Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1994 29
JltofgiiiiÞlirittfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasöiu 125 kr. eintakið.
MORGUNBLAÐIÐ OG
STJÓRNMÁLABARÁTTAN
IVIÐTALI við dagblaðið Tímann í gær, segir Sigrún Magnúsdótt-
ir, borgarfulltrúi, sem skipar efsta sæti R-listans í komandi borg-
arstjórnarkosningum: „Nú um helgina kastaði Morgunblaðið, „blað
allra landsmanna", grímunni, svo ekki verður um villst, þar sem
blaðið lýsir yfir ótvíræðum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn."
í forystugrein Tímans sama dag segir m.a.: „Morgunblaðið hefur
löngum notað það slagorð, að það sé blað allra landsmanna og það
hefur náð þeim árangri, að þegar er verið að tala um flokksblöðin
á Islandi er það ekki talið með. Nú um helgina gefur Morgunblaðið
yfirlýsingu um „eindreginn stuðning" við D-listann í Reykjavík í
Reykjavíkurbréfi. Þar með er staðfest, að Morgunblaðið er ávallt
flokksblað, þegar mikið liggur við fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sú stað-
reynd er auðvitað mörgum kunn, en það er eigi að síður gott að fá
þessa afstöðu á hreint. Hins vegar mega fjölmiðlamenn ekki gleyma
henni næst, þegar umræða hefst um pólitíska pressu á Islandi."
Sá tími er löngu liðinn, að hægt sé að líta svo á, að ritstjórnar-
greinar Morgunblaðsins lýsi stefnu Sjálfstæðisflokksins utan eða
innan ríkisstjórnar. Þótt Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn að-
hyllist sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum hefur það komið hvað
eftir annað í ljós á undanförnum árum, að Morgunblaðið tekur aðra
afstöðu til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni, en forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins gera.
Morgunblaðið hefur sýnt í verki, að blaðið er blað allra lands-
manna. Landsmenn, hvar í flokki sem þeir standa, eiga greiðan
aðgang að síðum Morgunblaðsins til þess að koma skoðunum sínum
á framfæri, þ. á m. Sigrún Magnúsdóttir.
Morgunblaðið hefur sýnt í verki, að blaðið flytur traustar og rétt-
ar fréttir algerlega óháð, því, hvort þær fréttir koma sér vel eða
illa t.d. fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða forystumenn hans eða ein-
hveija þá hagsmuni, sem Sjálfstæðisflokkurinn kann að veija hverju
sinni. Þeir einu, sem síðustu ár hafa haldið því fram eða gefið í
skyn, að fréttaflutningur Morgunblaðsins sé litaður af skoðunum
blaðsins, eru einstaka talsmenn útgerðarmanna, sem þola illa stefnu
blaðsins í fiskveiðistjórnunarmálum og jafnvel einstaka talsmenn
Sjálfstæðisflokksins, sem hafa með óbeinum hætti haldið hinu sama
fram.
Blað, sem er opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti manna, hvar í
flokki sem þeir standa, er ekki flokksblað. Blað, sem hefur sýnt og
sannað að það er traust og áreiðanlegt fréttablað, sem tekur ekkert
tillit til stjórnmálaskoðana í meðferð á fréttum, er ekki flokksblað.
En það er fáránlegt að halda því fram, að dagblað megi ekki
hafa skoðun og að fari skoðun blaðs saman við skoðun stjórnmála-
flokks sé blaðið þar með orðið að flokksblaði. Á öllum Vesturlöndum
tíðkast það, að dagblöð taka afstöðu í kosningum og lýsa fylgi við
stjórnmálaflokka eða einstaka stjórnmálamenn. Engum dettur í hug
að halda því fram, áð dagblöð á borð við Times í London, eða Daily
Telegraph, svo að dæmi séu nefnd, séu flokksblöð, þótt þau hafi
hvað eftir annað lýst stuðningi við brezka íhaldsflokkinn í kosning-
um en haldi upp harðri gagnrýni á flokkinn og forystumenn hans,
ef þeim sýnist svo. Hið sama á við um Morgunblaðið. Því hefur aldr-
ei verið lýst yfir, að Morgunblaðið mundi verða hlutlaus áhorfandi
í stjórnmálaátökum líðandi stundar.
