Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 48

Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR URSLIT Víkingur-Selfoss 29:33 Víkin, íslandsmótið í handknattleik karla, 2. leikur um þriðja sætið og Evrópusæti, fimmtudaginn 5. maí 1994. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:6, 7:6, 8:10, 9:11, 12:11, 12:12, 14:12, 14:15, 16:15, 17:19, 19:22, 22:23, 24:25, 24:28, 26:30, 28:32, 29:32, 29:33. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 8, Krist- ján Ágústson 6, Gunnar Gunnarsson 5, Bjarki Sigurðsson 5/1, Friðleifur Friðleifs- son 3, Ingi Þór Guðmundsson 1, Árni Frið- leifsson 1. Varin skot: Magnús Ingi Stefánsson 18/2 og Reynir Reynisson 1. Utan vallar: Enginn. Mörk Selfoss: Gústaf Bjarnason 8/2, Sig- "urður Sveinsson 7, Jón Þórir Jónsson 6, Einar G. Sigurðson 5, Siguijón Bjarnason 4/1, Grímur Hergeirsson 1, Einar Guð- mundsson 1, Oliver Pálmason 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 19 og Hallgrímur Jónasson 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 600. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson komust ágætlega frá leiknum. Knattspyrna Æfingalandsleikur Svíþjóð - Nígería.............3:1 Stefan Schwarz (3.), Henrik Larsson (42.), Klas Ingesson (78.) - Joseph Odegbami (75.). 19.000. England Oldham -Tottenham.............0:2 (Samways 37., Howells 78.). 14.283. Íshokkí Heimsmeistarakeppnin á Ítalíu Átta liða úrslit: Kanada - Tékkland.............3:2 (Brendan Shanahan 12:20, Paul Kariya 25:58, Shayne Corson 57:26) - (Martin Straka 4:12, Jiri Kucera 27:38). Finnland - Austurriki........10:0 Christian Ruuttu (14:22, 33:00), Mikko Maekelae (28:48, 31:36), Janne Ojanen (36:35), Jari Kurri (43:44), Saku Koivu (45:36), Timo Jutila (46:17), Ville Peltonen (54:19), Mika Strömberg (59:29). ■f undanúrslitum leika annars vegar Kanada og Svíþjóð og hins vegar Finnland og Bandaríkin. NHL-deildin Úrslitakeppnin Undanúrslit í Vesturdeild Toronto - San Jose.............5:1 ■Staðan er 1:1, en fjóra sigra þarf til að komast áfram. Dallas - Vancouver.............0:3 ■Vancouver er 2:0 yfir. AFREKSMANNASJOÐUR ISI HSÍ fær átta milljónir vegna landsliðsins STJÓRN Afreksmannasjóðs ÍSÍ samþykkti einróma að leggja til við framkvæmdastjórn ISÍ að HSÍ fái átta milljón króna styrk vegna undirbúnings A- landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina í handknattleik á næsta ári og samþykkti stjórn ÍSÍ tillöguna í gær. Afreksmannasjóðurinn, sem hefur um 12 til 13 milljónir króna til ráðstöfunar á ári, leggur ríka áherslu á að fjármagnið verði eyrnamerkt undirbúningi landsiiðs- ins og skilyrt fyrir það tiltekna verkefni, en ráðstöfunin verður í nánu samstarfi við stjórn sjóðsins. Tvær milljónir verða greiddar í einu, fyrst 15. maí, síðan 15. októ- ber, þá 15. janúar 1995 og loks 15. apríl 1995. „Það er mjög ánægjulegt að vera ýtt úr vör á eins rausnarlegan hátt og hér hefur verið gert,“ sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta er mikið fagnaðarefni og klapp á bak allra í hreyfingunni." Olafur sagði að gert væri ráð fyrir að undirbúningur liðsins kost- aði um 28 miiljónir króna. Því kæmi stuðningur Afreksmanna- sjóðs sér mjög vel, en landsliðið verður kallað saman strax eftir úrslitakeppni íslandsmótsins og verður hópurinn saman í sem sam- svarar um fjóra mánuði fram að HM. „Við ieggjum áherslu á að undirbúningurinn verði sem bestur og styrkurinn veitir strákunum ekki aðeins aukinn meðbyr heldur eflir starfsemina og eykur trú á því sem við erum að gera,“ sagði formaðurinn. HANDBOLTI / 1. DEILD KARLA Oddaleikur um bronsið Stefán Stefánsson skrifar Léttleikinn var í fyrirrúmi þegar Selfyssingar unnu Víkinga 29:33 í Víkinni í gærkvöldi, en liðin mætast í oddaleik um bronsið og Evr- ópusæti á Selfossi á morgun. Varnar- leikurinn er greini- lega ekki sterkasta hlið þessara liða, mörkin urðu fleiri en mínútumar eins og í fyrri leik liðanna, þó að markverðir verðu tæplega 40 skot samtals. Víkingar voru sprækir fyrir hlé en gestirnir héldu í við þá. Eftir hlé skiptu Selfyssingar upp um nokkra gíra og með bros á vör náðu þeir forystunni, sem þeir létu eki af hendi. „Okkur vantaði neistann og þetta var bara lélegt,“ sagði Friðleifur Friðleifsson fyrirliði Víkinga. Magnús Ingi Stefánsson markvörð- ur var frábær eins og reyndar flest- ir Víkinga fyrir hlé en í síðari hálf- leik stóð ekki steinn yfir steini. Sla- visa Cvijovic lék ekki með vegna ágreinings um greiðslur við stjórn handknattleiksdeildar Víkings. „Við höfðum meiri vilja nú enda erfitt að rífa sig upp eftir langt hlé. Eftir tapið á Selfossi ætluðum við að bæta fyrir það og sýna til- þrif, hvernig sem færi,“ sagði Gísli Felix Bjarnason markvörður Sel- fyssinga, sem átti frábæran leik ásamt liði sínu. FELAGSLIF Thys á ráðstefnu KSÍ Guy Thys, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu í knattspymu, verður frummælandi á ráð- stefnu, sem KSÍ heldur fyrir knattspymu- þjálfara í dag og á morgun. Ráðstefnan hefst kl. 18 í dag og er enn hægt að til- kynna þátttöku hjá KSl. Trtilbaráttan hefst í kvöld Fyrsti leikur Hauka og Vals um íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik verður í íþróttahúsinu við Kaplakrika í kvöld og hefst klukk- an 20. Mikil aðsókn hefur verið að leilcjum Hauka og ákváðu þeir því að ieika heimaleikina í Kaplakrika svo fleiri kæmust að. Sama er upp á teningnum hjá Valsmönnum, sem leika sína heimaleiki í Laugardals- höll, en annar leikur liðanna verður þar á mánudag kl. 18. ÍSLANDSMÓTIÐ í HANDKNA TTLEIK NISSAN - DEILDIN ÚRSLITALEIKIR HAUKAR VALUR Fyrsti leikur í úrslitaviöureignum liðanna hefst í kvöld í Kaplakrika kl. 20:00 ATH: forsala hefst í Kaplakrika kl. 12:00 Húsið opnar kl. 18:30 Mætið tímanlega íS SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR % PRENTBÆR Síöast uröu Haukar íslandsmeistarar 1943 og þá var notaður reimaður bolti Þeir sem hafa meðferðis reimaðan bolta fá frítt inn. KORFUBOLTI Charles Barkley Barkley í sérflokki Charles Barkley gerði 56 stig fyrir Phoenix Suns, þegar lið- ið vann Golden State 140:133 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrrinótt. Hann hefur leikið í 10 ár í deildinni og er þetta í fyrsta sinn, sem hann brýtur 50 stiga múrinn. Barkley skaust upp að hlið Wilts Chamberlains og Michaels Jordans hvað varðar þriðja hæsta stigaskor í úrslitakeppninni, en Jordan á metið, 63 stig gegn Boston í fram- lengdum leik 1986 og Elgin Baylor er næstur með 61 stig. Phoenix sigraði 3-0 og er komið í átta liða úrslit, en New Jersey Nets eygir von eftir 93:92 sigur gegn New York Knicks í framlengd- um leik. Alls voru gerð 273 stig í leikjum Phoenix og Golden State og hafði Barkley áhyggjur af vamarleik liðs síns. „Vörnin verður að vera betri. Ef við bætum hana ekki verðum við ekki meistarar, en markmiðið er að ná titlinum." Barkley gerði 27 stig í fyrsta leikhluta og hefur aðeins Sleepy Floyd skorað fleiri stig í einum leik- hluta, en hann gerði 29 stig 1987. