Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 31

Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 31 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Meðan Reykjavík svaf í íþróttamálum ÞAÐ er athyglisverð fullyrðing, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi staðið sig vel í upp- byggingu íþróttamála í Reykjavík á undanförn- um árum, eins og lesa má út úr grein Þor- bergs Aðalsteinssonar frambjóðenda . sama flokks í Morgunblaðinu 30. apríl sl. Sérstaklega er þessi fullyrðing athyglisverð af því að sami Þorberg- ur er einnig landsliðs- þjálfari í handknattleik og ætti þar af leiðandi að hafa betri yfirsýn yfir þennan málaflokk en ýmsir aðr- ir. Þorbergi og öðrum sjálfstæðis- mönnum, sem talin hefur verið trú um ágæta frammistöðu flokks þeirra í þessum málaflokki, skal eftirfar- andi upplýst: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur sáralítið frumkvæði haft í þessum málaflokki á sl. 12 árum, ef miðað er við þá uppbyggingu, sem átt hefur sér stað í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur. Skiptir þá ekki máli, hvort borið er niður í Hafnar- fírði, Garðabæ, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Akranesi eða Suðurnesjum. Reykjavík hefur rekið lestina - bæði hvað varðar rekstrarskilyrði og uppbyggingu mann- virkja. Þannig hafa ná- grannasveitarfélögin náð forskoti á Reykja- vík sem skilar sér m.a. í betri íþróttalegum árangri. Á þessum árum var aðaláherzlan lögð á Ráðhús, Perlu, Viðey og fleiri slík verk- efni. Finnst Þorbergi t.d. eðlilegt, að KR, stærsta íþróttafélag borgarinn- ar, skuli þurfa að leita út fyrir borg- armörkin með heimaleiki sína? Og hvað um hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins á sviði íþróttamála? Laugardalsvöllur er ekki talinn gjaldgengur í alþjóða- keppni vegna skorts á áhorfendaað- stöðu. Ekki er hægt að halda alþjóð- legt sundmót vegna skorts á aðstöðu og alþjóðleg fijálsíþróttamót eru frekar haldin í Mosfellsbæ en Reykjavík. Og hvað finnst landsliðsþjálfaran- um í handknattleik um framlag Reykjavíkurborgar til HM á næsta Ekki er gleymt það af- rek Davíðs Oddssonar, segir Alfreð Þorsteins- son, að koma í veg fyr- ir að í Reykjavík yrði byggð vegleg íþróttahöll í samvinnu við ríkis- stjórnina. ári? Varla er hann búinn að gleyma afreki Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, sem tókst að koma í veg fyrir að í Reykjavík yrði byggð vegleg íþróttahöll í samvinnu við rík- isstjórnina? Það kemur í hlut Reykjavíkur-list- ans að rétta hlut reykvísks íþrótta- fólks eftir næstu kosningar og hefja uppbyggingarstarf í íþróttum, sem hæfir Reykjavík sem höfuðborg, sbr. stefnuskrá listans. Höfundur er formaður íþróttafélags ogskipar 6. sæti R-listans. Alfreð Þorsteinsson Eru hreppaflutningar yfirvofandi? GRUNDVALLAR lágmarks heilindi í stjórnmálabaráttu eru tryggð í lögum, með því að þeir flokkar sem bjóða fram til kosninga skulu skráðir á eigin heiti. Kjósendur eiga kröfu á að vita að hveiju þeir ganga, hvaða flokksstefnu þeir velja. Laumuspili í nafngiftum er algjörlega hafnað sámkvæmt anda kosn- ingalaganna. Með sam- hljóða úrskurði yfirkjör- stjórnar Reykjavíkur var nafngiftin „Reykja- víkurlistinn" dæmd ólögleg og merkingarlaus og skal R-listinn koma í staðinn ásamt nöfn- um þeirra flokka sem að honum standa. Meðal þeirra flokka er Framsókn- arflokkurinn og stendur framsókn- arkonan í stafni, nr. 1 á