Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 11

Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 11
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAI 1994 11 HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS OG FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA kynna enn eina nýjung: Skipulag og umsjón Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri. Ævintýri á slóðum Tarsans og Jane TOFRAR AUSTUR AFRIKU TANZANIA ogKENYA TANZANIA í fyrsta sinn frá íslandi viku-safarí í frægustu villidýralendur heimsins með mörg hundruð tegundir villtra dýra og fugia í stórbrotinni umgjörð landslags og gróðurs. Draumur allra náttúruunnenda: Lake Manyara, Serengeti, Olduvai-gjáin með elstu mannvistarleifar heimsins og Ngorongoro-gígurinn. Allt á nýjum 4+ -5★ gististöðum með fullu fæði. Engar tjaldbúðir. KENYA Eftir komuna til Nairobi hefst dvölin á gistingu á 5★ Golf & Country Club hótelinu, síðan til Safari Lodge í hinu fagra Amboseli við rætur Kilimanjaro. Á bakaleið frá Tanzaniu er gist í Taita Hills við hinn fræga þjóðgarð Tsavo, áður en haldið er í sæluviku við strönd Indlandshafsins. GRAND HOTEL DIANI REEF - vikudvöl á besta strandhóteli í Kenya við pálmaskrýdda, drifhvíta strönd Indlandshafsins. Sjö mismunandi veitingasalir með réttum jafnmargra þjóða. Ótal sportferðamöguleikar og skemmtun. Draumaleyfi við svalandi hafgolu á hitabeltisströnd. Það fegursta í ríki náttúrunnar ) I ! I KENYA Miðbaugur liggur þvert um landið, en loftslagið þykir eitt hið besta á jörðinni, eftir að regntíma lýkur í október, enda liggur mikill hluti landsins um 2.000 m yfir sjávarmáli. Vegna náttúrutöfra, fjölbreytni, góðs loftslags, hagstæðs verðs og bætts þjóðfélagsástands er Kenya aftur komin á toppinn sem sem óskaland ferðamanna. Höfuðborgin Nairobi, með gistingu á Windsor Golf & Country Club, töfrar náttúrunnar f þjóðgörðum Amboseli og Tsavo, á slóðum Hemingways rithöfundar í hlíðum Kilimanjaro-fjalls (5.895 m) og að lokum dýrðardvöl til hvíldar og endurnýjunar á Diani Reef við strönd Indlandshafs. TILHÖGUN Flug um London til Nairobi í Kenya og sólarhringshvíld. Síðan hefst 8 daga safaríferð með akstri um frægustu villidýralendur Kenyu og Tanzaníu. Gist er á bestu hótelum með fullu fæði og dýraskoðun innifalinni. í lokin vikudvöl á frægu Diani Reef hótelinu. Heimflug frá Mombasa um London. Hægt að framlengja. Allt valdir gististaðir með fullkomnu hreinlæti, engin tjaldbúðagisting. AUSTURSTRÆTI17, 4. hæð 101 REYKJAVÍK»SÍ«II 620400*fAX 626564 —^ ^1"****55^""".... ... "1 -£~=SQaP£m~mmmJGLEIÐIFt TANZANIA Nú er tíminn runn- inn upp fyrir Tanzaniu, sem hefur komið upp fulkominni gistiaðstöðu í nýjum hótelum handa gestum að skoða mestu undur heimsins í náttúrunni, og búið að opna landa- mærin að Kenya. Stórbrotin fegurð milli Kilimanjaro og Viktoríuvatns. Ekki aðeins „hinirfimm stóru", fíll, gíraffi, buffalo, ljón og pardus, heldur margir tugir antilópu- og gasellutegunda, auk hundruða annarra dýrategunda, sem samtals skipta milijónum í þjóðgörðum Tanzaniu: LAKE MANYARA, SERENGETI, OLDUVAI-GIÁNNI OG NGORONGORU. Hámark upplifunar í náttúrunni. Fullkomin gistiaðstaða með öllum þægindum á SOPA LODGES. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA? HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS DIANI KJÖR Að vanda - hagur ferðamannsins í fyrirrúmi. Hagstæðir samningar um flug, akstur og gistingu tryggja einstakt verð á því besta á ferðalögum. Það telst góður árangur að geta boðið þessa ferð 160 þús. kr. ódýrar á mann frá íslandi en sambærileg ferð að lengd og gæðum frá Frankfurt með þýskri ferðaskrifstofu. Ath. að verð Heimsklúbbsins hækkar um kr. 15.000, sé pantað eftir 15. maí. Aðeins 10 sæti laus núna KYNNING Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, kynnir ferðina í máli og myndum í Ársal Hótel Sögu í dag, fimmtu- daginn 12. maí kl. 16.00. Aðgangur að kynningunni er ókeypis fyrir þátt- takendur og áhugafólk meðan húsrúm leyfir, en kaffiveitingar til sölu. Frekari upplýsingar og tekið á móti pöntunum í lok kynningar. Ath. að aðeins 10 sætum er nú óráðstafað og hækkar verð þeirra eftir 15. maí. BÓKUNARSTAÐA í aðrar auglýstar ferðir: Staðf. Laus TÖFRAR ÍTALIU 13. ágúst 34 4 PERLUR AUSTURLANDA 6. sept. 30 6 viðb.s. FASCINATION 21 okt. nýjasta lúxusskip í Karíabahafi. 18 11 TÖFRAR AIÍSTUR AFRÍKU 9. nóv wma'i vmái |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.