Þeir, sem halda því fram, að Morgunblaðið sé flokksblað Sjálfstæð-
isflokksins vegna þess, að blaðið hefur lýst stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn í borgarstjórnarkosningum, ættu að velta því fyrir sér,
hvort stefna blaðsins í fiskveiðistjórnunarmálum sé þóknanleg for-
ystusveit Sjálfstæðisflokksins. Þeir, sem halda því fram, að Morgun-
blaðið sé flokksblað Sjálfstæðisflokksins, ættu að spyrja, hvort and-
staða Morgunblaðsins og gagnrýni á kjarasamninga, sem gerðir
voru fyrirtæpu ári, hafi verið þóknanleg forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins, svo að tvö mikilvæg dæmi séu nefnd um ágreiningsmál
Morgunblaðsins og forystumanna Sjálfstæðisflokksins.
Forráðamenn Morgunblaðsins hafa metnað og vilja til að byggja
markvisst upp dagblað á íslandi, sem stendur undir nafni. Dagblað,
sem er í senn vettvangur almennra skoðanaskipta landsmanna, dag-
blað, sem er traustur og áreiðanlegur fréttamiðill, sem lætur enga
hagsmuni, hvorki pólitíska, viðskiptalega né aðra hagsmuni ráða
fréttaflutningi sínum og umfjöllun um málefni lands og þjóðar en
jafnframt dagblað, sem þorir að hafa skoðun, þótt þær skoðanir
kalli yfir blaðið harkalega gagnrýni úr einni átt í dag og annarri á
morgun.
Rökin fyrir því, að Morgunblaðið hefur lýst eindregnum stuðningi
við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum, eru augljós. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur staðið sig vel á vettvangi borgarmála nú sem
fyrr. Hinn sameinaði framboðslisti vinstri manna í Reykjavík hefur
hvorki lagt fram ferskar hugmyndir um málefni, sem listinn ætlar
að beita sér fyrir, né sýnt fram á nokkur meiri háttar mistök í stjórn
Sjálfstæðisflokksins á Reykjavíkurborg. R-listinn minnir þvert á
móti á samstarf vinstri flokkanna eftir kosningaósigur Sjálfstæðis-
flokksins 1978 og sá sem man eftir þeim glundroða tekur ekki nýja
áhættu af slíku samstarfi. Vegna verka sinna hafa sjálfstæðismenn
í borgarstjórn Reykjavíkur unnið til trausts borgarbúa.
SKOÐANAKAIMNANIR
Samanburður á niðurstöðum
skoðanakannanna
og niðurstöðum
alþingiskosninga
1991
o ^ ^ ^
^ o oj o CD
=> oT cd* ocT
30 •»- t- p—| t-
V V V V*
o>- £>• 4?- «0-
£ s? iý A
# $
c? #
íS 85
«o co Co
íS
# S 3
OJ o O) O
co co —mn
Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti
Greining á niðurstöðum
kannanna fyrir alþingis-
kosningarnar 1991
Frávik 5 stærstu flokkanna
Stærsta einstaka frávik
Skáís, 5.-9. apríl
12,6%
DV, 16.-17. april
11,5%
Gallup, 17.-19. apríl
Félagsv.stofn., 13.-15. apríl
_______ 8,7%
3,4%
HVAÐ ER MÆLT?
Skoðanakannanir eru orðnar ríkur þáttur í daglegu lífi landsmanna. Þó þær geti gefíð sterkar vísbending-
ar eru þær ýmsum takmörkunum háðar sem nauðsynlegt er að hafa í huga eins og Hjálmar Jónsson
kemst að raun um. Niðurstaðan er að skoðanakannanir um fylgi í kosningum séu þeim mun áreiðanlegri
sem þær eru framkvæmdar nær kjördegi.
AF c
INNLENDUM
VETTVANGI
Það er að mörgu að hyggja
þegar framkvæma á skoð-
anakönnun enda eru kann-
anir af þessum toga og
aðferðafræðin í kringum þær sér-
grein innan þjóðfélagsvísinda. Þó svo
að menn vandi öll vinnubrögð og
hafi gætt hinna formlegu skilyrða
með fullnægjandi hætti geta niður-
stöðumar orðið talsvert mismunandi.
