Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ ÞAÐ VAR ekki minn vilji að gera málfni Fæðingarheim- ilis Reykjavíkur að pólitísku bitbeini. Þar sem Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna og 4. maður á R-lista, verð- ur uppvís að svo ótrú- legu þekkingarleysi í gi-ein sinni 15. apríl sl. verð ég hins vegar að svara honum. Því miður féllu lokaorðin niður í grein minni 21. apríl. Þau áttu að vera aðvörun til Reykvíkinga í komandi kosning- um, aðvörun sem ég set fram eftir kynni mín af vinnubrögðum Kvennalistans, eins og ég hef áður greint frá. Ég segi við Reykvíkinga: „Allir vilja hreppa heimasæt- una, en gætu setið uppi með staða meri sem hvorki kemst aft- ur á bak né áfram.“ Það var nákvæmlega það sem gerðist þegar vinstri flokkamir voru við völd 1978-1982. Þá voru þó Alþýðu- flokkur og Alþýðu- bandalag tveir flokk- ar. Guð má vita í hvað mörgum pörtum þeir eru núna. Erfitt á ég líka með að skilja að íbúar Reykjavíkur muni kjósa yfir sig flokk sem talar um umboðsmann borgarbúa en vill ekki að atkvæði Reykvíkinga og Reyknesinga séu jafngild og annarra. Þarna á ég við Framsókn- arflokkinn. Ég á líka erfitt með að ímynda mér að Sigrún Magnúsdóttir taki við skipunum frá Ingibjörgu Sói- rúnu ef svo illa færi að R-listinn færi með sigur af hólmi í komandi kosningum. Það sem ég óttast þó mest er að Pétur Jónsson komist í þá að- stöðu að sitja báðum megin við borðið í málefnum Fæðingar- heimilisins. Þá er ég viss um að Fæðingarheimilið verður ekki opn- að til frambúðar í maí næstkom- andi. Pétur fer með rangt mál í grein Péturs Jónssonar 15. apríl fer hann með þvílíkt bull-og talar af slíkri vanþekkingu að ég stórefast um að hann hafi nokkurn tímann komið inn fyrir dyr á Fæð- ingarheimilinu. Ég skora á hann að skýra hvemig hann hefur hugs- að sér að útfæra rekstur Fæðingar- heimilisins. Á að taka hluta af 2. hæð handa konum í glasafrjóvgun? Það er tæplega hægt öðruvísi en taka setustofu sængurkvenna en setustofan hefur mikla þýðingu Heimasætuna eða merina Fríða Einarsdóttir Framsóknarmenn sækj- ast eftir atkvæðum Reykvíkinga á R-lista, segir Fríða Einars- dóttir, en þeir vilja ekki að atkvæði Reykvíkinga vegi jafn þungt og fólks í öðrum kjördæmum í kosningum til Alþingis. fyrir þá hugmyndafræði sem starf- semi Fæðingarheimilisins hefur verið byggð á. í setustofunni sitja allar konur saman til borðs, tengsl þeirra verða betri og stofnanabrag- ur hverfur. Pétur talar einnig um að gera þurfi miklar endurbætur á Fæðing- arheimilinu. Hann lætur þess óget- ið að aðalkostnaðurinn við endur- bætur er vegna flutnings glasa- fijóvgunardeildar. Allt tal hans um að Árni Sigfús- son hafi komið í veg fyrir að barna- deild Landakots yrði flutt á annan sængurkvennagang Fæðingar- deildar Landspítalans er algjörlega út í hött, enda stóð til að bæta aðstöðu fæðandi kvenna, eða hvað Pétur? Að minnsta kosti sögðust Kvennalistakonur beijast fyrir því að svo yrði. En sennilega hefur það verið eins og annað hjá þeim sem fórnað var fyrir stólana. Áskorun til Reykvíkinga Ég skora á Reykvíkinga að lesa stefnuskrá R-listans vandlega. Þar segir ekkert um hvernig á að fram- kvæma þau loforð sem þar eru gefin. Ekki breyta bara breyting- anna vegna, það er alltof mikið í húfi til þess. Spyrjið þá sem muna tímabilið 1978-1982, þá átti líka að stofna embætti umboðsmanns borgarinnar, það náðist ekki sam- staða um það frekar en svo margt annað. Annars hélt ég að borgar- fulltrúar væru umboðsmenn borg- arbúa? Ég vona að Reykvíkingar sjái í gegnum þá grímu sem vinstri flokkarnir fela sig á bak við í bili og hreppa heimasætuna ekki mer- ina. Höfundur er Ijósmóðir. f i I I I I TÖLVUR Í BYGGINGARIÐNAÐI Ráðstefna á Hallveigarstíg 1 dagana 16.