Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 31 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Meðan Reykjavík svaf í íþróttamálum ÞAÐ er athyglisverð fullyrðing, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi staðið sig vel í upp- byggingu íþróttamála í Reykjavík á undanförn- um árum, eins og lesa má út úr grein Þor- bergs Aðalsteinssonar frambjóðenda . sama flokks í Morgunblaðinu 30. apríl sl. Sérstaklega er þessi fullyrðing athyglisverð af því að sami Þorberg- ur er einnig landsliðs- þjálfari í handknattleik og ætti þar af leiðandi að hafa betri yfirsýn yfir þennan málaflokk en ýmsir aðr- ir. Þorbergi og öðrum sjálfstæðis- mönnum, sem talin hefur verið trú um ágæta frammistöðu flokks þeirra í þessum málaflokki, skal eftirfar- andi upplýst: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur sáralítið frumkvæði haft í þessum málaflokki á sl. 12 árum, ef miðað er við þá uppbyggingu, sem átt hefur sér stað í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur. Skiptir þá ekki máli, hvort borið er niður í Hafnar- fírði, Garðabæ, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Akranesi eða Suðurnesjum. Reykjavík hefur rekið lestina - bæði hvað varðar rekstrarskilyrði og uppbyggingu mann- virkja. Þannig hafa ná- grannasveitarfélögin náð forskoti á Reykja- vík sem skilar sér m.a. í betri íþróttalegum árangri. Á þessum árum var aðaláherzlan lögð á Ráðhús, Perlu, Viðey og fleiri slík verk- efni. Finnst Þorbergi t.d. eðlilegt, að KR, stærsta íþróttafélag borgarinn- ar, skuli þurfa að leita út fyrir borg- armörkin með heimaleiki sína? Og hvað um hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins á sviði íþróttamála? Laugardalsvöllur er ekki talinn gjaldgengur í alþjóða- keppni vegna skorts á áhorfendaað- stöðu. Ekki er hægt að halda alþjóð- legt sundmót vegna skorts á aðstöðu og alþjóðleg fijálsíþróttamót eru frekar haldin í Mosfellsbæ en Reykjavík. Og hvað finnst landsliðsþjálfaran- um í handknattleik um framlag Reykjavíkurborgar til HM á næsta Ekki er gleymt það af- rek Davíðs Oddssonar, segir Alfreð Þorsteins- son, að koma í veg fyr- ir að í Reykjavík yrði byggð vegleg íþróttahöll í samvinnu við ríkis- stjórnina. ári? Varla er hann búinn að gleyma afreki Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, sem tókst að koma í veg fyrir að í Reykjavík yrði byggð vegleg íþróttahöll í samvinnu við rík- isstjórnina? Það kemur í hlut Reykjavíkur-list- ans að rétta hlut reykvísks íþrótta- fólks eftir næstu kosningar og hefja uppbyggingarstarf í íþróttum, sem hæfir Reykjavík sem höfuðborg, sbr. stefnuskrá listans. Höfundur er formaður íþróttafélags ogskipar 6. sæti R-listans. Alfreð Þorsteinsson Eru hreppaflutningar yfirvofandi? GRUNDVALLAR lágmarks heilindi í stjórnmálabaráttu eru tryggð í lögum, með því að þeir flokkar sem bjóða fram til kosninga skulu skráðir á eigin heiti. Kjósendur eiga kröfu á að vita að hveiju þeir ganga, hvaða flokksstefnu þeir velja. Laumuspili í nafngiftum er algjörlega hafnað sámkvæmt anda kosn- ingalaganna. Með sam- hljóða úrskurði yfirkjör- stjórnar Reykjavíkur var nafngiftin „Reykja- víkurlistinn" dæmd ólögleg og merkingarlaus og skal R-listinn koma í staðinn ásamt nöfn- um þeirra flokka sem að honum standa. Meðal þeirra flokka er Framsókn- arflokkurinn og stendur framsókn- arkonan í stafni, nr. 1 á R-iistanum. Nú háttar svo til að