Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 53
ÓLYMPÍUHREYFINGIN
Fundur Evrópusambands Ólympíunefnda í Reykjavík
„Ferðamenn“ eiga ekki
greiðan aðgang á ÓL
REGLUR varðandi fjölda þátt-
takenda frá hverri þjöð á
Ólympíuleika verða hertar f rá
því sem nú er og miðast breyt-
jngarnar við að koma í veg fyr-
ir svo nefnda „ferðamenn" á
meðal keppenda. Frá þessu
verður skýrt á fundi Evrópu-
sambands ólympíunefnda,
AENOC, sem verður á Scandic
Hótel Loftleiðum nk. föstudag
°9 laugardag.
|%etta er 15. ritara- og aðalfarar-
^ stjórafundur AENOC. Fimm
ólympíunefndir sóttu um að halda
fundinn og fékk sú íslenska lang
flest atkvæði. Nokkrir af æðstu
mönnum Alþjóða ólympíunefndar-
innar, IOC, mæta á fundinn, sem
er sá fjölmennasti sinnar tegundar
á íslandi, en um 150 erlendir gest-
ir koma.
Á fundinum verður rætt um
mörg mál, sem brenna mest á
ólympíunefndunum. Meðal annars
verður fjallað um reynsluna af vetr-
arleikunum í Lillehammer og
ábendingar um hvað betur mætti
Ástralía greiðir um 6,9
milljarða á sex ámm
Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið að leggja fram sem samsvarar
um 6,9 milljörðum í undirbúning íþróttafólks fyrir Óiympíuleik-
ana í Sidney árið 2.000.
Peningum á að veija í að fínna efnilegt íþróttafólk og veita því
bestu mögulega þjálfun, sem völ er á, efla þáttöku í mótum og styrkja
vísindalegar íþróttarannsóknir. Ríkissijómin hefur þegar lagt fram
tæplega 7,9 milljarða í undirbúning vegna keppnishaldsins.
fara í Nagano í Japan, greint frá
undirbúningi vegna leikanna í Jap-
an og Atlanta. I framhaldi af því
kynna fulltrúar IOC og tækninefnd-
ar AENOC niðurstöður samninga
við alþjóða sérsamböndin um lág-
mörk og þátttökuskilmála í Atlanta
1996. Stefnt er að því að allar þjóð-
ir geti átt keppendur á Ólympíuleik-
um, en talið er að samþykkt verði
að fjöldi þeirra, sem ekki ná til-
skyldum lágmörkum, miðist við sex
keppendur í einstaklingsgreinum,
þar af karl og konu í sundi og karl
og konu í fijálsíþróttum. Engu að
síður verða ákveðin skilyrði sett
fyrir þátttöku.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra setur fundinn kl. 9 á
föstudag að viðstöddum forseta ís-
lands frú Vigdísi Finnbogadóttur.
KNATTSPYRNA / HM I BANDARIKJUNUM
Lothar Matthaus. Verður hann fyrsti fyrirliðinn til að hampa HM-styttunni
tvisvar, eða verður það Argentínumaðurinn Diego Maradona?
Þeir leika fyrir
Brasilíu á HM
^arlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, tilkynnti í gær lands-
liðshóp sinn, sem leikur í HM í Bandaríkjunum. Parreira sagði að
leikmenn sínir fengu allt það frelsi sem þeir þyrftu til að leika sóknar-
knattspyrnu. Landsliðshópur Brasilíu er þannig skipaður:
Markverðir: Taffarel (Reggiana), Gilmar (Flamengo), Zetti (Sao Paulo).
varnarmenn: Jorginho (Bayern Munchen), Cafu (Sao Paulo), Leonardo
(Sao Paulo), Branco (Fluminense), Ricardo Gomes (París St. Germain),
R- Rocha (Vasco da Gama), Mozer (Benfica), Marcio Santos (Bordeaux).
Miðvallarspilarar: Mauro Silva (Deportiva La Coruna), Dunga (Stuttg-
aró, Mazinho (Palmeiras), Zinho (Palmeiras), Rai (París St. Germain),
Paulo Sergio (Bayer Leverkusen).
Sóknarleikmenn: Bebeto (Deportivo La Coruna), Romario (Barcelona),
Ronaldo (Cruzeiro), Muller (Sao Paulo), Viola (Corinthians).
Tólf heims-
meistarar
meðÞjóð-
vevjum
Berti Vogts hefurvalið 22 leikmenn
BERTI Vogts, landsliðseinvald-
ur Þýskalands, tilkynnti á
mánudaginn 22 manna lands-
liðshóp sinn, sem fær það hlut-
verk að verja heimsmeistaratit-
ilinn sem Þjóðverjar unnu 1990
á Ítalíu. Hópur Þjóðverja er
geysilega sterkur, enda íhon-
um flestir þeirra leikmanna,
samtals tólf leikmenn, sem
voru lykilmenn þeirra á Ítalíu
1990 — þar af níu sem léku
úrslitaleikinn, 1:0, gegn Arg-
entínu.
Eftir öruggan sigur á ítölum á
dögunum urðu Þjóðveijar
bjartsýnir og telja það raunhæfan
möguleika að veija heimsmeistara-
titilinn. „Við erum með mjög sterk-
an landsliðshóp, sem eru skipaður
leikmönnum sem þekkja hvem ann-
an mjög vel. Það hefur verið
ánægjulegt að sjá hvað fyrirliði
okkar Lothar Matthaus hefur leikið
vel í vetur. Þá er ánægulegt að
Rudi Völler sé kominn aftur í
landslipshópinn," sagði Vogts.
Þjóðveijar leika vináttulandsleiki
gegn Irum, Austurríkismönnum og
Kanadamönnum áður en þeir hefja
titilvömina í leik gegn Bolivíu 17.
júní í Chicago.
