Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU/ IJC ■! YSINGAR Ferðamálafulltrúi Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar auglýsir laust til umsóknarstarf ferðamálafulltrúa Dalvíkur. Allar upplýsingar veitir formaður nefndarinn- ar, Hannes Garðarsson, í síma 96-61694 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar. Tollstjórinn f Reykjavík auglýsir Laust er til umsóknar starf starfsmanna- stjóra hjá tollstjóranum í Reykjavík. Góð menntun auk reynslu í stjórnun og starfsmannahaldi eru áskilin. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra á skrifstofu embættisins, Tryggvagötu 19, Reykjavík, fyrir 6. júní nk. Reykjavík, 6. maí 1994. Tollstjórinn í Reykjavík. Framhaldsskólinn f Austur-Skaftafells- sýslu Auglýst er eftir kennurum í eftirtaldar stöður við skólann næsta skólaár. Meðal kennslu- greina: Þýska (1/2 staða), stærðfræði (1/1 staða), raungreinar (1/1 staða), viðskipta- gréinar (1/2 staða), skipstjórnargreinar til 1. stigs réttinda (1/1 staða). Þá er auglýst eftir sérkennara, námsráðgjafa og bóka- safnsfræðingi. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Umsóknir berist undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar í síma skólans 97-81870. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Zophonías Torfason, skólameistari. Ritari - hálft starf Stórt deildaskipt innflutnings- og þjónustu- fyrirtæki leitar að reyndum ritara í hálft starf í heildsöludeild. Vinnutími frá kl. 12-17. Starfið felst f: 1. Þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins. 2. Tölvuvinnslu (Word, Ecxel og Alvís frá Kerfi hf.). 3. Vinnslu á ýmsum verkefnum fyrir starfs- menn deildarinnar. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði, vera áhugasamur, samvinnugóður og lipur í mannlegum samskiptum. Enskukunnátta er nauðsynleg og þarf viðkomandi að geta haf- ið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi inn umsóknir til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir miðvikudaginn 18. maí, merktar: „R - 12178“. Auglýsingateiknarar Stór auglýsingastofa vill ráða hugmyndaríka og kraftmikla auglýsingateiknara til starfa. Áhugasamir vinsamlegast leggi nafn og símanúmer inn hjá auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. maí, merkt: „Teiknari - 6585“. Lausar stöður Staða forstjóra og tvær stöður aðstoðarfor- stjóra eru lausar við Hafrannsóknastofnun. Forstjóri og annar aðstoðarforstjórinn skulu hafa lokið háskólaprófi og vera sérfróðir um hafrannsóknir. Hinn aðstoðarforstjórinn skal hafa háskólamenntun eða aðra sambærilega menntun og vera sérfróður á sviði stjórnunar og rekstrar. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist sjávarútvegsráðuneyt- inu eigi síðar en 10. júní 1994. Ofangreindar stöður veitast frá 1. júlí nk. til fimm ára. FJÓWOUNGSSJÚKRAHÚStÐ A AKUBEYRI Starfsmaður óskast á skrifstofu FSA frá 15. júní. Starfið er m.a. fólgið í merkingu bókhalds- gagna, tölvuskráningu, ritara- og afgreiðslu- störfum. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af bók- haldsvinnu og tölvunotkun. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra, Vigni Sveinssyni, fyrir 25. maí nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30102. Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir kennurum í eftirtaldar kennslugreinar: Eðlis- og stjörnufræði, þýsku, spænsku og tölvufræði. Ennfremur stundakennurum í efnafræði og viðskiptafræði. Upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 10.00-12.00 mánudaga-fimmtudaga. Umsóknarfrestur er til 27. maí. Rektor. Móttökuritari á læknastofu óskast Starfið felst í að bóka tíma hjá læknum stöðv- arinnar, veita almennar upplýsingar á staðn- um og í síma, taka á móti sjúklingum og-^ ýmis almenn skrifstofustörf. Um er að ræða hálft starf í fyrstu og ekki er um afleysingar- starf að ræða. Umsóknum, þar sem fram kemur aldur, menntun og upplýsingar um fyrri störf, ósk- ast sendar á eftirfarandi heimilisfang fyrir 15. maí, merktar: „Móttökuritari". Ekki eru gefnar upplýsingar um starfið í síma. Læknastöðin Mjódd, Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Sjávarútsvegsráðuneytið, 3. maí 1994. RAÐÁUGi YSINGAR Sendiráð - einbýli Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að taka á leigu stórt einbýlishús til þriggja ára. Aðeins hús í mjög góðu ásigkomulagi og með stórum stofum kemur til greina. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Ein- arsdóttur í síma 629100. C LANDSVIRKJUN Vinnubúðirtil sölu Til sölu eru hjá Landsvirkjun notaðar vinnu- búðaeiningar, sem framleiddar voru af fyrir- tækinu Moelven í Noregi. Lengd hverrar ein- ingar er 7,4 m, breidd 2,5 m, hæð 2,85 m (utanmál) og þyngd 2.000-3.000 kg. Húseiningarnar verða til sýnis við Blöndu- stöð í Húnavatnssýslu dagana 12.-14. maí nk. frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, sími 91-600700. Skrifstofuhúsnæði óskast Ríkisstofnun óskar eftir skrifstofuhúsnæði til leigu á höfuðborgarsvæðinu. Æskileg stærð er 250-350 fm með 10-12 skrifstofuherbergjum auk fundaraðstöðu. Áhugasamir sendi inn nafn og lýsingu á húsnæði til auglýsingadeildar Mbl. fyrir þriðjudaginn 17. maí, merkta: „Skrifstofuhús- næði - 11725“. Málverkauppboð á Hótel KEA Gallerí Borg og Listhúsið Þing halda mál- verkauppboð á Hótel KEA15. maí kl. 20.30. Þeir, sem vilja koma myndum á uppboðið, hafi samband við Gallerí Borg eða Þórhall Arnórsson á Akureyri í síma 96-24668 fyrir föstudaginn 13. maí. éraéféió BORG v/Austurvöll, sími 24211. Aðalfundur Umhyggju verður haldinn í sal Hjúkrunarfélags íslands, Suðurlandsbraut 22, 3. hæð, þann 11. maí kl. 21.00. Á undan aðalfundinum verður undirbúnings- fundur um samstarf foreldrafélaga lang- veikra barna og hefst hann kl. 20.00. Stjórnin. ^5? HEIMILI OG SKÓLI Aðalfundur Heimilis og skóla verður haldinn í Hraunbergi í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. maíkl. 20.30. Hafdís Guðjónsdóttir, kennari, flytur erindi. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Aðalfundur Grensássafnaðar verður haldinn í Grensás- kirkju mánudaginn 16. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.