinlega ekki við. Reykjvíkurlistinn er sameining- artákn, eitt afl, sem sækir nú um styrk til góðra verka hjá ölium borgarbúum, hvar í flokki sem þeir standa. Ákvarðanir í borgarmálum verða teknar í borgarstjórn- arflokki Reykjavíkur- listans og það er hann sem verður ábyrgur gagnvart kjósendum. Hvernig mun Reykjavíkurlistinn starfa? Nýkomnir léttfóðraðir regnjakkar flerð aðeins kr. 3.980,- Litur: Dökkblár 5% staögreiösluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ • SÍMI812922 Fyrst og fremst ætl- um við okkur að starfa saman. Meðal fram- bjóðenda okkar eru reyndir borgarfulltrúar sem gjörþekkja innviði borgarkerfisins. Efstu frambjóð- endur eru nú þegar borgarfulltrúar sem hafa getið sér gott orð fyrir skelegga framgöngu sína. Sigrún Magnúsdóttir er í efsta sæti á lista og mun stjórna fundum borgar- stjórnarflokks Reykjavíkurlistans. Þar sitja allir kjörnir borgarfulltrúar og varamenn þeirra. Hlutverk Sigr- únar verður sambærilegt við þing- flokksformenn á Alþingi. Guðrún Ágústsdóttir verður forseti borgar- stjórnar og stjórnar fundum henn- Ef reynsla mín hefur kennt mér eitthvað, seg- ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þá er það hve nauðsynlegt er að starfa af heilindum og fyrir opnum tjöldum. ar. Aftur má grípa til samlíkingar við Alþingi þar sem forseti stýrir fundum og skipuleggur dagskrá þingsins. Þær Sigrún og Guðrún munu báðar sitja í borgarráði. Pét- ur Jónsson verður svo þriðji fulltrúi nýs meirihluta Reykjavíkurlistans í borgarráði og varaformaður þess. Reykjavíkurlistinn mun skipa full- trúa sína í nefndir og ráð eins og venja er til og taka sínar ákvarðan- ir á fundum borgarstjórnarflokks- ins. Oll verkaskipting og starfstil- högun verður því í föstum skorðum og frá fyrsta degi mun reynsla og þekking borgarfulltrúa okkar skila sér inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Heiðarleg og réttsýn sljórn En formið er ekki nóg. Það þarf að gefa starfsforminu inntak. Það inntak er heiðarleiki og réttsýni. Sem borgarstjóri mun ég hafa for- ystu fyrir því að móta skýrar, rétt- látar og sanngjarnar starfsreglur í samskiptum borgarstjórnar og borgarbúa. Ef reynsla mín af stjórn- málum hefur kennt mér eitthvað, þá er það hve nauðsynlegt er að starfa af heilindum og fyrir opnum tjöldum. í raun er það mitt eina kosningaloforð. Ég veit að það er ærið verkefni að starfa heiðarlega í íslenskum stjórnmálum. En ég er líka sann- færð um að uppskeran verður sam- kvæmt því. Fólk veit hvenær stjórn- málamenn koma fram af heilindum. Þess vegna horfi ég upplitsdjörf til eþss að verða borgarstjóri Reykvík- inga. Breytt stjórnmál Eitt verður ekki sagt um Sjálf- stæðisflokkinn: að menn viti hvar þeir hafa hann. Flokkurinn stendur frammi fyrir því að tapa völdum. Við þær aðstæður er honum ekkert heilagt: hann afneitar eigin mönn- um, eigin verkum og eigin stefnu. Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa Reykavíkingar haft þijá borg- arstjóra, en ekki valið nema einn sjálfir. Þessar tíðu mannabreyting-. ar í æðstu stjórn borgarinnar eiga sér eina ástæðu: innri vandamál Sjálfstæðisflokksins. Hvað svo sem Sjálfstæðisflokkurinn segir í kom- andi kosningabaráttu getur hann ekki sagst vera kjölfestan í íslensk- um stjórnmálum. Kosningarnar í vor boða nýja tima í íslenskum stjórnmálum. Fólk- ið er að breyta kerfinu. Á vissan hátt erum við að kjósa um fortíð eða framtíð. Framtíðin krefst nýrra leiða, nýrra lausna. Fyrir mig, per- sónulega, er það mikil áskorun að bjóða mig fram sem borgarstjóri Reykvíkinga. Ég hlakka til þeirra verka. Höfundur er borgarstjóraefni R-listans. Framboðs- listar í Súða- víkurhreppi F-LISTI umbótasinna: Heiðar Guðbransson, hreppsnefndar- maður, og Helgi Bjarnason, bif- vélavirki. S-Listi Súðarvíkurlistinn. Sig- ríður Hrönn Elíasdóttir, sveitar- stjóri, Fjalar Gunnarsson, bygg- ingamaður, \Á, Garðar Sigur- geirsson, húsa- smíðameistari, Friðgerður Bald- vinsdóttir, hús- 9 8 M A T móðir, Hafsteinn LO.lVlm Númason, sjó- maður, Hulda Gunnarsdóttir, verslunarmaður, Jónas Skúla- son, bifreiðastjóri, Guðmundur Halldórsson, bóndi, og Salbjörg Þorbergsdóttir, póstafgreiðslu- maður. Fjórir listar í Grindavík FJQRIR listar eru í kjöri vegna bæjarstjórnarkosninganna í Grindavík í vor. í frétt Morgun- blaðsins um framboðsmál Grindavíkur í gær féll listi Al- þýðubandalagsins niður en eftir- talin skipa G-listann: Hinrik Bergsson, Valgerður A. Kjartansdóttir, Guðmundur Bragason, Hörður Guðbrands- son, Sigurður Jónsson, Unnur Haraldsdóttir, Eyþór Björnsson, Olga Gylfadóttir, Óðinn Hauks- son, Élísabet Sigurðardóttir, Kristín Gunnþórsdóttir, Guðjón Guðlaugsson, Siguijón Sigurðs- son og Steinþór Þorvaldsson. opnar í dag verslun í Faxafeni 12 I dag verður opnuð ný verslun í Faxafeni 12 þar sem boðið verður upp á öll þekktustu vörumerki 66°N í regn,- sport- og útivistar- fatnaði ásamt fjölbreyttu úrvali af vinnufatnaði fyrir flestar starfsstéttir. Opið fóstudag frá kl. 9.00 - 19.00 laugardag frá kl. 10.00 - 16.00 Stefndu á íslenskt í 66? N mm SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. FAXAFENI 12, REYKJAVÍK, SÍMI: 91 - 88 66 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.