Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLADSINS Dýraglens Ljóska f KVÖlD. kJGNIHG MBÞ ICÖfLUM.. A MOK&UN. MCD KÖFLUM ANNAÐ KVtíLÞ, GIGNING MCÖ KÖFLUM.. FÖSTVMG HJ6NING MEB KÖFUUM.. Smáfólk Boltinn var rétt yfir heimahöfn- inni! Af hverju tókst mér það ekki?! THEBAU.WAS RI6HT OVERTHE PLATE! WHV PIPN'T I SWIN6?! Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 111 meðferð Frá Rannveigu Tryggvadóttur: ÞAÐ ER hreint með ólíkindum hve grátt félagsmálayfirvöld í Hafnar- fírði léku móðurina ungu sem nú er í hungurverkfalli og drengina hennar þijá, tveggja, fjögurra og níu ára, er þau hirtu þá af henni, komu þeim fyrir hjá vandalausum og fengu hana með blekkingum til að láta farga fjórða bami sínu sem hún var geng- in átta vikur með. Að hennar sögn var henni talin trú um að léti hún eyða fóstrinu þá fengi hún drengina aftur til sín. Ekkert varð um efndir og nú eru þeir á þremur heimilum vandalausra og móðirin fær að hitta þá tvisvar á ári. Hvílík meðferð! Nú situr hún uppi svipt börnunum sínum fjórum, einu þeirra varanlega. Er ekki sjálfsagt að hún fái drengina sína aftur? Hún er nú komin í sam- búð. Hanna Andrea Guðmundsdóttir var heimavinnandi sjómannskona sem bjó í stormasömu hjónabandi. Bamaverndarráði íslands skrifaði hún þetta m.a. 8. mars sl.: „Ég trúi því ekki að ég og synir mínir fáum ekki að vera saman í framtíðinni. Það veit Guð að það er þeim fyrir bestu að alast upp hjá móður sinni. Það getur enginn gefíð þeim þá ást og umhyggju sem þeir þurfa nema ég, móðir þeirra.“ Hvað verður um dag- mæður? Frá Guðbjörgu Ellertsdóttur: ÞESSA dagana halda nýju borgar- stjóraefnin loforðafundi í flestum hverfum borgarinnar. Ekki stendur á hugmyndum og loforðum um átak gegn atvinnuleysi, allir biðlistar á leikskóla skulu tæmdir og fleiri lof- orð skulu efnd. Það eru sérstaklega atvinnuleysið og leikskólalistarnir sem vekja at- hygli mína. Með loforði um að öll börn fái inni á leikskóla, er verið að skapa at- vinnuleysi og jafnvel eyða heilli starf- stétt sem eru dagmæður. Ég hef tekið eftir því að orðið dagmæður er ekki til í orðaforða frambjóðenda hvort sem það er Ámi Sigfússon eða Ingibjörg Sólrún. Og þar sem þetta orð er ekki til kemur ekki fram að spara megi fjár- magn skattgreiðenda til leikskóla- bygginga með því nýta sér þessa starfsstétt til fullnustu, því dagmæð- ur leggja jú allt til sjálfar, bæði hús- næði og leikföng. Þeir foreldrar eru til sem kjósa að hafa börn sín í fámennri vistun á einkaheimilum, einnig hafa náms- menn þurft að nýta sér dagmæður í miklum hluta þar sem gæsla á leik- skólum hentar þeirra skólatíma illa að ekki sé talað um vaktavinnufólk eins og flugfreyjur. En sá ókostur er á gæslu dag- mæðra að bæði námsmenn og for- eldrar í sambúð þurfa að greiða gæsluna úr eigin vasa. Ég held að það væri ódýrara fyrir borgina að koma til móts við þessa foreldra með greiðslu á hluta gæslunnar og veita foreldrum meira val um gæslu barna sinna, heldur en að byggja leikskóla fyrir öli börnin á höfuðborgarsvæð- inu. Og ólíkt er það hlýlegra að vista Sem móðir og húsmóðir fær hún hin bestu meðmæli. Vinkona hennar í Neskaupstað skrifar m.a.: „Ég myndi treysta henni vel til að ala mitt barn upp þegar það er fætt ef ég mundi þurfa á því að halda.“ Systir hennar skrifar að sennilega sé leitun að snyrtilegri og myndar- legri húsmóður en Hanna sé og að drengirnir hafi alltaf verið mjög snyrtilegir og hreinir og vel hugsað um þá í mat. Guðmundur Bjamason yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, Einar Thoroddsen, háls-, nef- og eyrna- læknir og Þröstur Laxdal bamalækn- ir votta það efnislega að þeir hafi aldrei orðið varir við að drengjunum væri ekki vel sinnt heima, ekki orðið vanrækslu varir. Hvers vegna er ekki tekið mark á orðum þessarra manna, hví þarf móðirin að þjást svona? Hanna Andrea sagðist í þætti Ei- ríks Jónssonar 2. þ.m. elska böm sín út af lífínu. Nútímaþjóðfélag er orðið sjúklega vélrænt en öllum er hollt að hugleiða þessi orð Páls postula: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (I. Kor. 13;13.) RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjamialandi 7, Reykjavík. Höfundur hefur áhyggjur af að heil starfsstétt, dagmæður, leggist niður með tilkomu fleiri heilsdagskóla og dag- heimila. bam sitt innan við ársgamalt á einka- heimili heldur en á stofnum sem ég tel heildags leikskóla vera. Er það mjög miður ef þessi dagvistarkostur verður lagður niður því oft hefur skapast ævilöng vinátta milli dag- móður og foreldra, þar sem jafnvel fleiri en eitt systkini hefur verið í gæslu. Ég vona svo sannarlega að orðið dagmóðir bætist við orðaforða frambjóðenda og þeir komi til móts við þá foreldra sem kjósa þennan dagvistarkost því val foreldra er að mínu mati mjög skert ef þessi loforð um byggingu leikskóla verða efnd, fyrir utan að leikskólar veita miklu færra fólki vinnu en fjöldi dagmæðra er í dag. GUÐBJÖRG ELLERTSDÓTTIR, húsmóðir í Reykjavík. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.