Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 47
I DAG
Arnað heilla
STJÖRNUSPÁ
LÖGGARÐUR HF.
ÞESSI staða kom upp á
Skákþingi Reykjavíkur í janú-
ar. Hörður Garðarsson
(1.825) var með hvítt og átti
leik, en Sveinn Ingi Sveins-
son (1.905) svart.
þessar mundir.
Farsi
SKAK
n /\ára afmæli. Á
I \_fmorgun 12,- maí
verður sjötugur Zakarias
Hjartarson, deildarsljóri,
Kirkjuvegi 1, Keflavík.
Hann og kona hans Mar-
grét Jónsdóttir taka á
móti gestum milli kl. 17-19
í sal Karlakórs Keflavíkur,
Vesturbraut 17, Keflavík á
morgun, afmælisdaginn.
DEMANTSBRÚÐKAUP eiga í dag 11. maí hjónin Hilm-
ar H. Grímsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir, Melgerði
6, Reykjavík. Þau eru að heiman.
F7 /\ára afmæli. Þann
| \_J5. maí sl. varð sjö-
tugur Þórir Daviðsson,
Akurgerði 18, Reykjavík.
Hann og kona hans Elísa
Jónsdóttir eru erlendis um
^/\ára afmæli. í dag 11. maí er sjötugur Eyjólfur
| U Jósef Jónsson, bóndi á Sámsstöðum. Á þessari
mynd af fímm ættliðum er hann annar til hægri. Honum
á vinstri hönd situr faðir hans Jón Jóhannes Jósefsson f.
3.6. 1897, frá Vörðufelli, Skógarströnd, Snæfellsnessýslu,
fyrrum bóndi á Sámsstöðum, Eyjólfi á hægri hönd situr
sonur hans Sigurður, f. 16.7. 1949, bóndi á Sámsstöðum
sem heldur á barnabarni sínu Arnari Þór Guðmundssyni
f. 3.10.1993, lengst til vinstri er sonur Sigurðar, Guðmund-
ur Ingi, f. 29.4. 1972 búsettur á Akranesi og heldur á
syni sínum Viktori Emi f. 13.5. 1991. Eyjólfur verður að
neiman á afmælisdaginn.
VÍSIHV&
s^win6
tJAIS6LACS/cé>QCTUAÍLT
;........... C1993 F«im» CartoontÆiáiribUod by IWiwtmI Pwm Sywfcale
ö"eturéu ekizi gsrt afreisis
bebarf Nonnb?"
LEIÐRETT
Sigurður
Anton hlaut
1. verðlaun
í FRÉTT um ljósmynda-
keppni grunnskólanema
sem birtist á bls. 36 laug-
ardaginn 30. apríl slæddist
inn ósamræmi í texta og
myndatexta, sem varð til
þess að ekki var hægt að
fá botn í hver átti bestu
svart/hvítu myndirnar, sem
unnar voru á námskeiðum
ÍTR í vetur. Hið rétta er
að Sigurður Anton Ólafsson
hreppti fyrsta sætið og
hlaut EOS 500-myndavél
fyrir. Dagmar Atladóttir
hlaut hins vegar 2. og 3.
verðlaun fyrir svart/hvítu
myndirnar og sigraði ásamt
öðrum í flokknum „ís-
lenskt“ í ljósmyndakeppn-
inni. Morgunblaðið biður þá
sem hlut eiga að máli vel-
virðingar á mistökunum.
Nafn misritað
NAFN kennara, sem Morg-
unblaðið ræddi við í Tækni-
skóla íslands á bls. 31 í
gær, misritaðist, Kennarinn
heitir Þór Steinarsson. Beð-
izt er velvirðingar á mis-
rituninni.
Nöfn barna
vantaði
í MINNINGARGREIN um
Theódór Kristjánsson sem
birtist 7. maí sl. féll niður
lína þar sem getið er um
böm hans. Nöfn þriggja
bama vantaði, Kristjáns
Helga, f. 1949, Vigdísar
Helgu, f. 1952, og Finn-
boga Helga, f. 1955. Beðist
er velvirðingar á þessu.
23. Rxd6+! - Dxd6, 24.
Re4 - Dd8, 25. Hgl! (Hvítur
verður nú heilum hróki undir
en nær frábæru samspili
mannanna sem hann á eftir.
Það er afar erfitt að veija
svörtu stöðuna yfir borðinu
eins og kemur á daginn, en
hlutlægt séð virðist hvítur
einnig fá fullnægjandi bæt-
ur.) 25. - Bxdl, 26. Dxdl
- b6? (Mistök. Nú hefur hvít-
ur strax getað rætt fómina
með því að leika 27. Dh5+ -
Kd7, 28. Bh3+ - Kc7, 29.
d6+ - Kb7, 30. Df7+ - Rd7,
31. Bxd7 með yfirburðastöðu,
en hann kýs að halda spenn-
unni.) 27. Bh3!? - De7, 28.
a5 - Rf8, 29. axb6 - Rbd7,
30. Da4! (Hvítur er kominn
í gegn á báðum vængjum.
Svarta staðan er nú töpuð.)
30. Hb8, 31. Bxc5 - Dh7?
(Flýtir fyrir úrslitunum.) 32.