Gott dæmi um það eru nýjustu skoð-
anakannanir Félagsvísindastofnunar
fyrir Morgunblaðið og ÍM Gallup
fyrir Ríkisútvarpið á fylgi flokkanna
á landsvísu. Kannanirnar mæla
nokkuð svipað fylgi Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðubandalags og Kvenna-
lista, en niðurstöður vegna Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks eru æði
misvísandi og munar 4,4-5,5 pró-
sentustigum á flokkunum hvað Al-
þýðuflokkur fær meira og Framsókn-
arflokkur minna í könnun ÍM-Gallups
en í könnun Félagsvísindastofnunar.
Úrtak í skoðanakönnun þarf að
gefa rétt mynd af þeim hópi sem
ætlunin er að skoða viðhorfin hjá og
því þarf við val úrtaks að taka mið
af aldurs- og kynjasam- ___________
setningu, auk annarra at-
riða sem máli skipta.
Kannanir hér á landi eru
oftast slembiúrtök úr þjóð-
skrá og þess er gætt að
þau endurspegli þjóðina rétt hvað
aldur, kyn og búsetu varðar. Úrtak
Félagsvísindastofnunar er 1.500
manns yfirleitt en 1.200 hjá ÍM-Gall-
up. Skáís hefur hins vegar aðeins
annan hátt á. Úrtakið er slembiúrtak
úr símanúmeraskrá Landsímans og
tekur til 800 til 1.200 manns eftir
því hvað mikið er undir að sögn
Braga Jósepssonar hjá Skáís. Ef
könnunin tekur til landsins alls er
hópnum þrískipt á milli Reykjavíkur,
Reykjanesskjördæmis og lands-
byggðarinnar. Reynt er allt að þrisv-
ar við hvert símanúmer og leiðrétt
er vegna kyns, þar sem konur eru
yfírleitt fleiri svarendur, og aldurs
en hópnum er skipt í þijá aldurs-
hópa. Úrtak í skoðanakönnunum DV
Samanburður á niðurstöðum skoðanakannanna Gallup jan. til
maí 1994 og skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar í maí 1994
o>
SR
oo
J F M A M M
Alþýðuflokkur
J F M A M M
Framsóknarflokkur
J F M A M M
Sjálfstæðisflokkur
J F M A M M
Alþýðubandalag
F M A M M
Kvennalisti
Slembiúrtak
almennt talið
traustast
er af enn einni tegundinni eða svo-
nefnt kvótaúrtak. Úrtakið er oftast
600 manns og valið úr símaskrá. Ef
eitt númer svarar ekki er hringt í
annað þar til 600 svarenda kvóta
náð. Jafnt er skipt milli kynja en án
tillits til aldursdreifingar.
Slembiúrtak úr þjóðskrá er al-
mennt talið traustast og minnst
hætta á einhverri úrtaksskekkju. Það
er á nafn en ekki símanúmer og
-------- byggist því á að ná í við-
komandi einstakling en
ekki nóg að ná í einhvern
fullorðinn í viðkomandi
símanúmeri. Hin úrtökin
eru einfaldari í sniðum.
Svörum skiptir líka mjög miklu máli
og hversu hátt hlutfall aðspurðra er
óákveðið. Algengt er að nettósvörun
sé á bilinu 70-80% en mjög er mis-
munandi hversu hátt hlutfall að-
spurðra er óákveðið. Reynt er að
minnka það ems og kostur er. Til
dæmis spyr Félagsvísindastofnun og
einnig ÍM-Gallup þá óákveðnu áfram
til að reyna að fækka þeim óráðnu.
