Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Næsta kynslóð í listinni MYNDLIST II ú s „ Listaháskól- ans“ í Laugarncsi ÚTSKRIFTARSÝNING MHÍ 47 útskriftamemar og 4 gestanemar. 7.-15. maí. Aðgangur ókeypis. Sýn- ingarskrá kr. 500. ÞESSI sýning er fyrir löngu orðin fastur liður i myndlistarlíflnu, eins konar vorboði, sem listunnendur taka ávallt eftir. Nýr hópur verðandi lista- manna er að koma fram á sjónarsvið- ið, og einhveijir úr honum eiga vænt- anlega eftir að setja mark sitt á ís- lenskan listheim með árunum, þó tæpast sé hægt að spá miklu um það út frá þeim takmörkuðu verkum, sem hér birtast frá hveijum og einum. Útskriftarhópurinn er að þessu sinni svipaður að stærð og síðustu ár, og dreifíst nokkuð á sjö deildir (flöltækni, grafík, graflska hönnun; leirlist, málun, skúlptúr og textíl). I hlutföllum kynjanna hallar sífellt meir á karlmenninna (aðeins sjö í öll- um hópnum), en aldursdreifíngin er GUNNUR Sif Sigurgeirsdóttir: Grafík. GUÐBJÖRG Káradóttir: Leirlist. frá tuttugu og þriggja til rúmlega fímmtugs, svo ljóst er að fólk sækir í listnám á öllum aldri. Allt húsið er lagt undir sem fyrr, en vegna stærðarinnar njóta verk nemenda sín misjafnlega; í heildina má þó segja að hér sé á ferðinni sterk- ari sýning en oft áður. Nemendur úr svonefndum listiðna- deildum (grafískri hönnun, leirlist, textfl) hafa lengi komið sterkir til leiks á þessum sýningum, og svo er enn. Þær Bríet Friðbjömsdóttir og Unnur Gígja Gunnarsdóttir hafa skapað skemmtilega heildarpakka í sínum verkefnum í grafískri hönnun, og þær Guðbjörg Káradóttir og Kristbjörg Guðmundsdóttir hafa gert hið sama í leirlistinni; leirlistin í heild er einn athyglisverðasti þáttur sýningarinnar. Fæstir nemendur útskrifast úr textfl- deild að þessu sinni, en þar vekur einkum athygli hökull sem Inga Rut Sigurðardóttir hefur unnið. Grafík hefur um árabil verið um- fangsmikill þáttur í íslenskri mynd- list, og hér koma fram ýmsar tilraun- ir á því sviði; helst vekja athygli and- stæðumar í einfaldri pappírsgerð og myndefni Önnu Snædísar Sigmars- dóttur og ríkulegur íburður verka Gunnar Sif Sigurgeirsdóttur. í fjöltækni skarast verk listamanna oft með ýmsum hætti við aðra miðla. 6 vikna nánwkeid hefst 16. maí lnnritun bafin í torm fyrir / sumarið! Skemmtilegir og hressir tfmar fyrir þá sem vilja vera f góðu formi. Púl, sviti og þrek þar sem aðal- áherslan er á góðar þrekæfingar, teygjur fyrir allan líkamann og sfyrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri. • Tímarfyrir byrj- endnr og þá oem ekki baja komu) lengi. • Frambalddtímar DANSSTÚDÍÓ SOLEYJArV„ V* - KÓJDa firWKpínu. 6&sta/ l'.nqjaleigi 1 SCmar 687701 og 687801 Þannig á flautukonsert Bjarkar Sig- urðardóttur („Öxar við ána“ spilað á bílflautur) ef til vill meiri rætur í tón- list en myndlist; innsetning Maren Poser tengist spumingum um tíma, ræktun og endingu, en skemmtilegt ljósmyndaverk Heklu Bjarkar Guð- mundsdóttur fjallar um vöxt og þroska með nokkuð öðrum formerkj- um. Af því sem hér ber fyrir augu virð- ist höggmyndalistin að mestu horfín frá hefðbundnum efnum, en í raun orðinn angi af fjöltækni; hér kemur uppsetning Þorgeirs Ólasonar afar sterkt út, og um allt hús munu gest- ir rekast á skemmtilega stóla frá hendi Pekka Tapio Pyykönen. Loks ber að nefna málaralistina sjálfa, sem margir líta enn á sem kjama og undirstöðu myndlistarinnar. A sýningunni kemur fram ágætt lit- róf þeirra tilrauna, sem eru í gangi á þessu sviði. Alter-egóið Erling Klingenberg setur