Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
/\
Iceland
Seafood Corp.
Magnús
hættir
MAGNÚS Friðgeirsson, for-
stjóri Iceland Seafood Corp.,
dótturfyrirtækis Íslenzkra
sjávarafurða í Bandaríkjun-
um, hefur sagt upp störfum
hjá fyrirtækinu.
Magnús hefur gegnt starf-
inu frá árinu 1988. Ekki hefur
verið ákveðið hver eftirmaður
Magnúsar verður, en svo verð-
ur væntanlega gert innan
nokkurra vikna að sögn Bene-
dikts Sveinssonar, forstjóra
íslenzkra sjávarafurða og
stjómarformanns Iceland Se-
afood Corp.
Magnús mun láta af störf-
um með haustinu og segir
Benedikt að enginn ágreining-
ur hafi verið innan stjómar
fyrirtækisins um störf Magn-
úsar, enda sé uppsögnin að
hans fmmkvæði.
Þrír tog-
uðu innan
markalínu
ÞRJÚ skip vom staðin að
meintum ólöglegum togveið-
um út af Garðskaga í fyrri-
nótt.
Þá kom varðskip að þar sem
Oddgeir ÞH-222, Ágúst Guð-
mundsson GK-95 og Þuríður
Halldórsdóttir GK-94 vom að
togveiðum á stað sem talinn
er 0,5-1,1 sjómílu innan leyfí-
legra togveiðimarka, en
markalínan er dregin milli
Garðskaga og Malarrifs.
Skipunum var vísað inn til
hafnar í Njarðvík og þar mun
embætti sýslumannsins í
Keflavík taka málið til rann-
sóknar.
Nautgrip-
ir farast af
gaseitrun
Borg í Miklaholtshreppi -
Það óhapp varð í Borgarholti
hér í sveit að fimm nautgripir,
allir á öðru ári, drápust af
gaseitmn og níu veiktust en
hægt var að bjarga þeim með
súrefni.
Bóndinn í Borgarholti hugð-
ist fara að hreinsa út úr haug-
þró sem stendur við fjósið. í
gripahúsi ofan á haugþrónni
em geldneyti í stíum. Var ver-
ið að hræra upp í þrónni áður
en hægt væri að dæla upp úr
henni mykjunni. Ekki leið löng
stund frá því að byijað var
að hræra og þar til Gunnar
kom með haugsugu til að
tæma með. Leit hann þá inn
til gripanna og vom þá fímm
dauðir en níu aðrir veikir.
Veðurskilyrði voru þannig að
logn var og hlýtt í Véðri þó
vora allar dyr hafðar opnar
en það hefur ekki dugað til.
í Borgarholti búa hjónin
Ingibjörg Ágústsdóttir og
Gunnar Guðjónsson.
Lehtikuva Oy
SVALA Björk Arnardóttir spókar sig í sólinni á Filippseyjum
um síðustu helgi, áður en flensan fór að gera henni lifið leitt.
Flensa heijar á
fegurðardrottningar
FLENSUFARALDUR herjar nú
á fegurðardrottningarnar 77
sem undirbúa þátttöku í Miss
Universe-keppninni í Manilla á
Filippseyjum. Svala Björk
Arnardóttir, ungfrú ísland, er í
hópi þeirra fjölmörgu sem hafa
veikst. í fréttaskeyti Reuters-
fréttastofunnar frá Filippseyj-
um segir að vegna flensunnar
hafi 21 fegurðardrottninganna
ekki getað þegið boð um að hitta
Fidel Ramos, forseta Filipps-
eyja, eins og ráðgert var í gær.
Haft var eftir talsmönnum
keppninnar að hinn strangi und-
irbúningur undir keppnina sem
fer fram 21. maí og heitt og
rakt sumarloftslagið á Filipps-
eyjum hafi tekið sinn toll hjá
stúlkunum. „Við höfum allt of
mikið að gera á hverjum degi,“
var haft eftir ungfrú írlandi,
Pamelu Flood, í dagblaði í Man-
illa. „Bestu stundirnar eru þegar
maður kemst í rúmið en verst
er að þurfa að fara fram úr
aftur.“ Á ýmsu hefur gengið í
undirbúningi keppninnar, m.a.
komst upp um áform hryðju-
verkamanna um að ræða nokkr-
um úr hópnum, þar á meðal
Svölu, en lögreglan kom í veg
fyrir þau áform.
Höskuldur Eyjólfsson
á Hofsstöðum látinn
HÖSKULDUR Ey-
jólfsson, bóndi og
hestamaður á Hofs-
stöðum í Hálsasveit,
lést á sjúkrahúsinu á
Akranesi sl. mánu-
dag. Hann var á 102.
aldursári.
Höskuldur fædd-
ist á Hofsstöðum 3.
janúar árið 1893,
sonur hjónanna Eyj-
ólfs Gíslasonar og
Valgerðar Bjarna-
dóttur. Hann hóf
búskap á Saurbæ í Villingarholts-
hreppi og bjó þar til ársins 1938.
Það ár hóf hann bú-
skap á Hofstöðum
og bjó þar uns sonur
hans Gísli tók við
búskapnum árið
1960. Höskuldur var
heimilisfastur á Hof-
stöðum fram yfir tír-
ætt. Höskuldur var
einn af kunnustu
hestamönnum lands-
ins. Hann sat síðast
á hestbaki hálftíræð-
ur. Eiginkona hans
var Gíslína Magnús-
dóttir. Hún lést árið 1966. Þau
áttu fjögur börn.
