Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 Christian Dior kynning verður í versluninni föstudaginn 13. maí kl. 13-18 og laugardaginn 14. maí kl. 11-16. Spennandi nýjungar eru nú komnar ó markaðinn. Snyrtifræðingar fró Dior verða ó staðnum og veita persónulega róðgjöf. 10% kynningarafstóttur sínyrtiyöRuverslunin Gl-ÆSIfer Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 880900, 880901,880902 og 880915. Utankjörfundar atkvæöagreiösla fer fram hjá sýslumanninum i Reykjavík, Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. áfram Reykjavík Skipstjórar og útgerðarmenn athugið Slægingartímabilið fer nú að ganga í garð, en það er, sem kunnugt er, frá 12. maí til 30. september. Kynnið ykkur reglugerð nr. 181 frá 1993 um meðferð, búnað og hreinlæti við vinnslu sjávarafurða. -< ■■-■tí FiskiStofa gæðastjórnunarsvið, Ingólfsstræti 1,105 Reykjavík. sími 697900, fax 697990/697991. Efl Electrolux þvottavél i œd(D CD Vinnur verk sitt í hljóði öjöjffl"'’ Heimasmidjan húsasmkman | MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Guóm. Páll Arnarson Viðbúinn, tilbúinn, nú! Algengustu mistökin í vöminni starfa af undir- búningsleysi. í stað þess að sjá viðfangsefnið fyrir og undirbúa viðbrögðin, bíða menn sofandi eftir að vandinn knýi dyra. En þá er stundum of seint að fara að hugsa. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 42 V Á5 ♦ 1032 ♦ A1)6432 Vestur Austur ♦ D95 ♦ G1083 ¥ G864 1 ¥ K932 ♦ KD6 111111 ♦ G75 ♦ K109 ♦ 87 Suður ♦ ÁK76 f D107 ♦ Á984 ♦ G5 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: hjartaQarki. Sagnhafí lætur strax lít- ið hjarta úr borði og austur tekur fyrsta slaginn á kóng og spilar tvistinum til baka á ás blinds. Sagnhafí spilar nú laufi á gosann. Á þessari örlagastund veltur allt á undirbúningi vesturs. Var hann viðbú- inn? Sá hann vandamálið fyrir? Auðvitað er eina von vamarinnar sú að vestur dúkki hratt og fumlaust. Minnsta umhugsun kemur upp um kauða. Ef vestur fínnur vömina, þarf sagn- hafi að giska á hvort hann svínar næst drottningunni eða stingur upp ás í þeirri von að austur hafí dúkkað með kóng annan. Vissu- lega gæti sagnhafi ratað réttu leiðina, en vestur getur samt huggað sig við að hafa gert sitt besta. Es. Þessi vöm er alls ekki erfíð. Um leið og blindur birtist ætti vestur að bytja að hugsa um lauf- litinn. Hann sér að liturinn gefur sagnhafa 5 slagi á móti tvíspili, nema ... og hugmyndin fæðist. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Vilja kynnast gömlum hundum RITNEFND Sáms, frétta- blaðs Hundaræktarfélags íslands, hafði samband við Velvakanda og bað hann að koma á framfæri fyrir sig að nefndin óski eftir að komast í samband við eigendur hunda sem náð hafa 16 ára aldri eða eldri. Ekki skiptir máli hvort hundarnir eru lífs eða liðnir. Ætlunin er að taka til umflöllunar frá- sagnir af langlífum hund- um í Sámi. Þeir sem eiga eða hafa átt svo langlífa hunda eru beðnir að hafa samband við ritnefnd Sáms á skrifstofu Hunda- ræktarfélags íslands í síma 91-625275. Skrif- stofan er opin milli kl. 16 og 18 alla virka daga. Illa farið með lijólin KONA hringdi til Velvak- anda og vildi benda þeim sem standa að herferðinni fyrir hjólreiðum á það, að segja bömum að henda ekki hjólum sínum niður hvar sem er. Þetta getur skapað hættu fyrir gang- andi vegfarendur og sér- staklega þá sem eldri eru og sjá kannski ekki eins vel. Henni fínnst að for- eldrar eigi að kenna börn- um sínum að ganga betur um verðmæti eins og reið- hjól. Litum regnbogans ekki rétt raðað HRINGT var til Velvak- anda og sagt frá því að í regnboganum í merki R- listans sé litum hans ekki rétt raðað. Fyrstur eigi að koma rauði liturinn, þá gulur, grænn og loks blár. Þjónusta Reykjavíkur- borgar við aldraða frábær ÉG SÉ í Morgunblaðinu í morgiin, 11. maí, þau ummæli höfð eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladótt- ur, borgarstjóraefni R- listans, að brýnt væri að endurskoða félagsmála- stofnun Reykjavíkur, end- urskoða þyrfti skipulag hennar og starfshætti, ekki síst vegna þess að biðlistar þar eru langir eftir fyrsta viðtali. Mín reynsla er önnur. Árið 1993, er ég var 85 ára, datt mér í hug að athuga með húshjálp. Ég