Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 43 FRÉTTIR KENNSLUKONURNAR í Hamarsskóla voru allar klæddar í þjóðbúningum. F.v. Rannveig Haf- berg, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Guðrún Hrund Sigurðar- dóttir, Þóra Ólafsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, Hulda Ólafsdóttir, Katrín Magnúsdótt- ir, Hulda Karen Róbertsdóttir, Erna Jóhannesdóttir og Bergþóra Þórhallsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KRAKKAR á skóladeginum í Hamarsskóla unnu kappsamlega við að teikna og mála íslenska fánann. Lýðveld- ishátíð nemenda Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Nemendur Hamarsskóla í Eyjum héldu árlegan skóladag fyrir skömmu þar sem vinna vetrarins var sýnd. Auk þess að sýna vinn- una var afrakstur þemaviku skól- ans sýndur en þemað var 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Nemendur og kennarar höfðu lagt mikla vinnu í að gera 50 ára afmæli lýðveldisins góð skil. Unnið var í hópum að undirbún- ingnum og var nemendum fjórða til tíunda bekkjar aldursblandað í vinnuhópa. Hóparnir skiptu á milli sín sérstökum verkefnum og voru meðal annars tekin fyrir verkefni sem fjöiluðu um alþingi og stjórnarskrána, forseta, fræga Islendinga, lífsstíl og lífs- kjör í hálfa öld, þjóðbúninga og siðan var horft til framtíðar með Vestmannaeyjar í huga. Leiklistarhópur flutti leikritið Á eigin fótum eftir Sigþór Magn- ússon og Þorstein Guðmundsson, en það fjallar um þjóðhátíðar- daginn 1944 og er sérstaklega skrifað fyrir skóla. Leikritið var ágætlega flutt þjá nemeudum en þau sáu auk þess um alla um- gjörð sýningarinnar og gerðu sjálf leikmynd. Rifjuð voru upp nöfn frægra íslenskra söngvara með því að nemendur fóru í gervi þeirra og tóku lagið. Hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum rifjaði upp nokkur lög frá ýmsum timum og sýnd voru föt og dans- ar frá ýmsum mismunandi tíma- bilum síðustu áratuga. Þá var flutt leikritið Gilitrutt. I tengslum við skóladaginn er árvisst að nemendur skólans hreinsa skólalóðina. Þá fer 10. bekkur og sáir melfræi og núna gróðursettu 5. bekkingar tré í gróðurreitnum í Helgafelli en styrkur til þess verkefnis fékkst úr Yrkjusjóði. Á skóladaginn var kaffisala í skólanum í umsjá nemenda 6. bekkjar og foreldra þeirra en ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð fyrir næsta vetur. Að sögn Halldóru Magnúsdótt- ur er reiknað með að um 1000 Eyjamenn hafi heimsótt skólann á skóladaginn og voru allir n\jög ánægðir með dagskrána sem nemendur buðu uppá. Morgunblaðið/Silli KÁRI Arnór Kárason og eiginkona hans, Kristjana Skúladóttir, voru leyst út með gjöfum. Hátíðarsamkoma á Húsavík F ormaður Verkalýðs- félagsins kvaddur Húsavík. Morgunblaðið Hátíðarsamkomu Verkalýðsfélags Húsavíkur setti Kári Arnór Kára- son í síðasta sinn því hann er nú að láta af störfum sem formaður verkalýðsfélagsins. Kári hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norð- urlands og flutti til Akureyrar. Hátíðarræðu dagsins flutti Svan- hildur Kaaber og með hljóðfæra- slætti og söng skemmtu Signý Sæmundsdóttir við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, Lára Sóley Jóhannsdóttir lék á fiðlu, sönghóp- urinn Harpa söng undir stjórn Nat- alíu Chow, Lúðrasveit Húsavíkur lék og nemendur tónlistarskólans sungu og léku á hljóðfæri. Að lokinni dagskrá buðu stéttar- félögin í Suður-Þingeyjarsýslu samkomugestum til kaffidrykkju á Hótel Húsavík. Grænlands- dagurí Norræna húsinu GRÆNLENSK-íslenska félagið Kalak mun ásamt fyrirtækjum í ferðaþjónustu standa fyrir Grænlandskynningu í Norræna húsinu á uppstigningardag 12. maí. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá í sal en í and- dyri munu ferðaþjónustuaðilar kynna ferðir og ferðamöguleika á Grænlandi. Ferðagetraun verður þar sem í boði eru ferðavinningar til Grænlands. Sýning verður á selskinnspelsum og minjagrip- um frá Grænalandi og í gangi verða myndasýningar með ný- legum myndum frá Grænlandi. Húsið opnar kl. 13 en kl. 14 syngur grænlenskur kór nokkur lög. Erindi flytja síðan með hálf- tíma millibili frá kl. 14.30 Guð- mundur Ólafsson, fornleifa- fræðingur, Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, Bjarni Oles- en, leiðsögumaður, Ölafur Örn Haraldsson, landfræðingur, Ingimundur Stefánsson, kvik- myndagerðarmaður, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur og Bente Endresen frá Greenland Tourism. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.