Stefán Ólafsson, forstöðumaður
Félagsvísindastofnunar segir að
könnun á fylgi flokka segi fyrir um
þann hljómgrunn sem viðkomandi
flokkur eigi ájieim tíma sem könnun-
in sé gerð. A miðju kjörtímabili sé
það að vísu meiri breytingum undir-
orpið heldur en reyndin sé þegar nær
dragi kosningum. Að öðru jöfnu
megi því búast við meiri sveiflum á
fylgi flokka á milli kannana á miðju
kjörtímabili en annars, jafnvel frá
einni viku til annarar. I aðdraganda
kosninga sé fylgið yfirleitt komið í
miklu fastari skorður og gjarnan sé
komin stefna í fylgisþróunina frá
einni viku til annarrar. Þetta sýni til
dæmis kannanir Félagsvísindastofn-
unar í aðdraganda kosninganna 1987
varðandi flesta flokkana, þó undan-
tekningar séu þar á. Dæmi _________
um hið gagnstæða sé út-
koma Alþýðubandalagsins
í kosningunum 1991, en
hún hafí komið mjög á
óvart. Flokkurinn hafi í
Fylgið
breytist f ram
á síðasta dag
öllum könnunum verið með í kringum
10% fylgi en í síðustu könnun Félags-
vísindastofnunar viku fyrir kosning-
arnar hafi flokkurinn fengið um 15%
fylgi. Það hafi reynst vera mjög
nærri lagi að loknum kosningunum,
þó þeir hjá Félagsvísindastofnun
hafi varla getað trúað því að niður-
staðan væri rétt og hafi helst haldið
á þeim tíma að um einhverja skekkju
í könnuninni hlyti að vera að ræða.
Stefán ' sagði að vegna þessa
kepptust menn við að gera kannanir
eins nálægt kosningum og mögulegt
væri, því það væri margt sem gerð-
ist í aðdraganda kosninga. Hann
sagði að fylgið væri að breytast fram
á síðasta dag og kosningabaráttan
skipti verulegu máli í því sambandL
%
„Enda höfum við séð það á þessum
kosningakönnunum sem við höfum
gert eftir kosningar þegar fólk hefur
verið spurt að því hvenær það ákveði
sig endanlega, að það er umtalsverð-
ur hópur sem gerir það ekki fyrr en
síðustu dagana, jafnvel á kjördag,“
sagði Stefán. „Þegar landslagið er
einfaldlega þannig að fylgið er að
breytast fram á síðustu stundu er
alls ekki hægt að reikna með því að
nein ein könnun gefi ná-
kvæmlega kosningaúrslit-
in fyrirfram en þær geta
farið skikkanlega nálægt
því og það er ekki hægt
að gera kröfu um meira.
Menn verða að taka niðurstöðu skoð-
anakannana með hóflegum fyrirvör-
um,“ sagði hann ennfremur.
Annað dæmi um miklar breytingar
á fylgi flokka á skömmum tíma er
frá kosningunum 1979. Þá stóðu all-
ar kannanir sem gerðar voru á þeim
tíma til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
ynni stórsigur. í könnun tæpum
tveimur mánuðum fyrir kosningar
fékk flokkurinn meira en 55% fylgi,
en í könnunum sem gerðar voru eft-
ir það minnkaði fylgið jafnt og þétt
og í könnun sem gerð var viku fyrir
kosningarnar fékk flokkurinn tæp
42%. Niðurstaða kosninganna varð
síðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn
fékk 35,4% atkvæða.
Hinni löngu göngu Nelsons Mandela lauk í gær er hann
sór embættiseið forseta hinnar nýju Suður-Afríku
Þáttaskil
NELSON Mandela (t.v.) stendur við hlið F. W. de Klerk eftir að sá
síðarnefndi hafði afsalað sér völdum í Suður-Afríku.
Ur fangelsi
í forsetastól
Þroski, agi og yfirvegun forsetans nýja hefur vakið
athygli heimsbyggðarinnar og vonir hafa vaknað
um að umskiptin reynist friðsamleg.
egar Nelson Mandela, leið-
togi Afríska þjóðarráðsins
(ANC), stóð á fætur undir
hrifningarópum og
fagnaðarlátum þingmanna sem hinn
réttkjörni forseti hinnar nýju Suður-
Afríku lauk áratuga langri baráttu
hans í nafni frelsisins. Nú þegar
húmar að kveldi í réttindabaráttu
blökkumanna í Suður-Afríku eru
gríðarlegar vonir bundnar við þenn-
an roskna forseta þjóðarinnar sem
loks eygir morgunskímu lýðræðis og
jafnréttis kynþátta. Mandela eyddi
27 árum, um þriðjungi ævi sinnar,
innan fangelsismúra, og engu er lík-
ara en hann hafí þar búið sig undir
það sögulega hlutverk sem hann
hefur nú tekið að sér. Nú mun reyna
á þá yfirvegun og þann þroska sem
einkennt hefur alla framgöngu
Mandela frá því F. W. de Klerk, sem
sór í gær embættiseið varaforseta,
veitti honum frelsi fyrir ijórum
árum.