hringdi til Félagsmála- stofnunar, það stóð ekki á svari. Forstöðukonumar komu daginn eftir. Þegar við fómm að tala saman varð mér ljóst að borgin hafði þama á að skipa úrvals starfskröftum. Sömu sögu má segja um þær stúlkur sem komu til hreingerningar, samvisk- usamar, duglegar og kurteisar. Ekkert af þessu fólki vil ég missa, þess vegna kýs ég D-listann. Sveinn Sveinsson, Bláhömrum 2, Grafarvogi. Einhver hefði átt að fara til Suður-Afríku JÓHANNI Ólafssyni finnst það til mikils vansa að enginn forráðamanna íslensku þjóðarinnar skuli hafa mætt í innsetningar- athöfn Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, og sagði að því hefði verið borið við að það hefði ver- ið of dýrt að senda mann þangað suðureftir. Hon- um finnst þetta nið- urlægjandi fyrir íslensku þjóðina og þar sem forseti Islands væri mjög oft á ferðlögum fannst honum það ekki bjóðandi sem afsökun að það væri of dýrt, því þarna hefði verið um að ræða einhverja mestu hátið aldarinnar. Gullhringur tapaðist HRINGUR úr rauðleitu gulli með ferköntuðum rauðbrúnum steini og blómamunstri á hliðum tapaðist í janúar sl. lík- lega í miðbænum eða á Laugavegi. Finnandi vin- samlega hringi í síma 10690. Tapað/fundið Hálsfestar fundust TVÆR hálsfestar fundust í Sólheimum fyrir rúmum mánuði. Eigandi fær fest- arnar afhentar gegn greinargóðri lýsingu. Upplýsingar í síma 687911. Ljósmyndir fundust LJÓSMYNDIR í plast- poka af fermingarbarni og fjölskyldu fundust á Laugavegi fyrir nokkru. Eigandi má hringja í síma 24031. Víkveiji skrifar Vinur Víkveija, níu ára gamall Vesturbæingur, kom að máli við skrifara á dögunum og kvartaði sáran yfir því að engin fótbolta- mörk væru á skólalóðinni við gamla Vesturbæjarskólann, áður Stýri- mannaskólann. Stráksi sagði að í fyrrahaust hefðu verið sett þarna upp mörk og þau mikið verið notuð af krökkunum í hverfinu. Mörkin hefðu sennilega verið sett þarna vegna töku á kvikmynd. Um ára- mótin síðustu hefðu þau síðan verið fjarlægð og nú þegar vorið væri loksins komið vildu krakkarnir ólm- ir fá mörkin aftur. Þessari ósk Vest- urbæingsins unga er hér með kom- ið á framfæri. xxx Ekki skildi skrifari við vininn úr Vesturbænum án þess að kaupa af honum tannkrem og tann- bursta sem ungir KR-ingar eru að selja til styrktar ferð á knattspyrnu- mót þeirra yngri í Vestmannaeyjum í sumar. Á plastpokanum sem fylgdi varningnum var límmiði méð kveðju frá 6. flokki KR og setningunni: „Við burstum allt“. Mikið fannst skrifara þetta skemmtilegt og full- orðnum KR-ingum líkt, sem á þess- um tíma árs í mörg undanfarin ár hafa verið uppfullir af væntingum og vonum um að þetta sumarið komi nú að því að þeir verði íslands- meistarar í knattspyrnu. Kannski sú verði raunin í ár? Ef ekki, þá bara síðar á öldinni og a.m.k. munu KR-ingar veita lífi og gleði í íþrótt- ina eins og ævinlega. xxx Hátt bjórverð á börum og veit- ingahúsunum hérlendis hefur nokkuð verið til umræðu upp á síð- kastið. Skrifara kom þetta í hug er hann hitti írskan mann að máli á dögunum. Talið barst að bjórverði í heimalandi hans og fannst mann- inum það vera glæpsamlega hátt, hálfur lítri á rúmlega 200 krónur á börum. Þarf ekki að hafa mörg orð um viðbrögð mannsins er skrifari sagði honum frá því, að á íslandi væri vérð um og yfír 500 krónur fyrir „pænt“ af bjór. Víkveija fannst einna helst að maðurinn myndi leggjast í þunglyndi fyrir hönd þeirra sem enn þá neyta þess- arar vöru á íslandi. xxx amtalið við írann barst að at- vinnuleysi og skildi hann áhyggjur skrifara af atvinnuleysi á Islandi sem því miður virðist vera að verða viðvarandi, en ekki árstíða- bundið fáa mánuði ársins. Vanda- mál Ira eru þó enn meiri og eldri en hér á landi og sagði hann að margt fólk þar í landi hefði aldrei haft vinnu. Svo væri komið að í sumum fjölskyldum væru tvær og jafnvel þijár kynslóðir sem aldrei hefðu unnið reglulega vinnu. Upp hefði verið alin ný tegund af þjóðfé- lagsþegnum, sem fengju atvinnu- leysisbætur og ýmsan annan opin- beran stuðning. í mörgum tilvikum væri líf þessa fólks innantómt og erfiðleikarnir margvíslegir. Vanda- málin væru óteljandi og hefðu áhrif víÓa út í þjóðfélágið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.