framsóknarkon- an hefur setið í borgarstjórn Reykja- Slglaugur Brynleifsson víkur án þess að eiga lögheimili í borginni heldur á hún lögheimili eins og skylt er á sama stað og eiginmaður hennar, þingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Samkvæmt undan- þáguákvæði um þing- menn gat hann valið milli þess að eiga lög- heimili í Reykjavík eða á Höllustöðum fyrir norðan og kaus Höllu- staði. „Hjón eiga sama lögheimili", stendur í lögum um lögheimili. Lögin eru afdráttar- laus og endanieg og stangast á við setu Sigrúnar Magnúsdóttur í borg- arstjórn og sem flaggskips á lista minnihlutaflokkanna til borgar- stjórnar 28. maí nk. Eins og nafngiftin „Reykjavíkur- listinn" er marklaus má svo fara að núverandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Reykjavík og stafnkona Lög mæla fyrir um að hjón eigi sama lögheim- ili, staðhæfir Siglaugur Brynleifsson, sem seg- ir eiginmann „stafn- konu R-listans“ með lögheimili á Höllustöð- um í Húnavatnssýslu. R-listans verði dæmd á sína sveit; úr borgarstjórn og af R-listanum og síðan flutt hreppaflutningi á stað- festu eiginmannsins, Höllustaði í Svínavatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, þar sem hún á lögheim- ili og verði þar njörvuð niður og láti af vafri og hæpnum söguburði í öðrum sóknum. Höfundur er rithöfundur Þrír listar á Seyðisfirði Seyðisfirði - Þrír framboðslistar hafa verið lagðir fram til bæjar- stjórnarkosn- inganna á SeyðisT firði í vor. Lista Sjálfstæð- isflokksins skipa: Arnbjörg Sveins- dóttir, skrifstofu- stjóri, Davíð Ó. Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, þroskaþjáifi, Guð- jón Harðarson, kaupmaður, Sig- finnur Mikaelsson, framkvæmda- stjóri, Þorgils Baldursson, lyfsali, María Ólafsdóttir, bankastarfs- maður, Birna Guðmundsdóttir, húsmóðir, Sveinbjörn Ó. Jóhanns- son, stýrimaður, Hildur Hilmars- dóttir, bankastarfsmaður, Páll Guðjónsson, rafsuðumaður, Guð- rún V. Borgþórsdóttir, húsmóðir, Haraldur Sigmarsson, sjómaður, Níels Daníelsson, vélvirki, Sigurð- ur Hauksson, vélamaður, Ottó Ei- ríksson, trésmíðameistari, Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Theódór Blöndal, framkvæmda- stjóri. Á lista Framsóknarflokksins eru þessir: Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri, Sigurður Jónsson, verkfræðingur, Jóhann P. Hansson, kennari, Gestur Valgarðsson, verk- fræðingur, Sigiíður Stefánsdóttir, símritari, Ingibjörg Svanbergsdótt- ir, skrifstofumaður, Anna Karls- dóttir, skrifstofumaður, Jóhann Stefánsson, vél- virki, Snorri Jóns- son, verkstjóri, Jón Hilmar Jónsson, rafvirki, Magnús Baldur Kristjáns- son, nemi, Sigríður H. Friðriksdóttir, nuddfræðingur, Unnar Ingimundur Jósepsson, sjómað- ur, Sigurður Orm- ar Sigurðsson, vélavörður, Bjarney Emilsdóttir, húsmóðir, Þórður Jakobsson, húsa- smiður, Birgir Hallvarðsson, ræðis- maður, Þórdís Bergsdóttir, heil- brigðisfulltrúi. Listi Tinda, félags jafnaðar- og vinstrimanna, er sem hér segir: Pétur Böðvarsson, skólastjóri, Her- mann V. Guðmundsson, ökukenn- ari, Ólafía Þ. Stefánsdóttir, fóstra, Sigurður Þ. Kjartansson, leiðbein- andi, Egili Sölvason, verslunarmað- ur, Bryndís Sigurðardóttir, verka- maður, Soffía Ivarsdóttir, Jón Hall- dór Guðmundsson, skrifstofustjóri, Ólöf Hulda Sveinsdóttir, skrifstofu- maður, Þorgeir Sigurðsson, útgerð- armaður, Magnús B. Svavarsson, sjómaður, Sigþrúður Hilmarsdóttir, húsmóðir, Stefán Smári