Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 15 ERLEIMT Deilt um myndir Honeckers MIKIL deila stendur nú um málverkasafn Ericlis Honec- kers, fyrrverandi Ieiðtoga aust- ur-þýskra kommúnista, en það er geymt í aðalstöðvum PDS, arftaka kommúnistaflokksins gamla. Er það að flestu leyti dæmigert fyrir hina kommún- ísku list og myndirnar þykja svo ómerkilegar, að jafnvel gömlu harðlínumennirnir vilja ekki sjá þær uppi á vegg hjá sér. Þeir vilja samt ekki láta þær af hendi. Treuhand-stofnunin, sem sér um að einkavæða gömlu rík- iseigurnar í Austur-Þýskalandi, hefur skipað PDS að afhenda málverkin strax eða eiga á hættu málssókn en Dietmar Bartsch, gjaldkeri jPDS, er al- veg gallharður: ,,„Ég veit vel, að það er það vitlausasta af öllu vitlausu að hætta á málssókn út af þessum myndum, þær eru allar sem ein einskisvirði, en við munum samt ekki sleppa þeim.“ Fyrir PDS snýst málið heldur ekki um myndirnar, heldur um eignarréttinn. PDS segir, að málverkin, rúmlega 400 talsins, hafi verið gefin flokknum og gefendurnir verið austur-þýskir listamenn, sem voru trúir hug- sjóninni, eða að ráðamenn í öðrum kommúnistaríkjum hafi gefið þau Honecker. HONECKER á villigaltarfeldi. Gjöf frá fyrrverandi einræðis- herra Eþíópíu, Mengistu Haile Mariam. Sem dæmi um myndirnar má nefna mynd af Honecker á villi- galtarfeldi, sem Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi Eþíóp- íuforseti, gaf honum 1989, mynd af Kastró og ótal myndir í sósíalrealískum stíl, fagnandi stálverkamenn og annað í þeim dúr. Ekki sér enn fyrir endann á þessari deilu en menningar- málaráðherrar fimm þýskra fylkja munu brátt koma saman til að ákveða hvað gera eigi við fjöldann allan af öðrum lista- verkum, sem söfnuðust saman hjá hinu opinbera eða svoköll- uðum stjórnmálaflokkum í Austur-Þýskalandi. Vilja sumir geyma þau í rannsóknarskyni en aðrir vilja, að þau verði hluti sýningar um „Listir í einræðis- rikjum 20. aldar". John Major enn á móti þjóðaratkvæðgreiðslu London. Reuter. JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, neitaði enn í gær að verða við vax- andi kröfum innan íhalds- flokksins um þjóðarat- kvæðagreiðslu um stöðu Breta í sameiningarferlinu innan Evrópusambandsins. Hafa þó sumir Evrópu- sinnanna tekið undir þær í þeirri von, að með þjóðarat- j0hn M^jor kvæðagreiðslu verði fundin leið út úr þeim átökum, sem eru að rífa flokkinn í sundur og grafa undan stöðu Majors. í síðustu viku varð íhaldsflokkur- inn í þriðja og síðasta sæti í sveitar- stjórnarkosningum í Bretlandi og ekki er útlitið betra fyrir Evrópu- þingskosningarnar í næsta mánuði. Major sagði hins vegar á þingi í gær, að hann hefði ekki breytt þeirri skoðun sinni, að þingið ætti að skera úr um þátttöku Breta í sameiningarmálum Evr- M ópusambandsríkjanna. JÞeir, sem reka áróður fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu, segja, að á ráð- stefnu, sem muni endur- skoða Maastricht-samning- inn 1996, muni verða bætt við svo mikilvægum ákvæðum, að þau verði að bera undir kjósendur sérstaklega en Major segir, að enn sé svo lang- ur tími þar til ráðstefnan verði hald- in, að enginn geti vitað hver niður- staða hennar verði. Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu halda því líka fram, að hún muni alls ekki binda enda á klofninginn í flokkn- um, heldur aðeins sýna, að hann sé óbrúanlegur. Málaferli á hendur Bandaríkjaforseta Lögfræðikostn- aður gæti leitt til gjaldþrots Washington, Cranston. The Daily Telegraph. Reuter. EMBÆTTISMENN Hvíta hússins leita nú leiða til að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði, sem talið er að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti verði að greiða til lögfræðinga sinna vegna Whitewater-málsins og ákæru um kynferðislega áreitni. Tímaritið Time giskaði á að kostnað- urinn næmi nú þegar um 17 milljónum króna og að hann gæti hæg- lega