Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Valskórinn heldur vor- tónleika VALSKÓRINN lýkur fyrsta starfsári sínu með vortónleikum í Friðrikskapellu á afmælisdegi Vals, í dag, miðvikudaginn 11. maí, kl. 20.30. Tónleikarnir verða tileinkaðir tónskáldinu og Valsmanninum Sigfúsi Halldórssyni og verða m.a. ftutt nokkur þekktustu laga hans, auk annarra íslenskra og erlendra sönglaga. Gestir á tón- leikunum verða átta Fóstbræð- ur, tvöfaldur kvartett, sem syngja nokkur lög. Valskórinn er blandaður kór og félagar eru nærri 30 talsins. Stjómandi kórsins er Gylfi Gunnarsson og undirleikari á tónleikunum verð- ur Carl Möller. Að tonleikunum loknum verða kaffiveitingar í félagsheimilinu. Tónlistarskóli Keflavíkur Vortónleik- ar lúðra- sveitarinnar LÚÐRASVEIT Tónlistarskólans í Keflavík heldur vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskráin verður sú sama og hljómsveitin mun flytja í tón- leikaferð sinni um Frakkland í lok maí en þar mun hljómsveitin m.a. leika í Euro-Disney- skemmtigarðinum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru 27 talsins og 12 þeirra hafa í vetur verið valdir ti! að leika með Úrvalslúðrasveit Sambands ís- lenskra skólalúðrasveita. Stjóm- andi sveitarinnar er Karen Stur- laugsson, yfirkennari blásara- deildar Tónlistarskólans í Kefla- vík. Litla lúðrasveitin, undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur, mun einnig leika á þessum tónleikum auk þess sem frumflutt verða Ijögur frumsamin verk eftir nemendur skólans. Aðgangseyrir að tónleikunum verður 300 kr. fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir böm yngri en 16 ára. Að tónleikunum loknum verður tónleikagestum boðið upp á kaffi. Söngsmiðjan Síðustu tónleikar vetrarins SÍÐUSTU tónleikar vetrarins verða í Ráðhúsinu í dag, mið- vikudaginn 11. maí, kl. 20.30. Þar mun nýstofnaður kór Söngsmiðjunnar koma fram og nemendur úr einsöngvaradeild munu syngja ásamt hópi úr al- mennri deild skólans. Á efnisskrá verður aðallega svokölluð svört tónlist, þ.e. ne- grasálmar, sönglög eftir Foster og syrpa af lögum úr söngleikn- um Porgy og Bess eftir Gers- hwin. Allir eru velkomnir. Þjóðlaga- diskur end- urútgefinn DISKURINN íslensk þjóðlög hefur nú verið endurútgefínn og er því aftur fáanlegur í öllum helstu hljómplötuverslunum. Þessi diskur kom út fyrir síðustu jól hjá íslenskri tónverkamiðstöð en á honum syngur Hamrahlíð- arkórinn, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, íslensk þjóðlög. LISTIR ÚTSKRIFTARHÓPUR Nemendaleikhússins. Nemendaleikhúsið Síðasta sýning á Sumargestum SÍÐASTA sýning Nemendaleik- hússins í Lindarbæ á Sumargestum eftir Maxím Gorkí í leikstjón Kjart- ans Ragnarssonar verður í kvöld, miðvikudagskvöld, 11. maí kl. 20. í fréttatilkynningu segir: „Sýn- ingin fékk mjög góða dóma og að- sókn hefur verið með besta móti. Fjórir gestaleikarar frá LR taka þátt í uppfærslunni, þau Margrét Helga Jóhannsdóttir, Magnús Jóns- son, Sigurður Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd og bún- inga gerði Stígur Steinþórsson og lýsingu hannaði Egill Ingibergsson. Núna er útskriftarhópurinn að undirbúa ferð á alþjóðlega leiklist- arhátíð í Hallunda í Svíþjóð í lok maí. Þangað var hópnum boðið sem fulltrúa íslands með leikritið Draum á Jónsmessunótt í leikstjórn Guð- jóns Pedersen, sem sýnt var sl. haust. Þetta er í fyrsta skipti sem Nem- endaleikhúsinu er boðið með verk á leiklistarhátíð