Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 43 FRÉTTIR KENNSLUKONURNAR í Hamarsskóla voru allar klæddar í þjóðbúningum. F.v. Rannveig Haf- berg, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Guðrún Hrund Sigurðar- dóttir, Þóra Ólafsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, Hulda Ólafsdóttir, Katrín Magnúsdótt- ir, Hulda Karen Róbertsdóttir, Erna Jóhannesdóttir og Bergþóra Þórhallsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KRAKKAR á skóladeginum í Hamarsskóla unnu kappsamlega við að teikna og mála íslenska fánann. Lýðveld- ishátíð nemenda Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Nemendur Hamarsskóla í Eyjum héldu árlegan skóladag fyrir skömmu þar sem vinna vetrarins var sýnd. Auk þess að sýna vinn- una var afrakstur þemaviku skól- ans sýndur en þemað var 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Nemendur og kennarar höfðu lagt mikla vinnu í að gera 50 ára afmæli lýðveldisins góð skil. Unnið var í hópum að undirbún- ingnum og var nemendum fjórða til tíunda bekkjar aldursblandað í vinnuhópa. Hóparnir skiptu á milli sín sérstökum verkefnum og voru meðal annars tekin fyrir verkefni sem fjöiluðu um alþingi og stjórnarskrána, forseta, fræga Islendinga, lífsstíl og lífs- kjör í hálfa öld, þjóðbúninga og siðan var horft til framtíðar með Vestmannaeyjar í huga. Leiklistarhópur flutti leikritið Á eigin fótum eftir Sigþór Magn- ússon og Þorstein Guðmundsson, en það fjallar um þjóðhátíðar- daginn 1944 og er sérstaklega skrifað fyrir skóla. Leikritið var ágætlega flutt þjá nemeudum en þau sáu auk þess um alla um- gjörð sýningarinnar og gerðu sjálf leikmynd. Rifjuð voru upp nöfn frægra íslenskra söngvara með því að nemendur fóru í gervi þeirra og tóku lagið. Hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum rifjaði upp nokkur lög frá ýmsum timum og sýnd voru föt og dans- ar frá ýmsum mismunandi tíma- bilum síðustu áratuga. Þá var flutt leikritið Gilitrutt. I tengslum við skóladaginn er árvisst að nemendur skólans hreinsa skólalóðina. Þá fer 10. bekkur og sáir melfræi og núna gróðursettu 5. bekkingar tré í gróðurreitnum í Helgafelli en styrkur til þess verkefnis fékkst úr Yrkjusjóði. Á skóladaginn var kaffisala í skólanum í umsjá nemenda 6. bekkjar og foreldra þeirra en ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð fyrir næsta vetur. Að sögn Halldóru Magnúsdótt- ur er reiknað með að um 1000 Eyjamenn hafi heimsótt skólann á skóladaginn og voru allir n\jög ánægðir með dagskrána sem nemendur buðu uppá. Morgunblaðið/Silli KÁRI Arnór Kárason og eiginkona hans, Kristjana Skúladóttir, voru leyst út með gjöfum. Hátíðarsamkoma á Húsavík F ormaður Verkalýðs- félagsins kvaddur Húsavík. Morgunblaðið Hátíðarsamkomu Verkalýðsfélags Húsavíkur setti Kári Arnór Kára- son í síðasta sinn því hann er nú að láta af störfum sem formaður verkalýðsfélagsins. Kári hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norð- urlands og flutti til Akureyrar. Hátíðarræðu dagsins flutti Svan- hildur Kaaber og með hljóðfæra- slætti og söng skemmtu Signý Sæmundsdóttir við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, Lára Sóley Jóhannsdóttir lék á fiðlu, sönghóp- urinn Harpa söng undir stjórn Nat- alíu Chow, Lúðrasveit Húsavíkur lék og nemendur tónlistarskólans sungu og léku á hljóðfæri. Að lokinni dagskrá buðu stéttar- félögin í Suður-Þingeyjarsýslu samkomugestum til kaffidrykkju á Hótel Húsavík. Grænlands- dagurí Norræna húsinu GRÆNLENSK-íslenska félagið Kalak mun ásamt fyrirtækjum í ferðaþjónustu standa fyrir Grænlandskynningu í Norræna húsinu á uppstigningardag 12. maí. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá í sal en í and- dyri munu ferðaþjónustuaðilar kynna ferðir og ferðamöguleika á Grænlandi. Ferðagetraun verður þar sem í boði eru ferðavinningar til Grænlands. Sýning verður á selskinnspelsum og minjagrip- um frá Grænalandi og í gangi verða myndasýningar með ný- legum myndum frá Grænlandi. Húsið opnar kl. 13 en kl. 14 syngur grænlenskur kór nokkur lög. Erindi flytja síðan með hálf- tíma millibili frá kl. 14.30 Guð- mundur Ólafsson, fornleifa- fræðingur, Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, Bjarni Oles- en, leiðsögumaður, Ölafur Örn Haraldsson, landfræðingur, Ingimundur Stefánsson, kvik- myndagerðarmaður, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur og Bente Endresen frá Greenland Tourism. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.