Nelson Rolihlala Mandela var á
þriðjudag kjörinn forseti Suður-Afr-
íku er völdin voru formlega fengin
blökkumönnum í hendur í Höfðaborg
þar sem kynþáttaaðskilnaðarstefnan
átti upptök sín og þar sem hún var
borin til grafar. Er Mandela ávarp-
aði tugþúsundir stuðningsmanna
horfði hann í átt til Table-flóa en
þar er Robben-eyja, fyrrum saka-
mannanýlenda hvíta minnihlutans,
þar sem Mandela eyddi 18 árum
ævi sinnar.
Siðfræði hins þjáða
Þótt Mandela hafi verið líkt við
þjóðhetjur á borð við Martin Luther
King og Mahatma Gandhi undrast
þeir sem við hann ræða jafnan
hversu öldungis laus hann er við
biturleika í garð þeirra sem sviptu
hann frelsinu. Boðskapur hans um
„þjóðarsátt“ allra þeirra kynþátta
sem Suður-Afríku byggja hefur vak-
ið vonir um að þessi gríðarlegu
umskipti í sögu landsins geti farið
fram með friðsamlegum hætti. Sú
siðfræðilega afstaða hans að óvinur-
inn hafi fyrst sigrað þegar hann
hefur náð að sá fræjum haturs í
hjarta fórnarlamba sinna hefur vak-
ið athygli allrar heimsbyggðarinnar.
Mandela fæddist 18. júlí 1918 og
leiðtogahlutverkið var honum í blóð
borið enda var faðir hans foringi
Thembu-ættbálksins í Transkei.
Mandela kaus hins vegar að gerast
leiðtogi frelsisbaráttu blökkumanna
og tók ungur að tjá sig um mis-
mununina sem einkenndi þjóðlífið
og lyktaði með því að stjórn hvíta
minnihlutans tók upp kynþáttastefn-
una illræmdu. Mandela var rekinn
úr háskóla árið 1940 eftir að hafa
tekið þátt í stúdentamótmælum.
Fjórum árum síðar tók hann þátt í
stofnun ungliðahreyfingar Afríska
þjóðarráðsins. Hann var í fyrsta
skipti handtekinn árið 1952 en árið
1963 reið áfallið mikla yfir. í ill-
ræmdum réttarhöldum sem jafnan
eru kennd við Rivonia var hann fund-
inn sekur um að vera hryðjuverka-
maður og kommúnisti og dæmdur
til lífstíðar fangelsisvistar. í frægri
yfirlýsingu sem Mandela birti þá og
átti eftir að reynast hugmyndafræði-
legur kjarni þeirrar baráttu sem
hann hefur nú leitt til lykta sagði
m.a: „Ég hef helgað líf mitt frelsis-
baráttu Afríkubúa. Ég hefi barist
gegn yfirráðum hvítra og ég hef
barist gegn yfírráðum svartra. Ég
hefi haft að leiðarljósi þá hugsjón
að upp megi rísa lýðræðislegt og
frjálst samfélag þar sem menn lifa
saman í sátt og samlyndi og allir
hafa sömu tækifæri. Ég vona að
þessi framtíðarsýn mín verði að
veruleika og ég vona að ég lifi þann
dag. En ef þörf krefur er ég tilbúinn
til að láta lífið fyrir þessa hugsjón.“
Mandela las heimspeki og önnur
mannleg fræði í fangelsinu en leið
miklar þjáningar í einveru sinni.
Öldruð móðir hans gaf upp öndina
á meðan hann taldist til sakamanna
og hið sama gerði elsti sonur hans.
Honum var neitað um leyfi til að
fylgja þeim til grafar.