Útsending Sýnar frá þingi var rofin
vegna landsfundar Alþýðubandalags
Alþingi gerði
ekki athugasemd
Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri, baðst af-
sökunar á því í gær að hafa rofið útsend-
ingu Sýnar frá Alþingi. Salome Þorkelsdótt-
ir forseti Alþingis segir að útsendingarnar
eigi ekki að stjórna hvenær þingfundi ljúki
PÁLL Magnússon,
sjónvarpsstjóri Is-
lenska útvarpsfélags-
ins, baðst í gær afsök-
unar á því fyrir hönd
sjónvarpsstöðvarinnar
Sýnar að hafa rofið
útsendingu frá Alþingi
í 20 mínútur á mánu-
dagskvöldið. Sendi
hann Alþingi bréf þar
sem hann skýrði
ástæður þessa og var
það lesið upp við byrj-
un þingfundar í gær-
morgun.
Uppnám varð á
þinginu þegar útsend-
ingarnar voru rofnar
til að sýna þáttinn í
Páll Magnússon
sjónvarpsstjóri
Grafarvogi
með borgarstjóra, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn lét gera vegna komandi
sveitastjórnarkosninga og var þing-
fundi frestað í kjölfar þess. Salome
Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, segir
að þó að áhorf sé mikið á útsending-
ar stöðvarinnar frá Alþingi, þá eigi
þær ekki að stjórna því hvenær
þingfundi ljúki. Hér var hins vegar
um að ræða að standa við gerðan
samning.
Útsending Sýnar hefur einu sinni
verið rofin áður, í nóv-
ember á síðasta ári,
þegar sýnt var frá
setningu landsfundar
Alþýðubandalagsins.
Páll segir að þá hafi
enginn alþingismaður
gert athugasemd við
það að útsending var
rofin.
Hann segir að þegar
ljóst var að útsending-
arnar myndu skarast
hefði hann álitið
skásta kostinn að gera
20 mínútna hlé og
sýna þáttinn í Grafar-
vogi með borgarstjóra
einu sinni. Reynt hefði
verið að gæta sann-
girnis því sjálfstæðismenn hefðu
lagt út í kostnað við að kynna út-
sendingarnar.
Hann bendir einnig á að samn-
ingurinn segi að Sýn hafí heimild,
ekki skyldu, til að senda út frá
Alþingi. „Ef við hefðum sleppt að
senda frá þessum þingfundi í gær-
kvöldi þá hefðum við ekki brotið
neitt ákvæði samningsins, en af því
að við byijuðum að senda út frá
Salóme Þorkelsdóttir
forseti Alþingis
þingfundinum þá
þurftum við að ljúka
honum,“ segir Páll.
Útsendingamar eru
Alþingi að kostnaðar-
lausu.
Aðför að lýðræðinu
Salome Þorkelsdótt-
ir var ekki á Alþingi
þegar útsendingin var
rofin. Hún segist ekki
hafa átt von á því að
þetta gerðist en um
leið og hún frétti af
uppþotinu á þinginu
hafí hún reynt að ná í
Pál Magnússon. Hún
hafi hringt árangurs-
laust upp á Stöð 2 og að lokum
lagt skilaboð á einhvern símsvara
hjá fyrirtækinu. Hún hafi ekki get-
að hringt heim í Pál því hann væri
fekki í símaskránni.
Páll Magnússon segist ekki hafa
vitað að hún hafi verið að reyna
að ná í sig, hins vegar hafi hann
svarað skilaboðum Valgerðar
Sverrisdóttur, fyrsta varaforseta
Alþingis um leið og hann fékk þau.
Þeir þingmenn sem gagnrýndu
ákvörðunina um að ijúfa útsending-
una hvað harðast voru
þeir Ólafur Ragnar
Grímsson, Alþýðu-
bandalagi og Páll Pét-
ursson, þingmaður
Framsóknarflokks.
Ólafur sagði meðal
annars í ræðu sinni á
mánudagskvöld að
ákvörðunin væri aðför
að lýðræðinu. Páll Pét-
ursson sagði að greini-
legt væri að hægt væri
að þagga niður í Al-
þingi með peningum
og augljóst væri að
Sj álfstæðisflokkurinn
gengi fyrir Alþingi.
Páll Magnússon seg-
ir að ákvörðunin um
að ijúfa útsendinguna hafí ekki
verið tekin á fjárhagslegum for-
sendum. Greiðslur Sjálfstæð-
isflokksins fyrir útsendinguna
nægðu ekki fyrir útlögðum kostnaði
en greiðslan nemur 15 þúsund krón-
um fyrir hveijar 30 mínútur.
í gærkvöldi var sýnt frá þing^
fundi, en sýningu á þættinum í
Vesturbæ og Miðbæ með borgar-
stjóra var frestað fram á mánudag.
Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum
Ákvörðun um fundar-
efni eftir þingfrestun
SALOME Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis telur sýnt að ekki náist sam-
komulag um málefni hátíðarfundar
Alþingis á Þingvöllum þann 17. júní
næstkomandi fyrir þingfrestun í
þessari viku.
„Formenn þingflokkanna eiga eft-
ir að komast að niðurstöðu og nú
er tíminn orðinn mjög knappur,"
sagði Salome. „Það er frekar reiknað
með því að þetta verði þingsálykt-
un,“ sagði Salome um þá samþykkt
sem Álþingi gerir í tilefni 50 ára
lýðveldisafmælisins.
Miðað er við að þingið verði kvatt
saman fyrir 17. júní til að afgreiða
mál sem búið verður að ná samstöðu
um þannig að á Þingvöllum verði
bara ein umræða.
Fundur Alþingis hefst klukkan
11 að morgni þjóðhátíðardagsins og
er reiknað með að hann standi í 45
mínútur. Gert er ráð fyrir að forseti
íslands, forseti Alþingis og formenn
þingflokka flytji stuttar ræður á
fundinum.