Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 33
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSIMINGARNAR 28. MAÍ
Hver notar hvem?
ÍRSKA baráttukonan Bernadetta
Devlin skaust upp á himin írskra
stjórnmála og var fyrirvaralítið kosin
á þing. Hún skrifaði bók um þá
reynslu sína og fleira úr eigin lífi. í
íslenskri þýðingu hlaut hún nafnið
„Sál mín að veði“ og þótti bera nafn
með rentu því Bemadetta lagði allt
undir. Svo er einnig raunvemlega
um alvöru stjórnmálamenn — þeir
leggja sjálfa sig að veði.
Brögð eru að því þegar rætt er
við fólk hér í Reykajvík sem á und-
anförnum árum hefur lýst sig fýlgj-
andi Kvennalistanum — að það fari
undan í flæmingi þegar talað er um
stöðu listans nú. Óvissa og dálítil
undrun er áberandi hjá þeim.
Homrekur á vinstri væng
Óvissa vegna þess að Kvennalist-
inn var á sínum tíma tákn hins
hreina afls í stjórnmál-
um laust undan hrossa-
kaupum og refskák
gömlu flokkanna. Kon-
ur fylktu liði með mál-
efni barna og ijölskyld-
unnar og hin kvenlegu
gildi á oddinum til þess
að breyta þjóðfélaginu
og bæta það. Margir
eygðu einmitt nú lag
fýrir frambjóðendur
Kvennalistans að fara
fram í krafti reynslunn-
ar á sviði stjórnmála,
ná umtalsverðum
árangri í borgar-
stjómarkosningunum
og síðan aftur í næstu
þingkosningum og komast til áhrifa
í landsmálum. Þá gerist það án þess
að viðhlítandi skýringar hafi fengist
að einhverjar forastu-
konur Kvennalistans
semja sig inn sem horn-
rekur í framboð með
stjómmálaöflum á
vinstri væng í borgar-
málapólitíkinni. Eins og
hendi sé veifað eru þær
sestar á framboðslista
með einhveijum körlum
sem fæstir vita nokkur
deili á.
Metnaður ekki
málefni
Undranin sem vart
verður snýr að hinni
rísandi stjörnu Kvenna-
listans sem margir
fylgjendur hans bundu miklar vonir
við — hún reyndist vera útsmognari
í pólitíkinni en dæmi eru til um flesta
Ásgerður
Flosadóttir
Hlálegur áróður
íhaldsins í Hafnarfirði
HANN VAR kostu-
legur glanspésinn frá
íhaldinu í Hafnarfirði
sem datt í gegnum
bréfalúguna hjá mér
fýrir skömmu. Ekki er
ástæða til að gera at-
hugasemdir við upp-
lýsingar um einstaka
frambjóðendúr sem í
pésanum voru því þeir
hljóta að vita betur en
aðrir hveijum þeir era
giftir, á hvaða aldri
þeir eru og við hvað
þeir hafa starfað. En
hins vegar er ástæða
til að gera athuga-
semdir við framsetn-
ingu einstakra stefnumála, loforða
og spádóma, sem settir era fram í
pésanum.
I honum er haldið fram að
„reynslan sýni að íhaldið sé það afl
sem þarf til viðreisnar bæjarfélagi
okkar“. Þvílík vitleysa. Hvemig
geta fullorðnir menn, sem vilja láta
taka mark á sér, haldið slíku fram
í alvöra að fenginni reynslu Hafn-
firðinga af stjórn íhaldsins hér á
árum áður?
„Styrkja skal ímynd Hafnarfjarð-
ar sem menningarseturs.“ Hvar
hafa gullkálfar íhaldsins verið síð-
astliðin ár? Hafa þeir ekki fylgst
með framgangi lista og mikilli
virkni í menningarmálum í Hafnar-
firði á undanförnum áram? Svo
mikilli að því hefur verið veitt at-
hygli um allt land og jafnvel víðar.
„Ljúka verður skólabyggingum
sem þegar er byrjað á.“ Þetta eru
háleit markmið. Það
segir sig sjálft að óeðli-
legt væri að hætta nú
til dæmis við byggingu
tónlistarskóla og ann-
ars áfanga Hvaleyrar-
skóla.
„Mótuð verði stefna
til næstu ára um upp-
byggingu íþrótta-
mannvirkja." Hvergi á
landinu hefur stuðn-
ingur við íþróttafélög
verið meiri en í Hafn-
arfirði. Ekki vegna
einhverrar stefnu held-
ur vegna stuðnings í
verki. Árangur hafn-
firskra íþróttafélaga
bera þess glögg merki þessa dag-
ana.
„Gera þarf áætlun um skipulega
lækkun skulda bæjarsjóðs." Þetta
er verk sem Alþýðuflokksmenn hafa
þegar hafið. Þeir stefna að skipu-
legri lækkun skulda, sem tilkomnar
eru vegna framkvæmdaleysis á
stöðnunartímabili íhaldsins við
stjórn bæjarins hér á árum áður.
Það er auðvelt að safna peningum
ef engu má eyða. Bæjarbúar eiga
ekki að þurfa að líða fyrir þá hugs-
un. Það vita það allir húsbyggjend-
ur að á meðan á byggingu stendur
þarf að taka lán, sem síðan greiðist
niður í áföngum eftir að fram-
kvæmdum lýkur. Lánið getur verið
hærra en sem nemur árstekjum við-
komandi, en hann deyr ekki vegna
þess. Hann greiðir bara sínar skuld-
ir á tilteknu tímabili og heldur fullri
heilsu eftir sem áður. Þetta ættu
Hver loðin og teygð
framsetningin, segir
Ómar Smári Ár-
mannsson, einkennir
kosningapésa sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfírði.
fjárspakir íhaldsmenn að vita.
