Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 40

Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska HEFURDUÞAOk TIUHUMNG. UUU/A& éG STANOl ÞAKKA OG AO ÞO ÆTrnPA£> ____ S/TJ/t t>Aé> IT L00K5 LIKE THE EIGHTH HOLE AT PEBBLE BEACH.. Ovænt! Eg skreytti matinn þinn með litlum fána! Lítur út eins og áttunda holan á Steinvöluströnd... i:-:\ I 5URPKISE! © 1994 Uníted Feature Syndicate. Inc 3-/6 SSjI DECORATED tOUR. DINnER Trl UilTH A LITTLE V PLAö! , BREF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 MENNTASKÓLINN á Akureyri. Þakkað fyrir sig Frá Hauki Sigurðssyni: ÞESSA DAGANA er verið að senda áskrifendum fimmta og síð- asta bindið af Æviskrám MA- stúdenta 1927-1973. Útgefandi er Steinholt í Reykjavík. Þetta bindi nær til árganganna 1969- 1973. Vel hefur tekist til með þetta ritverk sem vert er að þakka. Það var mjög eftirminnileg stund í Akureyrarkirkju 17. júní 1983. Undirritaður var þá 25 ára stúdent þegar ungur maður úr hópi tíu ára stúdenta kvaddi sér hljóðs og mæltist honum skörulega þegar hann sagði að árgangur hans ætlaði að gefa skólanum æviskrár allra MA-stúdenta frá upphafi til 1973. íslendingar hafa ekki dugað vel að ljúka stórum útgáfuverkum og ég neita því ekki að fyrsta hugsun mín er ég heyrði um þessa óvenjulegu gjöf var efi um að verkinu yrði lokið. En allt hefur það gengið framar öllum vonum, bindin hafa borist áskrif- endum með jöfnu millibili eftir að fyrsta bindi kom 1988. Ekki er hægt annað en dást að þrautseigju þeirra MA-stúdenta 1973 að koma þessu verki frá sér. Einkum þegar haft er í huga að verkið hefur allt verið unnið í aukavinnu, ritstjórn hefur senni- lega ekki haft ráð á starfsmanni. Verkið er þannig upp byggt að fyrst er getið foreldra viðkomandi og einnig bæði föður- og móður- foreldra, fæðingardags þeirra og -árs, starfa og búsetu. Hygg ég að æði tafsamt hafí tíðum verið að afla þessara staðreynda, marg- ir látnir, ýmsir stúdentar búsettir erlendis og hefur þá eflaust þurft að leita í kirkjubækur ef vitneskja lá ekki á lausu hjá ættingjum. Síðan er getið náms- og starfsfer- ils. Auðvitað hlýtur það alltaf að verða nokkuð misjafnt hvað menn vilja tíunda af slíku. Þá eru nefnd félags- og trúnaðarstörf, ritstörf og opinberar viðurkenningar. Einnig tilgreindur maki og aðrir barnsfeður og -mæður ef þeim er til að dreifa. Þá er í lokin einn skemmtilegasti þátturinn, skyld- leiki við MA-stúdenta, en þar hafa menn verið missnarpir að senda inn upplýsingar eins og gengur og gerist. í slíku ritverki hlýtur alltaf að verða nokkurt misræmi um efn- isatriði. Hitt stendur eftir hversu vel verkið hefur tekist. Bækurnar eru í smekklegu bandi og prentun öll falleg. Þá hefur mikil vinna verið lögð í prófarkalestur, maður sér varla nokkra stafvillu í þessu mikla safni. Gera verður ráð fyrir einhveijum staðreyndavillum og með síðasta bindi fylgja nokkrar leiðréttingar á blaði. Oft má skynja að norðanstúd- entar bera hlýjan hug til síns gamla skóla. Skólinn var lengi það lítill að samskipti nemenda urðu oft náin og heimavist varð annað heimili manna. Ég minnist heldur ekki annars frá mínum skólaárum en notalegt samband væri milli kennara og nemenda. Ætla má að lengi vel hafi allir nemendur vitað nöfn á skólasystkinum sín- um. En það hefur að sjálfsögðu breyst þegar nemum tók verulega að fjölga á sjöunda áratugnum. En á móti því vinnur útskriftarat- höfnin 17. júní sem er orðin að sannkallaðri þjóðhátíð. Og þetta ritverk verður enn til að styrkja bönd norðanstúdenta. Þá er ekki annað eftir en að þakka stúdentum 1973 fyrir rit- verkið. Sérstaklega ber að nefna ritstjórann Gunnlaug Haraldsson, safnvörð á Akranesi, sem verið hefur ritstjóri alls verksins og unnið sitt verk af stakri kost- gæfni. Kannski verður einhver framtakssamur árgangur til að halda verkinu áfram? HAUKUR SIGURÐSSON, MA-stúdent 1958 Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.