Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 53 ÓLYMPÍUHREYFINGIN Fundur Evrópusambands Ólympíunefnda í Reykjavík „Ferðamenn“ eiga ekki greiðan aðgang á ÓL REGLUR varðandi fjölda þátt- takenda frá hverri þjöð á Ólympíuleika verða hertar f rá því sem nú er og miðast breyt- jngarnar við að koma í veg fyr- ir svo nefnda „ferðamenn" á meðal keppenda. Frá þessu verður skýrt á fundi Evrópu- sambands ólympíunefnda, AENOC, sem verður á Scandic Hótel Loftleiðum nk. föstudag °9 laugardag. |%etta er 15. ritara- og aðalfarar- ^ stjórafundur AENOC. Fimm ólympíunefndir sóttu um að halda fundinn og fékk sú íslenska lang flest atkvæði. Nokkrir af æðstu mönnum Alþjóða ólympíunefndar- innar, IOC, mæta á fundinn, sem er sá fjölmennasti sinnar tegundar á íslandi, en um 150 erlendir gest- ir koma. Á fundinum verður rætt um mörg mál, sem brenna mest á ólympíunefndunum. Meðal annars verður fjallað um reynsluna af vetr- arleikunum í Lillehammer og ábendingar um hvað betur mætti Ástralía greiðir um 6,9 milljarða á sex ámm Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið að leggja fram sem samsvarar um 6,9 milljörðum í undirbúning íþróttafólks fyrir Óiympíuleik- ana í Sidney árið 2.000. Peningum á að veija í að fínna efnilegt íþróttafólk og veita því bestu mögulega þjálfun, sem völ er á, efla þáttöku í mótum og styrkja vísindalegar íþróttarannsóknir. Ríkissijómin hefur þegar lagt fram tæplega 7,9 milljarða í undirbúning vegna keppnishaldsins. fara í Nagano í Japan, greint frá undirbúningi vegna leikanna í Jap- an og Atlanta. I framhaldi af því kynna fulltrúar IOC og tækninefnd- ar AENOC niðurstöður samninga við alþjóða sérsamböndin um lág- mörk og þátttökuskilmála í Atlanta 1996. Stefnt er að því að allar þjóð- ir geti átt keppendur á Ólympíuleik- um, en talið er að samþykkt verði að fjöldi þeirra, sem ekki ná til- skyldum lágmörkum, miðist við sex keppendur í einstaklingsgreinum, þar af karl og konu í sundi og karl og konu í fijálsíþróttum. Engu að síður verða ákveðin skilyrði sett fyrir þátttöku. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra setur fundinn kl. 9 á föstudag að viðstöddum forseta ís- lands frú Vigdísi Finnbogadóttur. KNATTSPYRNA / HM I BANDARIKJUNUM Lothar Matthaus. Verður hann fyrsti fyrirliðinn til að hampa HM-styttunni tvisvar, eða verður það Argentínumaðurinn Diego Maradona? Þeir leika fyrir Brasilíu á HM ^arlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, tilkynnti í gær lands- liðshóp sinn, sem leikur í HM í Bandaríkjunum. Parreira sagði að leikmenn sínir fengu allt það frelsi sem þeir þyrftu til að leika sóknar- knattspyrnu. Landsliðshópur Brasilíu er þannig skipaður: Markverðir: Taffarel (Reggiana), Gilmar (Flamengo), Zetti (Sao Paulo). varnarmenn: Jorginho (Bayern Munchen), Cafu (Sao Paulo), Leonardo (Sao Paulo), Branco (Fluminense), Ricardo Gomes (París St. Germain), R- Rocha (Vasco da Gama), Mozer (Benfica), Marcio Santos (Bordeaux). Miðvallarspilarar: Mauro Silva (Deportiva La Coruna), Dunga (Stuttg- aró, Mazinho (Palmeiras), Zinho (Palmeiras), Rai (París St. Germain), Paulo Sergio (Bayer Leverkusen). Sóknarleikmenn: Bebeto (Deportivo La Coruna), Romario (Barcelona), Ronaldo (Cruzeiro), Muller (Sao Paulo), Viola (Corinthians). Tólf heims- meistarar meðÞjóð- vevjum Berti Vogts hefurvalið 22 leikmenn BERTI Vogts, landsliðseinvald- ur Þýskalands, tilkynnti á mánudaginn 22 manna lands- liðshóp sinn, sem fær það hlut- verk að verja heimsmeistaratit- ilinn sem Þjóðverjar unnu 1990 á Ítalíu. Hópur Þjóðverja er geysilega sterkur, enda íhon- um flestir þeirra leikmanna, samtals tólf leikmenn, sem voru lykilmenn þeirra á Ítalíu 1990 — þar af níu sem léku úrslitaleikinn, 1:0, gegn Arg- entínu. Eftir öruggan sigur á ítölum á dögunum urðu Þjóðveijar bjartsýnir og telja það raunhæfan möguleika að veija heimsmeistara- titilinn. „Við erum með mjög sterk- an landsliðshóp, sem eru skipaður leikmönnum sem þekkja hvem ann- an mjög vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað fyrirliði okkar Lothar Matthaus hefur leikið vel í vetur. Þá er ánægulegt að Rudi Völler sé kominn aftur í landslipshópinn," sagði Vogts. Þjóðveijar leika vináttulandsleiki gegn