upp sýningarkassa um feril listmálarans frá æsku til frægðar, og Kristinn Már Pálmason kynnir sér möguleika steypu á léreft- ið; Guðný Rósa Ingimarsdóttir vinnur út frá mannslíkamanum í stórum sem örsmáum myndum, og Svanhildur Vilbergsdóttir minnist æskudaga blás himins, bijóstsykurs og hvítra ský- hnoðra. Loks má nefna að Hólmfríður Sóley Hjartardóttir vinnur skemmti- legar stólamyndir í ólík efni, og Lína Rut Karlsdóttir leitast við að skapa hina endanlegu mynd þegar í upphafí ferilsins með því að takast á við titil- inn „Lífíð, dauðinn, eilífðin og alit þar á milli"; ef það verk gengi upp, væri lítið eftir til að stefna að í framtíðinni! Sýningarskráin er að þessu sinni alfarið í höndum nemendanna sjálfra, og er smekklega unnin. Jafnframt því sem hún geymir upplýsingar um hið unga listafólk, er þar mikill fróð- leikur um stofnunina sjálfa, hlutverk hennar, skipulag, erlend samskipti, kennaralið o.s.frv. Þama er því áhugaverð heimild fyrir alla þá sem vilja fylgjast með listmenntun í land- inu; þróunin á þessu sviði hefur verið ör síðustu ár, og mun væntanlega halda áfram á næstunni, einkum ef Listaháskóli Islands kemst einhvem tíma á koppinn. Það er vert að benda fólki á að sýningin stendur aðeins í viku, og því ekki hægt að seinka ferð á hana um of, vilji menn fylgjast með því sem næsta kynslóð f íslenskri myndlist er að fást við í upphafí ferilsins. Eiríkur Þorláksson Tónleikar í Aratungu SKÁLHOLTSKÓRINN og Ár- nesingakórinn efna til tónleika í Aratungu laugardaginn 14. maí. Dagskráin hefst kl. 21 með fjöldasöng og að því loknu munu kórarnir flytja dagskrá sína og enda með samsöng. Einsöngvari er Margrét Bó- asdóttir sópran. Stjórnandi Skálholtskórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Stjórnandi Árnes- ingakórsins er Bjarney Ingi- björg Gunnlaugsdóttir. Að- gangseyrir er 500 krónur. Gallerí Borg Verk eftir Jens Urup SÝNING á nýjum verkum eftir Jens Urup verður opnuð í Gall- eríi Borg við Austurvöll laugar- daginn 14. maí kl. 14. Sven Adsersen fulltrúi í danska sendiráðinu flytur ávarp og strengjakvartett leik- ur nokkur lög. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 18, en henni lýkur 29. maí. Björg Þorsteinsdóttir, Jó- hanna Bogadóttir og Val- gerður Hauksdóttir. Þrír íslenskir listamenn sýnaí Þórshöfn ÞRÍR íslenskir listamenn, Björg Þorsteinsdóttir, Jóhanna Boga- dóttir og Valgerður Hauksdótt- ir, sýna nú verk sín í Norður- landahúsinu í Þórshöfn í Fær- eyjum í boði hússins. Nýr forstjóri Norðurlanda- hússins, Finninn Peter Tursc- hninoff, opnaði sýninguna föstudaginn 15. apríl að við- stöddum gestum, en sýning- unni lýkur 15. maí. Á sýning- unni eru 30 verk, málverk, teikningar og grafíkmyndir. Nýjustu myndimar eru unnar á þessu ári. Nýjar bækur Nóttín hlustar á mig ÚT ER komin ljóða- bókin „Nóttin hlustar á mig“ eftir Þuríði Guðmundsdóttur. Þetta er sjöunda ljóða- bók höfundar. Ljóðin í bókinni eru í þremur flokkum. Sá fyrsti nefnist Tjam- ljóð, annar Blóm þagnarinnar og hinn þriðji Nóttin hlustar á mig. „Þuríður Guð- mundsdóttir vakti at- hygli sem ljóðskáld við útkomu fyrstu Ijóða- bókar sinnar Aðeins Þuríður Guðmundsdóttir eitt blóm 1969. Seinni bækur hennar hafa sannarlega staðfest að rödd hennar á sterkan hljómgrunn í sam- félaginu,“ segir í kynningu útgefanda. Útgefandi er Hörpuútgáfan. „Nóttin hlustar á mig“ er 55 bls. Mynd á kápu gerði Björg Þorsteinsdóttir. Prentvinnslu vann Oddi hf. Bókin kost- ar 1.482 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.