Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 5 FRÉTTIR Samningar um kjötssölu eru að takast INNAN fárra daga hefst á Húsavík vinnsla á nautakjöti í neytendaum- búðir sem verður selt til Bandaríkj- anna. Ekki er búið að skrifa undir samning um sölu á kjötinu, en Guð- mundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, segist reikna með að það verði gert fljótlega. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út vottorð um að ís- lenskt nautakjöt innihaldi engin aukaefni og sé framleitt án hormó- nagjafar. Þetta vottorð er grund- völlur fyrir nautakjötssölunni til Bandaríkjanna. Það er verslunark- eðja í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í sölu á hreinleikavöru sem sér um söluna þar í landi. Guðmundur sagði að kúbændur geri sér miklar vonir um að þessi nýi markaður skili þeim ávinningi. Hann sagði að verðið sé vel viðun- andi, en vildi ekki tilgreina ná- kvæmlega hversu hátt það er. Öll vinnsla á lqötinu í neytend- aumbúðir fer fram á Húsavík, en nautgripunum verður slátrað víðar á landinu. Guðmundur sagði að vinnslan á Húsavík fari af stað eft- ir nokkra daga. Hann sagði að rætt hafi verið um að selja 300 tonn á Bandaríkjamarkað á ári til að byija með. Einstæð móðir fékk 10 millj- ónir króna UNG einstæð móðir eins barns vann rúmar 10 milljónir í lottó- inu síðstliðinn laugardag. Fyrsti vinningur, sem var þre- faldur að þessu sinni, kom óskiptur í hlut konunnar. Vinn- ingsmiðinn var keyptur í sölu- turninum Neskjöri við Ægissíðu. Fjórir voru með fjóra rétta og bónustölu og fengu þeir 209.644 krónur hver. 158 voru með ijór- ar tölur réttar og fengu 9.155 krónur hver. 7.213 voru með þrjár tölur réttar og fengu 467 krónur hver. Margeir meðal efstu manna ALÞJÓÐASKÁKMÓTIÐ K-41 skák- klúbbsins í Kaupmannahöfn hófst á föstudaginn. Tveir Islendingar eru í hópi 10 keppenda. Margeir Pétursson vann Peter Heine-Nielsen, alþjóðlegan meistara frá Danmörku, í 1. umferð eftir 70 leiki og langt endatafl. Síðan hefur Margeir gert þtjú jafntefli. Þröstur Þórhallsson var afar óheppinn í fyrstu umferð er hann tapaði unn- inni skák fyrir Dananum Erling Mortensen. Síðan hefur Þröstur að- eins gert eitt jafntefli við Margeir en tapað tveimur skákum. Erling Mortensen hefur tvo og hálfan vinning og frestaða skák eftir fjórar umferðir. Margeir Pétursson og Daninn Schandroff hafa 2 'A vinn- ing. ------♦ ♦ ♦----- Skólastjóri Víði- staðaskóla hættir FRÆÐSLUSTJÓRINN á Reykjanesi hefur auglýst laust til umsóknar starf skólastjóra Víðistaðaskóla í Hafnar- firði, en núverandi skólastjóri, Egg- ert J. Levy, hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir að gegna starfinu áfram. Eggert hefur verið skólastjóri Víðistaðaskóla í tvö ár og hefur tví- vegis verið settur í starfið til eins árs í senn. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 1. júní, en nýr skólastjóri tekur til starfa 1. ágúst. VOLVO 850 STATION „Sport steisjon" Kraftmikill skutblll ^ Volvo 850 hefur fengið frábæra dóma um allan heim og er marg- verðlaunaður. Sama gildir um Volvo 850 station sem fæst nú í mörgum spennandi útfærslum. Volvo 850 er með ABS hemla- kerfi, spólvörn, SlPS-hliðarárekstrar- vörn, Volvo hljómflutningstækjum, innbyggðum barnastól í aftursæti, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt mörgu fleiru. T5 utfærslan er 225 hestöfl sem fást úr 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu, TURBO og millikæli (intercooler). GLT útfærslan er búin 5 strokka, 20 ventla, 2,5 lítra vél með beinni innspýtingu sem gefur 170 hestöfl. GLE og GL útfærslurnar eru síðan fáanlegar með 143 hestafla, 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu. Sætin í Volvo 850 hafa fengið mikið lof enda hönnuð af sérfræðingum í beinabyggingu líkamans. Þess vegna stígur þú óþreytt(ur) úr Volvo eftir langt ferðalag um ísland. Volvo 850 er einnig fáanlegur 7 manna. Volvo hefur um áratugaskeið verið fremstur bílaframleiðenda hvað öryggi varðar. Með Volvo 850 hefur verið stigið skrefi lengra. Sem dæmi um öryggisbúnað er krumpsvæði að framan og aftan, SlPS-hliðarárekstrarvörn, innbyggður barnastóll í aftursæti, bílbeltastrekkjarar á frambeltum, sjálfvirk hæðarstilling bílbelta, 3-punkta belti fyrir alla 5 farþega bílsins og margt fleira. Volvo 850 er ekki fjórhjóladrifinn heldur framhjóladrifinn með spólvörn. Spólvörnin gerir það að verkum að framhjólin ná alltaf hámarksgripi sem gerir Volvo 850 einstaklega hæfan í vetrarakstri. Volvo 850 station kostar frá: 2.598.000 kr. stgr. á götuna VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETURTREYST! FAXAFENI8 • SÍNII91- 68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.