tvöfaldast. Ljóst er að lögfræðikostnaðurinn mun koma illa við pyngju forsetahjónanna og lýsti forsetafrúin, Hillary Clinton, því yfir í síðustu viku að þau hjónin væru ekki milljónamæringar. Hún hefur ennfremur líkt hinni miklu gagnrýni á forsetahjónin við nornaveiðar. Lögfræðingar Hvíta hússins velta nú þeim möguleika fyrir sér að kom- ið verði á fót styrktarsjóði, sem fylg- ismenn forsetans gætu greitt í. Bruce Lindsey, ráðgjafi forsetans, sagði að Hvíta húsið myndi ekki eiga hlut að slíku, heldur aðeins ráðleggja um möguleg úrræði. Verði sjóðurinn að veruleika mun forsetinn ekki fá vitn- eskju um hverjir greiði í hann. Forsetinn þarf að verja sig í tveim- ur málum, Whitewater og ákæru Paulu Jones um kynferðislega áreitni. Robert Bennett, mikilsmet- inn lögfræðingur, sem taka mun síð- ara málið að sér fyrir forsetann, hefur sagt það „æsifréttarusl með lögfræðiívafi". Systir Jones hefur haft eftir henni að hún „finni pen- ingalykt" af málinu. Þjónusta Bennetts er ekki ókeypis, kollegar hans segja kostnaðinn geta farið upp í eina milljón dala, um 73 milljónir isl. en það væri nóg til að gera forsetann gjaldþrota. Rógsherferð í sjónvarpsviðtali á mánudag hvatti Clinton landsmenn til að láta um stund af gagnrýni á persónulegar gjörðir hans áður en hann tók við forsetaembættinu, og einbeita sér að þeim vandamálum sem nú blasa við. Vísaði hann til orða A1 Gore, vara- forseta, sem sagði að öfl, sem hefðu verið ósátt við útkomu kosninganna, gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að gera þau ómerk. Paula Jones hefur stefnt Clinton Bandaríkjaforseta fyrir kynferðislega áreitni. Gagnrýni á forsetahjónin hefur verið gríðarleg og í viðtali við banda- ríska tímarítið Vanity Fair segir Hill- ary Clinton þá sem stundi „noma- veiðarnar“ vera fólk sem þjáist af ofsóknaræði og sé með sífelldar sam- særiskenningar á takteinum. Segir forsetafrúin að hægrimenn hafi kom- ið á fót leynilegum miðstöðvum, sem hafi það að markmiði að eyðileggja mannorð forsetahjónanna. Skólavörðustígur 16, 2. hæð. KINVERSKA NUDDSTOFAN Ertu að farast í höfðinu eftir að hafa unnið við tölvuna allan daginn? Er hálsinn svo stífur að þú getur varla horft til hliðar? Eru axlirnar svo aumar að þú spennist allur upp? Eftir aðeins fjögur til fimm skipti gæti líðan þín verið orðin allt önnur. Opið alla daga, einnig um helgar. Símar 27305 og 623134 ÍHiklu meira en veniule? fólarlandaferð! Samvinnuferðir - Landsýn og Atlasklúbburinn bjóða til sumarveislu. ; Einn af mörgum: Magnus Scheving þoifimimeistarinn sjálfur heldur mönnum í fínu formi! Jk verfSi 7 Sam vinMferlli -LaMs h Það verður eldhress stemmning á sólarströndum okkar í sumar á ári fjölskyldunnar. Allt fulltaf bráðskemmtilegum gestum og hugmyndaríkum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn spennandi, menningarlegan og sprenghlægilegan blæ! : ;.: . Veldu sólarlandaferð þarsem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. EUROCARD. (DATIAS - nýtur sérkjara! 1 4000 kr. afsláttur í pakkaferðir fyrir alla þá sem eru með Atlas- e.ða Gullkort frá Eurocard. > 5000 kr. afsláttur á mann til Benidorm 30. júni og til Cala d*0r 28. júní. ) Viðtæk tryggingavernd, hafi a.m.k. helminyur ferðar verið greiddur með kortinu. > Möguleiki á einni af 30 bónusferðum á 30 kr! > Ótal vildarkjör að auki.’ I Nú er rétti tíminn til að fá sér Eurocard! (Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Simbrél 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Halnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbróf 91 - 655355 Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbrét 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Simbrét 93 -111 95 Ttkuréyfl:'R5aTfúslörgrTí'S“96 -'7770(r*'SmiBféf W-1 TTnr»WIÍIMIII||li. l/U!TmaHfHlTrgm 38‘‘'S.'98 -T12TT *9TmbrGr98 -12792 '■ ÖATLAív® EUROCARD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.