-19. maí nk. DAGSKRÁ MÁNUDAGINN 16. MAÍ: RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Kl. 08.30 Skráning - afhending ráðstefnugagna. Kl. 09.00 Ráðstefnan sett. Kl. 09.05 Borgarsamfélag á tölvuöld Kl. 09.25 Tölvunotkun í kennslu í byggingardeild Tækniskólans. Kl. 09.45 Hagnýting upplýsinga með núverandi hugbúnaði. Kl. 10.05 Tölvuvædd hönnun. Kl. 10.30 KAFFI. Kl. 10.45 Notkun töivustýringa við hefðbundna framleiðslu. DAGSKRA Sveinn Hannesson, framkvstj. Samtaka iðnaðarins. Árni Sigfússon, borgarstjóri. Eyþór R. Þórhallsson, lektor við Tækniskóla islands, byggingadeild. Guðni Guðnason, verkfræðingur, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Rúnar Hauksson, deildararkitekt Húsameistara ríkisins. Ingvar Kristinsson, deildarstjóri framleiðslutæknid. Iðntæknistofnunar. Kl. 11.05 REYNSLA FYRIRTÆKJA AF TÖLVUVÆÐINGU Tölvuvæðingin og raunveruleikinn. Reynsla af tölvuvæddri hönnun á verkfræðistofu. Breytingar, gallar og gæði. Steinþór Grímsson, forstj. Fjölnis. Kristján Sveinsson, verkfræðingur, Verkfræðistofu Sig. Thoroddsen. Ólafur Jakobsson, stjórnunarfr. Háskólanum á Akureyri. Kl. 11.35 UMRÆÐUR. Ki. 12.00-13.00 HÁDEGISHLÉ. FRAMHALD RÁÐSTEFNU RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Kl. 13.00 Verklýsingar, útboð, tilboð, áætlanir, eftirlit og stjórnun. Kl. 13.20 Samskipti milli tölva. Kl. 13.40 Útboðsbankar hérlendis og erlendis. Kl. 14.00 Samskiptakerfi Pósts og síma í nútíð og framtíð. Kl. 14.20 Framtíðarmöguleikar tölvutækni í ísl. bygg.iðnaði. Kl. 14.40 REYNSLA AF TÖLVUVÆÐINGU Áætlunargerð og stjórnun. Uppbygging Kringlunnar. Haraldur Sumarliðason, form. Samtaka iðnaðarins. Guðmundur Ásmundsson, verkfr. hjá Samt. iðnaðarins. Óskar Hauksson, framkvæmdastj. EAN á íslandi. Ásgeir Jóhannesson, ráðgjafi í útboðsmáium. Magnús Hauksson, yfirverkfr. Gagnaþjónustudeildar. Magnús Þór Jónsson, dósent Verkfræðideild H.l. Sigurður Einarsson, verkfr. Istaki. Gísli Rafnsson, byggingatæknifr., Byggðaverki h.f. Kl. 15.00 UMRÆÐUR. Kl. 15.25 RÁÐSTEFNUSLIT. KL. 15.30 OPNUN SÝNINGAR Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra. HRESSING í BOÐI IÐNAÐARRÁÐUNEYTISINS. Upplýsingar í síma 61 11 11 SAMTÖK IÐNAÐARINS § ÞJÓNUSTAN HF. SUMARÁÆTLUN M/S HERJÓLFS Gildir frá 6. maítil 4. sept. 1994. Frá Vestmannaeyjum Alla daga 08.15 Föstudaga og sunnudaga 15.30 Frá Þorlákshöfn 12.00 19.00 Auk þess á fimmtudögum í júní og júlí 15.30 19.00 ATH.: Allar seinniferðir eru kl. 19.00 frá Þorlákshöfn. Ferðir skipsins falla niður 22. maí (hvítasunnudag) og 5. júní (sjómannadag). A öðrum í hvítasunnu verða tvær ferðir eins og á sunnudögum. Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júlí til 1. ágúst vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Heriólfur h$. Sími 98-12800, myndsendir 98-12991 Vestmannaeyjum. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víhara samhengi! með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt o kreminu er einfaldlega rúllað á hársvæðið og skolað af í sturtu eða baði eftir tiltekinn tíma (sjá leiðb.) o húðin verður mjúk - ekki hrjúf o ofnæmisprófað Útsölustaðir: Hagkaup, apótek ogfleslar snyrti- vöruverslanir. Sensitive fyrir viðkvæma húð. Regular - fyrir venjulega húð. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.