Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FATLAÐIR 81 KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Morgunblaðið/Einar Falur
John Stockton skoraði 17 stig fyrir Utah Jazz og átti 11 stoðsend-
ingar.
Landsliðið í
Svíþjóð
Landsliðið í körfuknattleik karla
tekur þátt í opna Norðurlanda-
mótinu í Svíþjóð. Island leikur í A-
riðli — gegn Eistlandi í dag, gegn
Finnlandi á morgun og Svíþjóð B á
laugardaginn. Leikirnir fara fram í
Solæna-höllinni í Stokkhólmi.
Indiana tók óvænt forystu gegn
Atlanta Hawks í fyrstu viður-
eign liðanna í undanúrslitum Aust-
urdeildar 96:95 í Atlanta í fyrri
nótt. Utah Jazz, með Karl Malone
í fararbroddi, vann fyrsta leikinn
gegn Denver í undanúrslitum Vest-
urdeildar, 100:91.
Indiana- heldur áfram að koma á’
óvart og hefur nú unnið síðustu 12
leiki sína. Liðið sló Orlando út í
fyrstu umferð og byijunin í undan-
úrslitum Austurdeildar lofar svo
sannarlega góðu — sigur á útivelli
gegn Atlanta. Antonio og Dale
Davis voru í aðalhlutverki hjá Pac-
ers. Antonio gerði 12 af 18 stigum
sínum í þriðja leikhluta og lagði
þannig grunninn að sigrinum.
Reggie Miller gerði 18 stig og Dale
Davis 14 stig og tók 15 fráköst.
Danny Manning var stigahæstur í
liði heimamanna með 21 stig.
„Ég á varla orð til að lýsa stór-
leik Antonios og Dale Davis,“ sagði
Larry Brown, þjálfari Indiana eftir
leikinn. „Þessir tveir leikmenn hafa
staðið sig frábærlega í úrslita-
keppninni. Við lékum vörnina mjög
vel og hittnin var góð.“
Karl Malone var besti leikmaður
Utah Jazz er liðið vann Denver
Nuggets 100:91 í Utah. Malone
gerði 25 stig og þar af sex stig í röð
í þriðja leikhluta. John Stockton
kom næstur með 17 stig og átti
auk þess 11 stoðsendingar. Di-
kembe Mutombo gerði 20 stig og
tók 10 fráköst fyrir Denver, sem
sló Seattle svo óvænt úr í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar. Utah
hafði níu stiga forskot í hálfleik,
53:44, en Denver gerði fyrstu 9
stigin í síðari hálfleik en þá tók
Malone til sinna ráða og kom Utah
tíu stigum yfir 67:57 og þá var
ekki aftur snúið og náði Utah mest
16 stiga forskoti í fjórða leikhluta.
Mahmoud Abdul-Rauf var stiga-
hæstu í liði Denver með 17 stig.
NBA-deildin
Austurdeild, undanúrslit:
Atlanta - Indiana..........85:96
■indiana hefur 1:0 yfir, en það lið sem
fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram.
Vesturdeild, undanúrslit:
Utah - Denver..............100:91
■ Utah hefur 1:0 yfir.
Vormót
Hafnarfjarðar
í Golfi
Helgina 14-15 maí verður haldið opið golfmót
á Keilisvellinum í Hafnarfirði.
Keppnisfyrirkomulag er 3 6 holu höggleikur og
veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti
með og án forgjafar í karla og kvennaflokki.
Aukaverðlaun:
Næst holu á öllum par 3. brautum
Næst holu í öðru höggi á 18. braut
Ræst verður út frá kl. 8.00
Keppnisgjald: 2500 kr.
Skráning er í golfskála í síma 65 33 60
Bakhjarl af mótínu er Hafnarfjarðarbær
Fimm fara til
Frakklands
Fimm íslendingar taka þátt í
heimsbikarmóti í lyftingum fatl-
aðra, sem fer fram í Mont de Marsan
í Frakklandi um helgina. Það eru
þeir Reynir Kristófersson, Jón Þór
Ólafsson, Þorsteinn Sölvason og Atli
Brynjarsson úr ÍFR og Arnar Klem-
ensson, Viljanum Seyðisfirði. Þjálfari
þeirra er Arnar Már Jónsson.
