Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 2 7 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Á að breyta breyt- inganna vegna? KOSNINGABAR- ÁTTAN fyrir borgar- stjórnarkosningarnar virðist nú vera komin á fullan skrið og farið að skýrast á hvað fram- boðslistarnir tveir ætla að leggja áherslu í mál- flutningi sínum. Fram- bjóðendur bræðings- lista Framsóknar- flokks, Alþýðufiokks, Alþýðubandalags, Kvennalista, Nýs vett- vangs og hugsanlega fleiri flokksbrota, hafa aðeins lagt áherslu á eitt atriði; þeir segjast vilja breyta. Þegar spurt er hveiju eigi að breyta og hvað eigi að koma í staðinn verða svörin hins vegar æði óskýr og þoku- kennd. Er kosið um Ráðhús og Perlu? Eitt af þeim atriðum, sem R-lista- fólkið nefnir, þegar spurt er út í breytingarhugmyndir þeirra, er að það vilji ekki að borgin leggi fé í að byggja stórbygging- ar eins og Ráðhús Reykjavíkur og Perluna á Oskjuhlíð. Þessar tvær byggingar eru nefndar til sögunnar í annarri hverri ræðu og blaðagrein, sem frá R- listanum kemur. Það er eins og fólkið átti sig ekki á, að byggingu þessara mannvirkja er lokið. Ákvarðanir um þær voru teknar á kjör- tímabilinu 1986 til 1990 og í kosningum 1990 fengu kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á þeim. Niður- staðan þá var stærsti sigur sjálf- stæðismanna til þessa. Því er út í hött að ætla að láta kosningarnar nú snúast um Ráðhús og Perlu, ekki síst í ljósi þess að engin áform eru uppi af háifu sjálfstæðismanna um að ráðast í nýjar framkvæmdir af þessari stærðargráðu. Áherslan á þetta atriði sýnir dæmalausa mál- efnafátækt. Þeir vilja breyta, segir Friðjón Friðjónsson, en þegar spurt er, hveiju breyta eigi, verða svörin óskýr og þoku- kennd. Lýðræði eða lýðskrum Annað atriði, sem talmenn R-list- ans nefna oft, er að þeir vilji gera borgina „opnari og lýðræðislegri“. Það á aðallega að gera með því, að stofna embætti „umboðsmanns borg- arbúa“ og koma á fót „skýrri hverfa- skiptingu“, með það fyrir augum, að íbúamir geti haft „raunveruleg áhrif" á nánasta umhverfí sitt og þá þjón- ustu, sem veitt er í hverfinu. Um umboðsmanninn er það að segja, að annaðhvort verður hann bara kvörtunarfulltrúi, án nokkurra valda, eða að hann verður einhvers konar „aukaborgarstjóri". Það skyldi Friðjón Friðjónsson þó aldrei vera ætlunin, að nota þetta embætti til að búa til nýja valda- stöðu fyrir einhvern forystumann vinstri flokkanna, til að draga úr völdum Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur? Hugmyndin um að færa vald út í hverfin virðist vera afskaplega ómótuð. Hún er svo óljóst orðuð í stefnuskrá R-listans, að líklega er aðeins um innantómt skrum að ræða. Ef R-listafólkið ætlar sér hins vegar að setja á stofn einhvers kon- ar hverfastjórnir, er hætt við að þar yrði aðeins um að ræða kostnaðars- ama viðbót við stjórnkerfi borgarinn- ar. Staðreyndin er sú, að þótt Reykjavík sé stór borg á íslenskan mælikvarða er hún fremur lítil á alla aðra mælikvarða. Hverfin eru það iitlar einingar, tengslin á milli þeirra það náin og vegalengdir stutt- ar, að sérstakar hverfastjórnir eru einfaidlega óþarfar, og geta jafnvel leitt til kjördæmapots innan borgar- innar og óhagræðis af ýmsu tagi, fyrir svo utan kostnaðinn, sem starf- ræksla þeirra gæti haft í för með sér. Þessar tillögur R-listans um „opn- ari og lýðræðislegri" borg bera það með sér að vera ekki settar fram vegna lýðræðisástar. Þær eru ein- faldlega lýðskrum manna, sem ekk- ert hafa raunverulega fram að færa. Og það sem eftir stendur, þegar málflutningur R-listamanna er skoð- aður ofan í kölinn, er aðeins það, að þeir vilja breyta breytinganna vegna. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði. Skólí gleði og ánægju ÞAÐ AÐ láta velferð barnanna ekki ganga fyrir öðru er merki um það, að menn taki sig ekki nægilega hátíðlega sem menningarþjóð. Að við látum það yfir okkur ganga, að börnum og unglingum séu ekki sköpuð viðunandi skilyrði til þrosk- andi umhverfis, náms og vellíðunar alls staðar sem við getum, er merki þess, að við höfum látið blekkja okkur um hver sé rétt forgangsröð í siðuðu þjóðfélagi. Sú stofnun, sem við getum sam- an haft mest áhrif á til þess að freista þess að skapa þessi skilyrði, er skólinn, allt frá dagvistun til loka framhaldsnáms. Eitt af meginverkefnum Reykja- víkurlistans eftir komandi kosning- ar verður að vinna að fullkominni einsetningu grunnskólans, með þeirri kennslu og þeim leik og öðru starfi, sem börn og unglingar eru í þörf fyrir á viðkvæmasta ævi- skeiði sínu. Það verður einnig eitt af meginverkefnum Reykjavíkur- listans, að búa svo um hnútana, að skólinn verði raunverulegt athvarf og starfsvettvangur barna og unglinga, þar sem þeim verður sinnt og að þeim hlúð eins og þau eiga rétt á. Heit og næringarrík máltíð í skólanum Eðlilegur starfsdag- ur barna og unglinga í skólanum felur í sér nám, þjálfun margs konar, leik og samveru, hvíld og hressingu. Skóli Reykjavíkurlist- ans er líka staður gleði og ánægju, staður vin- áttu og góðra minninga rétt eins og_heimili okkar eiga að vera. I einsetnum skóla Reykjavíkur- listans verður heit máltíð í boði fyrir alla nemendur um miðbik starfsdagsins. Trúlega eigum við flest, sem ekki höfum kynnst því að fá heita næringarríka máltíð í skólanum, erfitt með að gera okkur grein fyrir því, hversu þýðingarmik- il sú stund er, ekki aðeins sem hluti af for- varnarstarfi í heil- brigði, heldur einnig sem liður í vellíðan fjöl- margra barna, sem oft- ar en ekki fá ekki nægilega mikið né rétt fæði á degi hveijum. Útrýmum einelti með aðstoðarfólki Stórfjölga þarf að- stoðarmönnum kenn- ara í skólum og starfs- fólki til umsjónar og eftirlits. Einelti, aga- leysi og slæm um- gengni eru landlæg vandamál í mörgum skólum borgarinnar og þau stafa ekki síst af því, að börn og unglingar eru eftirlitslaus hvert með öðru í frístundum í stað þess að eiga þess kost að finna til sam- veru fullorðins fólks í skólanum. Þessi umbótastefna þarf að ná ofar í skólakerfið en verið hefur og Reykjavíkurlistinn vill leggja fram- Vinna verður að full- kominni einsetningu grunnskólans, segir Helgi Pétursson, svo að skólinn verði raun- vemlegt athvarf. haldsskólum borgarinnar lið. Sof- andaháttur ríkisvaldsins í málefn- um framhaldsskóla hefur valdið því, að framhaldsskólar í Reykjavík hafa dregist aftur úr hvað varðar frágang bygginga, tæknivæðingu og nýsköpun og skortir oft tengsl við atvinnulífið. Þessu munum við ekki una, enda er það Reykvíking- um lífsnauðsynlegt, að ungt fólk borgarinnar fái tækifæri til fjöl- breyttrar menntunar, bæði bóklegr- ar og verklegrar. Höfundur skipar 11. sæti R-listans. Helgi Pétursson Árni Sigfússon um kappræður Tilbúinn hvenær sem er „VIÐ ERUM tilbúin til að mæta stjórnmálaflokkunum í R-listanum hvar og hvenær sem er. Ég hef þegar lýst því yfir og ítreka það hér með,“ segir Ámi Sigfússon, borgarstjóri, um áskorun Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og sjö efstu manna Reykjavík- urlistans um kappræður um borgarmál. „Mér virðist áskorunin eiga að vera svar við þeirri eðlilegu spurningu okkar hveijir séu í forsvari hvers málaflokks. Svari þeirra er hér svarað í fyllstu vinsemd. Hins vegar bíð ég enn eftir svari við fyrri spurningunni. Hver á t.a.m. að sinna skólamálum. Er það Alfreð Þorsteinsson ? Og hver t.d. íþróttamálum," sagði Árni. Hann sagðist ekki vita hvenær af áðurnefndum kappræðum gæti orðið. Hins vegar hefði hann vitneskum um að umræðuþættir af því tagi væri í undirbúningi hjá einhveijum íjölmiðlum. Auglýst í sjónvarpi Sjálfstæðisflokkurinn hafn- aði þeirri tillögu Reykjavíkur- lista að reynt yrði að komast að samkomulagi um að birta ekki auglýsingar í sjónvarpi fyrir komandi kosningar. Árni sagði að ástæðan væri af tvennum toga. í fyrsta lagi væri eðlilegra að ræða við stjórnmálasamtök um sam- komulag fyrir allt landið held- ur en aðila sem ekki væri al- veg ljóst fyrir hveija talaði um staðbundið svæði. í öðru lagi hefðu Sjálfstæðismenn verið aðilar af samkomulagi af þessu tagi sem ekki hefði haldið. „Við viljum fá að kynna okkar verk og teljum þörf á að gera það í gegnum fjölmiðla,“ sagði Árni að lokum. Hann vildi ekki segja álit sitt á tillögu minnihluta um eflingu hafnarsvæðisins fyrr en að lokinni afgreiðslu hafn- arstjórnar. 28.MAI Ámi er okkar maður Stefán Hilmarsson tónlistamiaður Sigurlaug Lövdahl María Sólveig Héðinsdóttir skólastjóri Eiríkur Orn Pálsson tónlistarmaður 'T T T TiTTÍiíl li iTbÍbíMi Hmrik Olafsson leikari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.