Kröftugur reglumaður
Með tilvísun til þess að Nelson
Mandela er 75 ára gamall maður
hafa margir lýst yfir undrun sinni á
þreki hans. Hann hefur ávallt lifað
heilsusamlegu lífi. Á yngri árum var
hann hnefaleikakappi og tók þá upp
lífshætti sem hann hefur fylgt síðan.
Hann rís úr rekkju á milli fjögur og
fimm á morgni hveijum og stígur
þrekhjól sitt. Hann vinnur oft fram
yfir miðnætti. Hann neytir áfengis
í hófi, snæðir heilsusamlegan mat
og leggur mikla áherslu á að neyta
ávaxta. Margir vina hans óttast að
hann leggi of hart að sér en sjálfur
sagði hann einhveiju sinni að ekkert
hefði reynt á líkamann í heil 27 ár
þannig að forðabúrið væri mikið.
Þótt hinn nýi forseti Suður-Afríku
hafi yfir sér yfirbragð nánast ofur-
mannlegs þroska og glæsileika þykir
sýnt að hann verði harður í horn að
taka. Hann gerir sér ljóst að sýnileg
breyting þarf að verða á kjörum
blökkumanna hið fyrsta til að unnt
reynist að tryggja friðinn. Jafnframt
forðast hann að beita blekkingum
sem viðurkenndar eru á vettvangi
stjórnmála enda telur hann að leið-
toginn sé sameiningartákn og mið-
stöð ferlis sem lyktar með ákvarð-
anatöku sem sátt ríkir um. Sam-
starfsmenn hans kalla hann „Tata“
(pabbi) og víst má telja að full þörf
verður á aga og yfirvegun þessa
föður hins nýja lýðræðisríkis á suð-
urodda Afríku.
Helgi Hálfdanarson
Lag og ljóð
FYRIR skömmu fann ég að því í
Morgunblaðinu, að Ríkisútvarpið
væri aftur og aftur að rifja upp
kvæði Steins Steinars um Jón heit-
inn Pálsson frá Hlíð; en til þess
væri notað lag eftir Jórunni Viðar,
sem samið væri og sungið sérstak-
lega við þetta ljóð. Ástæða kvört-
unar minnar var sú, að mér blöskr-
ar, að klifað sé á þessum kveð-
skap, sem ég hef kallað napurt
háðkvæði um látinn t öðlingsmann
og hörmuleg örlög hans.
Nú er ekki eins og ég sé þar
einn á ferð, og satt að segja hef
ég haldið, að nöturlegur hálfkær-
ingurinn í ljóði þessu væri svo aug-
ljós, að þar þyrfti enginn að velkj-
ast í vafa. Þó hef ég þurft að færa
að því rök, sem ég kann ekki við
að endurtaka hér, en vitna til
greina minna 19. og 27. f.m.
Einn af fremstu listamönnum
þjóðarinnar, Þuríður Pálsdóttir,
skrifar í Morgunblaðið 6. þ.m. góða
grein af þessu tilefni. Því miður
gætir þar nokkurs misskilnings.
Grein hennar fjallar að verulegu
leyti um ótvlræða tónlistarhæfi-
leika Jórunnar Viðar; og hún kallar
svo, að fyrri grein mín hafi verið
„köld kveðja“ til hennar sem tón-
skálds, og þar hafí ég lítilsvirt
gullfallegt sönglag hennar.
Þetta er makalaus misskilning-
ur. í grein minni kallaði ég Jór-
unni Viðar „prýðilegan listamann“,
og mætti vel hugsa sér kaldari
kveðju en það. Á þetta lag hennar
lagði ég alls ekkert mat, hvað þá
að ég segði um það eitt einasta
orð til lítilsvirðingar. Hins vegar
harmaði ég og harma enn, að svo
ágætt tónskáld skyldi ekki í það
sinn velja sér annað viðfangsefni
en þetta kvæði, sem í mínum aug-
um er hneykslanlegt. Ég hélt að
engum gæti dulizt, að það sem ég
var að amast við var flutningur á
kvæðinu en ekki tónsmíðar Jórunn-
ar Viðar -nema hvað flutningur
þessa lags hlaut að vera um leið
flutningur á kvæði Steins.