KARFA
Indiana kem-
urennáóvart
- sigraði Atlanta Hawks á útivelli og
hefur unnið síðustu 12 leiki sína
GOLF MÓT + HÍíSGAGMSllMG
Húsgagnasýning í Bústoð:
Hola í höggi í Bergvíkinni:
Hyundai Elantra 1800 GTí 16 ventla, árgerð 1994, að verðmæti 1.345.000 -
er í verðlaun fyrir að fara holu í höggi í Bergvíkinni,
þriðju holu Hólmsvallar í Leiru. Jafnan ráðstöfunarrétt yfir bílnum hafa þeir
kylfingar sem fara holu í höggi í Bergvíkinni í fimm opnum mótum hjá G.S. í
sumar og er þetta fyrsta af þeim.
Húsgagnasýning i versluninni Bústoð, Tjarnargötu 2.
sunnudaginn 15. maífrá kl. 14:00 - 17:00.
50% afsláttur af kaffiveitingum í golfskála fyrir
þá sem koma á húsgagnasýninguna.
Olæsileg verðlaiin eru í opna Bústoðarniótinu:
1. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 18.000,- kr.
2. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 12.000,- kr.
3. verðlaun með og án forgjafar vöruúttekt fyrir 8.000,- kr.
Aukaverðlaun fyrir að fara næst holu á 16. braut.
Ræst verður út
frá kl. 08:00.
Skráning er í
síma 92-14100
Dregið verður úr nöfnum viðstaddra keppenda að loknu
móti um ferðavinning frá Samvinnuferðum-Landsýn.
G0LFKLÚBBUR ({® f SUÐURNESJA
Hólmsvelli Leiru - Sími 92-14100
s
Taktu sunnudagsrúntinn
um Suðurnes!
Tjarnargötu 2. -
Sími 92-13377
Keflavík
AFREKSMANNASJOÐUR ISI
Pétur Guðmunds-
son einn í A-flokki
PÉTUR Guðmundsson kúluvarp-
ari er eini íþróttamaðurinn sem
er settur í A-flokk hjá Afreks-
mannasjóði ÍSÍ. Alls eru tólf
íþróttamenn sem fá styrk úr
sjóðnum, auk þess sem A-
landsliðið í handknattleik fær 8
milljónir króna á tveimur árum.
Afreksmannasjóður hefur tæpar
13 milljónir til ráðstöfunnar á
þessu ári, en það er 8% af lottótekjun-
um árlega sem koma til skiptana hjá
ISI. Þegar hefur stjórn Afreks-
mannasjóðsins ákveðið að HSÍ fái 8
milljónir í styrk vegna undirbúnings
A-landsliðsins fyrir HM á Islandi á
næsta ári. Fjórar milljónir verða
greiddar út á þessu ári og fjórar á
því næsta.
Fjórir frjálsíþróttamenn fá nú
styrk úr Afreksmannasjóði. Þeir eru
Pétur Guðmundsson, sem er í A-
flokki og þeir Einar Vilhjálmsson,
Sigurður Einarsson og Vésteinn
Hafsteinsson, sem eru í B-flokki.
Styrkurinn er 80 þúsund krónur á
mánuði fyrir íþróttamann í A-flokki
og 40 þúsund fyrir B-flokksmann.
Auk ofangreindra eru eftirtaldir
sem fá B-styrk: Badmintonmennirnir
Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hall-
grímsson og Tryggvi Nielsen, júdó-
mennirnir Halldór Hafsteinsson og
Yernharð Þorleifsson, kylfingarnir
Úlfar Jónsson og Siguijón Arnarsson
og sundmaðurinn Arnar Freyr Ólafs-
son.
Þessir afreksmenn verða á styrk
til 30. júní, en þá verður listinn tek-
inn til endurskoðunnar. Þess má geta
að styrkirnir eru til viðkomandi sér-
sambanda, en eyrnamerktir einstakl-
ingnum.
ídag
Knattsjpyrna
KR og- Fram mætast í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu kl.
20 á gervigrasinu í Laugardal.
Frjálsíþróttir
Vormót ÍR verður haldið á Laugar-
dalsvelli og hefst það kl. 14.
Á morgun
Handknattleikur
Haukar og Valur eigast við í þriðja
úrslitaleiknum um Islandsmeistara-
titilinn í íþróttahúsinu við Strandgötu
kl. 20.
Knattspyrna
Akranes og Keflavík mætast í Meist-
arakeppni KSI á Akranesi kl. 19.