Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 5

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 5 FRÉTTIR Samningar um kjötssölu eru að takast INNAN fárra daga hefst á Húsavík vinnsla á nautakjöti í neytendaum- búðir sem verður selt til Bandaríkj- anna. Ekki er búið að skrifa undir samning um sölu á kjötinu, en Guð- mundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, segist reikna með að það verði gert fljótlega. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út vottorð um að ís- lenskt nautakjöt innihaldi engin aukaefni og sé framleitt án hormó- nagjafar. Þetta vottorð er grund- völlur fyrir nautakjötssölunni til Bandaríkjanna. Það er verslunark- eðja í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í sölu á hreinleikavöru sem sér um söluna þar í landi. Guðmundur sagði að kúbændur geri sér miklar vonir um að þessi nýi markaður skili þeim ávinningi. Hann sagði að verðið sé vel viðun- andi, en vildi ekki tilgreina ná- kvæmlega hversu hátt það er. Öll vinnsla á lqötinu í neytend- aumbúðir fer fram á Húsavík, en nautgripunum verður slátrað víðar á landinu. Guðmundur sagði að vinnslan á Húsavík fari af stað eft- ir nokkra daga. Hann sagði að rætt hafi verið um að selja 300 tonn á Bandaríkjamarkað á ári til að byija með. Einstæð móðir fékk 10 millj- ónir króna UNG einstæð móðir eins barns vann rúmar 10 milljónir í lottó- inu síðstliðinn laugardag. Fyrsti vinningur, sem var þre- faldur að þessu sinni, kom óskiptur í hlut konunnar. Vinn- ingsmiðinn var keyptur í sölu- turninum Neskjöri við Ægissíðu. Fjórir voru með fjóra rétta og bónustölu og fengu þeir 209.644 krónur hver. 158 voru með ijór- ar tölur réttar og fengu 9.155 krónur hver. 7.213 voru með þrjár tölur réttar og fengu 467 krónur hver. Margeir meðal efstu manna ALÞJÓÐASKÁKMÓTIÐ K-41 skák- klúbbsins í Kaupmannahöfn hófst á föstudaginn. Tveir Islendingar eru í hópi 10 keppenda. Margeir Pétursson vann Peter Heine-Nielsen, alþjóðlegan meistara frá Danmörku, í 1. umferð eftir 70 leiki og langt endatafl. Síðan hefur Margeir gert þtjú jafntefli. Þröstur Þórhallsson var afar óheppinn í fyrstu umferð er hann tapaði unn- inni skák fyrir Dananum Erling Mortensen. Síðan hefur Þröstur að- eins gert eitt jafntefli við Margeir en tapað tveimur skákum. Erling Mortensen hefur tvo og hálfan vinning og frestaða skák eftir fjórar umferðir. Margeir Pétursson og Daninn Schandroff hafa 2 'A vinn- ing. ------♦ ♦ ♦----- Skólastjóri Víði- staðaskóla hættir FRÆÐSLUSTJÓRINN á Reykjanesi hefur auglýst laust til umsóknar starf skólastjóra Víðistaðaskóla í Hafnar- firði, en núverandi skólastjóri, Egg- ert J. Levy, hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir að gegna starfinu áfram. Eggert hefur verið skólastjóri Víðistaðaskóla í tvö ár og hefur tví- vegis verið settur í starfið til eins árs í senn. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 1. júní, en nýr skólastjóri tekur til starfa 1. ágúst. VOLVO 850 STATION „Sport steisjon" Kraftmikill skutblll ^ Volvo 850 hefur fengið frábæra dóma um allan heim og er marg- verðlaunaður. Sama gildir um Volvo 850 station sem fæst nú í mörgum spennandi útfærslum. Volvo 850 er með ABS hemla- kerfi, spólvörn, SlPS-hliðarárekstrar- vörn, Volvo hljómflutningstækjum, innbyggðum barnastól í aftursæti, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt mörgu fleiru. T5 utfærslan er 225 hestöfl sem fást úr 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu, TURBO og millikæli (intercooler). GLT útfærslan er búin 5 strokka, 20 ventla, 2,5 lítra vél með beinni innspýtingu sem gefur 170 hestöfl. GLE og GL útfærslurnar eru síðan fáanlegar með 143 hestafla, 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu. Sætin í Volvo 850 hafa fengið mikið lof enda hönnuð af sérfræðingum í beinabyggingu líkamans. Þess vegna stígur þú óþreytt(ur) úr Volvo eftir langt ferðalag um ísland. Volvo 850 er einnig fáanlegur 7 manna. Volvo hefur um áratugaskeið verið fremstur bílaframleiðenda hvað öryggi varðar. Með Volvo 850 hefur verið stigið skrefi lengra. Sem dæmi um öryggisbúnað er krumpsvæði að framan og aftan, SlPS-hliðarárekstrarvörn, innbyggður barnastóll í aftursæti, bílbeltastrekkjarar á frambeltum, sjálfvirk hæðarstilling bílbelta, 3-punkta belti fyrir alla 5 farþega bílsins og margt fleira. Volvo 850 er ekki fjórhjóladrifinn heldur framhjóladrifinn með spólvörn. Spólvörnin gerir það að verkum að framhjólin ná alltaf hámarksgripi sem gerir Volvo 850 einstaklega hæfan í vetrarakstri. Volvo 850 station kostar frá: 2.598.000 kr. stgr. á götuna VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETURTREYST! FAXAFENI8 • SÍNII91- 68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.