R-iistanum. Nú háttar svo til að framsóknarkon- an hefur setið í borgarstjórn Reykja- Slglaugur Brynleifsson víkur án þess að eiga lögheimili í borginni heldur á hún lögheimili eins og skylt er á sama stað og eiginmaður hennar, þingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Samkvæmt undan- þáguákvæði um þing- menn gat hann valið milli þess að eiga lög- heimili í Reykjavík eða á Höllustöðum fyrir norðan og kaus Höllu- staði. „Hjón eiga sama lögheimili", stendur í lögum um lögheimili. Lögin eru afdráttar- laus og endanieg og stangast á við setu Sigrúnar Magnúsdóttur í borg- arstjórn og sem flaggskips á lista minnihlutaflokkanna til borgar- stjórnar 28. maí nk. Eins og nafngiftin „Reykjavíkur- listinn" er marklaus má svo fara að núverandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Reykjavík og stafnkona Lög mæla fyrir um að hjón eigi sama lögheim- ili, staðhæfir Siglaugur Brynleifsson, sem seg- ir eiginmann „stafn- konu R-listans“ með lögheimili á Höllustöð- um í Húnavatnssýslu. R-listans verði dæmd á sína sveit; úr borgarstjórn og af R-listanum og síðan flutt hreppaflutningi á stað- festu eiginmannsins, Höllustaði í Svínavatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, þar sem hún á lögheim- ili og verði þar njörvuð niður og láti af vafri og hæpnum söguburði í öðrum sóknum. Höfundur er rithöfundur Þrír listar á Seyðisfirði Seyðisfirði - Þrír framboðslistar hafa verið lagðir fram til bæjar- stjórnarkosn- inganna á SeyðisT firði í vor. Lista Sjálfstæð- isflokksins skipa: Arnbjörg Sveins- dóttir, skrifstofu- stjóri, Davíð Ó. Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, þroskaþjáifi, Guð- jón Harðarson, kaupmaður, Sig- finnur Mikaelsson, framkvæmda- stjóri, Þorgils Baldursson, lyfsali, María Ólafsdóttir, bankastarfs- maður, Birna Guðmundsdóttir, húsmóðir, Sveinbjörn Ó. Jóhanns- son, stýrimaður, Hildur Hilmars- dóttir, bankastarfsmaður, Páll Guðjónsson, rafsuðumaður, Guð- rún V. Borgþórsdóttir, húsmóðir, Haraldur Sigmarsson, sjómaður, Níels Daníelsson, vélvirki, Sigurð- ur Hauksson, vélamaður, Ottó Ei- ríksson, trésmíðameistari, Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Theódór Blöndal, framkvæmda- stjóri. Á lista Framsóknarflokksins eru þessir: Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri, Sigurður Jónsson, verkfræðingur, Jóhann P. Hansson, kennari, Gestur Valgarðsson, verk- fræðingur, Sigiíður Stefánsdóttir, símritari, Ingibjörg Svanbergsdótt- ir, skrifstofumaður, Anna Karls- dóttir, skrifstofumaður, Jóhann Stefánsson, vél- virki, Snorri Jóns- son, verkstjóri, Jón Hilmar Jónsson, rafvirki, Magnús Baldur Kristjáns- son, nemi, Sigríður H. Friðriksdóttir, nuddfræðingur, Unnar Ingimundur Jósepsson, sjómað- ur, Sigurður Orm- ar Sigurðsson, vélavörður, Bjarney Emilsdóttir, húsmóðir, Þórður Jakobsson, húsa- smiður, Birgir Hallvarðsson, ræðis- maður, Þórdís Bergsdóttir, heil- brigðisfulltrúi. Listi Tinda, félags jafnaðar- og vinstrimanna, er sem hér segir: Pétur Böðvarsson, skólastjóri, Her- mann V. Guðmundsson, ökukenn- ari, Ólafía Þ. Stefánsdóttir, fóstra, Sigurður Þ. Kjartansson, leiðbein- andi, Egili Sölvason, verslunarmað- ur, Bryndís Sigurðardóttir, verka- maður, Soffía Ivarsdóttir, Jón Hall- dór Guðmundsson, skrifstofustjóri, Ólöf Hulda Sveinsdóttir, skrifstofu- maður, Þorgeir Sigurðsson, útgerð- armaður, Magnús B. Svavarsson, sjómaður, Sigþrúður Hilmarsdóttir, húsmóðir, Stefán