atvinnufólks og er það að sjálfsögðu mikill heiður, seg- ir þar ennfremur. * Urvalslisti sænskra bókmennta; iienda Stúlkan í skógin- um í sjöunda sæti Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. BÓK Vigdísar Grimsdóttur, Stúlkan í skóginum, sem kom nýlega út í Svíþjóð var um síðustu helgi á lista yfir tíu úrvalsbækur, sem fimmtán sænskir gagnrýnendur velja reglu- lega. Eins og áður hefur verið skýrt frá fékk bókin mjög góðar móttökur meðal sænskra gagnrýnenda. Listinn birtist í „Dagens Nyheter“, „Göteborgs-Posten“ og „Sydsvenska Dagbladet" fyrsta sunnudag í hvetj- um mánuði og er settur saman af fimmtán gagnrýnendum frá þessum blöðum. Á honum eru bækur sem komu út í apríl eða fyrr. í fyrstu fimm sætunum eru sænskar bækur og ein dönsk ljóðabók eftir Inger Christensen. I sjötta sæti er bók- in Mæður og dæt- ur eftir - Jelenu Bonner, eiginkonu rússneska kjarn- eðlisfræðingsins Andrej Sakarovs. Stúlkan í skóg- inum er í sjöunda sæti og er ný á listanum. Þess má geta að bók danska rithöfundarins Peter Höegs, sem kallast Lesið í snjóinn á íslensku er einnig ný á list- anum, en hún er í tíunda sæti. Grímsdóttir Söngskemmtun Snæfellingakórsins SNÆFELLINGAKÓRINN heldur vortónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, fimmtudaginn 12. maí, kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði innlend og erlend sönglög. Stjórn- andi kórsins er Friðrik S. Kristins- son. Undirleikarar eru Hildur Gísla- dóttir á píanó og Anna Rún Frí- mannsdóttir á selló. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Miðar verða seldir við innganginn. SNÆFELLINGAKÓRINN heldur vortónleika annað kvöld. Óþekkti bítillinn KVIKMYNPIR Iláskólabíó BACKBEAT *** Leikstjóri og handritshöfundur Iain Softley. Aðalleikendur Stephen Dorff, Sheryl Lee, Ian Hart. Bresk. Polygram 1994. Þeir fóru fyrstir, vinirnir og stofn- endur Bítlanna, Stuart Sutcliffe (Stephen Dorff) og John Lennon (Ian Hart). En mikið var gengi þeirra ólíkt. Stu, eins og Sutcliffe var jafnan kallaður, dó úr heilablæð- ingu rétt liðlega tvítugur, hættur í tónlistinni, farinn að stunda málara- list. Lennon náði hinsvegar tak- markinu, heimsfrægðinni með The Beatles og síðar sem einstaklingur, en féll engu að síður frá langt fyrir aldur fram. Öll þekkjum við sögu Lennons en Stu er nánast óþekktur, myndin Backbeat bætir þar úr. Þá félagana í The Beatles dreymdi unga um frægð og frama í atvinnuleysinu og eymdinni í Liv- erpool við upphaf sjöunda áratugar- ins. Stu var þó jafnan klofinn í ásetningi sínum, tónlistin og mál- verkið toguðust á. Um þetta leyti voru hljómsveitarmeðlimirnir fimm; Lennon, Stu, Paul MacCartney, Ge- orge Harrison og Pete Best, sem barði trommurnar framá árið 1962. Stefnan var tekin á Hamborg, þessa gósenborg næturlífs og spillingar sem hún var áður en eyðnin og gámaflutningarnir slökktu á rauðu ljósum Reeperbanans. Þeir byija á botninum í St. Pauli en sól þeirra fer smá-hækkandi. Að hluta til fyrir tilstilli ljósmyndarans Astridar (Sheryl Lee), sem skapaði þeim ímyndina frægu; „Bítlahárið", sem foreldrar um allan heim töldu víst að gerði drengina þeirra að „sódóm- istum“, einsog sagt var í þá daga, og rakarar um allan hinn vestræna heim hötuðu einsog pestina. Vita- skuld var það fyrst og fremst tónlist- in sem færði þá æ framar í sviðsljós- ið og það var svo sannarlega hljóm- grunnur fyrir „Bítlasándið" meðal þeirrar kynslóðar sem þá óx úr grasi. Látið