Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjung- hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur Sumarleikhús fyrir atvinnulaus ungmenni Sumarleikhús SIGURÐUR Guðmundsson og Gottskálk Dagur Sigurðarson, framkvæmdastjórar Sumarleikhúss fyrir ungt fólk sem starf- rækt verður í sumar á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Útgáfa Þjóðviljans átti 425 þús. upp í skuldir SKIPTAMEÐFERÐ Útgáfufé- lagsins Bjarka, síðasta útgefanda Þjóðviljans, er lokið. Samþykktar voru kröfur að upphæð 20,6 millj- ónir króna en eignir búsins dugðu til að greiða 425 þúsund krónur, eða 4,61%, upp í forgangskröfur sem alls námu 9,2 milljónum króna. Engar eignir fundust því í þrotabúinu til að greiða upp í almennar kröfur sem voru sam- þykktar 11,4 milljónir króna. Að sögn Elvars Amar Unn- steinssonar skiptastjóra þrotabús- ins var stærstur hluti forgang- skrafnanna vegna launatengdra gjalda, þ.e. lífeyrisgreiðslna og oriofs. Eignir 1,8 milljónir Eignir útgáfufélagsins Bjarka sem voru tæki og skrifstofubúnað- ur, bíll, bankainnstæða og úti- standandi kröfur reyndust alls 1,8 milljóna króna virði og að kostn- aði við frágang á rekstrinum og skiptum þrotabúsins frádregnum voru eftir 425 þúsund krónur til að greiða eigendum forgang- skrafnanna. Hluti borgarverk- efnis til að fjölga sumarstörfum skólafólks ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð starfrækir í sumar Sumarleikhús ungs fólks fyrir ungmenni á aldr- inum 16 til 25 ára, sem hafa ekki fengið vinnu í sumar og er starfið í leikhúsinu launað. Um- sjónarmenn eru Gottskálk Dagur Sigurðarson og Sigurður Guð- mundsson, en ráðinn verður leik- stjóri til að stýra leikhópnum. Hugmyndin er runnin undan riij- um umsjónarmanna, og var sam- þykkt í borgarráði í seinustu viku sem hluti af 25 milljóna króna aukaíjárveitingu til að fjölga sumarstörfum skólafólks. 30 starfsmenn verða í leikhúsinu. Leit stendur yfir að húsnæði fyrir starfsemi leikhússins, en það hefur skrifstofuaðstöðu í Hinu- húsinu. Starfsemi hefst formlega 24. maí, þegar búið verður að ráða ungmenni til starfa en Ráðningar- skrifstofa skólafólks í Engjateigi sér um að skrá umsækjendur. Jafnframt verður rætt við um- sækjendur og starfið kynnt í Hinu húsinu 16. maí klukkan 20. „Skil- yrði fyrir starfsmenn Sumarleik- hússins eru að þeir hafi stundað skólagöngu í vetur, og ekki fengið vinnu í sumar, en ekki sakar að hafa reynslu í að smíða leikmynd- ir, mála leiktjöld, leika eða stýra ljósum,“ segir Gottskálk Dagur. Að sögn hans verður starfið tví- þætt í sumar, annars vegar mun leikhópurinn verða kjaminn í götu- leikhúsi, sem jafnframt verður opið öllum þeim sem vilja, og mun spóka sig um götur borgarinnar á 17. júní, en einnig verður sett upp leiksýning seinni hluta surriars.; i' Maríanna Csillag hjúkrunarfræðingur Býst við meiri neyð en ég hef séð hingað til Islenskur hjúkrunar- fræðingur, Mar- íanna Csillag, er far- in til Tansaníu þar sem kvartmilljón flóttamanna frá átakasvæðunum í Rúanda hafa streymt yfir landamærin. Neyð- arástand ríkir og víga- ferlin í Rúanda eru með þvílíkum eindæmum að þrautreynt hjálparfólk hefur vart litið annan eins hrylling. Flestir eða allir flóttamennirnir eru allslausir og búa við öm- urlegar aðstæður. Hætta er talin yfirvofandi að farsóttir á borð við kól- eru breiðist út. Landa- mærunum hefur nú verið lokað og margt flótta- manna bíður þess eins að glufur opnist yfir til Tansaníu. Maríanna hef- ur áður starfað á vegum íslandsdeildar Rauða krossins á