Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mótun Evrópustefnu Segja má aö Halldór Ásgrímsson hafi tekið við for- mennskunni í Framsóknarflokknum með nokkrum stæl. Strax í fyrstu ræðu sinni sem flokksformaður setti hann mótun framtíðarstefnu íslands í Evrópumálum í brenni- depil með eftirminnilegum hætti. <ifl, __ — ^-^GMuikJO Nýju framsóknarmaddömuna mun trúlega ekki skorta aðdáendur . . . Ml ilii ; i; llll Rúmlega 2% pilta fara í meðferð fyrir tvítugt Sala á SÁÁ-álfinum hefst um helgina RÚMLEGA 2% allra pilta og um 1% allra stúlkna fara í meðferð hjá SÁÁ áður en þau ná tvítugsaldil Á síðasta ári leituðu 126 einstaklingar á aldrinum 15-19 ára hjálpar SÁÁ vegna ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Af þeim sprautuðu 7 ungmenni sig reglulega með eiturlyfjum. Morgunblaðið/horkell ÁLFURINN er vinsæll þessa dagana. Um helgina munu félags- menn SÁÁ ganga í hús og bjóða hann til sölu. Ágóðanum af sölunni verður varið til forvarna í þágu ungs fólks. 4.300 miðar seldust í gegnum stéttarfélög SÖLU afsláttarfargjalda til er- lendra borga samkvæmt samningi Samvinnuferða-Landsýnar og nokkurra stéttarfélaga lauk á þriðjudag. Um 4.300 farseðlar seldust og er það um 1.000 fleiri miðar en í fyrra. Að sögn Kristjáns Gunnarsson- ar, fjármálastjóra hjá SL, voru langflest sæti seld til Kaupmanna- hafnar og Lúxemborgar en aðrar borgir sem hægt var að kaupa afsláttarfargjöld til voru Osló, Glasgow, Stokkhólmur, Amster- dam, London, París, Baltimore og Hamborg. Meðalverð á miða er 20.000 krónur. Ódýrustu fargjöld- in voru til Glasgow, 15.600 krón- ur, og dýrustu fargjöldin voru til Baltimore, 36.000 krónur. Til Amsterdam, Lúxemborgar og London kostaði um 20.000 krón- ur. Langflestir farþeganna fljúga með Flugleiðum en einhverjir fara með SAS. Ferðirnar vérða farnar á tíma- bilinu maí til september og er gild- istími miða frá einni viku upp í einn mánuð. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem SÁÁ efndi til í tilefni af því að sala á álfinum er að hefjast, en ágóða af sölu hans verður varið til forvarna í þágu ungs fólks. Salan fer fram um næstu helgi. Hver álfur kostar 500 krónur. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, sagði að SAÁ hefði markað þá stefnu að einbeita sér í auknum mæli að foi’vörnum í þágu ungs fólks. Ákveðið hefði verið að tveir menn verði ráðnir í fullt starf á vegum samtakanna til að vinna að þessum málum. Þórarinn sagði óeðlilegt að leggja alla áherslu á meðferð á ungmennum sem komin séu í vandræði vegna vímuefna- neyslu. Menn hljóti einnig að reyna að beina kröftum sínum að því að koma í veg fyrir að fólk lendi í vand- ræðum með sína neyslu. Mikil fjölgun Á seinni árum hefur ungum vímu- efnaneytendutrþ sem leita til SÁÁ fjölgað mikið. í fyrra leituðu 126 ungmenni á aldrinum 15-19 ára til samtakanna, en árið 1987 komu 70 í meðferð. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að dregið hafi úr neyslu unglinga á ólögmætum vímu- efnum. Þórarinn sagði að skýringin á þessu kunni að vera aukin neysla ungmenna á bjór og bruggi, en eins geti verið að fólk komi fyrr í með- ferð en áður. Langflestir í aldurshópnum 15-19 ára leita til SÁÁ á aldrinum 18-19 ára. Þórarinn sagði að erfiðara sé að hjálpa krökkum sem leita í með- ferð á aldrinum 15-17 ára. Hann sagði að vandamál þeirra séu oftast nær erfið og flókin og margt fleira þjái þau en vímuefnaneyslan ein. Hann sagði að margir þessara ungu krakka fari mjög fljótt út í mikla og harða neyslu ólöglegra vímuefna. Þetta ætti ekki síst við ungar stúlk- ur sem umgangist sér eldri menn sem sjálfir eru í vímuefnaneyslu. Þórarinn sagði að 7 af þeim 126 ungmennum sem leituðu til SÁÁ í fyrra hefðu sprautað sig reglulega í æð með óloglegum eiturlyqúm'. Forstjóri lceland Seafood á förum Vil snúa heim til Islands Magnús Friðgeirsson Magnús Friðgeirs- son, forstjóri Ice- land Seafood Corporation, dótturfyrir- tækis íslenskra sjávaraf- urða í Bandaríkjunum, hefur sagt upp störfum og hættir hjá fyrirtækinu í haust. Iceland Seafood Corp., sem auk þess að selja og markaðssetja af- urðir sem framleiddar eru hérlendis, rekur fiskrétta- verksmiðju á Camp Hill rétt utan við Harrisburgh í Pennsylvaniu-fylki, hefur alls ura 335 starfsmenn í vinnu. í fyrra varð hagn- aður af rekstri félagsins 175 þúsund dollar fýrir skatta, eða um 12,5 millj- ónir króna, samanborið við 816 þúsund dollara hagn- að fyrir skatta árið 1992, eða um 59 milljónir króna. Áætlanir fyrir árið 1993 gerðu ráð fyrir að hagnaður yrði um 140 milljónir