Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 LISTIR BÓKMENNTIR Skáldsaga LESIÐ í SNJÓINN eftir Peter Höeg Þýðandi: Eygló Guðmundsdóttir. Mál og menning 1994 - 435 síður. 2.980 kr. EINSTÆÐINGURINN, stærðfræð- ingurinn og jöklafræðingurinn Smilla Jaspersen býr í „Hvítu sneiðinni"; hverfí í Kaupmannahöfn, þar sem komið er fyrir fólki, sem af einhveij- um ástæðum passar ekki inn í samfé- lagið. Smilla býr ein og hefur aldrei myndað vináttutengsl, hvað þá meira, við annað fólk. Fyrr en hún hittir lítinn dreng, Esajas - sem ferst af slysförum, að því er virðist, aðeins sex ára gamall. En af sporum hans í snjónum verð- ur Smillu ljóst að drengurinn hefur verið myrtur. Hvers vegna, er hins vegar ekki eins augljóst. Þegar Smilla fer að kanna málið upphefst atburðarás, sem á sér forsögu í mörgum álfum heimsins, forsögu þar sem ræningjar og ráðamenn og ríkis- bubbar eru þátttak- endur og þar sem böm og fullorðnir eru fórn- arlömb. Hins vegar hefur enginn tekið neitt sérstaklega eftir fóraarlömbunum - þau eru jú Grænlendingar. „Lesið í snjóinn" er ákaflega margslungin skáldsaga. Hún af- hjúpar mjög rækilega hið danska viðhorf til lífsins og er því lýst sem fremur kærileys- islegu, fordómum þess samfélags gagnvart Græn'.endingum, auk þess sem fjallað er um mannlegar tilfínningar af mikilli þekkingu. Þó er sagan fyrst og fremst spennusaga sem fjallar um all sérstætt sakamál. Móðir Smillu var. grænlensk og starfaði sem „veiðimaður". Faðir hennar er danskur læknir, heims- frægur vísindamaður, sem yfírgaf fjölskyldu sína þegar Smilla var ung að aldri. Þegar svo móðir hennar hvarf, týndist í veiðiferð, var Smilla send til Danmerkur til að alast upp hjá föður sínum. Frá þeim tíma hefur hún hvergi átt heima og hvergi passað inn. Persónulýsing hennar í bókinni er unnin á einkar sann- færandi hátt. Uppeldi hennar hefur einkennst af því að faðir hennar hefur sífellt þurft að koma henni fyrir. Hún hefur verið í ótal heima- vistarskólum og aldrei náð að mynda tengsl við annað fólk. Það tók hana langan tíma að læra dönsku og var strítt á því að tala ekki lýtalaust. Hún hefur því þagað og fremur verið áhorfandi að lífinu en þátttakandi. Þetta er eiginleiki sem kemur sér vel þegar hún fer að rannsaka morð- ið á Esajasi. Hún gengur hreint til verks; smýgur inn á bannsvæði, tekur hluti ófijálsri hendi, ef hún telur þá koma sér að notum við rannsóknina og krefur fólk sagna. En hann kemur henni líka í koll; hún uggir ekki að sér, skilur spor sín og nafn alls stað- ar eftir og hefur haug af körlum, sem vilja hana feiga, á eftir sér. En Smilla fer beint af augum, lítur aldrei til baka og hefur litla hugmynd um að hún er hundelt, þar til hringurinn er orðinn svo þröngur í kringum hana að það þarf blindan mann til að sjá hann ekki. Sagan fer hægt af stað, hrynjandi frásagnarinnar er í fullkomnum takti við hægfara brotasöfnun Smillu og undirstrikar mjög vel að hún er kona, sem er í rauninni að vakna upp til þess samfélags sem hún býr í. Hún hefur forðast það, útilokað það. Fyrstu skrefin eru hæg og hikandi, en smám saman verður hún öruggari - einkum og sér í lagi, vegna þess að verkefnið sem hún vinnur er lokuð bók öðrum en þeim sem hafa hirð- ingjasál. Inn í frásögnina fléttast síðan und- urfögur ástarsaga; sagan af ást Smillu og vélvirkjans sem hefur búið lengi í sama húsi og hún. Smilla hef- ur