átakasvæði. Hún var árin 1991 og 1992 sendifulltrúi Rauða kross íslands í Afganistan þar sem skæruliðafylkingar börðust gegn stjórnarher Afganistans með liðsinni sovéskra hersveita. Hún hefur því reynslu. - Kemur reynslan frá því í Afganistan að notum nú? „Já, vissulega gerir hún það, en það verður þó að taka það fram, að aðstæðurnar sem ég kem til með að vinna við núna eru í stórum atriðum aðrar. Þeg- ar ég var í Afganistan kom ég til dæmis í fullmótaðar flótta- mannabúðir þar sem starfið var í fullum gangi. Það sem við mér mun blasa að þessu sinni er uppbyggingarverkefni frá grunni. Fyrir vikið reikna ég með því að horfa upp á meiri neyð heldur en hingað til. Þarna hefur allt verið í biðstöðu og þessi mikli fjöldi flóttamanna •hefur komið þarna inn á mjög skömmum tíma. Hjálparstarfið er rétt að byija,“ segir Mar- íanna. En hver eru markmið hjáipar- fólksins frá Rauða krossinum og hverju getur það komið tii leiðar? „Okkar markmið eru í tengsl- um við heilbrigðismál- in. Við getum orðað það þannig. Það er skortur á öllu. Það er lítill matur, fyrir fáum dögum voru til birgðir til einnar viku, en síðan hefur flóttafólkinu ijölgað verulega. Það er allt sýkt þarna. Vatn er aðeins að hafa úr á sem rennur við búðirnar og niður hana fljóta líkin. Þarna er því stórhætta á farsóttum og við verðum að reyna að koma í veg fyrir það með bólusetningum og fleiri leið- um. Þó að áherslan okkar sé á heilbrigðismálin verður samt auðvitað að byija á því að koma búðunum upp og skipuleggja matardreifíngu. Það þarf að flytja bæði vatn og mat á stað- inn.“ Hvaða fólk fer þarna tii starfa? „Við förum fyrst fimm saman frá ýmsum Evrópulöndum og sláumst í hóp með um hundrað sjálfboðaliðum frá Rauða krossi Maríanna Csillag ►Maríanna Csillag er starf- andi hjúkrunarfræðingur og verður næstu mánuðina sendifulltrúi íslenska Rauða krossins í Tansaníu þar sem uppbygging flóttamanna- búða fyrir Rúandabúa er að hefjast. Maríanna hefur áður verið sendifulltrúi RKÍ á átakasvæðum, nánar tiltekið í Afganistan. Maríanna er fædd 1962 og er dóttir ung- verskra flóttamanna sem komu hingað til lands árið 1956. Hún iærði hjúkrunar- fræðin við Háskóla íslands. „Upplifi hvað hjúkrun raun- verulega er“ Tansaníu. Síðan mun okkur Evr- ópubúunum fjölga og við gætum orðið allt að 15 til 20 áður en yfír lýkur. En það fer allt eftir því hvernig málin þróast hvað við verðum mörg. Sjálf verð ég þarna í þijá mánuði." En hvaða köllun er það að fara til móts við eymdina ístærri skömmtum heldur en gengur og gerist? „Svarið við þessari spurningu er tvískipt. í fyrsta lagi er þetta verðugt viðfangsefni. Ég upplifi hvað hjúkrun raunverulega er þegar ég stend frammi fyrir svo erfíðu verkefni með ekkert í höndunum annað en kunnáttu mína. Hinn hluti _________ svarsins hefur með samviskuna að gera. Ég horfi á þetta eins og aðrir í fréttum og sef kannski ekki al- veg nógu vel því að innst inni vildi ég að ég gæti lagt eitthvað af mörkunum til hjálparstarfs- ins. Þegar ég svo gef mig í þetta get ég farið róleg að sofa á kvöldin vitandi að ég tók af skar- ið og gerði eitthvað." Venst það nokkru sinni að horfa upp á eymd og dauða í svo stórum stíl? „Nei. Það venst ekki. Ég held að ef ég upplifí það einn góðan veðurdag að verða köld gagn- vart starfinu, þá verði það dag- urinn sem tímabært er að taka frá til að hætta og taka sér annað starf fyrir hendur,“ svarar Maríanna Csillag hjúkrunar- fræðingur og sendifulltrúi ís- landsdeildar Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.