Rxf6+ og svartur gafst upp.
Með morgunkaffinu
/Ss ri
Ég get ómögulega van-
ið hann af því að naga
bíla.
4WT “420
Hið góða getur aldrei
sigrað hið illa. Við höf-
um allt of mikið sam-
band við skrattann.
cftir l'ranccs Drake
*
NAUT
Afmælisbarn dagsins: Þú
þarfnast fjárhagslegs ör-
yggis, en þér hentar betur
listrænt starf en viðskipti.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Þú getur gert góð kaup í dag,
en einhver ágreiningur ríkir
milli ástvina. Úr rætist ef
málin eru rædd í einlægni.
Naut
(20. apríl - 20. maf) Itfö
Þú átt auðvelt með að tjá þig
og nú er rétti tíminn til að
koma hugmyndum þínum á
framfæri. Félagi þarfnast
umhyggju.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Þótt einhvetjir erfiðleikar
komi upp í vinnunni í dag verð-
ur þér vel ágengt. Þú skilur
vel þarfir annarra.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlí) H8B
Vinir standa vel saman í dag
og bera saman ráð sín varð-
andi framtíðina. Þú þarft að
sýna þolinmæði í vinnunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gamalt vandamál skýtur upp
kollinum i samskiptum ætt-
ingja. Nú er hagkvæmt að
ræða við ráðamenn og ná góð-
um samningum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Það eru ekki allir sammála þér
í dag. En sú andstaða sem þú
mætir verður aðeins til þess
að styrkja stöðu þína.
Vog
(23. sept. - 22. október) )$%
Smávegis ágreiningur getur
komið upp milli vina varðandi
innkaup. Leitaðu umsagnar
sérfræðinga og farðu að ráð-
um þeirra.
Sporódreki
(23. okt.-21. nóvember)
Skammvinnur ágreiningur
ástvina leysist þegar málin eru
rædd í einlægni. Farðu að
engu óðslega við vinnuna í
dag.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Hafðu hemil á skapi þínu svo
það trufli þig ekki við vinnuna
í dag. Það rofar fljótt til þótt
á móti blási í bili.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér semur vel við barn í dag,
en vinur er eitthvað stirðlynd-
ur. Það hentar þér ekki vel
að bjóða heim gestum f kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Sumir fara dult með fyrirætl-
anir sínar og segja ekki allan
sannleikann. Ættingi er illa
fyrirkallaður.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Þú hugsar skýrt í dag og færð
margar góðar hugmyndir. En
einhver sem þú átt samskipti
við á erfitt með að gera upp
hug sinn.
Stjömusþdna d að lesa sem
dœgradvöl. Spdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum
grunni visindalegra stað-
reynda. ,,t ; .; :,
Frá 1. maí 1994 hefur Lára V. Júlíusdóttir, hdl.,
gengið til samstarfs við lögmenn Löggarðs hf.
Löggarður hf.,
Kringlunni 6, Reykjavík.
Sími 681636.
Biynjólfur Eyvindsson, hdl.
Guðni Á. Haraldsson, hrl.
Benedikt Sigurðsson, hdl.
Lára V. Júlíusdóttir, hdl.
Helgarferð
til Parísar
VISA
m.
3. - 5. júní
Frá föstudagsmoi
Einstakt tækifæri til að nj
Beint flug til Parísar á fö
sunnudagskvöldi. Aðeins
Bókaðu meðan
enn er laust.
nudagskvölds
í þessari heillandi borg.
komið til baka á
19.900
5.700
með morgunmat.
attar kr. 3.200.
1
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
-L i, «
S S
— tm rm rm fflfflffl
1 HSHUiBl ItÍJ LLtJ HIJ III tii 13 [H nnmi LLl UIJ tlt1 i iö m fflffl I ttl 1111 mr nni TTffl ffl fflfflffl tlii rttl lllL 13 ffl 13 1
MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI
Útboð
Héraðsnefnd Eyjafjarðar óskar eftir tilboðum í ný-
byggingu við Menntaskólann á Akureyri.
Byggingin er tvær hæðir, steinsteypt með láréttum,
steyptum þökum og dúkklætt. Hluti þaks er með
strengjasteypuplötum. Veggir eru einangraðir að
utan og eru með múrkerfi. Tengigangar tengja bygg-
inguna við núverandi skólahúsnæði (Gamla skóla og
Möðruvelli). Neðri hæð hússins er um 2.000 m2 og
efri hæð er um 400 m2 eða alls um 2.400 m2.
Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs að utan og
innan, laus búnaður í kennslustofur o.fl. er undanskil-
inn.
Verkáfangar eru þrír, hluti kennslustofa skal vera
tilbúinn til notkunar 31. október 1995 og verkinu
skal að fullu lokið eigi síðar en 31. ágúst 1997.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, hf., Glerárgötu 30, Akureyri, gegn 1
10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Menntaskólans á
Akureyri, Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri, eigi síðar
en þriðjudaginn 31. maí 1994 kl. 11.00 f.h., og verða
þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess
óska.
Akureyrí, 8. maí 1994.
Héraðsnefnd Eyjafjarðar.