mig um það! Það var kominn tími fyrir gagngerar breyt- ingar og þær nefndust The Beatles (og ekki má gleyma The Rolling Stones í þessu samhengi). Fram- haldið er skráð á blöð sögunnar. Þau Astrid og Stu urðu fljótlega ástfangin, Lennon til mikillar ar- mæðu því hann var líka hrifinn af stúlkunni og valdi Stu þann kostinn að setjast í listaskóla í Hamborg hjá Astrid sinni þegar vinir hans lögð- ust í víking og sölsuðu undir sig heiminn. Áður en því marki var náð var hann allur. Sjálfsagt höfðar Backbeat best til okkar sem erum á svipuðu reki og hljómsveitarmeðlimirnir. Tónlist- in er búin að vera þáttur af lífi okk- ar frá fyrstu tíð, hljómsveitin og það sem hún stóð fyrir á sínum tíma; aukið frelsi á flestum sviðum, rödd jafnaldra sem hinir eldri og ráðsettari urðu að hlusta á og taka til- lit tii, var samnefnari fyrir ungt fólk á önd- verðum sjöunda ára- tugnum. Sviðsmyndin og umhverfið er trú- verðugt. Búllurnar í „Pálíinu“ ámóta gráar og gleðisnauðar, þrátt fyrir öll neonljósin og glasaglauminn og þær komu manni fyrir sjón- ir á þessum árum sem unglingsstrák í sigling- um. Sem rétt missti af hetjunum sínum því í árslok 1962 voru þeir orðnir of stórir fyrir Reeperbanann. En nærvera þeirra lá enn í loftinu. Ekki síður ætti yngra sem eldra ÚR EINU besta atriði myndarinnar. The Beatles búnir að slá í gegn en Astrid smá- hverfur í aðdáendafjöldann. Hennar ævin- týri lokið, annað að hefjast. fólk að hafa ánægju af myndinni, tónlist The Beatles er fyrir margt löngu orðin sígild, kveikið bara á útvarpinu. Tónlistin er vitaskuld snar þáttur, til að byija með kyija félagarnir kunna slagara þessa tíma einsog Good Golly Miss MoIIy, Money, Rock ’n Roll’n Music, síðan fer að bóla á lögum einsog Mr. Postman og Twist and Shout. Hún er hressilega flutt af poppstjörnum samtímans, leikar- amir eðlilegir á sviðinu, við sjáum goðsögnina fæðast. Sagan af Stu og þeim manneskj- um sem honum þótti vænst um er skýr þrátt fyrir þungavigt The Be- atles og tónlistarinnar. Lennon og Stu voru bestir vina síðan lenti Astrid uppá milli þeirra en tilkoma hennar leysti engu að síður ýmis vandamál. Fyrst og fremst það að Stu yfirgaf sveitina sem þeir vissu undir niðri að var öllum fyrir bestu. Vinátta Stu og Lennons er hiý og einlæg þó gangi á ýmsu og ástar- saga Stu og Astridar engu síður falleg og öll þessi tilfinningamál eru einkar vel meðhöndluð af leikurun- um, og leikstjóranum/handritshöf- undinum, svo áhorfandinn er jafnan með á nótunum. í orðsins fyllstu merkingu. Leikararnir þrír í aðalhlutverkun- um eru lítt þekktir. Kunnastur er Dorff sem fer vel með hlutverk hins skammlífa og hæfileikaríka Stu Sutcliffes og Sheryl Lee gerir Astrid ágæt skil. En langbestur er Ian Hart í hlutverki erkibítilsins og stór- rokkarans Johns Lennons sem átti sér aðeins eitt takmark, nokkuð stórt að vísu, að leggja undir sig heiminn. Og tókst það. Hart dregur upp mjög skýra mynd af hinum unga, metnað- argjarna, kaldhæðna, orðheppna, upprennandi lista- og byltingar- manni sem átti eftir að breyta heim- inum. Maðurinn á bak við Backbeat, leikstjórinn og handritshöfundurinn Iain Softley, er nafn sem maður leggur á minnið. Honum hefur tekist með eftirminnilegum hætti að flétta saman óð til óþekkta Bítilsins og fæðingar goðsagnarinnar í Ham- borg. Sæbjörn Valdimarsson I I I > ) I I > > i í í \ i i i \ i i i í i -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.