króna. Minni velta og meiri sölukostnaður efi reiknað var með var sögð skýra lakari afkomu. - Magnús, er skýrínga á upp- sögn þinni að leita í þeirrí stað- reynd að hagnaður fyrirtækisins var minni í fyrra en ráð var fyrir gert? „Nei, alls ekki. Ég tók við starf- inu á stormasömu skeiði og ætlaði upphaflega að vera hérna í þijú ár. Framan af tókst mjög vel til í rekstrinum en síðan rann upp töluvert átakatímabil innan fyrir- tækisins, og brottför mín að þrem- ur árum liðnum hefði því komið fyrirtækinu illa og verið ótíma- bær. Mér hefur ekki fundist að ég gæti lagt fyrirtækið í aðrar hendur í rólegheitum og á þeim faglega grundvelli sem það krefst, fyrr en núna þegar vel horfir í rekstrinum. Eiginfjárstaðan er já- kvæð og skuldic. hóflegar. Bæði í sölukerfi og framleiðslukerfi fyr- irtækisins hefur orðið talsverð uppbygging, og aðgerðir okkar á því sviði fóru að skila árangri á þessu ári. Ég met stöðuna svo að einmitt núna sé hægt að láta þessi skipti eiga sér stað án þess að fyrirtækið skaðist. Ég er auk þess í raun ekki búinn að segja formlega upp störfum, heldur upp- lýsti ég stjórnina ein- göngu um að ég hefði óskir um að hverfa heim til íslands, þar sem ég væri að búinn að vera hér í sex ár og við þyrftum að líta eftir því hver gæti orðið eftirmaður minn. Ég mun taka fullan þátt í að finna eftirmann og setja hann inn í nýja stöðu á þann faglega hátt sem vera ber í fyrirtæki af okkar stærðargráðu, og síðan mun ég starfa áfram í stjórn félagsins.“ Fannst þér búseta til fram- búðar i Bandaríkjunum þá ófýsi- legur kostur? „Allan tfmann hefur maður vog- arskálar í höfði sér sem liggja lengst af í jafnvægi, og þó að ákvörðun sé loks tekin um að láta aðra skálina hafa meira vægi, er margs að sakna úr hinni skálinni. Ég held að mér verði eftirsjá að rekstrinum og lífinu hér, en sú spurning vaknaði, hvort fjölskyld- an yrði íslensk eða amerísk innan nokkurra ára? Ætlaðum við að yfirgefa gamla samfélagið fyrir nýtt? Mér hefur liðið vel hér og haft gaman af starfmu, en hins vegar þarf stundum að ljúka kafla og hefja nýjan. Ég held að banda- rískt þjóðfélag sé mjög lífvænlegt og eigi góðan tíma framundan, en spurningin snerist einvörðungu m hvar fólk vill vera.“ ► Magnús Gunnlaugur Frið- geirsson er fæddur 20. ágúst 1950 í Reykjavík. Eftir Sam- vinnuskólapróf lauk hann prófi í viðskiptafræðum frá London School of Foreign Trade 1973. Sama ár var hann ráðinn sölu- stjóri sjávarafurðardeildar SÍS og gegndi starfinu til 1983, er hann tók við stöðu framkvæmda- stjóra búvörudeildar. Árið 1988 var hann ráðinn forstjóri Iceland Seafood Corporation. Hann hef- ur setið í margvíslegum nefndum og ráðum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Magnús varð félagi í Islensk-ameríska versl- unarráðinu árið 1988 og hefur gegnt formennsku þar. — Hvernig horfir staðan á mörkuðum við fyrirtækinu í ár? „Markaðsútlitið á þessu ári er gott, fyrirtækið hefur bryddað upp á nýjungum og er í sókn á mark- aði með breyttu sölukerfi og meiri hagkvæmni verður gætt í fram- leiðslu og markaðsmálum. Áætl- anir okkar gera ráð fyrir að hagn- aður í árslok nái 2 milljónum doll- ara og afkoman fyrstu þijá mán- uði ársins gefur fyllilega til kynna að þær standist, því við erum held- ur umfram áætlun í þeim efnum. Iceland Seafood Corp. hefur mjög sterkan sess á Bandaríkja- markaði og er í raun ánægjulegt hvað sá styrkleiki er mikill og hversu mjög hann hefur vaxið að undanförnu með endurskipulagn- ingu sölukerfis og umbótum í framleiðslumálum. Eg tel að fyrir- tækið sé bæði verðmætt fyrir eig- endur þess og raunar þjóðina alla. Verið hefur vöxtur í hlut Islend- inga á bandarískum fiskmörkuð- um undanfarið, en það vorum við íslendingar sjálfir sem kusum að minnka hlut Bandaríkjanna í okk- ar útflutningi þangað. Fiskneyslan fer enn minnkandi hérna, og ég segi ekki að slagurinn sé auðveld- ur, en stöðu íslensku fyrirtækj- anna hérlendis tel ég sterka. í raun og veru má sæta furðu að staða Islands sé svo sterk á svo stórum markaði." — Hefurðu lagt niður fyrir þér næstu skref, eftir að þú yfirgefur fyrirtækið? „Nýjabrumið samfara ákvörð- uninni er enn svo mikið, að ég hef ekki haft tíma til að hugsa í þaula hvað ég tek mér fyrir liendur. Framhaldið er algerlega óráðið, fyrir utan óskir sem ég hef um að sækja námskeið í Harvard- háskóla fyrir stjórnendur meðal- stórra fyrirtækja á bandarískan mælikvarða, sem nokkurs konar míliiskreí á leiðinni heim.“ „Staða okkar furðu sterk á markaðnum"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.