Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Gift og skilin innan tveggja mánaða » i ! DREW Barrymore lá svo á í hjónaband að hún kvæntist krá- areigandanum Jer- emy Thomas eftir aðeins nokkurra vikna kynni. Það var 20. mars sem henni datt í hug að biðja Thomasar og þegar hann játaðist henni var umsvifalaust hringt í „24 tíma þjónustu" prest sem gaf þau saman. „Ég elska Thomas og hann er sá rétti. Hvers vegna ættum við að bíða?“ sagði hún þegar fjölmiðla- menn lýstu undrun sinni á fiýtinum. Thomas reyndist þegar til kom ekki vera „sá rétti“, því í skjölum dóms- húss Los Angeles-borgar sést að þau hafa flutt frá hvort öðru 19. apríl eða mánuði eftir brúðkaupið. Drew varð fyrst þekkt árið 1982 í myndinni „ET“, en þá DREW Barrymore og Jeremy Thomas. var hún dnungis sjö ára. I kjölfarið fylgdu erfiðleikar bæði vegna fjöl- skylduvanda- mála og frægð- arinnar, þann- ig að einungis níu ára varð hún drykkju- sjúklingur og 12 ára orðin háð eiturlyfjum. Fjórtán ára fór hún sjálf- viljug í afvötnun og komst á réttan kjöl á ný öllum til mikillar undrunar. í kjölfarið fylgdu fleiri kvik- myndahlutverk, enn fléiri kærastar og að lokum hjónaband, sem nú virðist vera lokið. Óhætt er því að segja að Drew hafi lifað hratt þau 19 ár sem hún hefur lifað. HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó Snilldarverk Spielbergs með 7 Oskara LISTI SCHINDLERS imSIPBSfliK klQiSll Leikstjóri Steven Spielberg Ef þú ert ekki einn hinna 16.000 sem barið hafa augum eitt merkilegasta verk kvikmyndasögunnar, hvernig væri þá að skella sér vestur á Mela áður en það verður of seint. Fólk Janet Jackson hlýtur gullplötur ►SÖNGKONAN Janet Jackson virðist ekki eiga langt í land með að komast upp að hlið bróður síns, Michaels Jacksons, í vin- sældum, því plata hennar „Janet“ hefur nú selst í tíu milljónum eintaka. Þá má einnig nefna að hún hlaut Grammy-verðlaun fyr- ir skömmu og uppselt var á alla tónleika á síðasta tónleikaferða- lagi hennar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar útgáfufyrirtækið Virgin Records afhenti henni gullplöturnar. JANET Jackson með gullplöturnar, sem Nancy og Ken Berry frá Virgin Records afhentu henni. Breska pressan eltist nú við Játvarð og Sophie ►ÞAÐ er ekki að sökum að spyrja, um leið og Játvarður Bretaprins var kominn með unnustu upp á arminn fékk breska pressan mun meiri áhuga á ferðum hans og at- höfnum en áður. Er nú svo komið að honum hefur ofboðið eltingaleikur pressunnar, sem fyrir skömmu birti myndir af kærustunni Sophie Rhys-Jones yfirgefa Buckinghamhöll klukkan 8 að morgni með fyr- irsögninni: Við vitum öll hvar Sophie hefur verið. Það sem fyllti þó mælinn var mynd sem birtist í blöðunum The Sun, Daily Mirror, Today og Daily Express af Játvarði kyssa kærustuna Sophie Rhys- JÁTVARÐUR og Sophie Rhys- Jones fá ekki frið frekar en aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Jones. Myndirnar voru teknar með sterkri aðdráttarlinsu og hafa eftirlitsnefnd bresku blaðanna borist kvartanir frá Buckinghamhöll, sem byggðar eru á því að Játvarður og Sop- hie voru stödd á einkalóð hall- arinnar og að myndirnar hafi verið teknar með sterkum að- dráttarlinsum. Þótt undarlegt megi virðast er það einungis í annað sinn sem kóngafjöl- skyldan kvartar til nefndarinn- ar undan ágangi fjölmiðlanna. í fyrsta skiptið kom kvörtunin frá Andrési árið 1991 þar sem klagað var yfir myndum sem birtust af dóttur hans hlaup- andi nakinni á grasbletti. Hins vegar skrifaði Játvarð- ur persónulegt bréf til ritstjóra blaðanna eftir að ástamál hans urðu opinber, þar sem hann bað um að hann og Sophie fengju frið fyrir ljósmyndur- um, þannig að þau gætu lifað sem eðlilegustu lífi. Skemmtun * Arshátíð saumaklúbbs á bílaverkstæði SAUMAKLÚBBURINN Fimir fingur hélt árshátíð sína um helg- ina og var hún nokkuð frábrugð- in þeim fyrri, því stúlkumar vildu koma eiginmönnunum rækilega á óvart. Þær fengu lánaða efri hæðina á Bílaverkstæði Jónasar í Kópavogi, þar sem þær skreyttu salinn með blöðrum, borðum og hvorki fleiri né færri en fimm jólaseríum! „Við byijuðum daginn á því að kaupa inn og skelltum okkur síðan í matartilbúninginn. Þegar honum var lokið var haldið á Hótel Loftleiðir, þar sem við fór- um í gufubað og þaðan lá leiðin á bílaverkstæðið að gera allt klárt áður en eiginmennirnir komu,“ sagði ein kvennanna í spjalli við Morgunblaðið. Þær ferðuðust á milli staða í bílnum Maðkinum sem þær höfðu fengið lánaðan hjá Grínarafélag- inu og að sjálfsögðu voru þær með einkabílstjóra. Hann var síð- an sendur til að sækja eigin- mennina en konurnar höfðu séð fyrir því að kaldar veitingar væru á boðstólum meðan á ferð þeirra stóð. Bílstjórinn tók þátt í gríninu og ók með þá sem leið lá til Þing- valla, en sneri fljótlega við og sagðist þurfa að koma við á bíla- verkstæðinu. Þar var vel tekið á móti þeim og beið þeirra mexí- kóskur matur með tilheyrandi tónlist og stemmningu. Að máltíð lokinni var dansað fram á rauða nótt. ‘'»uiguiiuiauiu/ouii ____ Saumaklúbburinn hafði að sjáifsögðu útvegað sér hatta. F.v. Sigríður Bergsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir, Sigrún Edda Jóns- dóttir, Herdis Jónsdóttir, Sig- ríður Rafnsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Thelma Sigurð- ardóttir. Stelpurnar í Fim- um fingrum tóku vel móti mökum sínum á bíla- verkstæðinu og þótti þeim upplagt að taka lagiö undir gítarspili Sverris Þorsteinssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.