Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 20
1 20 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KRIPALUJÓGA Framhaldsnámskeiö Þetta námskeið hentaröllum, sem hafa stundað jóga og vilja dýpka iðkun sína. Farið erdýpra í jógastöður, öndunaræf- ingar og kenndar verða ýmsar æfingar, sem hjálpa einstaklingnum að tengja jóga við daglega lífið. Kennari: Áslaug Höskuldsdóttir. Kenntverðurá mán. ogmiðkl. 16.30-18.00. Hefst 16. maí. Skeifunni 19, 2. hæð, sími 679181 milli kl. 17 og 19. Garðúðarar Slöngutengi Garðslöngur Slöngustatív Áburðardreifarar Greinaklippur Limgerðisklippur Klórur - Sköfur Skóflur - Gaflar ; __'_____ Kþor:' ÁRMULA 11 . SÍMI 681500 ______________LISTIR___________ Koss svífur yfír húsþök BOKMENNTIR Ljóðabók RÖDD í SPEGLUNUM eftír Jóliann Hjálmarsson. Hörpuút- gáfan 1994 - 59 síður. 1.482 kr. STUNDUM er sagt um skáld að þau séu hlustendur og sjáendur. Þannig spegli ljóð þeirra veruleik- ann. Þau séu á sinn hátt raddir umheimsins. í nýrri ljóðabók Jó- hanns Hjálmarssonar er vikið að þessari hugmynd í titli, Rödd í speglunum. í mörgum kvæðanna er einnig dregin upp mynd af hæg- látu ljóðsjálfi sem rótlaus heimurinn hverfíst um. Það hefur ekki bein áhrif en meðtekur veruleikann af lítillæti og töluverðri sátt við heim- inn en lætur atburðina kveikja með sér kenndir. Tilvísun í upphafi bók- ar undirstrikar þessa hugmynd að allir búi í skáldinu sem yrki fyrir engan og í kvæðinu Trén um vetur birtist hún svo sem einhvers konar alhygð: ég er altekinn takmarkaleysi, gæti mælt orð eins og eilífð, en það er til lítils því að í tijánum býr allt. Efni ljóðanna í bók- inni tengist fyrst og fremst persónulegum upplifunum og skynj- unum skáldsins, ekki síst bernskuminning- um og náttúruupplif- unum. Borgin eða öllu heldur þær kenndir sem hún vekur er einn- ig skáldinu hugleikið yrkisefni í flokki lausamálsljóða sem nefnist Le Spleen de Reykjavík í anda ljóða Baudelaires um leiðann. Ég hygg að þessi nýja ljóðabók Jóhanns sé meðal hans bestu verka. Hún er sterk sem heild og mörg Ijóðin öndvegisljóð. Ekki síst bera þau vitni um fáguð vinnubrögð. Það er t.a.m. athyglisvert hvernig Jó- hann notar litaorð, t.d. bláan og hvítan lit, til að skapa vetrar- og fjarlægðarkennd í sumum kvæðun- um. Ljóðstíll Jóhanns hefur í gegnum árin tekið ýmsum breytingum. Hann hefur ort súrrealísk ljóð og dálítið myrk en einnig opin ljóð á einföldu hversdagsmáli. í þessari ljóðabók finnst mér Jóhanni takast vel að samþætta ólík einkenni skáldskaparmáls síns og mynda úr þeim sannfærandi heild. Ljóð hans einkennast alla jafnan fremur af einföldum Ijóðmyndum í anda hversdagsraunsæis en myndhvörf- um. Samt er alltaf eitthvað sem upphefur myndina, kennd, upplifun, djúp og skáldleg sýn á veruleikann eða jafnvel óvænt hugsanatengsl í anda súrrealisma. { fallegu ástarljóði í lausu máli er t.a.m. þessi súrrealíski ástar- óður: „Kossinn á hægra btjóstið svífur yfir húsþök og verður himintungl þar sem ég vil búa.“ Og ísmeygileg er kímnin í upphafi ljóðs sem fjallar um rigningu: „Rigningin er úr ljóði eða smásögu frá sjötta áratugnum þegar stanslaust rigndi í skáldskap.