Svona mætti lengi telja úr nefnd-
um pésa. Hver loðin og teygð fram-
setningin rekur aðra.
Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði
er sá flokkur í bænum sem hefur
skýra stefnu í atvinnumálum, fé-
lagsmálum, heilbrigðismálum,
ferðamálum, húsnæðismálum,
æskulýðs- og íþróttamálum, um-
hverfis- og skipulagsmálum, sam-
göngumálum, umferðaröryggismál-
um, vímuvarnarmálum, fræðslu- og
skólamálum og málefnum leikskóla,
en ekki hálfvelgju og innihalds-
lausar klisjur framleiddar í áróðurs-
vélum dýrra auglýsingastofa, sem
miða að því einu að reyna að blekkja
fólk fyrir kosningar. Sjálft hefur
íhaldið af litlu að státa. Alþýðu-
flokkurinn í Hafnarfirði hefur hins
vegar staðið við þau fýrirheit sem
hann hefur gefið og það mun hann
og gera á næsta kjörtímabili fái
hann til þess umboð bæjarbúa.
Hafnfirðingar þurfa áfram heiðar-
legt fólk til forystu í Hafnarfirði.
Höfundur er 5. maður á lista
Alþýðuflokksins i Hafnarfirði.
Ómar Smári
Ármannsson
Forystukonur Kvenna-
lista hafa samið sig sem
hornrekur inná framboð
vinstri flokka í Reykja-
vík, að mati Asgerðar
Flosadóttur, og þannig
glatað meintri sérstöðu
frá hrossakaupum
og refskák gömlu
flokkanna.
karlana. Hún hættir engu til, leggur
ekkert að veði svo álykta verður að
metnaður en ekki málefni ráði ferð-
inni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sit-
ur á þingi fyrir atbeina kjósenda
Kvennalistans en gefur síðan kost á
sér í 8. sæti R-listans undir þeim
formerkjum að ef það sæti vinnist
í kosningum sé hún sjálfkjörin borg-
arstjóri. Náist sætið ekki hefur hún
allt á þurra sem áður var, þingsæti
út þetta kjörtímabil.
Hvað býr undir þessu ráðslagi,
er spurning fólks. Er Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir að notfæra sér vinnu
frambjóðenda hinna minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn til að draga
sig áleiðis til æðstu metorða í höfuð-
borginni — eða eru ef til vill hinir
frambjóðendurnir að nota hana sem
agn til að draga að fylgi til að tosa
sig til meiri áhrifa í borgarmálunum?
Með öðrum orðum — hver er að
nota hvern? Ofan í þann fúla pytt
sést því miður ekki fyrr en að lokn-
um borgarstjórnarkosningunum.
Betra er fyrir borgarbúa að halda
vöku sinni fyrir kosningarnar og
láta ekki nota sig sem nytsama sak-
leysingja til að lyfta undarlega sam-
settum hópi til áhrifa í eigin málum.
Höfundur er stjómmáia-
fræðingur
Kynntu þér úrvalið frá Hudson
GLAMOUR 20 den. Lycra práður
• Hnésokkar
• Háir sokkar með blúndu fyrir sokkabönd
• Háir sokkar með blúnduteygju
• Sokkabuxur, hefðbundnar
» Sokkabuxur með stífum buxum
• Sokkabuxur í yfirvídd (hjartabuxur)
GÆÐIN ERU ÞEKKT - VERÐIÐ KEMUR ÞÉR ÞÆGILEGA Á ÓVART!
Davíð S. Jónsson S Co. hf. s í mi 91-24333
NÝUA BÍL.AHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S.672277
Toyota Corolla Tourlng QLi árg. '92. rauð-
ur, gullfallegur bíll, ek. 42 þ. km. Verfi kr.
1.350.000.
Toyota Corolla XL Seda
þ. km., drappl., sjálfsk.
stgr., ath. skipti.
65
kr. 820.000
Mazda 323 LXI árg. '92, ek. 17 þ. km.,
drappl., 5 g. Sparneytinn blll á lágu verði,
kr. 930.000 stgr., ath. skipti.
TOFtG FL
Renault Cllo RT árg. '91, svartur, ek. 46
þ. km. Verö kr. 700.000. - Góð kjör.
Nissan Sunny SLX 4WD árg. '91, ek. 27
þ. km„ blár, 5 g. Verð kr. 1.090.000 stgr.,
ath. skipti.
Volvo 740 GL árg. '87. gullsans, sjálfsk.,
fallegt eintak, ek. 107 þ. km. Verð kr.
990.000.
Ford Econolane Club Wagon XL árg. '91,
ek. 30 þ„ grér/rauður, 11 manna, vsk-bill.
Verð kr. 1.900.000 m/vsk. stgr., ath. skipti.
Toyota Landcruiser VX árg. '91, ek. 55 þ„
sjálfsk., sóllúga, álfelgur, 33“ dekk. Góður
I sumarleyfiö. Verð kr. 3.680.000 stgr„ ath.
sklpti.
Nissan Pralrle 4WD árg. '90, vínrauður, 7
manna, ek. 65 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
Nlssan Prlmera 2000 SLX árg. '91, hvitur,
ek. 75 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
FUNHEITAR BÍLASOLUR Á BESTA STAEP f BJENUJVI
Tfí€t' H