Irum, Austurríkismönnum og Kanadamönnum áður en þeir hefja titilvömina í leik gegn Bolivíu 17. júní í Chicago. Landsliðshópur Þýskalands er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Bodo Illgner (Köln), Andreas Köpke (Niirnberg), Oliver Kahn (Karlsruhe) Varnarleikmenu: Thomas Berthold (Stuttgart), Andreas Brehme (Kaisers- lautern), Guido Buchwald (Stuttgart), Berti Vogts, þjálfari Þýskalands. Thomas Helmer (Bayem Munchen), Jiirgen Kohler (Juventus), Lothar Matt- háus (Baycrn Munchen), Thomas Strunz (Stuttgart), Martin Wagner (Kaiserslautem) Miðvallarspilarar: Mario Basler (Werder Bremen), Stefan Effenberg (Fiorentina), Maurizio Gaudino (Frank- furt), Thomas Hássler (Roma), Andy Möller (Juventus), Matthias Sammer (Dortmund) Sóknarleikmenn: Ulf Kirsten (Bayer Leverkusen), Jiirgen Klinsmann (Món- akó), Karlheinz Riedle (Dortmund), Rudi Völler (Marseille), Stefan Kuntz (Kaiserslautem). I CLAUDIO Caniggia lék knatt- spymu á ný í fyrrinótt eftir 13 mán- aða bann í kjölfar kókaínneyslu. Hann gerði eitt mark fyrir River Plate og lagði annað upp í 3:1 sigri gegn Roma frá Ítalíu. „Ég var ánægður með frammistöðuna," sagði Argentínumaðurinn. „Aðal- atriðið er að ég er byijaður aftur og málið er að komast með landslið- inu á HM í Bandaríkjunum." ■ EGIL Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur ákveðið að tefla að- eins fram atvinnumönnum með er- lendum liðum gegn Englandi 22. maí. „Ég er með 15 atvinnumenn og þeir verða í hópnum með vara- markmanni, sem leikur í Noregi,“ sagði þjálfarinn, en norska deildin er á fullu í maí. ■ / NÆSTUviku ákveður Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, hvort 32 lið verða í úrslitum HM í Frakk- landi 1998 í stað 24 liða eins og nú er. Havelange, forseti FIFA;_ hefur lagt til fjölgun og gera Frakk- ar ráð fyrir að hún verði samþykkt. ■ UNDIRBÚNINGUR Frakka miðast við 32 liða keppni í átta riðl- um á 32 eða 33 dögum. ■ GIOVANE Elber frá Brasiiíu er markahæstur í Sviss með 20 mörk, en ein umferð er eftir. „Tak- mark mitt er að verða meistari með Grasshopper og ná markakóngstitl- inum til að bæta stöðu mína hjá AC Milan,“ sagði miðherjinn, sem var lánaður frá ítalska félaginu og hefur verið orðaður við þýsk félög. ■ GRAHAM Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er hætt- ur við að fara á HM í Bandaríkjun- um þar sem hann ætlaði að aðstoða við útvarpslýsingar hjá BBC.. „Það væri gaman að sjá nokkra HM- leiki, en þetta em 34 dagar og stuðn- ingsmenn Úlfanna hefðu réttilega spurt hvað ég væri að gera þar, þegar ég ætti að vera í vinnunni heima,“ sagði Taylor, sem ætlar að reyna að koma Wolves upp í úrvals- deildina. ■ GORDON Taylor var kjörinn formaður Alþjóða samtaka atvinnú- manna í knattspyrnu á aðalfundin- um í fyrradag. „Þetta er mikill héið- ur og það er mikilvægt að sjónar- mið leikmanna í öllum löndum verði viðurkennd," sagði hann. Taylor bætti við að ástæða væri til að leik- menn hefðu hönd í bagga varðandi skipulagsatriði eins og félagaskipti, flölda erlendra leikmanna í hveiju landi, sjónvarpssamninga og aðra viðskiptasamninga, lyfjapróf og fleira. ■ JIMMY Bone, stjóri St. Mirren, lét línuvörð heyra það í leik gegn Dunfermline og var sektaður um 500 pund (um 50.000 krónur) auk þess sem honum verður óheimilt að vera á hliðarlínunni í leikjum í eitt ár. ■ ROMARIO frá Brasilíu og Sþíl- - ichkov frá Búlgaríu, miðheijar Barcelona, hafa áhuga á að leika með Vasco í Brasilíu þegar samn- igur þeirra við spænska félagið rennur út 1996. „Við höfum úr mörgum tilboðum að velja í Evrópu, en ég er hrifinn af tillögu Stoic- hkovs,“ sagði Romario. ■ INTERNAZIONALE og Salz- urg leika seinni úrslitaleikinn í Evr- ópukeppni félagsliða á San Siro leik- vanginum í kvöld og er uppselt, 90.000 miðar seldir. Inter vann fyrri leikinn 1:0 og treystir á heimavöll- inn. „Fullur San Siro völlur er ógri- vekjandi staður fyrir ókunnuga. Menn titra og við skulum vona að Salzburg komist að því hvað hræðsla er,“ sagði Marini, þjálfari Inter. ■ LIÐ frá Austurríki hefur ekki orðið Evrópumeistari, en Salzburg verður sennilega án miðheijans Ni- kolas Jurcevics, sem meiddist í 6:0 sigri gegn Austria Vín s.l. föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.