Landsliðshópur Þýskalands er
skipaður þessum leikmönnum:
Markverðir: Bodo Illgner (Köln),
Andreas Köpke (Niirnberg), Oliver
Kahn (Karlsruhe)
Varnarleikmenu: Thomas Berthold
(Stuttgart), Andreas Brehme (Kaisers-
lautern), Guido Buchwald (Stuttgart),
Berti Vogts, þjálfari Þýskalands.
Thomas Helmer (Bayem Munchen),
Jiirgen Kohler (Juventus), Lothar Matt-
háus (Baycrn Munchen), Thomas
Strunz (Stuttgart), Martin Wagner
(Kaiserslautem)
Miðvallarspilarar: Mario Basler
(Werder Bremen), Stefan Effenberg
(Fiorentina), Maurizio Gaudino (Frank-
furt), Thomas Hássler (Roma), Andy
Möller (Juventus), Matthias Sammer
(Dortmund)
Sóknarleikmenn: Ulf Kirsten (Bayer
Leverkusen), Jiirgen Klinsmann (Món-
akó), Karlheinz Riedle (Dortmund),
Rudi Völler (Marseille), Stefan Kuntz
(Kaiserslautem).
I CLAUDIO Caniggia lék knatt-
spymu á ný í fyrrinótt eftir 13 mán-
aða bann í kjölfar kókaínneyslu.
Hann gerði eitt mark fyrir River
Plate og lagði annað upp í 3:1 sigri
gegn Roma frá Ítalíu. „Ég var
ánægður með frammistöðuna,"
sagði Argentínumaðurinn. „Aðal-
atriðið er að ég er byijaður aftur
og málið er að komast með landslið-
inu á HM í Bandaríkjunum."
■ EGIL Olsen, landsliðsþjálfari
Noregs, hefur ákveðið að tefla að-
eins fram atvinnumönnum með er-
lendum liðum gegn Englandi 22.
maí. „Ég er með 15 atvinnumenn
og þeir verða í hópnum með vara-
markmanni, sem leikur í Noregi,“
sagði þjálfarinn, en norska deildin
er á fullu í maí.
■ / NÆSTUviku ákveður Alþjóða
knattspymusambandið, FIFA, hvort
32 lið verða í úrslitum HM í Frakk-
landi 1998 í stað 24 liða eins og
nú er. Havelange, forseti FIFA;_
hefur lagt til fjölgun og gera Frakk-
ar ráð fyrir að hún verði samþykkt.
■ UNDIRBÚNINGUR Frakka
miðast við 32 liða keppni í átta riðl-
um á 32 eða 33 dögum.
■ GIOVANE Elber frá Brasiiíu
er markahæstur í Sviss með 20
mörk, en ein umferð er eftir. „Tak-
mark mitt er að verða meistari með
Grasshopper og ná markakóngstitl-
inum til að bæta stöðu mína hjá AC
Milan,“ sagði miðherjinn, sem var
lánaður frá ítalska félaginu og
hefur verið orðaður við þýsk félög.
■ GRAHAM Taylor, fyrrum
landsliðsþjálfari Englands, er hætt-
ur við að fara á HM í Bandaríkjun-
um þar sem hann ætlaði að aðstoða
við útvarpslýsingar hjá BBC.. „Það
væri gaman að sjá nokkra HM-
leiki, en þetta em 34 dagar og stuðn-
ingsmenn Úlfanna hefðu réttilega
spurt hvað ég væri að gera þar,
þegar ég ætti að vera í vinnunni
heima,“ sagði Taylor, sem ætlar að
reyna að koma Wolves upp í úrvals-
deildina.
■ GORDON Taylor var kjörinn
formaður Alþjóða samtaka atvinnú-
manna í knattspyrnu á aðalfundin-
um í fyrradag. „Þetta er mikill héið-
ur og það er mikilvægt að sjónar-
mið leikmanna í öllum löndum verði
viðurkennd," sagði hann. Taylor
bætti við að ástæða væri til að leik-
menn hefðu hönd í bagga varðandi
skipulagsatriði eins og félagaskipti,
flölda erlendra leikmanna í hveiju
landi, sjónvarpssamninga og aðra
viðskiptasamninga, lyfjapróf og
fleira.
■ JIMMY Bone, stjóri St. Mirren,
lét línuvörð heyra það í leik gegn
Dunfermline og var sektaður um
500 pund (um 50.000 krónur) auk
þess sem honum verður óheimilt að
vera á hliðarlínunni í leikjum í eitt ár.
■ ROMARIO frá Brasilíu og Sþíl- -
ichkov frá Búlgaríu, miðheijar
Barcelona, hafa áhuga á að leika
með Vasco í Brasilíu þegar samn-
igur þeirra við spænska félagið
rennur út 1996. „Við höfum úr
mörgum tilboðum að velja í Evrópu,
en ég er hrifinn af tillögu Stoic-
hkovs,“ sagði Romario.
■ INTERNAZIONALE og Salz-
urg leika seinni úrslitaleikinn í Evr-
ópukeppni félagsliða á San Siro leik-
vanginum í kvöld og er uppselt,
90.000 miðar seldir. Inter vann fyrri
leikinn 1:0 og treystir á heimavöll-
inn. „Fullur San Siro völlur er ógri-
vekjandi staður fyrir ókunnuga.
Menn titra og við skulum vona að
Salzburg komist að því hvað
hræðsla er,“ sagði Marini, þjálfari
Inter.
■ LIÐ frá Austurríki hefur ekki
orðið Evrópumeistari, en Salzburg
verður sennilega án miðheijans Ni-
kolas Jurcevics, sem meiddist í
6:0 sigri gegn Austria Vín s.l.
föstudag.