Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 64
Whp% HEWLETT mUftM PACKARD -----------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANOI H F HOfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frú möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 RE\ KJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIÍÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið og Smekkleysa halda tónleika Bjarkar Byrjuð ánýrri plötu MORGUNBLAÐIÐ og útgáfu- fyrirtækið Smekkleysa s.m. hf. hafa gengið frá samningum um að standa sameiginlega að tónleikum Bjarkar Guðmunds- dóttur í tengslum við Listahá- tíð í Laugardalshöll 19. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða fyrstu tónleikar Bjarkar á Islandi frá því að hún hóf sólóferil og einu fyrirhuguðu tónleikar hennar hér á landi á þessu ári. Sala aðgöngumiða hefst á þriðjudag. Björk er nú stödd í Lundúnum við upptök- ur á næstu breiðskífu sinni sem koma á út snemma á næsta ári. Björk segist hafa ætlað að 1 taka sér tónleikafrí fram á haust til að geta helgað sig upptökunum, en hafi látið til leiðast að leika á fáeinum tón- leikum, meðal annars hér á landi, enda hafi lengi staðið til að hún héldi tónleika hér; sína fyrstu frá því hún hóf sólóferil. Mikill áhugi Björk segist hafa eytt tæpri viku í hljóðverinu við upptök- ur, með Graham Massey úr hljómsveitinni 808 State sér til halds og trausts, en Björk hefur unnið með honum áður. ■ Björk segist ætla að vinna væntanlega plötu með fleiri tónlistarmönnum en áður, meðal annars til að gera hana enn fjölbreyttari en Debut. Upptökurnar hafa gengið að óskum og Björk segist mjög spennt yfír því sem hún hefur þegar tekið upp. Að sögn Asmundar Jónsson- ar hjá Smekkleysu er mikill áhugi fyrir miðum á tónleikana 19. júní og það þó sala hafi ekki hafist. „Það er allnokkuð i um að fólk vilji kaupa miða um leið og það er að kaupa miða á önnur atriði Listahátíð- ar, en einnig hafa margir haft samband við Smekkleysu og hljómplötuverslanir og spurst fyrir um miða. Sala hefst þó ekki fyrr en næstkomandi þriðjudag, enda hefur ýmis undirbúningur tekið lengri tíma en ætlað var.“ Morgunblaðið/Júlíus EYÞÓR Örn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli hans reyndust minni en útlit var fyrir í fyrstu. Hann segir að reiðhjólahjálmur sem hann var með hafi valdið því að ekki fór verr. Vaxtamunur j ókst um liðlega milljarð VAXTAMUNUR banka og spari- sjóða áður en tekið er tillit til fram- laga í afskriftareiknings jókst um liðlega einn milljarð króna á sl. ári. Námu hreinar fjármunatekjur bankakerfísins alls um 11,3 millj- örðum króna en voru 10,2 milljarð- ar árið 1992. í hlutfalli við meðal- stöðu efnahagsreiknings er vaxta- munur í fyrra 4,5% en var 4,2% árið 1992. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður um nálægt 800 milljónir, samkvæmt samantekt bankaeftirlits Seðlabankans, m.a. vegna niðurfellingar landsútsvars, lægri iðgjalda í tryggingasjóði og lægri launakostnaðar. Afkoma bankakerfísins fýrir af- skriftaframlög á sl. ári batnaði því alls um nálægt 2 milljarða á sl. ári vegna aukinna fjármunatekna og lægri kostnaðar. Afskriftir héldust hins vegar áfram miklar og dugðu auknar tekjur ekki til að snúa tap- rekstri í hagnað. Þannig varð um 170 miHjóna tap á bankakerfínu, en tapið var 2,8 milljarðar árið 1992. Landsbankinn hefur tilkynnt um 3,7% vaxtamun á sl. ári í stað 3,84% árið 1992. Vaxtamunur Búnaðar- bankans að teknu tilliti til framlaga í afskriftareikning er sagður hafa verið 2,33% í fyrra og hafa farið minnkandi undanfarin ár. íslands- banki hefur m.a. upplýst að vaxta- munur hafi einungis verið 0,8% í fyrra í stað 2,2% árið 1992. ■ Eykur vaxtamuninn/Bl Hlutafé í Samskipum aukið um 480 milljónir Islensk fyrirtæki undirbúa kaup á stórum hluta ásamt þýskum aðila UNDIRBÚNINGUR að stórlega breyttu eignar- haldi og mikilli hlutafjáraukningu hjá Samskip- um er nú vel á veg kominn. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 480 milljónir króna. Islensk fyrirtæki, úr ólíkum atvinnu- greinum, hyggjast kaupa stóran hluta í Sam- skipum, fyrir 250 milljónir króna eða meira. Landsbanki Islands hyggst enn um sinn eiga 180 milljóna króna hlut, eða 26%, og þá liggur fyrir að þýskur flutningsaðili kemur inn í fyrir- tækið, fyrst um sinn, með liðlega 100 milljónir króna, en með möguleika á því að eignast sam- tals um 40% í fyrirtækinu, eða allt að 280 milljóna króna hlut. Landsbankinn hyggst færa niður hlutafé í Samskipum úr 500 milljónum króna í 200 millj- ónir króna. Þannig verður hlutafé fyrirtækisins að aflokinni hlutafjáraukningu 680 milljónir króna. Undirbúningur þessa máls hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins staðið um nokk- urt skeið. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir, fyrir aðalfund Samskipa, sem haldinn verður 30. maí nk. og hún verði lögð fyrir fund- inn. Fyrirtæki úr ólíkum atvinnugreinum Meðal þeirra íslensku aðila sem verða stærstu eignaraðilar að Samskipum, takist samningar, eru: Samvinnulífeyrissjóðurinn, sem hefur for- göngu um málið, Samvinnusjóður íslands og/eða hluthafar hans (stærstu eigendur hans eru KEA, Iceland Seafood Corp., Olíufélagið hf. og Vátryggingafélag íslands), íslenskar sjávarafurðir hf., BYKO, Fóðurblandan hf. og Samheiji á Akureyri. Þá eru líkur á Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum eignist lítinn hlut í félaginu. Auk þess geta tveir eða þrír aðilar enn bæst í þennan hóp verðandi hluthafa í Samskipum. Fyrir liggur að Landsbankinn hyggst ekki eiga sinn hlut til frambúðar, en a.m.k. fyrst um sinn. Hyggst bankinn gefa út svokölluð forgangshlutabréf, við hlutafjáraukninguna, sem jafngildir því, að nýir hluthafar hafa for- gang að arðgreiðslum. Barnið lítið meitt en hjálmurinn ónýtur „HJÁLMURINN er alveg í spaði. En hann bjargaði mér nú samt. Ég væri örugglega ekki heill ef ég hefði ekkiverið með hann,“ segir Eyþór Örn Jónsson 12 ára. Hann þakkar hjólreiðahjálmi lít-. il meiðsl þegar hann hjólaði í veg fyrir bíl á húsagötu við Bústaðaveg um kl. 17 í gær. „Ég hjólaði inn á götuna og sá ekki að bíll kom á móti. Ég þeyttist í loft upp og leið eins og verið væri að spóla mynd- bandsspólu hægt áfram. Svo rotaðist ég, a.m.k. man ég ekki hvað gerðist á eftir,“ segir Ey- þór. Hann lenti á framrúðu bíls- ins og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsl reynd- ust hins vegar vera minni háttar og fékk Eyþór að fara heim að lokinni skoðun. Lögreglan telur að reiðhjóla- hjálmur hafi einnig forðað níu ára gamalli telpu í Hafnarfirði frá hættulegum höfuðmeiðslum í fyrradag þegar hún féll af hjól- inu, kom niður á höfuðið og missti meðvitund á þriðjudags- morguninn. „Hjálmurinn kom þarna í veg fyrir stóralvarlegt slys, að mínu mati, og hefur kannski orðið telpunni til lífs,“ sagði Gissur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, í samtali við Morg- unblaðið. Hjálmurinn var skemmdur yfir hnakka telpunn- ar, þar sem höfuð hennar skall í jörðina. Telpan fékk að fara heim eftir skoðun á slysadeild. í dag hefst umferðarátak lög- reglu á Suðvesturlandi en að þessu sinni verður sérstakri at- hygli beint að búnaði hjólreiða- manna og að því að hvetja þá m.a. til að nota reiðhjólahjálma. 3Htt¥gttuMnfrU» MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 14. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.