Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meintur fjárdráttur bankamanns Bótakröfur 20 milljónir Á NÆSTU vikum verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykja- víkur í máli fyrrum þjónustustjóra í útibúi íslandsbanka í Grafar- vogi. Hann er sakaður um fjárdrátt í starfi sínu með því að hafa dregið sér fé af reikningum viðskiptamanna og fært í heimildar- leysi fé á milli reikninga til að reyna að dylja fjárdrátt sinn. Þorskkvóti víða á þrotum INNAN við fimmtungur er eftir af þorskkvótanum þegar tæplega þriðj- ungur lifir af kvótaárinu. Liðlega þriðjungur er eftir af karfakvótan- um, en nálægt 60% af kvótum fyrir ýsu, ufsa, grálúðu og skarkola. Kvótavandræði hafa leitt til þess að útgerðir eru að taka þorskkvóta á leigu fyrir 75 kr. kílóið sem er aðeins 10-15 kr. undirþví verði sem þær fá að meðaltali fyrir fiskinn á fiskmörkuðunum. Hlutfallslega minnst er eftir af þorskkvóta á Snæfellsnesi. Byggðar- lögin á Vestfjörðum og Reykjanesi eiga almennt eftir 15-20%, Flateyr- ingar hafa þó alveg lokið við sinn kvóta og Þingeyringar eiga aðeins eftir 5%. Einna mest er eftir á Siglu- firði, 65%, og á Þórshöfn, 54%. ■ Kvótinn/C8 íslandsbanki gerir 17 milljóna króna bótakröfu á hendur mannin- um í málinu og einnig hefur ein- staklingur gert um 3 milljóna króna bótakröfu á hendur honum. Fjölmörg tilvik Maðurinn hefur játað stóran hluta sakargifta en um fjölmörg tilvik er að ræða. Upp komst um fjárdráttinn í ársbyijun 1993 en talið er að fjárdráttinn hafi maður- inn að mestu leyti framið á árinu 1992. Flókið mál Málið er flókið því í einhverjum tilvikum er maðurinn talinn hafa dregið sér fé af einum reikningi og flutt inn á annan til að reyna að fela fyrri úttektir. Því er ekki ljóst hver hagnaður hans var af fjárdrættinum. Maðurinn hefur ekkert endur- greitt af þeim fjármunum sem hann dró sér. Bankinn hefur greitt út bætur til reikningseigenda. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Komnarheim GUÐRUN Margrét Gunnarsdóttir og dætur henn- ar, Nadine og Denise, komu til íslands í gær- kvöldi frá Amman í Jórdaníu. Þangað komu þær frá Sanaa í Jemen á sunnudag á vegum Samein- uðu þjóðanna, en bardagar hafa geisað á milli Norður- og Suður-Jemena frá í byrjun maí. Á stærri myndinni sést afi Guðrúnar Margrétar, Ólafur Guðmundsson, og faðir hennar, Guðmundur Eiríksson, veifa dætrum hennar. Á milli dætranna . stendur Edda Gísladóttir, móðir Guðrúnar Mar- grétar. Á minni myndinni faðmar Guðrún Margrét ömmu sína, Guðrúnu Ólafsdóttur. Edda sagði í samtali við Morgunblaðið að henni hefði liðið illa að vita af dóttur sinni og fjölskyldu hennar í Jem- en og hún sé fegin að þetta hefði allt farið vel. Hún þakkaði starfsfólki utanríkisráðuneytisins fyrir aðstoðina við að koma Guðrúnu Margréti frá Jemen, hjálp þess hefði verið ómetanleg. Meinatæknar heimila þrjár hjartaaðgerðir í þessari viku Morgunblaðið/Þorkell Gluggað í atvinnuauglýsingar ÞESSIR meinatæknar notuðu stund milli stríða á sáttafundi með viðsemjendum í Karphúsinu í vikunni til að skoða atvinnu- auglýsingar í Morgunblaðinu. Sex