Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR Þrír listar í Sandgerði ÞRÍR framboðslistar eru til sveit- arstjórnarkosningar í Sandgerði 28. maí nk. Listana skipa eftirtal- in: B-listi Framsóknarmanna og óháðra: Gunnlaugur Þór Hauks- son, Heimir Sigursveinsson, Har- aldur Hinriksson, Kolbrún Mar- elsdóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Vignir Amarson, Ottó Þormar, Sigurður Jóhannsson, Berglín Bergsdóttir, Steinunn D. Ingi- bjömsdóttir, Steingrímur Svav- arsson, Sigurbjörn Stefánsson, Gylfi Gunnlaugsson, Ester Grét- arsdóttir. D-listi Sjálfstæðisfélags Sand- gerðis: 1. Sigurður Bjamason, Reynir Sveinsson, Guðjón Ólafs- son, Alma Jónsdóttir, Margrét Högnadóttir, Hólmfríður Skarp- héðinsdóttir, Elvar Grétarsson, Kristrún Níelsdóttir, Björgvin Guðjónsson, Salóme Guðmunds- dóttir, Þórður Ólafsson, Sigurður Garðarsson, John E.K. Hill, Sig- urður Þ. Jóhannsson. K-listi óháðra borgara og Al- þýðuflokks: Óskar Gunnarsson, Pétur Brynjarsson, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Guðrún Arthúrs- dóttir, Hörður Kristinsson, Gunn- ar Guðbjömsson, Kolbrún Leifs- dóttir, Guðmundur Gunnarsson, Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, Þorvaldur Kristleifsson, Ingi- björg H. Einarsdóttir, Jón Norð- fl'örð, GretarMar Jónsson, Ólafur Gunnlaugsson. Selfoss - framtíðarbær ÞAÐ ER gott að búa á Selfossi og stað- urinn á mikla framtíð fyrir sér sem helsta vaxtarsvæðið á Suð- urlandi. Það er verk- efni bæjarstjórnar að búa svo um hnútana að bærinn nái að vaxa og þróast áfram með öflugu atvinnu- og menningarlífi. Sjálfstæðismenn á Selfossi kynna þessa dagana áherslur sínar í málefnum bæjarins næstu 4 ár. Það þarf mikinn vilja og réttar Sigurður Jónsson. viðmiðanir til þess að ná árangri. Stefnan er því sett fram undir yfirskriftinni: Með fólkið í fyrir- rúmi og viljann að vopni. Til nýrrar sóknar Stefnumál sjálfstæðismanna byggjast á bjartsýni um að unnt sé að bijótast úr þeirri lægð sem grafíð hefur um sig í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á að skapa góð rekstrarskilyrði og efla þau fyrirtæki sem starfandi eru á staðnum. Þetta má gera með að- stöðusköpun og örvun til fjárfest- inga, einnig með beinum stuðningi við ákveðin afmörkuð rannsóknar- og þróunarverkefni innan fyrir- tækja og með því að leiða þau til samstarfs með það að leiðarljósi að hver sæki styrk til annars. Slík innlend markaðs- og atvinnu- hugsun er nauðsyn- leg. Fyrstu skref í þessa átt er nýleg samþykkt bæjar- stjórnar Selfoss um ráðningu atvinnufull- trúa. Möguleikamir í þessum efnum eru miklir þegar litið er til þeirra öflugu fyrir- tækja sem stárfa á Selfossi í framleiðslu- og þjónustugreinum. Bæjaryfir- völd þurfa að hafa visst frum- kvæði í þessum efnum, leita grundvallar og laða einstaklinga og fyrirtæki til árangursríks átaks. Auknum umsvifum á einu sviði fylgir hreyfing sem smitar út frá sér til annarra atvinnugreina. Með rækilegri og markvissri kynningu á þeim möguleikum sem Selfoss býr yfír má laða að fólk og fyrir- tæki til athafna á Selfossi. Staður- inn er til dæmis kjörinn fyrir starf- semi ríkisfyrirtækja og stofnana sem lagt hefur verið til að flytji frá höfuðborgarsvæðinu. Kröftugt frumkvæði Sjálfstæðismenn hafa átt kröft- ugt frumkvæði í málefnum bæjar- Höfum við efni á Sjálfstæðisflokknum? ÞAÐ er óskemmti- leg tilhugsun fyrir Reykvíkinga að á hveijum degi þegar Ámi Sigfússon mætir á skrifstofu sína í Ráðhúsinu vaxa skuldir um 15 milljón- ir