oft horft á hann - en aldrei séð hann. Þau hafa bæði valið það hlut- skipti að búa eins og utangarðsfólk og án náinna samskipta við annað fólk, til að komast hjá því að vera meðsek í samfélagsdrullumallinu. Bæði hafa þó elskað dreginn Esajas. Bæði hafa þau hjarta sem laðast að hinu upprunalega, óspillta og óhamda, sem Esajas stendur fyrir, bæði sem bam og sem Grænlendingur. En ástarsaga þeirra er meira en ástar- Sœkjum þaöheám! ~ Míkíó urval af furu husgögrnum Gcmguskor a. afiia fjöiskyWuunia. Ifr|ar! SEGLAGERÐIN Fimmtudagki. 12-17 Föstudagkl. 09-18 Laugardagki. 10-16 Sunnudagkl. 13-17 ÆGIR Með hirðingjasál Peter Höeg MORGUNBLAÐIÐ saga. Hún er ekki síður samfélagslýs- ing; saga um það hvemig þeir sem vilja varðveita sakleysi sitt og hrein- leika, verða að draga sig í hlé, ein- angra sig, til að lifa af í þjóðfélagi, þar sem banvænn maðkur hefur tek- ið sér bólfestu í manninum í formi sjálfseyðingar og birtist sem drykkja, mútur, fíkniefnasala, vændi svo eitt- hvað sé nefnt. Eftir því sem Smilla, með hjálp vélvirkjans, fínnur fleiri lykla að morðgátunni, verður málið umfangs- meira og þar kemur að hún verður að koma sér á skip sem fer í leiðang- ur til Grænlands til að fínna hið end- anlega svar. Þar hefur frásögnin náð þeim hraða að næsta skrefíð er yfír í reyfarastíl, sem er sérdeilis vel út færður. Þótt átökin um borð í skipinu minni helst á atriði úr amerískri bíó- mynd um megahetju, er spennan svo vel undirbyggð að það er ekki mögu- legt að kasta frá sér bókinni. Og enn er lesandann ekki farið að gruna hvað það er norðan við allt líf á jörðinni, sem hefur valdið því að lítill drengur var myrtur. Og verður því aldeilis ekki ljóstrað upp hér. Lesið í snjóinn er spennandi saga, geysilega vel skrifuð - hvort sem hún er lesin sem ástarsaga, samfélags ádeila, sakamálasaga eða sem aileg- oría um hugvit mannsins og útsjónar- semi við að fullnægja eyðingarhvöt- inni. Spurninginn er bara: Hvað viltu eyða mörgum? Súsanna Svavarsdóttir A Islensk tónlist í Argentínu ÍSLENSKRI tónlist hefur verið gert hátt undir höfði í argentísku útvarpi að undanförnu. Þar má lesa dagskrá stærstu þarlendu klassísku útvarpsstöðvarinnar, Radio Clasica, þar sem kemur í ljós að í marsmánuði var leikin tónlist frá íslandi fimm eftirmið- daga, eftir tónskáldin Jón Nor- dal, Leif Þórarinsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Hafliða Hallgríms- son og Karólínu Eiríksdóttur. í fréttatilkynningu segir: „ís- lensk tónverkamiðstöð fær oft beiðnir erlendis frá um diska með íslenskri nútímatónlist. Tónverka- miðstöðin hefur gefið út 16 geisla- diska með íslenskri tónlist og er allt að helmingur af upplagi hvers disks sendur um allan heim til kynningar á flytjendum og tón- skáldum. Oft er ekki vitað hversu mikil spiiunin er en þó kemur fyr- t ir, eins og í þessu tilviki, að út- varpsstöðvar senda greinargóða lista um hvað hefur verið spilað af þessum diskum. Þannig má sjá að samtals er þetta rúmlega hálfur annar tími af íslenskri tónlist sem hefur hjóm- að í argengtísku útvarpi í mars- mánuði. Líklegt er að þetta haldi áfram næstu mánuði, enda er þáttastjómandinn, Ricardo Forno, afar hrifinn af íslenskri tónlist og hefur íslensk tónverkamiðstöð látið hann fá nóg af efni til að moða úr. með frönskum og sósu =995.- TAKWMEÐ - tilboð! Jarlinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.