Smári Magnús- son, hlunnindabóndi, Ragnhildur Billa Árnadóttir, húsmóðir, Magnús Guðmundsson, skrifstofumaður, Sigrún Ólafsdóttir, Jijúkrunarfræð- ingur, Margrét Gunnlaugsdóttir, hárgreiðslumeistari, Hallsteinn Friðþjófsson, formaður Verka- mannafélagsins Fram. 28.MAI Margir listar í A-Hún Blönduósi - Fjórir listar verða í framboði í sveitarstjórnarkosning- unum á Blönduósi ,í Torfalækjar- hreppi eru þrír listar og í Sveins- staðahreppi verður óhlutbundin kosning. Á Blönduósi eru D-listi, listi Sjálfstæðisflokksins, F-listi, listi framfarasinnaðra Blönduósinga, H-listi, listi vinstri manna og óháðra, og K-listi, listi félags- hyggjufólks. F-listinn er nýtt fram- boð undir forystu Sturlu Þórðarson- ar tannlæknis, en annað sætið skip- ar Sigrún Zophoníasdóttir, sem var áður bæjarfulltrúi fyrir H-listapn. Sigurlaug Hermannsdóttir og Ág- úst Þ. Bragason skipa efstu sæti sjálfstæðismanna. Hörður Rík- harðsson og Ragnhildur Húnboga- dóttir skipa tvö efstu sæti K-lista. Pétur A. Pétursson og Gestur Þór- arinsson skipa efstu sæti H-listans. Pétur A. Pétursson og Sigi-ún Zop- honíasdóttir eru einu frambjóðend- urnir sem sæti eiga í núverandi bæjarstjórn Þrír listar eru boðnir fram í Torfalækjarhreppi. Efstu menn á J-lista eru Erlendur G. Eysteinsson oddviti og Stefán Á. Jónsson. Efstu sæti L-lista skipa tvær konur, Inga Þórunn Halldórsdóttir og Björk Axelsdóttir, og efsu sæti O-listans skipa Páll Þórðarson og Þorgrímur G. Pálmason. Þó svo ekki séu listakosningar í Svínavatnshreppi liggur það fyrir að núverandi oddviti, Siguijón Lár- usson á Tindum, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Jafnframt sveitarstjómarkosn- ingunum verður skoðanakönnun um það hvort sameina eigi Búnað- arfélag íslands og Stéttarsamband bænda, en niðurstöður þeirrat- könnunar verða að bíða til 11. júní því Skagahreppur hefur óskað eftir því að fá frestað kosningum til þess tíma. flliklu meira cn veniule? sólarlandaferð! A* ó or 4 Samvinnuferðir - Landsyn og Atlasklúbburinn bjóða til sumarveislu Ein af mörgum: Það verður eldhress stemmning á sólarströndum okkarísumaráári fjölskyldunnar. Allt fullt af bráðskemmtilegum gestum og hugmyndaríkum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn spennandi, menningarlegan og sprenghlægilegan blæ! Diddú dr—*s$ heillar landann og aðra gesti upp úr sandölunum með sínum hrífandi söng við undirleik Jónasar Þóris. Snm vinnuferMr-L anús ýn Veldu sólarlandaferð þar sem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. EUROCARD (IL'ATLAS - nýtur sérkjara! 4000 kr. afsláttur i pakkaferðir fyriralla þá sem eru með Atlas- eða Gullkort frá Eurocard. 5000 kr. afsláttur á mann til Benidorm 30. júnl og til Cala d’Or 28. júni. Víðtæk tryggingavernd, hafi a.m.k. helmingur ferðar verið greiddur með kortinu. Möguleiki á einni af 30 bónusferðum á 30 kr! Ótal vildarkjör að auki. Nú er rétti tíminn til að fá sér Eurocard! I Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel SÖQU við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrél 91 - 62 24 60 Hafnarfjöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbróf 91 - 655355 Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 T.1 33 86 .• Slmbréf 93 -1 11 95 Akurcyri: Raðhustorgi 1 • S 96 - 27200 • Simtmd 90 - 1 10 35 Vcstmannaeyjan Vestmannabraut 38* S. 98 - 1 12 71 • Simbrel 93 - 1 27 92 QATL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.