aðgerðir þykja lágmark MEINATÆKNAR heimiluðu á mánudag undanþágur fyrir þrjár hjarta- aðgerðir í þessari viku, sem eru helmingi færri aðgerðir en heimilaðar voru á fyrstu vikum verkfallsins. Þá verður bráðaaðgerðum sinnt eftir þörfum, án þess að til undanþága þurfi að koma. „Við hefðum þurft heimildir fyrir að minnsta kosti tvöfalt fleiri aðgerðum og þó að meinatæknar leyfí þijár aðgerðir nú, er hins vegar allsendis óvíst um fram- haldið,“ segir Jónas Magnússon, yfírlæknir á handlækningadeild Landspítala. Jónas segir 200 manns bíða eftir hjartaþræðingu, en af þeim verði hugsanlega þriðj- ungur settur á biðlista til hjarta- aðgerðar, um 65-70 manns. Meinatæknar hafa verið á stöð- ugum fundum með viðsemjendum sínum síðustu fjóra daga. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafélagsins, vildi ekki gefa upp hvort þokast hefði í sam- komulagsátt í gær. Sáttafundur hefur verið boðaður kl. 13 í dag hjá Ríkissáttasemjara. „Þjóðfélagið gerði meira veður út af flensu sem fimmtán hross í Víðidal fengu á dögunum en þessu verkfalli og áhrifum þess á heil- brigðiskerfið, þó að ólíku sé sam- an að jafna. Aðeins á þessari deild hafa áhrif verkfallsins kostað þjóðarbúið 10 milljónir á viku, og nú eru fimm vikur liðnar án þess að lok virðist innan seilingar,“ segir Jónas Magnússon. Krökktaf tognrum á Reykja- neshrygg MILLI 30 og 40 togarar hafa und- anfarnar vikur verið að úthafs- karfaveiðum rétt utan við landhelg- ismörkin á Franshól og Reykjanes- hrygg. Nokkuð hefur borið á því að sumir togaranna fari ekki í öllu eftir siglingarreglum. Eins hefur leikið grunur á að sum skipanna hafí lætt sér yfir landhelgismörkin. Auk íslenskra togara, bæði undir íslenskum og erlendum fánum, eru þama rússnesk skip, norsk, japönsk og skip frá Panama. Landhelgis- gæslan hefur fylgst með þessu svæði bæði úr lofti og af sjó. Farið hefur verið um borð í nokkra tog- ara til eftirlits og afli og veiðarfæri könnuð. Samkvæmt heimildum blaðsins var íslenskum eftirlits- mönnum neitað að fara um borð í norskan togara á Reykjaneshrygg- 1 MORGUNBLAÐINU þessa dagana taka lesendur eftir nokkr- um breytingum á niðurröðun efnis blaðsins. Markmiðið er að færa saman tengda efnisþætti, þannig að þeir verði aðgengilegri Efnisskipan í Morgunblaðinu fyrir lesendur. Á myndinni hér að neðan er sýnt hvar helstu efnis- þætti er að finna. Dagskrá ljós- vakamiðlanna er nú á öftustu opnu blaösins ásamt dagbók og veðurkorti. íþróttaopnan færist - Viðskipti/Atvinnulíf innlendar fréttir. Staksteinar verða aftarlega í blaðinu í grennd við Bréf til blaðsins, Velvakanda fram um eina opnu. Teikmng og Víkverja og ýmsa þjónustu- Sigmunds verður á sama stað og tengda þætti. áður — á blaðsíðu 8 — innan um Listir - Aðsendar greinar Baksíða,-1 Dagbók- innlendar Veður Útvarp/ fréttir Krossgáta Sjónvarp Iþróttir 50 1 48 48 \ 47 \ 46 45 \ 44 \ Velvakandi \ Kvikmynda- Fólk í J Stjörnuspá Bréf til -' auglýsingar fréttum Víkverji blaðsins Staksteinar Þjónusta Peningamarkaður Miðopna Sérblað dagsins eru íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.