Magnús- son, hlunnindabóndi, Ragnhildur Billa Árnadóttir, húsmóðir, Magnús Guðmundsson, skrifstofumaður, Sigrún Ólafsdóttir, Jijúkrunarfræð- ingur, Margrét Gunnlaugsdóttir, hárgreiðslumeistari, Hallsteinn Friðþjófsson, formaður Verka- mannafélagsins Fram. 28.MAI Margir listar í A-Hún Blönduósi - Fjórir listar verða í framboði í sveitarstjórnarkosning- unum á Blönduósi ,í Torfalækjar- hreppi eru þrír listar og í Sveins- staðahreppi verður óhlutbundin kosning. Á Blönduósi eru D-listi, listi Sjálfstæðisflokksins, F-listi, listi framfarasinnaðra Blönduósinga, H-listi, listi vinstri manna og óháðra, og K-listi, listi félags- hyggjufólks. F-listinn er nýtt fram- boð undir forystu Sturlu Þórðarson- ar tannlæknis, en annað sætið skip- ar Sigrún Zophoníasdóttir, sem var áður bæjarfulltrúi fyrir H-listapn. Sigurlaug Hermannsdóttir og Ág- úst Þ. Bragason skipa efstu sæti sjálfstæðismanna. Hörður Rík- harðsson og Ragnhildur Húnboga- dóttir skipa tvö efstu sæti K-lista. Pétur A. Pétursson og Gestur Þór- arinsson skipa efstu sæti H-listans. Pétur A. Pétursson og Sigi-ún Zop- honíasdóttir eru einu frambjóðend- urnir sem sæti eiga í núverandi bæjarstjórn Þrír listar eru boðnir fram í Torfalækjarhreppi. Efstu menn á J-lista eru Erlendur G. Eysteinsson oddviti og Stefán Á. Jónsson. Efstu sæti L-lista skipa tvær konur, Inga Þórunn Halldórsdóttir og Björk Axelsdóttir, og efsu sæti O-listans skipa Páll Þórðarson og Þorgrímur G. Pálmason. Þó svo ekki séu listakosningar í Svínavatnshreppi liggur það fyrir að núverandi oddviti, Siguijón Lár- usson á Tindum, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Jafnframt sveitarstjómarkosn- ingunum verður skoðanakönnun um það hvort sameina eigi Búnað- arfélag íslands og Stéttarsamband bænda, en niðurstöður þeirrat- könnunar verða að bíða til 11. júní því Skagahreppur hefur óskað eftir því að fá frestað kosningum til þess tíma. flliklu meira cn veniule? sólarlandaferð! A* ó or 4 Samvinnuferðir - Landsyn og Atlasklúbburinn bjóða til sumarveislu Ein af mörgum: Það verður eldhress stemmning á sólarströndum okkarísumaráári fjölskyldunnar. Allt fullt af bráðskemmtilegum gestum og hugmyndaríkum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn spennandi, menningarlegan og sprenghlægilegan blæ! Diddú dr—*s$ heillar landann og aðra gesti upp úr sandölunum með sínum hrífandi söng við undirleik Jónasar Þóris. Snm vinnuferMr-L anús ýn Veldu sólarlandaferð þar sem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. EUROCARD (IL'ATLAS - nýtur sérkjara! 4000 kr. afsláttur i pakkaferðir fyriralla þá sem eru með Atlas- eða Gullkort frá Eurocard. 5000 kr. afsláttur á mann til Benidorm 30. júnl og til Cala d’Or 28. júni. Víðtæk tryggingavernd, hafi a.m.k. helmingur ferðar verið greiddur með kortinu. Möguleiki á einni af 30 bónusferðum á 30 kr! Ótal vildarkjör að auki. Nú er rétti tíminn til að fá sér Eurocard! I Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel SÖQU við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrél 91 - 62 24 60 Hafnarfjöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbróf 91 - 655355 Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 T.1 33 86 .• Slmbréf 93 -1 11 95 Akurcyri: Raðhustorgi 1 • S 96 - 27200 • Simtmd 90 - 1 10 35 Vcstmannaeyjan Vestmannabraut 38* S. 98 - 1 12 71 • Simbrel 93 - 1 27 92 QATL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.