í greinarlok spyr Þuríður Páls-
dóttir hvers vegna ég sé „núna
fyrst að geðvonskast yfir ljóði sem
Steinn Steinarr orti fyrir meira en
hálfri öld“. Þó má þetta ljóst vera
af fyrri greinum mínum. Bæði
vegna skáldsins sjálfs og vegna
þess góða drengs, sem um var ort,
hefði ég kosið, að á þetta kvæði
yrði sem sjaldnast minnzt. En Jór-
unn Viðar og þeir ágætu söngvar-
ar, sem flutt hafa lag hennar, hafa
valdið því, að mjög hefur verið
stagazt á þessum kveðskap í út-
varpi. Enda segir Þuríður Pálsdótt-
ir, að söngvarar sækist eftir að
syngja þetta. Og þar kom, að ég
gat ekki lengur orða bundizt, og
skoraði á Ríkisútvarpið að hætta
þessari ósvinnu en velja heldur til
flutnings eitthvað af þeim ljóðperl-
um, sem Steinn Steinarr orti þegar
hann var í sínum bezta ham. Þar
er af nógu að taka, sem sjaldan
eða aldrei er flutt.
Þuríði Pálsdóttur þykir ástæða
til að geta þess sérstaklega, að
Jórunn Viðar hafi ekki notað titil
kvæðisins, „Til minningar um mis-
heppnaðan tónsnilling“. Og þá er
mér spurn: Hvers vegna ekki? Var
það ef til vill vegna þess, að sá
titill þætti styðja of hressilega þann
skilning sem ég legg í kvæðið og,
að ég hygg, flestir aðrir? Var þetta
ljóð kannski á mörkunum að vera
boðlegur söngtexti, þegar til kom,
þó að svo væri látið heita?
í grein minni vék ég að ljóðlín-
unum: „Svo gall við hæðnishlát-
ur: / Hvað hefði Friedman sagt?“
Um þær hefur Þuríður Pálsdóttir
komið sér upp hugmynd, sem mér
þykir nokkuð furðuleg. Hún segir:
„Það er öruggt, að „hæðnishlátur-
inn“ var ekki að list Jóns Pálsson-
ar eins og Helgi Hálfdanarson
heldur fram, heldur er miklu frem-
ur átt við hæðnishlátur Jóns sjálfs
að svo ójöfnum samanburði."
Mig langar til að biðja Þuríði
Pálsdóttur að endurmeta þessa
skoðun sína. Ég er einn þeirra sem
telja það deginum ljósara, sem
þarna er sagt: Skáldið heyrir þenn-
an hæðnishlátur úr börkum þeirra,
sem á hlýða, um leið og þeim kem-
ur í hug, hvað raunverulegur tón-
snillingur hefði sagt um frammi-
stöðu hins misheppnaða tónsnill-
ings. Þessar vægðarlausu ljóðlínur
kallast á við ólíkindatóninn í niður-
lagi kvæðisins: Kærðu þig kollótt-
an, vinskapur; þú átt áreiðanlega
eftir að sigra Ignaz Friedman fyrir
dómstóli eilífðarinnar, svo bráð-
músíkalskur sem þú ert. Þar skipt-
ir það nefnilega engu máli, að þú
getur ekkert; bara að þú hafir
nógu músíkalskt hjartalag!
Meginefnið í grein Þuríðar Páls-
dóttur er hins vegar mikið og mak-
legt lof um tónskáldið Jórunni Við-
ar. Vissulega fer vel á því. En
engin „köld kveðja“ frá mér gat
verið tilefni þess.
Einhvern veginn hefur það farið
fram hjá mér, að Þuríður Pálsdótt-
ir er meðal þeirra söngvara, sem
flutt hafa þetta lag-og-ljóð. Ef ég
hefði vitað það, þá hefði ég áreið-
anlega bætt því við, að ég harm-
aði, að slíkt skyldi henda svo prýði-
legan listamann sem Þuríði Páls-
dóttur. Og ekki hefði mér þótt það
svo „köld kveðja“, að Jórunn Viðar
þyrfti af þeim sökum að skrifa
grein um ótvíræða listamannshæfi-
leika Þuríðar Pálsdóttur, og snupra
mig fyrir að sýna tónlistargáfu
hennar lítilsvirðingu.