króna. Fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið í ár gerir reyndar ráð fyrir að skuldir aukist um að- eins 5 milljónir á dag. En strax þegar hún hafði verið samþykkt í janúar byrjuðu sjálf- stæðismenn að stofna til skulda með auka- fjárveitingum. Þar erum við að tala um allt upp í 10 milljónir hvern virkan vinnudag. Verst að stjóm- endur borgarinnar lesa ekki neyt- endasíðu Morgunblaðsins. Á sumar- daginn fyrsta lásu venjulegir borg- arar að yfírdráttarlán væm dýrustu Ián á markaðnum. Kjami málsins er auðvitað sá að venjulegir borgar- ar hafa ekki efni á að reka heimili sín eins og Sjálfstæðisflokkurinn rekur borgina. Engum heilvita manni dytti í hug að stefna fjárhag sínum í voða með þeim hætti. Þess vegna vill fólk breyta í borgar- stjórn. Breytingin er ákveðin: hún Gunnar L. Gissurarson verður 28. maí, á kjör- dag. Skuldir borgarinnar hafa fjórfaldast í valda- tíð Sjálfstæðisflokksins miðað við hvem íbúa. Síðan á afmælisárinu hafa skuldir hvers borgarbúa þrefaldast. Þetta gerist þrátt fyrir góðæri á tímabilinu 1987 - 1989 og þrátt fyrir það að í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hafa tekjur borgarinn- ar miðað við íbúa nokk- um veginn haldist stöðugar. Málið er ein- falt: stjórnendur borg- arinnar hafa ekki áætlað rétt. Þeir sáu ekki hvemig hlutfall tekna og gjalda yrði. í góðæri var eytt langt fram úr hófí. Nú þegar kreppir að eru ógreiddir reikningar hvar sem auga er litið á skrifstofu nýjasta borgarstjórans. Dæmi um stórkost- leg fjármálamistök er bygging Ráð- hússins sem varð miklu dýrari en nokkurn óraði fyrir. Getum við ímyndað okkur hvað hefði orðið um þá fjölskyldu í Reykjavík sem hefði byggt heimili sitt með sama hætti? Hún væri gjaldþrofa! Það er tákn- rænt að borgarstjórinn sitji inni í fjármálamistökunum sjálfum og Eitt blab fyrir alla! -kjarnimáisins! Selfossbær er vexti, segir Sigurður Jóns- son, og fjölskyldan verður í fyrirrúmi í framtíðaruppbyggingu byggðarinnar. ins í meirihlutasamstarfi á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Bærinn er í vexti og uppbyggingin ber þess merki. Verkefnin blasa hvarvetna við. Stærstu þættir lið- inna ára eru bygging þjónustu- íbúða aldraðra, gatnagerð í íbúð- arhverfum, þátttaka í byggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands, upp- bygging samkvæmt miðbæjar- skipulagi ásamt almennri upp- byggingu og góðri fjármálastjórn. Lagður hefur verið grunnur að stefnumörkun fyrir grunnskólann með einsetningu að markmiði og aukinni vistunarþjónustu og í sjón- máli er veruleg aukning leikskóla- plássa ásamt nýjum möguleikum í þjónustu við aldrað fólk. Fjölskyldan í fyrirrúmi Þjónustuuppbygging komandi ára þarf að taka mið af þörfum fjölskyldunnar í víðum skilningi. í skólanum þarf að byggja upp bætta aðstöðu og aukna þjónustu. Á sviði æskulýðsmála að bæta aðstöðu svo börn og unglingar þurfí ekki að fara til íþróttaæfínga og félagstarfs seint að kvöldi eða hrekjast undan vegna húsnæðiss- korts. Öll uppbygging sem eflir fyrirbyggjandi félagsstarf er fjár- festing til framtíðar í heilbrigðari einstaklingum. Atvinnumálin eru einnig fjöl- skyldumál því fátt hrekur fólk meira en atvinnuleysið. Gæta þarf þess að viðhalda starfsþreki at- vinnulausra með atvinnuverkefn- um og uppbyggilegum námskeið- um. Starfsþrek hvers og eins er auður þjóðarinnar. Góð ráðstöfun væri ef ríkið hætti að taka skatt af sveitarfélögum í atvinnuleysis- tryggingasjóð en léti þeim eftir að nota féð til framkvæmda og um leið atvinnuaukningar heimá fyrir. Selfossbúar munu verða varir við stefnumörkun okkar sjálf- stæðismanna sem byggist á þeim metnaði okkar að efla Selfoss á öllum sviðum þannig að mannlífíð verði fjölbreyttara, öruggara og skemmtilegra. Með viljann að vopni og í góðu samstarfi við íbúa Selfoss munum við ná þeim mark- miðum sem við setjum okkur. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti D-listans á Selfossi. Venjulegir borgarar hafa ekki efni á að reka heimili sín, segir Gunn- ar L. Gissurarson, eins og Sjálfstæðisflokkur- inn rekur borgina. safni meiri skuldum hvern einasta dag sem hann mætir í vinnuna. Með yfirdrætti. Það á að fara vel með skatta almennings Borgarbúar hafa mikið fyrir því að afla þeirra peninga sem þeir greiða í borgarsjóð. Þeir vilja að farið sé vel með. Hagsýni og ábyrg fjármálastjórn er krafa fólksins. Núna er peninga aflað með yfír- drætti hjá banka, það sem venjulegt fólk kallar að fara yfír á heftinu sínu. Allir vita hvað það kostar. Peningamir fara í hefðbundin gælu- verk í kosningabaráttu, og önnur sem mikilvæg eru og allir eru sam- mála um. Til dæmis átaksverkefni í atvinnumálum og sumarvinnu skólafólks. Þessi verkefni voru ekki sett inn á fjárhagsáætlun. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þá hefði fjárhagsáætlun borgarinnar litið of illa út í upphafí kosningarás. í stað- inn er keyrt á rándýrum yfirdráttar- lánum til að fjármagna verk sem löngu eru fyrirséð og allir sammála um. Það eru svona hlutir sem fólk vill breyta. Fólk fínnur á eigin heim- ili að reksturinn er þungur og það getur ekki leyft sér alla hluti. Eitt af því sem við getum ekki Ieyft okkur er áframhaldandi ’ stjórn Sjálfstæðisflokksins. Við höfum bara ekki efni á svoleiðis munaði. ^ Jjjf ***.. ^ Höfundur skipnr 9. sæti R-iistáns. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson FRAMBJÓÐENDUR í þremur efstu sætum. Frá U-lista, Gunn- ar Helgason, Sveinn Ari Baldvinsson og Guðmundur Ásgeir Ólafsson, frá H-lista Sigurður Kristinsson, Þóra Bragadóttir og Jón Gunnarsson og frá F-lista Helgi Valdimarsson, Þóra Rut Jónsdóttir og Björn Eiríksson. Þrír framboðs- listar í Vogum Vogum - Þrír framboðslistar eru í kjöri í Vatnsleysustrandarhreppi í sveitarstjórnarkosningunum 28. maí nk. Það er F-listi fólksins, H-listi óháðra borgara og U-listi ungra framtakssinna. F-lista skipa: Björn Eiríksson, Þóra Rut Jónsdóttir, Helgi Valdi- marsson, Ari Lárusson, Hannes Jóhannsson, Gísli Stefánsson, Hanna Helgadóttir, Stefán Sveinsson, María Kristjánsdóttir og Stefán Albertsson. H-lista skipa: Jón Gunharsson, Þóra Bragadóttir, Sigurður Krist- insson, Guðlaugur Atlason, Andr- és Guðmundsson, Lýður Péturs- son, Þuríður Ægisdóttir, Hall- grímur Einarsson, Margrét Pét- ursdóttir og Guðbergur Sigur- steinsson. U-lista skipa: Gunnar Helga- son, Guðmundur Ásgeir Ólafsson, Sveinn Ari Baldvinsson, Þormar Jón Ómarsson, Róbert Andersen, Kristján Leifsson, Sigurður Guð- mundsson, Kristján Kristmanns- son, Hafsteinn Ililmai’sson og 28.MAI Gigurlinni Garðarsson. H-listi bauð fram í síðustu kosningum og hlaut 3 menn kjörna og skipar meirihluta hreppsnefndar. Tvö þeirra eru í framboði nú, þau Jón Gunnarsson og Þóra Bragadóttir. Hinir list- arnir, F-listi fólksins og U-listi ungra framtakssinna, hafa ekki boðið fram áður en efsti maður á F-lista, Björn Eiríksson, situr í núverandi hreppsnefnd fyrir lýð- ræðissinna sem buðu fram síðast , og-fengu tvo menn kjörna. 51 H'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.