Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FATLAÐIR 81 KORFUKNATTLEIKUR / NBA Morgunblaðið/Einar Falur John Stockton skoraði 17 stig fyrir Utah Jazz og átti 11 stoðsend- ingar. Landsliðið í Svíþjóð Landsliðið í körfuknattleik karla tekur þátt í opna Norðurlanda- mótinu í Svíþjóð. Island leikur í A- riðli — gegn Eistlandi í dag, gegn Finnlandi á morgun og Svíþjóð B á laugardaginn. Leikirnir fara fram í Solæna-höllinni í Stokkhólmi. Indiana tók óvænt forystu gegn Atlanta Hawks í fyrstu viður- eign liðanna í undanúrslitum Aust- urdeildar 96:95 í Atlanta í fyrri nótt. Utah Jazz, með Karl Malone í fararbroddi, vann fyrsta leikinn gegn Denver í undanúrslitum Vest- urdeildar, 100:91. Indiana- heldur áfram að koma á’ óvart og hefur nú unnið síðustu 12 leiki sína. Liðið sló Orlando út í fyrstu umferð og byijunin í undan- úrslitum Austurdeildar lofar svo sannarlega góðu — sigur á útivelli gegn Atlanta. Antonio og Dale Davis voru í aðalhlutverki hjá Pac- ers. Antonio gerði 12 af 18 stigum sínum í þriðja leikhluta og lagði þannig grunninn að sigrinum. Reggie Miller gerði 18 stig og Dale Davis 14 stig og tók 15 fráköst. Danny Manning var stigahæstur í liði heimamanna með 21 stig. „Ég á varla orð til að lýsa stór- leik Antonios og Dale Davis,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana eftir leikinn. „Þessir tveir leikmenn hafa staðið sig frábærlega í úrslita- keppninni. Við lékum vörnina mjög vel og hittnin var góð.“ Karl Malone var besti leikmaður Utah Jazz er liðið vann Denver Nuggets 100:91 í Utah. Malone gerði 25 stig og þar af sex stig í röð í þriðja leikhluta. John Stockton kom næstur með 17 stig og átti auk þess 11 stoðsendingar. Di- kembe Mutombo gerði 20 stig og tók 10 fráköst fyrir Denver, sem sló Seattle svo óvænt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah hafði níu stiga forskot í hálfleik, 53:44, en Denver gerði fyrstu 9 stigin í síðari hálfleik en þá tók Malone til sinna ráða og kom Utah tíu stigum yfir 67:57 og þá var ekki aftur snúið og náði Utah mest 16 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Mahmoud Abdul-Rauf var stiga- hæstu í liði Denver með 17 stig. NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Atlanta - Indiana..........85:96 ■indiana hefur 1:0 yfir, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram. Vesturdeild, undanúrslit: Utah - Denver..............100:91 ■ Utah hefur 1:0 yfir. Vormót Hafnarfjarðar í Golfi Helgina 14-15 maí verður haldið opið golfmót á Keilisvellinum í Hafnarfirði. Keppnisfyrirkomulag er 3 6 holu höggleikur og veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti með og án forgjafar í karla og kvennaflokki. Aukaverðlaun: Næst holu á öllum par 3. brautum Næst holu í öðru höggi á 18. braut Ræst verður út frá kl. 8.00 Keppnisgjald: 2500 kr. Skráning er í golfskála í síma 65 33 60 Bakhjarl af mótínu er Hafnarfjarðarbær Fimm fara til Frakklands Fimm íslendingar taka þátt í heimsbikarmóti í lyftingum fatl- aðra, sem fer fram í Mont de Marsan í Frakklandi um helgina. Það eru þeir Reynir Kristófersson, Jón Þór Ólafsson, Þorsteinn Sölvason og Atli Brynjarsson úr ÍFR og Arnar Klem- ensson, Viljanum Seyðisfirði. Þjálfari þeirra er Arnar Már Jónsson. KARFA Indiana kem- urennáóvart - sigraði Atlanta Hawks á útivelli og hefur unnið síðustu 12 leiki sína GOLF MÓT + HÍíSGAGMSllMG Húsgagnasýning í Bústoð: Hola í höggi í Bergvíkinni: Hyundai Elantra 1800 GTí 16 ventla, árgerð 1994, að verðmæti 1.345.000 - er í verðlaun fyrir að fara holu í höggi í Bergvíkinni, þriðju holu Hólmsvallar í Leiru. Jafnan ráðstöfunarrétt yfir bílnum hafa þeir kylfingar sem fara holu í höggi í Bergvíkinni í fimm opnum mótum hjá G.S. í sumar og er þetta fyrsta af þeim. Húsgagnasýning i versluninni Bústoð, Tjarnargötu 2. sunnudaginn 15. maífrá kl. 14:00 - 17:00. 50% afsláttur af kaffiveitingum í golfskála fyrir þá sem koma á húsgagnasýninguna. Olæsileg verðlaiin eru í opna Bústoðarniótinu: 1. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 18.000,- kr. 2. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 12.000,- kr. 3. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 8.000,- kr. Aukaverðlaun fyrir að fara næst holu á 16. braut. Ræst verður út frá kl. 08:00. Skráning er í síma 92-14100 Dregið verður úr nöfnum viðstaddra keppenda að loknu móti um ferðavinning frá Samvinnuferðum-Landsýn. G0LFKLÚBBUR ({® f SUÐURNESJA Hólmsvelli Leiru - Sími 92-14100 s Taktu sunnudagsrúntinn um Suðurnes! Tjarnargötu 2. - Sími 92-13377 Keflavík AFREKSMANNASJOÐUR ISI Pétur Guðmunds- son einn í A-flokki PÉTUR Guðmundsson kúluvarp- ari er eini íþróttamaðurinn sem er settur í A-flokk hjá Afreks- mannasjóði ÍSÍ. Alls eru tólf íþróttamenn sem fá styrk úr sjóðnum, auk þess sem A- landsliðið í handknattleik fær 8 milljónir króna á tveimur árum. Afreksmannasjóður hefur tæpar 13 milljónir til ráðstöfunnar á þessu ári, en það er 8% af lottótekjun- um árlega sem koma til skiptana hjá ISI. Þegar hefur stjórn Afreks- mannasjóðsins ákveðið að HSÍ fái 8 milljónir í styrk vegna undirbúnings A-landsliðsins fyrir HM á Islandi á næsta ári. Fjórar milljónir verða greiddar út á þessu ári og fjórar á því næsta. Fjórir frjálsíþróttamenn fá nú styrk úr Afreksmannasjóði. Þeir eru Pétur Guðmundsson, sem er í A- flokki og þeir Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson og Vésteinn Hafsteinsson, sem eru í B-flokki. Styrkurinn er 80 þúsund krónur á mánuði fyrir íþróttamann í A-flokki og 40 þúsund fyrir B-flokksmann. Auk ofangreindra eru eftirtaldir sem fá B-styrk: Badmintonmennirnir Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hall- grímsson og Tryggvi Nielsen, júdó- mennirnir Halldór Hafsteinsson og Yernharð Þorleifsson, kylfingarnir Úlfar Jónsson og Siguijón Arnarsson og sundmaðurinn Arnar Freyr Ólafs- son. Þessir afreksmenn verða á styrk til 30. júní, en þá verður listinn tek- inn til endurskoðunnar. Þess má geta að styrkirnir eru til viðkomandi sér- sambanda, en eyrnamerktir einstakl- ingnum. ídag Knattsjpyrna KR og- Fram mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu kl. 20 á gervigrasinu í Laugardal. Frjálsíþróttir Vormót ÍR verður haldið á Laugar- dalsvelli og hefst það kl. 14. Á morgun Handknattleikur Haukar og Valur eigast við í þriðja úrslitaleiknum um Islandsmeistara- titilinn í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 20. Knattspyrna Akranes og Keflavík mætast í Meist- arakeppni KSI á Akranesi kl. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.