“ Best nýtur Jóhann sín þó í ljóðmyndum sem eru eins og sjálfsögð eða ósjálfráð skrift í ein- faldleika sínum. Ég nefni sem dæmi Á nýju sumri eða kvæðið Til Ragn- heiðar í september sem túlkar þroskaða lífssýn manns sem tekur tilveruna gilda: Það skyggir, nótt fer að, hún er ekki alveg komin. Við erum hér og eldumst, við erum miðaldra, ung. Við fæðumst og við deyjum. Það mun ekkert gerast nema skyggja og rökkrið mun vefja okkur að sér, taka okkur í faðm sinn. Við týnumst í rökkrinu, í öllu sem líkist okkur. Rödd í speglunum er bók sem verð er athygli. Hæglátt yfirbragð skáldskaparins skyldi ekki villa mönnum sýn. Þangað er margt að sækja. Skafti Þ. Halldórsson Jóhann Iljálmarsson Nýjar bækur MÍslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þijár nýjar bækur: A hjólum er skáldsaga eftir Pál Pálsson. Þar segir frá ungum manni sem nýtur lífsins eins og ungum mönnum er einum lagið þegar hann verður fyrir slysi og lamast. í kröm sinni afhjúpar hann innsta eðli sitt og heyr harða baráttu við kröfur heimsins, karl- mennskuna og einsemdina. Bókin er 194 blaðsíður. MHnrnmminning Leonóru Kristínar í Bláturni er danskt rit frá 17. öld. í meira en tvo ára- tugi sat Leonóra Kristín Ulfeldt, dóttir Kristjáns IV Danakonungs, fangi í Bláturni, þeirri illræmdu prísund í Kaupmannahöfn, ákærð fyrir drottinssvik. Meðan hún dvaldi í fangelsinu ritaði hún harmaminningu, þar sem hún seg- ir frá meinlegum örlögum sínum og lýsir lífi sínu í fangelsinu. Björn Th. Björnsson þýddi bók- ina og ritaði skýringar og ítarleg- an sögulegan inngang. Bókin er 296 blaðsíður, prýdd fjölda mynda frá samtíma höfundar. MlIIaieikinn er ný spennusaga eftir enska rithöfundinn John Harvey. Þar reynir Charlie Resnick lögregluforingi að upp- lýsa innbrot í íbúð en húsráðendur halda því leyndu fyrir honum að hluti þýfisins er kíló af kókaíni. Eftir bókinni hefur verið gerð sjónvarpsmynd sem nýlega var sýnd hér á landi. Sverrir Hólm- arsson þýddi bókina sem er 250 blaðsíður. Bækurnar kosta 799 krónur hver. Vorferð Atlasklúbbsins maí til Parísar á aðeins 'J4A) § Q) jítJ 5 daga, 4 nátta ferð, fararstjómog skoðunarferð! \ maí skartar París sínu fegursta og þá gefur Atlasklúbburinn félögum sínum færi á að sækja heim þessa háborg menningar, lista og tísku á hreint seiðmögnuðu verði - aðeins 34.900 kr. Gist verður á Hotel Axel, sem er nýtt hótel skammt frá Montmartre. Fararstjóri verður Ása Ragnarsdóttir og stýrir hún m.a. skoðunarferð um borgina. Innifalið í verði: Gisting í tvíbýli m/morgunverði, akstur til ogfrá flugvelli erlendis.fararstjórn, skoðunarferð, skattar oggjöld. Þessar ferðaskrifstofur taka við pöntunum: Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, s. 91-68 32 22, Ferðaskrifstofa íslands, s. 91-62 33 00. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, s. 91-67 74 44, Ferðaskrifstofa stúdenta, s. 91-61 56 56, Ferðaskrtfstofan Alís, s. 91-65 22 66, Samvinnuferðir Landsýn, s. 91-69 10 10, Úrval Útsýn, s. 91-699 300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.