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Brasilíu fatím FOI_K ■ TVEIMUR klukkutímum fyrir leik Brasilíu og Islands í fyrrinótt voru áhorfendastæðinum á leikvang- inum orðin troðfull, 23.000 manns voru mættir. Þar á meðal var 70 manna lúðrasveit fyrir aftan annað markið sem spilaði án mikilla hvílda skemmtileg og fjörug samba- lög. ■ BRASILÍUMENN léku með sorgarbönd til minningar um kapp- aksturshetjuna Ayrton Senna, sem lést um síðustu helgi. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn vegna frá- falls hans og síðan var stór mynd af Senna, sem fest var neðan í gul- ar og grænar blöðrur, send upp í loftið frá leikvanginu. ■ MIKILL hávaði var á leikvang- inum fyrir leik og flugeldasýning með sprengjum og tilheyrandi. Þá flaug þyrla yfir vellinum, frá því klukkutíma áður en leikurinn hófst og meðan hann stóð yfir, með aug- lýsingaskilti þar sem Brasilíumenn voru hvattir til dáða. ■ ÞEGAR leikmenn Brasilíu komu út eftir leikhléið var hver og einn þeirra með fótbolta með sér, sem þeir spörkuðu upp til áhorf- enda, við mikinn fögnuð. ■ ÞJÁLFARI landsliðs Brasilíu er greinlega ekki vinsæll í Floriana- polis, því þegar hann var kynntur fyrir leik var púað vel og lengi. Sem og reyndar þegar 25 mín. voru liðn- ar af leiknum og áhorfendur orðnir óþolinmóðir að bíða eftir marki. ■ BRASILÍUMAÐUR, sem vant- aði á annað fótinn fyrir neðan hné, og studdist við hækjur, sýndi knatt- þrautir í leikhléi. Hann hélt boltanum á lofti með stubbnum yfir endilangan völlinn og aftur til baka og síðan allan hringin kringum völlinn, án þess nokkru sinni að missa knöttinn í jörðina. ■ FÖÐUR brasilíska framherjans frábæra Romarios, sem leikur með Barcelona á Spáni, var rænt í Rio de Janeiro í fyrradag og hafa ræn- ingjarnir farið fram á sjö milljónir dollara í lausnargjald — það er and- virði nærri 500 milljóna króna. Frétt- irnar um ránið bárust inn í veislu, sem liðunum var haldin að leiknum loknum á flugvellinum í Floriana- polis, og var þá umsvifalaust fjölgað í öryggisvarðaliði kringum brasilíska og íslenska liðið — enn hert á öllum öryggisráðstöfunum — og hafði mönnum þó alveg þótt nóg um. ■ EINN knöttur tapaðist í leikn- um, og þykir það lítið í Brasilíu. Þegar knöttur berst upp í áhorfenda- stæði er sá sem nær að handsama gripinn fljótur að eigna sér hann á stundinni, og sjaldgæft að knettir berist aftur niður á völl. Það mun nánast vera regla. ■ SIGURÐUR Jónsson fékk gult spjald á 45. mín., að því að talið er fyrir mótmæli, en hann gerði ekkert annað en klappa fyrir einum brasil- íska leikmanninum sem lét sig detta með tilþrifum fyrir framan Sigurð, þó svo ekkert hefði verið brotið á honum. En aukaspyrnu fékk hann dæmda... 1a^%Eftir þunga sókn Brasilíumanna á 34. mín. átti Ronaldo ■ \#hinn ungi skot rétt utan vítateigs, boltinn lenti í öðrum brasilískum sóknarmanni sem var talsvert innan við íslensku vörnina, breytti um stefnu og fór í bláhornið vinstra megin, óverjandi fyrir Birki sem var kominn í hitt hornið. Brasilíumenn skrá þó markið á Ronaldo. 2:0 |A 43. mín. fengu heimamenn ódýra vítaspyrnu. Þá var 'Ronaldo við það að brjótast í gegn, var felldur en stóð upp úr brotinu og náði góðu skoti, sem Birkir varði meistaralega en þá dæmdi dómarinn vitaspyrnu. Zinho skoraði örugglega úr vítaspyrn- unni, með vinstra fæti. 3B^%Eftir að Eyjólfur Sverrisson hafði nærri skorað náðu Brasil- ■ \#íumenn skyndisókn. Ronaldo fékk stungusendingu inn fyrir vömina, Birkir hikaði í úthlaupinu og þeir mættust rétt við vítateigslín- una. Birkir náði að verja skot Brasilíumannsins en Viola fylgdi vel á eftir, náði knettinum við vítapunkt og „negldi“ hann upp í þaknetið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.